Dagur - 23.05.2000, Side 13
ÞRinjUDAGUR 23. MAÍ 2000 - 13
niihlmiii
Um þau umæli Bjarkar að hún
væri hætt kvikmyndaleik sagðist
Friðrik Þór skilja þá ákvörðun full-
komlega. Björk kom fram í mynd
Friðriks, Rokk í Reykjavík, á sín-
um tíma og hann sagðist eitt sinn
hafa verið með handrit að kvik-
mynd með Björk í huga. Hvort
rykið yrði dustað af því handriti
sagðist Friðrik ekki reikna með.
„Þetta er svolítið „grand“ hjá Björk
að koma og hirða þessi verðlaun
fyrir einu myndina. Hún er góð í
því sem hún gerir mest, músfk-
inni, og kemur þar sífellt á óvart,“
sagði Friðrik Þór.
Björk er hætt!
Eins og kom fram í upphafi samdi
rithöfundurinn Sjón textana við
söng- og dansatriði í kvikmynd-
inni, ásamt Lars Von Trier. Þegar
Dagur ræddi við hann í gær sagð-
ist hann ekki geta verið annað en
ánægður með að myndin hefði
hirt „Pálmann". Þetta væri þýð-
ingarmikið fyrir myndina og eldd
síst fyrir Lars og Björk. Sjón sagð-
ist trúa Björk alfarið þegar hún
segðist vera hætt að leika í kvik-
myndum. Henni væri fúlasta al-
Þorfinnur Úmarsson: „Hollywood er
hrifin af leikkonum sem geta h'ka
sungið. Erfitt er að segja um þetta
fyrirfram en ég tel Björk eiga góða
möguleika. Kannski er ævintýrið bara
rétt að byrja.“
vara með þessum ummælum.
„Hún væri ekki að lýsa þessu
yfir nema að hún meinti það. Nú
þarf hún að vera með manneskju í
vinnu við að afþakka boð um leik í
kvikmyndum. Hún ákvað að setja
þetta fram strax," sagði Sjón, sem
þekkir vel til Bjarkar og hennar
verka.
Aðspurður um þýðingu verð-
Iaunanna fyrir Björk sagði Sjón
þetta hjálpa til við feril hennar
sem listamanns. Hún væri á for-
síðum flestra stórblaða í heimin-
um og allt umtalið hjálpaði til við
að koma henni á framfæri. Tón-
listarlega séð væri hún einnig að
sýna á sér nýjar hliðar í Dansaran-
um. Margt í myndinni ætti eftir að
koma aðdáendum hennar á óvart.
Myndin gerist í Bandaríkjunum á
árunum í kringum 1960 og það
hefði verið áskorun fyrir hana að
fást við ýmsar hefðir og venjur
þess tíma.
Lars elskulegur og gefandi
Miklar fréttir hafa verið um stirð-
leika í samtarfi Lars og Bjarkar og
á stundum hefði legið við sam-
starfsslitum. Aðspurður um sam-
Sjón: „Ágætis hobbí fyrir skáld-
sagnahöfund að gera eina og eina
kvikmynd sem fengi Gullpálmann í
Cannes. Fóik í kvikmynda-
heiminum fer að kannast við nafnið
mitt."
starfið við Lars sagðist Sjón reynd-
ar hafa skrifað undir þagnarheit
um að hann mætti ekki tjá sig um
samstarfið. Það hefði að vísu verið
ansi náið, þeir hefðu lokað sig inni
í fjórar vikur og setið yfir texta-
gerðinni.
„Ég lít á Lars sem vin minn.
Hann er afskaplega elskulegur og
gefandi maður, og hann er vel að
þessum verðlaunum kominn.
Hann er einstakur Iistamaður á
heimsvísu," sagði Sjón.
Svo virðist sem Sjón sé kominn
á kaf í kvikmyndirnar því hann
vinnur nú að handriti að breskri
kvikmynd, Newton eða Neftróna,
sem til stendur að Friðrik Þór leik-
stýri. Sú mynd á m.a. að gerast í
framtíðinni. Hvort verðlaunin fyr-
ir Dansarann hafi þýðingu fyrir
hann sagði Sjón það ágætis „hobbí
fyrir skáldsagnahöfund að gera
eina og eina kvikmynd sem fengi
Gullpálmann í Cannes. Fólk f
kvikmyndaheiminum fer að kann-
ast við nafnið mitt. Eg er þarna
íyrst og fremst sem textahöfundur
og híð bara eftir því að hringt’verði
frá Broadway í New York,“ sagði
Sjón.
Hvort Dansarinn ætti mögu-
leika í Oskarinn sagðist Sjón reik-
na með því. Vonandi stæðu þau
Björk og Lars á sviðinu í
HoIIywood á næsta ári að taka við
styttunni. „Kannski að maður fari
að undirbúa þakkarræðuna og
byrja á því að æfa sig á fjölskyld-
unni,“ sagði Sjón, kátur f bragði.
Frábært að vtnna með Björk
Valgeir Sigurðsson, sem á og rek-
ur hljóðverið Gróðurhúsið og lék á
árum áður með hljómsveitinni
Unun og Möggu Stínu, vann við
hljóðupptökur og tæknilega úr-
vinnslu á tónlistinni í Dansaran-
um. Björk fékk hann til Iiðs við sig
og Marc Bell fyrir rúmum tveimur
árum. Valgeir fór til Cannes að sjá
myndina og upplifði því stemning-
una sem þar ríkti. í samtali við
Dag sagðist hann að sjálfsögðu
vera ánægður með útkomuna.
Uppskeran væri góð eftir mikla
vinnu undanfarin tvö ár. Upptök-
urnar fóru að mestu fram á ls-
landi en einnig í Danmörku og
London.
Valgeir sagði dvölina í Cannes
hafa verið frábæra. Dansarinn
hefði fengið mikla umfjöllun en
fyrir og eftir myndina hefðu menn
ekki verið öruggir með að myndin
fengi Gullpálmann. Annað hefði
síðan komið í ljós. Hvort verð-
launin og athyglin sem myndin
fékk myndu hafa einhverja þýð-
ingu fyrir hann, sagði Valgeir erfitt
að segja til um það. Vonandi væri
hann að vinna sér inn punkta með
góðum verkum. Dansarinn hefur
verið hans meginverkefni síðustu
misserin auk þess sem þau Björk
unnu lokalagið í kvikmyndinni
Ffeingjohn Malkovich.
„Það er aldrei að vita nema að
við Björk vinnum meira saman.
Samstarfið hefur gengið vel og all-
ir ánægðir með það. Það var frá-
bært að vinna með henni. Hún er
fagmaður fram í fingurgóma. Hún
veit nákvæmlega hvað hún vill en
um leið gefur hún manni frelsi til
að skapa. Björk er mjög gagnrýnin
á sjálfa sig, hættir aldrei fyrr en
hún er ánægð. Tíminn með henni
og flestu öðru fólki í myndinni
hefur verið afar lærdómsríkur,"
sagði Valgeir.
FRÉTTIR
Leigubílstjórar komast stundum í hann krappann og m.a. í Reykjavík um
helgina.
Leigubílstjóra
ógnað með bnifi
Lögreglan í Reykjavík
hafði í nógu að snúast
um helgina. Mikið um
hraðakstur.
F dagbók lögreglunnar í Reykja-
vík segir m.a. frá því að tilraun
hafi verið gerð til innbrots að-
faranótt laugardags. Maður náði
að spenna upp glugga á húsi en
húsráðendur urðu hans varir.
Maðurinn var eltur uppi af Iög-
reglumönnum, handtekinn og
vistaður í fangageymslu.
Leigubílstjóri var rændur á
laugardagskvöld þegar farþegi
dró upp hníf og ógnaði leigubif-
reiðastjóranum og heimtaði af
honum peninga. Hafði hann
3500 krónur upp úr krafsinu
ásamt því að skulda áfallið öku-
gjald 6000 krónur.
Maður var staðinn að því að
taka peningasíma af vegg á
skemmtistað í miðborginni á að-
faranótt sunnudags. Reyndi
maðurinn því næst að fara með
símann út af staðnum, nokkrar
skemmdir hlutust af þessu atferli
mannsins.
Á sunnudag var tilkynnt um
innbrot í heimahús í Austurborg-
inni, þaðan hafði verið tekin
ýmis tækjabúnaður.
Með ffkniefni á klósettmu
Tvö fíkniefnamál eru skráð í dag-
hók lögreglunnar. Tveir aðilar
voru handteknir á skemmtistað í
miðhorginni þar sem þeir voru
staðnir að neyslu fíkniefna inni á
salerni staðarins. „Ætluð fíkni-
efni“ fundust svo við leit á
mönnunum. Þá fundust fíkni-
efni við leit í handfarangri bíls
þegar ökumaður hans var stöðv-
aður á sunnudag, grunaður um
ölvun við akstur.
Um aðfaranótt Iaugardags
voru þrír aðilar handteknir eftir
átök í miðborginni, einn þeirra
var vistaður í fangageymslu.
Dyravörður á veitingahúsi var
sleginn af manni sem hann
meinaði um inngöngu. Arásarað-
ilinn var handtekinn skömmu
síðar eftir að hafa reynt að brjóta
upp útihurð á öðrum skemmti-
stað.
87 kitluðu pinnann um of
Umferðarmál eru áberandi í dag-
bók lögreglunnar eftir helgina.
87 ökumenn voru kærðir fyrir of
hraðan akstur og þar af einn á
133 km hraða á Kringlumýrar-
braut þar sem hámarkshraði er
70 km/klst. 15 ökumenn voru
grunaðir um ölvun við akstur.
Á laugardag var tilkynnt um um-
ferðarslys á mótum Gullengis og
Reyrengis. Þrír voru fluttir á
slysadeild með sjúkrabifreiðum
og báðar bifreiðarnar eru óöku-
hæfar.
Harður árekstur varð á mótum
Miklubrautar og Lönguhlíðar á
sunnudagsmorgni. Báðir öku-
menn voru fluttir á slysadeild
með sjúkrabifreiðum og voru
skráningarnúmer tekin af bif-
reiðunum. Annar ökumannanna
er grunaður um ölvun við akstur
ásamt því að aka yfir gatnamótin
á rauðu ljósi.
Vildl ekki ríða
A aðfaranótt sunnudags var til-
kynnt um bifreið með hest í
taumi á Breiðholtsbraut. Var eig-
andi hestsins að fara með hann
að hesthúsi sínu, en hesturinn
hafði misst skeifu og vildi hann
því ekki ríða honum. Var mann-
inum gert að ganga með hestinn.
Guðjón með
Jom forseta
Fræðimannsíbúð í húsi
Jóns Sigurðssonar for-
seta í Kaupmannahöfn
hefur verið úthlutað frá
1. september í ár til 31.
ágúst 2001. Alls bárust
33 umsóknir en 6 fræði-
menn duttu í lukkupott-
inn. Þeirra á meðal er
Guðjón Friðriksson
sagnfræðingur, sem ætl-
ar að dvelja þar við ritun
ævisögu sjálfs Jóns for-
seta. Aðrir eru Anna Agnarsdótt-
ir, sem hyggst rannsaka skjöl er
varða málefni íslands 1770-
1830, Elín Soffía Ólafs-
dóttir, til að kanna að-
ferðir við að mæla virkni
náttúruefna á malaríu-
frumdýrið, Haraldur
Bessason, til rannsókna
á þjóðsögum, Páll Vals-
son, sem ætlar að kanna
gögn um Bjarna
Thorarensen, og Þórður
Jónsson, sem vinnur að
rannsóknum í kennilegri
eðlisfræði við Niels
Bohr stofnunina. Fræðimenn-
irnir fá jafnframt afnot af vinnu-
stofu í Jónshúsi.
Guðjón Friðriks-
son sagnfræð-
ingur.