Dagur - 23.05.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 23.05.2000, Blaðsíða 9
ÞRIÐJVDAGU R 23. MAÍ 2000 - 9 ÍÞRÓTTIR Varameimimir sáu um KR-ínga KeflvíMiigar uimu í fyrrakvöld óvæntau 2- 3 sigur á KR-ingum á Laugardalsvelli í ann- arri umferð Lands- símadeildar karla. KR- ingar töpuðu þar sín- um fyrsta heimaleik síðan haustið 1998. Grindvíkingar sýndu sitt rétta andlit gegn Fram, þegar þeir unnu 3-0 heimasigur á Reykj avíkurliðinu. Fyrir leik KR og Keflavíkur, sem fram fór á Laugardaksvellinum í fyrrakvöld, höfðu KR-ingar ekki tapað heimaleik í deildinni, síðan 26. september árið 1998, þegar þeir töpuðu 0-2 gegn Eyjamönn- um í síðustu umferð Landssíma- deildarinnar það árið. Síðan hafa KR-ingar leikið níu heimaleiki í Frostaskjólinu, unnið sjö og gert tvö jafntefli, gegn Breiðabliki og Leiftri í fyrra og reyndar ekki tap- að deildarleik síðan gegn ÍBV í Eyjum um miðjan júní í fyrra. Það er þó huggun harmi gegn, fyrir hörðustu KR-inga, að heimaleik- urinn var Ieikinn í Laugardal, en ekki á KR-vellinum, þannig að enn eru þeir taplausir á eiginleg- um heimavelli. KR-ingar byrjuðu betur Það var ekki að sjá á leik KR-inga í fyrri hálfleik í fyrrakvöld að tap yrði hlutskipti liðsins, því að það lék mun betur en Keflvíkingar og hefði með smáheppni átt að vera komið með tveggja marka forskot í hálfleik. Gunnleifur Gunnleifs- son, markvörður Keflvíkinga, var sínum gömlu félögum í KR mjög erfiður og kom öðrum fremur í veg fyrir að þeim tækist að klára dæmið. Guðmundur Benediktsson kom KR-ingum á bragðið á 24. mínútu þegar hann skoraði gott skalla- mark eftir sendingu frá Einari Þór Daníelssyni og fékk síðan gullið tækifæri til að bæta við öðru þeg- ar dæmd var vítaspyrna á Keflvík- inga eftir brot á Einari Þór. En Guðmundur var ekki á skotskón- um og skaut vel yfir markið. Innkoma Ljubicic virkaði sem vitamínsprauta Það kom nokkuð á óvart að Páll Guðlaugsson, þjálfari Keflvíkinga, skyldi byrja leikinn með þá Zoran Ljubicic og Guðmund Steinars- son á bekknum, en greinlega vantaði nokkuð bit í sóknarleik liðsins. Það kom því ekki á óvart þegar Ljubicic var skipt inná á 53. mínutu og síðan Guðmundi á 61. mínútu. Innkoma Ljubicic virkaði eins og vitamínsprauta á liðið og aðeins mínútu eftir að Guðmundi var skipt inná, opnuðust allar flóðgáttir hjá KR-ingum og Kefl- víkingar allt í einu komnir með tveggja marka forskot, á aðeins átta mínútna leikkafla. Fyrsta markið kom eftir mistök Gunnars Einarssonar í vörninni, en hann missti boltann á miðjum eigin vallarhelmingi og Keflvíkingar voru fljótir að hefna. Guðmundur amstal1 I 1 < *r i l!f| m j m /7 '4Í*A Keflvíkingar fagna einu þriggja marka sinna gegn KR-ingum í fyrrakvöld fékk boltann á auðum sjó og skor- aði auðveldlega af stuttu færi eft- ir undirbúning Kristjáns Brooks og Zoran Ljubicic. Ljubicic var einnig höfundurinn að öðru markinu, sem Kristján Brooks gerði fimm mínútum síðar, eftir að Ljubicic hafði leikið Iaglega á KR-vörnina. A 69. mínútu var síð- an dæmd vítaspyrna á KR-inga, þegar David Winnie braut á Guð- mundi Steinarssyni innan teigs. Guðmundur tók vítið sjálfur og skoraði örugglega. Guimleifui bestur KR-ingar gerðu nú allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn, en Kefl- víkingum með Gunnleif Gunn- leifsson sem besta mann, tókst að halda þeim í skefjum, þar til um fimm mínútur voru til Ieiksloka. Þá fékk Andri Sigþórsson stungu- sendingu inn fyrir vörnina og skoraði örugglega. Lengra komust KR-ingar ekki og óvæntur 2-3 sig- ur Keflvíkinga, en þó sanngjarn eftir gangi leiksins, í höfn. Það er ljóst eftir þennan leik að KR-ing- ar verða að taka til í varnarleikn- um og þá sérstaldega á miðsvæð- inu, þar sem menn náðu illa sam- an og fóru á taugum þegar á reyndi. Griudvíkingar sýna sitt rétta andlit Eftir gott undirbúningstímabil og 0-0 jafnteflið gegn Stjörnunni í fyrsta leik íslandsmótsins s.l. þriðjudag, sýndu Grindvíkingar nú aftur sitt rétta andlit, þegar þeir unnu 3-0 sigur á Frömurum í Grindavík. Þrátt fyrir fjarveru þeirra Scott Ramsey og Sinisa Kecik, sem tóku út leikbann eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið f leiknum gegn Stjörn- unni, lék lið Grindvíkinga mun betur en í síðasta leik. Þegar það svo bættist við að Guðjón As- mundsson, fyrirliði liðsins, þurfti að yfirgefna völlinn vegna meiðs- la á 46. mínútu áttu menn frekar von á að liðið myndi gefa eftir, en svo varð ekki. Þeir voru einfald- lega betra liðið allan leikinn og eftir að Paul McShane, besti maður vallarins, hafði skorað fyrs- ta markið á 24. mínútu var eins og mestur vindur væri úr Frömur- um, sem höfðu pressað mjög stíft í upphafi leiks. Þrátt fyrir yfir- burðina sköpuðu Grindvíkingar sér ekki mörg færi, en héldu þó spilinu vel gangandi, eins og þeir hafa lengst af gert í vorleikjunum. Framarar hafa aldrei irnnið Grindvíkinga Það var svo ekki fyrr en á 80. mín- útu sem Grindvíkingum tókst að bæta við öðru markinu, en það gerði Olafur Orn Bjarnason úr vítaspyrnu sem Paul McShane fiskaði. McShane skoraði síðan sitt annað mark í leiknum sex mínútum síðar og kórónaði þar með góðan leik sinn og tryggði Grindvíkingum um leið enn einn sigur Grindvfkinga gegn Frömur- um. Síðan liðið komst fyrst í efstu deild árið 1995, hefur það aldrei tapað fyrir Fram í deildinni í þeim níu leikjum sem liðin hafa leikið saman. Úrslit leikja: 1. utnferð Stjarnan - Grindav. 0-0 ÍA - Leiftur 1 -0 Keflavík - Breiðabl. 1-0 Fram - KR 0-1 ÍBV - Fylkir 2-2 2. umferð KR - Keflavík 2-3 Grindavík - Fram 3-0 t gærkvöld: Fylkir - Leiftur 1-1 ÍBV - Stjarnan 2-0 Breiðablik - ÍA 0-1 Staðan eftir 2. umferðir Keflavík 2 2 0 0 4:2 ÍA 2 2 0 0 2:0 Grindavík 2 110 3:0 ÍBV 2 1 1 0 4:2 KR 2 10 1 3:3 Fylkir 2 0 2 0 3:3 Stjarnan 2 0 11 0:2 Leiftur 2 0 1 1 1:2 Breiðablik 2 0 0 2 0:2 Fram 2 0 0 2 0:4 Næsta lunferö: Laugard. 27. maí Kl. 15.00 ÍA - KR Sunnud. 28. maí Kl. 20.00 Fram - ÍBV Kl. 20.00 Leiftur - Breiðablik KI. 16.00 Stjarnan - Fylkir Mánud. 29. maí Kl. 20.00 Keflavík - Grindavík 6 6 4 4 3 2 1 1 0 0 íslands- og bikarmeisturum KR er spáð sigri í Landssímadeild kvenna í sumar. Hér fagna þær Sigríður Fanney Pálsdóttir og Helena Ólafsdóttir sigri í deiidarbikarnum á dögunum. KR-ingar hefja fitil- vömma gegn IBV íslands- og bikar- meistunim KR er spáð íslandsmeist- aratitlinum í ár, en liðið hefur titilvöm- ina gegn ÍBV í kvöld. BreiðábliM og Val er einnig spáð góðu gengi og er búist við að baráttan á toppi og botni deildarinnar verði meira spenn- andi og jafnari en oft áður. Keppnin í Landssímadeild kvenna í kvattspyrnu hefst með heilli umferð í kvöld, þar sem Is- lands-, bikar- og deildarbikar- meistarar KR heíja titilvörnina gegn IBV á KR-vellinum í fyrsta leik. Aðrir leikir kvöldsins eru leikur nýliða FH-inga gegn Breiðabliki á Kaplakrikavelli, Ieikur Stjörnunnar gegn IA á Stjörnuvelli og síðan Þór/KA og Val á Akureyri. Allir leikirnir hefjast kl. 20:00. Samkvæmt spá fyrirliða, þjálf- ara og forráðamanna liðanni í deildinni, er KR-ingum spáð ís- landsmeistaratitlinum í ár, en skammt þar á eftir kemur Breiðablik og síðan Valur. Spáin: Stig: 1. KR 160 2. Breiðablik 143 3. Valur 132 4. Stjarnan 102 5. ÍBV 85 6. ÍA 64 7. Þór/KA 39 8. FH 32 Miðað við gengi liðanna í fyrra, má ætla að spáin um topp- inn sé nokkuð líkleg og einnig ef tekið er mið af Ieikjum í deildar- bikar og Reykjavíkurmóti, þar sem KR hafði sigur í báðum mótunum eftir stórsigra gegn Val, 7-2 í Reykjavíkurmótinu og 8-2 í deildarbikarnum. Það kom á óvart í riðlakeppni deildarbik- arsins að þar vann Stjarnan yfir- burðasigur í riðlinum með fullt hús stiga, eftir að hafa unnið bæði Breiðablik og ÍBV nokkuð auðveldlega. Þrátt fyrir slaka byrjun er Breiðabliki spáð góðu gengi í sumar og sumir svo bjart- sýnir að spá þeim jafnvel sigri á mótinu. Allavega er búist við jafnari keppni á toppnum, þar sem þessi þrjú lið eru talin sterk- ust og muni skera sig nokkuð úr. Stjaman til alls líkleg Miðað við árangur Stjörnunnar í riðlakeppni deildarbikarsins í vor virðist liðið til alls líklegt og líklegra en oft áður til að velgja toppliðunum undir uggum. Sama er að segja um IBV, ef þeim tekst fljótlega að stilla sam- an strengi, en liðið hefur haft stuttan tíma til undirbúnings þar sem hluti leikmanna er ný- kominn til Eyja, bæði erlendis frá og frá námi í Reykjavík. Heimavöllur liðsins er sterkur og sem dæmi þá vann Breiðablik þær ekki nema með eins marks mun í riðlakeppni deildarbikars- ins í Eyjum. IBV fær eins og í fyrra góðan liðsstyrk frá Englandi, en þær Karen Burke og Kelly Shimmin munu aftur spila með liðinu í sumar. Lið IA, sem spáð er þriðja neðsta sætinu, mætir til leiks með nýjan þjálfara, sem er Mar- grét Akadóttir. Þetta er frum- raun Margrétar sem þjálfara, en hún hyggst einnig leika með lið- inu. Flestir spá þeim erfiðu sumri og jafnvel falli, en liðið hefur misst þrjá leikmenn úr byrjunarliðinu frá því í fyrra og er landsliðskonan Kristín Ósk Halldórsdóttir ein þeirra, en hún mun hætt. Þór/KA og FH spáð falli Þór/KA og FH, nýliðunum í deildinni, er spáð botninum og líklegt að þeirra bíði erfitt tíma- bil. Liðin byggja bæði að mestu á ungum og efnilegum stelpum og eru ekki talin eiga mikla möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Þór/IG\ sigraði í 1. deildinni í fyrra, en FH komst upp eftir aukakeppni gegn Grindavík og hafa liðin í raun lítið styrkst síðan. FH, sem vann Þór/KA 0-1 í úrslitakeppni deildarbikarsins um 8. sætið í vor, hefur þó fengið góðan liðs- styrk, sem er Hanna B. Stefáns- dóttir frá Haukum, en á móti hefur liðið misst Örnu Steinsen, sem var kjölfestan í liðinu í fyrra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.