Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 - 29 jg^m i /:¦' (),: s i í^kj afli. Form verkanna eru töfrandi og áferð einstök, allt í senn þunn og létt, gagnsæ og fljótandi. Gler- ið virðast lifandi í meðförum Chi- huly og líklegt til að fara á hreyf- ingu þá og þegar. Strík í reikninginn Þegar grafist er fyrir um feril Chi- huly kemur í Ijós að hann hefur haft afgerandi áhrif á notkun glers bæði í Iisthönnun og mynd- Iist. Gler er ekki efni sem mynd- listarmenn hafa notað mikið í gegnum tíðina en Chihuly hefur laðað fram áður óþekkta mögu- leika þess og þannig vakið vakið á því endurnýjaðan áhuga. Verk hans sjálfs hafa með tímanum þróast frá því að vera Iíkust hefð- bundnum listmunum til flókinna glerskúlptúra og innsetninga sem eru sett saman úr ótalmörgum glerhlutum. Því miður fengum við ekki tækifæri til að spyrja Chihuly sjálfan út í verkin á blaðamanna- fundi á Kjarvalsstöðum á fimmtu- dag, þar sem hann frestaði komu sinni til landsins alveg óvænt vegna yfirvofandi verkfalla. Hann hefur þó vonandi skipt um skoð- un þegar Ijóst var að verkfalls- hættan var liðin hjá, því um helg- ina stendur til að hann fremji einskonar glergjörning fyrir utan borgina. Listamaðurinn mun þá fara ásamt aðstoðarmönnum sín- um og þrjátíu nemendum úr Listaháskólanum út í náttúruna til að setja upp tímabundnar inn- setningar úr 600 glerformum, segir Jennifer og svarar því ját- andi að víst sé glerblásturinn lík- amlega erfiður. Með her aðstoðarfólks ítalíudvölin olli straumhvörfum í lífi Chihulys og hafði afdrifarík áhrif á vinnuaðferðir hans sem vekja allsstaðar athygli. Jennifer fullyrðir þó að enginn hafi haft áhuga á verkunum í heil tíu ár frá því hann Iauk námi, eða ekki fyrr en undir lok áttunda áratugarins. „Það skiptir miklu máli að lista- menn hafi trú á sjálfum sér og þvf sem þeir eru að gera. Að þeir haldi áfram að þróa verk sín þótt enginn vilji líta við þeim í byrjun," segir hún. Chihuly er vissulega fordæmi um að slík þrautseigja getur borg- að sig, því verk hans eru í eigu allra helstu hönnunar- og gler- listasafna í Bandaríkjunum, Evr- ópu og Asíu auk margra fagur- og nútímalistasafna. Hann ferðast út um allan heim með sýningar sín- ar en setti síðast upp stóra sýn- ingu í garði Davíðsturnsins í Jerú- salem, sem hýsir sögusafn borgar- innar. I garðinum kom hann fyrir nítján upplýstum innsetningum, sumum margra metra háum. Chihuly er með 150 manns í vinnu og minna vinnuaðferðir hans að mörgu leyti á gömlu meistarana, sem höfðu aðra lista- og handverksmenn sér til aðstoð- ar. „Það á vel við Dale að vinna í hópi," segir Jennifer og Iíkir hon- um við arkitekt eða kvikmynda- leikstjóra. „Honum finnst gaman að vera á mörgum stöðum í einu Venturí gluggi í Listasafninu i'Seattle áríð 1992. sem hann lét blása fyrir sig í Finnlandi. Guðmundur Ingólfs- son ljósmyndari ætlar að festa gjörninginn á filmu sem síðan verður gefinn út á bók. Missti dýptarskynið Fyrstu aðstoðarmennirnir komu hingað með verkunum, sem voru flutt til landsins í gámum, strax í síðustu viku. Þeir setja þau upp samkvæmt tilmælum frá Chihuly sem fékk allar upplýsingar um vestursal Kjarvalsstaða sendar til Bandaríkjanna. Aðstoðarkona hans, Jennifer Perrell Lewis, hef- ur hönd í bagga með útliti sýning- arinnar og það kemur í hennar hlut að útskýra vinnuaðferðir Chihulys. „Núorðið blæs hann mest lítið af glerinu sjálfur," segir hún. „Hann Ienti í bílslysi í Englandi árið 1977 og missti þá annað augað, sem þýðir að hann hefur ekkert dýptarskyn. Hann á erfitt með að blása sjálfur þess vegna en það er ekki eina ástæð- an." Chihuly hafði verið sagt í skóla að ef hann sæi ekki um blástur- inn sjálfur gætu verkin ekki talist höfundarverk hans. Viðhorf hans breyttust fljótlega eftir að náminu lauk. „Hann fór til ítalfu og komst að því að þar er gler blásið í hópi. Þannig er hægt að gera fleiri, stærri og flóknari muni," og treystir aðstoðarmönnum sín- um fullkomlega til að setja verkin upp." Stóru skúlptúrarnir sem eru settir saman úr fjölda keim- líkra lífrænna forma, hlýta engum fyrirfram ákveðnum leiðbeining- um um uppsetningu. „Aðstoðar- mennirnir þekkja fagurfræði Chi- huly og eru færir um að setja verkin upp samkvæmt henni," segir Jennifer. Eiginleikar glersins Öðru máli gildir um gerð sjálfra verkanna. „Þar sem hann blæs ekki lengur sjálfur gerir hann teikningar og málar myndir, eins og þær sem sjá má á sýningunni. Aðstoðarfólkið styðst við þær, en hann segir því í hvaða átt það á að beina blæstrinum og hvaða liti á að nota." Þetta þýðir ekki að hann sé ónæmur fyrir hugmynd- um annarra eða hafi nákvæma útkomu verkanna í huga. „Dale hlustar á hugmyndir annarra en yfirleitt þróar hann þær áfram. Hann er hrifinn af eðlislægum eiginleikum glersins og lætur það frekar ráða ferðinni en beina þvf inn á brautir sem henta því ekki." Chihuly lýtur ekki aðeins á glerið sem efnivið sinn, segir Jennifer. „Hann vinnur einnig með hitann, þyngdaraflið og sjálfan blástur mannsins. MEÓ. -i___4±. Vi arnar liðiá á KerlavíkurrlugfvejJi óskar ertir umsækjenaum á skrá í ertirfaranai starrsgfreinar: Rarvirkjun RareincLavirkjun Símsmíoar Tölvustörr Skrirstorustörr Slökkviliosstörr Málarastörr Pípulagnir Trésmíoar Blikksmíoar Birvélavirkjun Bílamálun Matreioslu Verkamannastörr Um er aá ræáa bæái rastar stöo'ur ogf sumarafleysingar. Lágfmarksaldur er 18 ár. Umsóknir skulu berast sem fyrst par sem sum störíin eru laus nú pegar. Sumarafleysingfar liefjast á tfmabilinu frá maí til júní. Núveranai startsmenn Varnarliosins skili umsóknum til Starlsmannanalas Varnarliosins. Aorir umsækjenaur skiii umsóknum til Varnarmálaskrilstoru Utanríkisráouneytisins, ráorúnéaraeild, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesnæ. Nánari upplýsingar f síma 421 1973. Bréfsími 421 5711. Vamarstöðin á Keflavíkurflugvelli er ellefta stærsta byggðarlag landsins. Auk varnarviðbúnaðarins eru þar reknar allar almennar þjónustustofnanir, svosem versianir, skólar, kirkjur, fjðlmiðlar, tómstundastofnanir, veitingahús og skemmtistaðir. Tæplega 900 Islendingar starfa hjá Varnarliðinu auk bandariskra borgara og hermanna. Jafn réttur kynjanna til starfa er mikils virtur. Ókynbundnar starfslýsingar eru fyrir hvert starf og eru þær grundvöllur kerfisbundins starfsmats. Störfþau sem Islendingar vinna hjá Vamarliðinu eru mjög fjölbreytileg. Þar finnast hliðstæður flestra starfa á íslenskum vinnumarkaði auk margra sérhæfðra starfa. íslenskt starfsfólk hefuraðgang að mjög góðu mötuneyti auk skyndibitastaða. Vinnuveitandi tekurþátt íkostnaði vegna ferða til og frá vinnu. Þjálfun starfsfólks, hérlendis og erlendis, er fastur liður I starfseminni en breytileg eftir störfum. Vamarliðið er reyklaus vinnustaður. Starfsmönnum býðst gáð aðstaða til llkamsræktar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.