Dagur - 26.05.2000, Page 4
4 - FÖSTVDAGUR 26. MAÍ 2000
r
FRÉTTIR
Keikó fékk sér óvenju ríflegan sundsprett í gær þegar honum var leyft að svamla í kringum Heimaey. Hafnarstjórinn í Eyjum telur
að Keikó verði ekki meint af nokkrum „kínverjum".
Keikó verður ekki
sprengdur í loft upp
Hafiiarstjoriim í Vest-
maimaeyjum og Keikó-
samtökm vinna að lausn á
undarlegri stöðu sem
komin er upp í Eyjum.
„Yrði varla meint af þess-
um „kmverjum“ segir
hafuarstjóri.
Háhyrningurinn Keikó fékk að sletta
úr uggunum í gær þegar honum var
leyft að svamla umhverfis Heimaey í
gær. Ferðin tók þrjá tíma og voru þjálf-
arar ánægðir með frammistöðuna.
Engum sögum fer af því að Keikó hafi
hitt gamla kunningja í þessari ferð.
Annars hefur tilvist Keikós enn breytt
atburðarás Islandssögunnar. Nú síðast
hafa alþjóðlegir dýravinir lýst yfir mikl-
um áhyggjum af heilsu hans vegna fyr-
irhugaðra sprenginga í Vestmannaeyja-
höfn. Niðurstaðan er að hafnarstjóri
og erlendu samtökin sitja á rökstólum
og reyna að finna Iausn á málinu. A
meðan hefur framkvæmdum verið
frestað í höfninni.
„Ólafur Magnús Kristinsson, hafnar-
vörður í Vestmannaeyjahöfn, neitaði
því í samtali við Dag að ætlunin væri
að sprengja Keikó í loft upp. „Nei, það
stendur ekki til, enda hef ég ekki
nokkra trú á að honum yrði meint af
þessum „kínverjum" sem til stendur að
sprengja. Þeir hafa sínar skoðanir á
þessu og við höfum okkar. Við erum
núna að ráða ráðum okkur og lausnin
verður eflaust fundin í sátt og sam-
lyndi. Verkinu er frestað bara núna um
eitthvert skeið og það á eftir að finnast
lausn á þessu,“ segir hafnarvörðurinn í
Vestmannaeyjum.
Ekkert stórvandamál
Framkvæmdirnar við Vestmannaeyja-
höfn eru umfangsmiklar og hlaupa á
nokkrum hundruðum milljóna króna.
Um er að ræða endurbyggingu á ónýtri
bryggju og átti vinna við fyrsta áfanga
að vera hafin. Er ekki óþægilegt að
fresta verkinu vegna þessa risavaxna
gæludýrs? „Nei, þeim hefði nú ekki
verið frestað ef við værum að tala um
eitthvert stórvandamál," svarar hafnar-
vörðurinn. Samkvæmt heimildum
Dags gæti farið svo að verkið myndi
dragast fram á haustíð.
Alþjóðlegu samtökin, Ocean Future,
sem standa á bak við Keikó hafa lýst
áhyggjum sínum af því að sprenging-
arnar muni valda háhyrningnum tjóni.
Meðal annars mun hafa komið til tals
að flytja dýrið tímabundið úr kvínni en
niðurstaðan liggur ekki fyrir. Dýra-
verndunarsamtökin Whale and Dolp-
hin Conservation Society hafa haldið
því fram að sprengingarnar geti drepið
dýrið ef til þeirra kemur. — bþ
FRÉTTA VIÐTALID
-Dagwr
Það spurðist í pottuium að Karl
Th. Birgisson sé að hætta með hér-
aðsfréttablaðið Austurland í Nes-
kaupstað, en þar hcfur hann verið
ritstjóri um nokkurt skeið. Blaðið
á sér langa sögu sem vettvangur
vinstrimaima, fyrst sósíalista en
seinna Alþýðubandalagsins, og
hefur nú síðast fylgt Samfylkingunni að málutn.
Karl gerði vcrulcgar breytingar á efni og útliti
blaðsins og hefur það líkað misjafnlega. Hann
mun nú færa sig úr blaðamennskunni yfir á aug-
lýshigastofu sem ber hið hófsama nafn Mátturhm
og dýrðin.
Kart Th. Birg-
isson.
Einn þeirra sem hefur verið ósátt-
ur við skrif Karls Th. Birgissonar í
Austurlandi er Steingrhnur J. Sig-
fússon, formaður Vhistrihreyfing-
arinnar - græns framboðs. í grehi í
nýjasta tölublaðinu segist hann
„bera þá von í brjósti að ritstjóm
Karls á Austurlandi væm tíma-
bundnar hremmingar." Honum
hefur orðið að ósk sinni, en í yfhlýsingu í blaðinu
segist Karl samt ekki lofa að „hætta að tuða um
litla sósíalistaflokkinn."
Steingrímur
J. Sigfússon.
Ástþór
Magnússon.
Sunnudagsspjallið á Rás 2 nýtur
nokkurra vinsælda enda hefur
þáttastjórnandi ágætt lag á að fá
viðmælendur sína til að njóta sm.
Um síðustu helgi vora þeh merk-
ismenn Ástþór Magnússon og
Sverrir Stormsker gesth sem var
vel við hæfi í ljósi forsetafram-
boðsins sem næstum því varð. Tvleykið og þá ekki
síður Stormsker hefur verið þekktur fyrir að hafa
skoðanh á málunum og tala tæpitimguJaust frá
eigin brjósti. Því þótti pottverjum sem þaö skyti
skökku við þegar Sverrir ákvað að vitna í Egil
Helgason þegar hann var beðinn um að réttlæta
brölt þeirra bræðra. Reyndar las hann upp heilan
pistil efth Egil í þættinum og var thninn býsna
lengi að líða á meðan...
Ásthildur Elva
Bemharðsdéttir
viðskiptajræðingur
Skipulagsleysi ogfjárskort-
ur almannavama. Horft til
sögunnarí stað þessaðmiðla
þekkingu og læra afreynsl-
unni. Eftirfylgni og upplýs-
ingaflæði afskomum
skammti.
Lærdómur snjófLóða skilar sér ekki
I meistaraprófsritgerð Ásthildar EIvu Bern-
harðsdóttur, Áfallastjórnun - Snjóflóð í
Súðavík og á Flateyri 1995, er horft á áfalla-
stjórnun, viðbúnað og viðbrögð við snjóflóð-
unum tveimum sem kostuðu 34 manns líf-
ið. I ritgerðinni Iítur Ásthildur á hvað við
höfðum Iært áður en að þeim kom og hvaða
lærdómur nýttist á Flateyri frá Súðavíkur-
snjóflóðinu.
- Hverjar eru helstu niðurstöður rann-
sóknar þinnar?
„Snjóflóðin fyrir vestan grófu undan
trausti fólks á hættumati, stjórnkerfi snjó-
flóðavarna var mjög svo einfaldað. Öll orka
stjórnvalda fór í að hugsa um tekjuhliðina
eftir snjóflóðið á Súðavík, það var ekki fyrr
en eftir snjóflóðið á Flateyri sem farið var að
huga að forvörnum. Þá fyrst var mönnum í
snjóflóðadeild Veðurstofunnar fjölgað úr
tveimur £ átta en fjármagn tii almannavarna
var ekki aukið þrátt fyrir brýna þörf. Áfalla-
hjálpin var aftur á móti mjög jákvæð í um-
ræðunni en ýmislegt þurfti þó að bæta.
Skipulagsleysi háði áfallahjálpinni í Súðavík
og þegar snjóflóðið féll á Flateyri þá var ekki
búið að laga það. Lærdómurinn skilaði sér
ekki nægjanlega. Á Flateyri var brugðist eins
við og í Súðavík þrátt fyrir að aðstæður
hefðu verið mjög ólíkar. Engin tvö áföll eru
eins. Það sem er alvarlegast við þetta er það
að ef við myndum lenda £ svona aðstæðum í
dag þá væri sama skipulagsleysið sem myndi
há áfallahjálpinni. Það er einnig áberandi
hvað almannavarnir leita mikið til sögunnar
£ upplýsingaferlinu. Vegna ónógra upplýs-
inga þá er stuðst við söguna á ófullnægjandi
hátt. Lærdómurinn á milli snjóflóðanna f
Súðavfk og á Flateyri var ekki metin form-
Iega af Almannavörnum ríkisins."
- Hvemig stendur « þessu?
„Almannavarnir eiga að skila reynslu út í
hérað en við erum búin að ofhlaða þá stofn-
un af verkefnum. Svona úrvinnsluþáttur fer
oft til hliðar þegar allaf er verið að vinna að
neyðarverkefnum."
- Hvað mætti bæta?
„Eftirfylgni áfallahjálparinnar mætti vera
meiri. Þetta er ekki eitthvað sem fólk af-
greiðir fjótlega eftir svona áföll. í óbirtri
rannsókn Gylfa Ásmundssonar sálfræðings
og Ágústs Oddssonar, héraðslæknis á Vest-
Qörðum, kemur fram að fjöldi fólks, bæði £
Súðavfk og á Flateyri greindust með
langvarandi áfallaröskun. Einnig er mikil-
vægt að tryggja að Iærdómi sé komið til
skila. Við verðum alltaf að gæta þess að hafa
sem bestar upplýsingar um alla atburði. Við
verðum lfka að vinna úr upplýsingum þan-
nig að þær verði að þekkingu. Sú þjálfun og
þekking sem fólk býr yfir skiptir gffurlega
mildu máli. Það þyrfti að styrkja Almanna-
varnir rfkisins, þær gera rétta hluti að
mörgu leyti en en eru of fáliðaðar."
- Hvað kom þér mest « óvart í niðurstöð-
unum?
„Það sem kemur mér mest á óvart er hvað
við höfum Iært lítið af reynslunni. En það er
samt stórkostlegt hvað við náum mikilli
samhæfingu og sveigjanleika stofnana, sam-
taka og einstaklinga sem koma að þessum
almannavörnum. Það er okkar styrkleiki.
Það er mikið frumkvæði og hugmyndaauðgi
hjá einstaklingum sem standa að þessum
málum. En við megum aldrei reikna sem
svo að við getum haldið þessari samhæf-
ingu, við verðum ávallt að vera á verði.“
- ELJ