Dagur - 23.05.2000, Síða 18

Dagur - 23.05.2000, Síða 18
18- ÞRIÐJUD A G U R 23. MAl 2000 Akureyri-Norðuiiand mm hhh Frá afhendingu styrks Landsbanka íslands til Áfengis- og vímuvarna- nefndar Akureyrar sl. föstudag. Landsbank- iiui slyrkir víniiivarnir Landsbanki íslands á Akureyri afhenti sl. föstudag Áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar 600 þúsund króna styrk til útgáfu á blaði um vímuefnavarnir en blaðinu er sérstaklega ætlað að ná til ungs fólks á Akureyri og nágrenni og foreldra þess. Blaðið, sem ber heitið Ungt fólk án vímu, er í vinnslu en ætlunin er að dreifa því í hvert hús á Akureyri og nágrenni í lok mánaðarins. Áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar kostar útgáfu og dreifingu blaðsins að hluta en ofangreint framlag Landsbanka íslands á Akureyri vegur langþyngst og gerir nefndinni í raun kleift að ráðast í svo viðamikið verkefni. Viljum sýna viljaun í verki „Það er okkur mikið ánægju- efni að geta stutt þetta góða og verðuga málefni með þessum hætti. Við teljum fulla þörf á að efla forvarnarstarf í vímu- efnamálum til mikilla muna, ekki síst með hliðsjón af þeirri öfugþróun sem átt hefur sér stað síðustu misserin,“ segir Sigurður Sigurgeirsson, svæð- isstjóri Landsbanka Islands á Norðurlandi. Hann segir að ráða megi af fréttum að magn fíkniefna í umferð og þar mcð neysla þeirra fari vaxandi á Ak- ureyri sem annars staðar á landinu og full ástæða sé til að sporna við fótum. „Landsbanki íslands á Akurcyri hefur alla tíð stutt unglingastarf íþrótta- og tómstundafélaga hér í bæ og þannig lagt sitt að mörkum til að efla forvarnirnar. Við viljum sýna vilja okkar enn frekar í verki með því að styðja útgáfu þessa blaðs Afengis- og vímu- varnanefndar Akureyrar, sem vonandi nær augum sem flestra. Eg skora jafnframt á önnur fyrirtæki í bænum og bæjarbúa alla að taka höndum saman í baráttu gegn þessum vágesti," segir Sigurður Sigur- geirsson. Kristín Sigfúsdóttir, formað- ur Afengis- og vímuvarna- nefndar Akureyrar segir stuðn- ing Landsbankans koma sér ákaflega vel en með útgáfunni sé m.a. verið að hvetja fólk til að vera á verði gagnvart allri vímuefnaneyslu og sýna sam- stöðu. Skýr skilaboð foreldra til barna sinna sé það sem ráði mestu um hvernig til tekst í uppeldinu. GG Við fyrstu sýn hefði mátt áætla að klámkóngurinn Hugh Hefner hefði litið við í miðbæ Akureyrar í gær umvafinn kanínunum sfnum. Þegar betur var að gáð kom í Ijós að menntskælingar voru að dimmetera, enda ekki á bætandi í klámiðnaðinum - mynd brink Full alvara er á bak við áætlanir um jarðgðng undir Vaðláheiði „Ég sé það fyrir að þetta yrði mjög arðbær framkvæmd," sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra aðspurð um viðbrögð við hugmyndum og áformum bæjaryfirvalda á Ak- ureyri um að jarðgöng undir Vaðlaheiði verði tekin til gaum- gæfilegrar athugunar hjá stjórnvöldum. Valgerður minnti á að hún hefði ritað grein í Dag fyrir síðustu þingkosningar um jarðgöng og þar hefði hún kom- ið inn á mikilvægi jarðganga undir heiðina. Göng undir Vaðlaheiði eru á þeim lista Vegagerðarinnar sem gerður var um göng framtíðar- innar, en þau eru ekki mjög framarlega á forgangslista ríkis- stjórnarinnar. I skýrslu Vega- Skoðað tíl hlitar Valgerður sagðist hafa fullan skilning á því að Vaðlaheiðar- göng væru ekki í 1. áfanga jarð- gangaáætlunar. Onnur göng væru brýnni en þarna væri engu að síður um arðbæra fram- kvæmd að ræða. Skoða ætti þennan kost til hlítar þegar farið yrði að raða jarðgöngum niður í næsta áfanga. „Miðað við að gangamunnarnir yrðu í 70 metra hæð yfir sjávar- máli þá yrði hægt að komast landleiðina frá Siglufirði alveg austur á Melrakkasléttu án þess að fara upp fyrir 100 metra hæð. Það er mjög mikilvægt at- riði í samgöngumálum," sagði Valgerður og minnti einnig á kostnaðarsaman snjómokstur í Víkurskarði, sem myndi sparast með jarðgöngum. EkkL spuming hvort heldur hvenær Hákon Hákonarson, atvinnu- málanefndarmaður á Akureyri, er sömu skoðunar og Valgerður um mikilvægi þess að unnið verði að framgangi málsins. Hann segir ljóst að göng undir Vaðlaheiði muni hafa meiri áhrif á þróun byggðar en nokkur önnur ganga- gerð á teikniborði stjórnvalda nú. Hann segir: „I mínum huga er spurningin ekki hvort heldur hvenær. Það verður vaxandi þrýstingur á gerð ganganna á næstu árum.“ Hákon telur að Akureyringar sem og allir Norðlendingar hafi sofið á verðinum í þessu hags- munamáli. „Þetta eru ekki bara hagsmunir Eyfirðinga, heldur ekki síður Þingeyinga, en þeir eiga í miklum erfiðleikum með að hafa beint flugsamband við Reykjavík, sem er þeim mjög mikils virði. Göng undir Vaðla- heiði myndi einfalda það mál gerðarinnar um jarðgangaáætl- un kemur fram að göngin yrðu 7,2 kílómetra löng og kosta um 4 milljarða króna. Göngin yrðu að vera tvíbreið sökum mikillar umferðar, en mælingar yfir sumarmánuðina hafa sýnt að um 1.240 bílar fari daglega yfir Vaðlaheiði um Víkurskarð. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra segir göng undir Vaðlaheiði vera mjög arðbæra framkvæmd. Hjálmur bjargaði bami Sex ára gamall drengur varð fyr- ir bíl á sunnudagskvöldið á Ak- ureyri. Slysið átti sér stað á mótum Hólabrautar og Gránu- félagsgötu um klukkan 19.00 og fór betur en á horfðist. Dreng- urinn kom hjólandi niður Odd- eyrargötuna og beygði á gatna- mótum með þeim afleiðingum að bíll skall á honum. Hann var með hjálm á höfðinu sem að öllum líkindum hefur bjargað honum frá stórslysi. Hjálmur- inn brotnaði við áreksturinn en eftir skoðun á slysadeild reynd- ist drengurinn óverulega slasað- ur. Björn Snorrason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, seg- ir allt of mörg dæmi þess að of ungir krakkar séu að hjóla í um- ferðinni. „Sex ára gömul börn eiga ekkert erindi í umferðinni og allra síst svona niður í bæ,“ segir Björn. Varðstjórinn segir ástæðu til að brýna það fyrir foreldrum að hleypa ekki ungum börnum i umferðina en á hinn bóginn jákvætt að hlutfall hjólrei manna með hjálma á höfð: fari sífellt hækkandi. Notl þeirra skipti oft sköpum eins þetta nýjasta dæmi sanni. Arðbær jarðgöng undir Vaðlaneiði

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.