Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 19

Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 15. APRIL 2000 - 35 Haustið 1983 keypti kona íbúð af manni, þriggja her- bergja í fjölbýlis- húsinu að Lauf- vangi 10 íNorður- bæ Hafnarfjarðar. Konan, sem við köllum Ólafíu, var menntuð móðir með þrjú börn, það yngsta á öðru ári. Glöð í sinni fékk hún vini og kunningja til að hjálpa sér að mála - en þá dundi áfall- ið yfir. Allir voru ánægðir að mála, en þegar Olafía var að handmála neðstu röndina með gólfi í stofu veitti hún athygli lykt úr teppinu - sem var um það bil sjö ára gamalt ullar- teppi með áföstum gúmmíbotni. Hún kannaði málið betur og fann meiri lykt. Reif hún nú teppið upp í einu horninu. Gaus þá upp ólykt og sást blettur á teppis- botninum og á steingólfinu undir teppinu. Ólafi'a spurði nú nágranna um hagi Bjarna, seljanda íbúðarinnar. Fékkst það svar að hann hefði haldið hund. Nágranni upplýsti, að hann hefði einn daginn farið út á svalir sínar til að hengja upp þvott á snúrur. Þá hefði hann fundið lykt og litið niður. Hefði hann þá séð hundaskít um all- ar svalir hjá Bjarna. Tvær nágrannakonur upplýstu að hundurinn hefði verið einn í íbúðinni allan daginn, meðan húsráðendur voru í vinnu. Stormað til fasteignasalans Það var því eleki um að villast; hundurinn hafði verið að gera þarfir sínar og það hafði ekki einskorðast við svalirnar. Ólafia hringdi og kvartaði í Bjarna og sölumann- inn á fasteignasölunni.. NokkrLim dögum síðar tekk hún til sín teppahreinsunar- menn og fóru þeir yfir teppið samvisku- samlega. En Ólafia fann samt ennþá lykt úr teppinu. Hún ákvað því að rífa teppið af, rúllaði því upp og fór með niður í kjall- ara í sameigninni, þar sem þau síðan voru „meðeigendum til lítillar ánægju". Nú var Ólafía komin í ham. Hún Idippti bút af ódaunsteppinu og stormaði með hann niður á fasteignasöluna - og lét sölu- FríOrík Þóp Guðmundsson skrifar einstæð vel Laufvangur 10 í Hafnarfirði. Kaupandi íbúðar brást ókvæða við þegar ólykt gaus uppúr stofuteppinu. Hlandlyktin í teppmu manninn þefa af honum þar „úr því hann fékkst ekki til þess að koma þrátt fyrir ít- rekaðar bciðnir". Sölumaðurinn fann ólykt, vissulega, en vildi ekki „tilgreina líklega ólyktarorsök“. Nema þá helst að „svona lykt gæti stafað af teppahreinsunarefnum“. Ólafia ákvað að kaupa ný teppi á stof- una, sem ákomin kostuðu 136 þúsund krónur (37 fermetrar á 3.500 kr. hvem, all- ar tölur uppreiknaðar). Hreinsunarmenn- irnir höfðu kostað 4 þúsund krónur. Eru þetta stefnuupphæðir dómsmálsins. „Kettir oft veni“ Bjarna sagðist svo frá, að hann hefði um jólin 1982 eignast tíkarhvolp. „Venjulegan hvolp, eldd kjölturakka“. Tíkin hafi verið þrifin og gert þarfir sínar úti á svölum og var höfð rifa á svalarhurðinni, þegar þau hjónin voru ekki heima. Mundi Bjarni eftir því að það hefði í eitt skipti gerst að tíkin hefði létt af sér þvagi inni og þá við dyrnar fram á stigaganginn, en eldd í horni og þaðan af síður við vegg. Hann hafi aldrei fundið ólykt í íbúðinni. Það sama bar frændi Bjama og heimilisvinur. Tók Bjarni það ffam að eiginkona sín „væri mikil myndarhúsfreyja og heimilið allt í sniðum“. Við meðferð málsins í bæjarþingi Hafn- arljarðar streymdu inn utanréttarvottorð með vitnisburði á báða bóga um ólykt og lyktarleysi og var þeim öllum mótmælt sem röngum og óstaðfestum. Kom fram að Bjarni hafði fengið teppahreinsunarmann til að hreinsa teppið skömmu áður en íbúðin var seld - sama aðila og hreinsaði síðar fyrir Ólafiu. Ekki vegna ólyktar, held- ur hafi það verið venjuleg hreinlætisráð- stöfun fyrir sölu. Teppahreinsunarmaðurinn kom fyrir dóminn og mundi að teppin hefðu verið óhrein í fyrra skiptið, en mundi ckki eftir lykt. Hann þvertók fyrir að nota hreinsun- arefni sem ólykt væri af. „Hann sagðist olt hreinsa teppi í íbúðum, þar sem hundar væru, sumir þeirra migju um allt, þó frem- ur við veggi. Fáir svo vanafastir að nota jafnan eitthvert tiltekið horn eingöngu. Hundahland væri hins vegar tiltölulega lyktarlítið og oftast mikils árangurs að vænta með góðum hreinsitækjum. Kettir oft verri“. „Megn stækja“ er hland Fyrir dómi sagði Ólafía að Bjarni hefði beinlínis séð hundinn „Ieggja af sér í tepp- ið“, en ekkert upplýst við söluna, heldur leynt gallanum með því að hylja hann með teppahreinsuninni. Bjarni mótmælti þessu sem ósönnuðu og furðaði Már Pétursson héraðsdómari þá sig á því að ekki hefði ver- ið borin fram frávísunarkrafa. Auk þess sagði Bjami að dómkrafan væri of há og öfgafull, góð teppi kostuðu ekki meira en 2.300 fermetrinn og varla réttlætanlegt að miða við minna en 50% afskrift af því. Þar með gæti teppakrafan ekki verið 136 þús- und, heldur f mesta lagi 42 þúsund. Eftir því sem leið á dómsmálið varð Már óþolinmóðari. Hann skammaðist út í Olaf- íu (lögmann hennar) fyrir að leggja ekki fram matsgerð dómkvaddra matsmanna og skammaði Bjarna (lögmann hans) fyrir að krefjast ekki frávísunar, heldur bara sýknu. Ólafi'a kvartaði undan því að matsgerö væri kostnaðarsöm. A næsta dómþingi lagði lögmaður Ólafi'u hins vegar fram „skoðunargerð“ Daníels Kjartanssonar, formanns Félags teppagerð- armanna. Daníel sagði að við athugun á upprúllaða teppinu leyndi sér ekki „að samkvæmt blettum á undirlagi teppisins hafði vökvi sigið niður í undirlagið mjög víða. Af megnri stækju sem upp gaus þegar rúllað var út teppastranganum mátti ráða að um hland væri að ræða“. Alíta mætti gallann Ieyndan og að með öllu væri óhæft og heilsuspillandi að búa við teppið sem slíkt. Már vísaði málinu frá Lögmaður Bjarna lét þegar bóka að skoð- anagerðin væri röng og skoðunarmaðurinn vilhallur (hann lagði nýja teppið), auk þess sem hann hefði enga sérþekkingu í málinu. Benti hann á að fram væri komin skýringin „á þörf [Ólafi'u] fyrir nýtt stofuteppi, það sé miklu smekklegra að hafa teppi í sama stíl á allri íbúðinni“. Már héraðsdómari fékk sýnilega nóg af þessu karpi og skammaði lögmenn á báða bóga fyrir málatilbúnað þeirra. Hann lagði til grundvallar að engin matsgerð sérfróðra óvilhallra manna lægi Fyrir og vísaði málinu frá dómi. Ólafi'a áfiýjaði frávísuninni til Hæstaréttar og var þar meðal annars kvart- að yfir því að Már hefði hafnað ítrekuðum tilmælum um að hann vettvangsskoöaði sjálfur teppið. En allt kom fyrir ekki og Hæstiréttur staðfesti frávísun þessa sér- stæða máls. fridtik@ff.is Kristnirit. Nú í vikunni kom út ritverk- ið Kristni á íslandi, sem kemur út í til- efni af þúsund ára kristni í landinu. Sést hér sr. Sigurjón Einarsson, fyrrum prestur á Kirkjubæjarklaustri, afhenda Halldóri Blöndal fyrsta eintak verksins - en hver var aðalritstjóri þess? Forsetinn. Forseti íslands brá undir sig betri fætinum í síðustu viku og fór í opinbera heimsókn í Rangárvallasýslu. Skoðaði hann meðal annars byggða- safn sýslunnar og heilsaði uppá safn- vörðinn sem hér sést með honum á myndinni. Hvar ersafnið og hvað heitir vörðurinn? í Blönduhlíð. í Út-Blönduhlíð í Skaga- firði er þessi minnisvarði og er hann á fæðingarstað eins mesta garps ís- lenskra stjórnmála á 20. öldinni. Sá var fæddur árið 1896 - hann varð forsæt- isráðherra árið 1934 og hefur enginn maður setið jafn lengi í því embætti. Hver var hann og hvar fæddist þessi maður? Guðríður. Um þessar mundir er á sviðinu á Sauðárkróki leikrit þar sem fjallað er um þá merku konu, Guðríði Þorbjamardóttir. Hver var maður hennar og sonur þeirra, fyrsta hvíta barnið sem fæddist í Ameríku? Flugmaðurinn. Einn af fræknustu flugköppum landsins kom úr sínu síð- asta flugi fyrir nokkrum vikum, eftir langan og farsælan feril sem atvinnu- flugmaður. Hver er maðurinn, sem hefur orðið nánast þjóðsagnapersóna í fluginu? LAND OG ÞJOÐ Sævarsson skrifar 1. Björn Blöndal er meðal þeirra lög- reglumanna sem þekktastir hafa orðið. En hvað var það sem skóp frægð Björns? 2. Hver skrifaði smásagnasafnið Þegar það gerist? 3. Hvað heitir sá mikli móbergshöfði sem skagar fram í Skagafjörð, rétt norðan við Hofsós. 4. Rugludalur. Hvar á staður? landinu er sá 5. „Hjá fólkinu í landinu mun hugur minn verða.“ Hver mælti svo af hvaða tilefni? 6. Snemma á sjöunda áratugnum birt- ust í blöðum yfirlýsingar frá hópi manna sem í daglegu tali voru nefndir Sextíu menningarnir. Fyrir hvaða málefni börð- ust þeir? 7. Hver var sá rithöfundur sem uppi var snemma á öldinni og bjó á Sandi í Aðal- dal. Hann þótti lunkinn smásagnasmið- ur og minnast margir m.a. sögunnar Gamla heyið? 8. Hvar á landinu eru Vattarnesskriður? 9. Raufarhólshellir. hann? Hvar á landinu er 10. Kolgríma. Hvar á landinu eru hún? 'liaASjnpng j B|n>|of ja blujj6|o» 'oi ■njá jbc[ UJ3S J|uepuAuj6j3q jBpæisjgs ju/tj poj mujs j jnvjBisura jjvjAcj uuujjjapi -jn66!| jBujBqsvjepoq |ii uuun63Apo[cj uiss jbc| ‘uin|s6u3jq j J3 J!||3qs|otpBjnBy '6 'JBpjBfjspnjqsBj |q !pj!pepA3y bjj uuun63A jn66j| jæc| tun 6o QjofjjBpAay uapjsA -uBUuns pw nja jnpuqssaujBUBA '8 'uossuofpu-i jnpunuipng y '6B|3juiBSJB6u!uuauj iqsua|sj b juqp 6a|pBqs ipjaq jujasdjBAupfs Bjjacj pB Jjacj npigi spua 'ipiaqsaupn/q j nujpæASJBUJBA b uinuuouJBfqjjBpuBa ua uinjpo jBpBqoi npjA suisdjBA -upfsjn>|iAB|j3>| JB6u|puasin pB jACj juAj isnpjoq JiujBöuiuuauinjixag 'g '8961 isn6s q ‘spuB|S| Biasjoj qiæquja pw qpi uusq jB6ac| jpjo ps ujpfpig UBfisuy ísmoq OAg -g ps }6ub| unq isas 6o ‘pæq e 'ui £gg 'B6unqs|Bpn|6ny jqiaq æas pæq idnq 'Jpis ja s|!6npup|g 6o susq miuj ua ‘s|ep spujauiuss iuuiui j uuuæq pois 6o |Bpnpugia j isuiajj jiAqjpAa ja jn|Bpn|6ny 'y jpjgqjepjpq •£ 'uoss6nB|uung ujbjjj 'Z ’ujs jjojs necj juáj jsuujui uua sueq jg '0£6l uin6uu>| j uinunje b |66njq -BUi|aq pB npnqai }SB6nqgj>| uias euuBjejacj |doq i jba ujgfg 'i 'pnds lun ja jaq uias bs ja uossnu6B|/\j jnjipjoq , 'uossuuqjoq ujoug jba ejj|scj jnuog jnuppjBUJBfqjoq jepjjpng jnpBuiu|6!a jba lujaspBq jnuuqjoq , 'pjiqnpugig j uinqqajg -upAg b jba Jnppæj uias uosseupr uuBuuan uin ynds ja jay , 'uossBuipx jnpjoq ja uuunpjgAujBS 6o uinéoqg i ja e6u|æ6uey ujBsep66/tg , 'sqjaA essacj uofisju jba uias spue|Sj eipqsBy p|A !paaijpn6 j jossajojd uose6nn !J|b[h jba peq , uoAg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.