Dagur - 26.05.2000, Page 8

Dagur - 26.05.2000, Page 8
8- FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 Xfc^MT ■ SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON bjb@ff.is Sverrir Hermannson orðheppinn. Þegar Egill var sex ára Þingmaðurinn og fyrrum bankastjórinn, Sverrir Hermannson, er maður orð- heppinn og vel málgefinn. Nýlega var hann gestur Egils Helgasonar í Silfr- inu á Skjá 1 þar sem þeir ræddu fram og til baka um pólitíkina og fleira. Eg- ill gerði tilraun með að fá Sverri til að tjá sig um Landsbankamálið en kapp- inn vildi lítið gera úr því. Sagði eitthvað á þá leið að hann vildi ekki tala um „renda-ræfilinn“, sem væntanlega hefur verið tilvísun til Sigurðar Þórðarson- ar ríkisendurskoðanda. En það besta í spjalli þeirra kom f lokin þegar Egill spurði hvort Sverrir ætlaði að sitja allt þingið og hvort einhver tæki við af honum. Benti Egill honum á að hann ætti efnilega dóttur, Margréti, fram- kvæmdastjóra Frjálslynda flokksins, sem væri gamall skólafélagi sinn. Þá tók Sverrir kipp, klappaði á læri Egils og sagði: „Eruð þið jafngömul, já? Þú hef- ur þá verið sex ára þegar ég fór fyrst á alþing." Varla þarf að orðlengja að Eg- ill roðnaði allur og sleit þar með viðtalinu. „Meðan vel geng- ur í þjóðfélaginu erum við í góðum málum en við erum líka þeir fyrstu sem finna fyrir því ef krepp- ir að.“ - Pétur H. Sigurðs- son, framkvæmda- stjóri Körfuknatt- Ieikssambands Is- lands, í Viðskipta- blaðinu. Öðruvísi málshættir Málshættir okkar ástkæra ylhýra tungumáls gefa oft tækifæri til léttra útúr- snúninga og meðfylgjandi listi, sem finna mátti á Netinu, ber það með sér, Er þetta þá aðeins brot af listanum: • Betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti. • Margur hefur farið flatt á hálum ís • Sjaldan er góður matur of oft tugg- inn. • Betri er uppgangur en niðurgang- ur. • Enginn veit sína kæfuna fyrr en öll er • Þegar neyðin er stærst er hjálpin fjærst. • Oft veldur lítill stóll þungum rassi. • Oft eru læknar með lífið í lúkun- um. • Sjaldan fellur gengið langt frá krónunni. • Sjaldan fellur róninn langt frá flöskunni. • Bændur eru bændum verstir og neytendum líka. • Sjaldan fara sköllóttir í hár saman. • Margur nautabaninn sleppur fyrir horn. • Betra er að vera eltur en úreltur. • Margur boxarinn á undir högg að sækja. • Til þess eru vítin að skora úr þeim. • Oft fer bakarinn í köku, ef honum er gefið á snúðinn. • Betra er að fara á kostum en taug- um. • Margri nunnu er „ábótavant". • Oft fara bændur út um þúfur. • Víða er þvottur brotinn. • Oft fer presturinn út í aðra sálma. • Margur bóndinn dregur dilk á eft- ir sér. • Ekki er aðfangadagur án jóla • Lengi lifa gamlar hræður. • Betra er langlífi en harðlífi. • Oft er dvergurinn í lægð. • Ekki dugar að drepast. • Eitt sinn skal hver fæðast. • Flasa er skalla næst. • Betri eru kynórar en tenórar. ÍÞRÓTTIR Manuel Sanchis, fyríriiði Real Madrid, lyftir Evrópubikarnum eftir sigurinn á Valencia. Sááttnndi Ifína og fræga fólkig Drottning í afmæU ítalski hönnuðurinn Giorgio Armani var í London á dögunum til að fagna tuttugu og fimm ára afmæli fyrirtækis síns. Meðal vinsælla viðskipta- vina hans eru Jodie Foster og Michelle Pfeiffer. í af- mælisveislunni var margt um fínt og frægt fólk og þar á meðal var Rania, drottning Jórdaníu, en hún er ein af viðskiptavin- um Armani. Kvöldið eftir afmælisveisluna voru Rania og Armani mætt á skemmtun sem haldin var til stuðnings alþjóðlegum barnasamtökum. Eftir skemmtunina borðuðu Rania og Armani kvöld- mat saman en þau eru góðir vinir. Rania drottning Jórdaníu hefur verið kölluð hin nýja Díana. Real Madrid tryggöi sér í fyrrakvöld sinu áttunda Evrópumeist- aratitil, þegarliöið vaun 3-0 sigur á Val- encia í úrslitaleik í París og hefur ekkert félag unnið titilinn eins oft. Vicente del Bosque, þjálfari Evr- ópumeistara Real Madrid, sagði eftir 3-0 sigurleildnn gegn Val- encia á Stade de France í fyrra- kvöld, að þessi áttundi Evrópu- meistaratitill félagsins væri að- eins upphafið að nýju vel- gengnistímabili hjá Madridarlið- inu. Del Bosque, hefur lyft gret- tistaki með liðið síðan hann tók við því í nóvember s.I. af Bret- anum John Toshack og leitt það frá strögglinu í neðri hluta spænsku úrvalsdeildarinnar upp á hæsta stall evrópskrar knatt- spyrnu með sigri í Meistara- deildinni. Liðið náði þó aðeins fimmta sætinu í spænsku deild- inni eftir 16 sigra 14 jafnteíli og 8 töp, en var þó það lið í deild- inni sem tapaði næst fæstum leikjum. Aðeins Real Zaragoza tapaði færri leikjum eða alls sjö. MiMlvægiir sigur Þar sem Real tókst ekki að tryggja sér Meistaradeildarsæti í spænsku deildinni var sigurinn í úrslitaleiknum gegn Valencia mjög mikilvægur. Hann tryggir eldd aðeins þátttökuna í Meist- aradeildinni að ári, heldur líka gífurlegar tekjur, sem koma sér vel fyrir félagið sem er mjög skuldsett og talið skulda um 250 milljónir dollara, eða um 19 milljarða ísl. króna. Aætlaðar tekjur félagsins af þeim 17 leikj- um sem það spilaði í Meistara- deildinni í vetur eru um 33 millj- ónir dollara, eða um 2,5 millj- arðar ísl. króna og þar af eru sig- urlaunin um 1.1 milljarður króna, meðtalin. Það er því greinilega eftir miklu að sækjast og von að Lorenzo Sanz, forseti félagsins, hafi brosað breitt eftir leikinn urn leið og hann kveikti í risastórum Havannavindli. Glæsileg mörk Real Madrid, sem vann sinn fyrsta Evrópumeistaratitil af átta á sama leikvangi fyrir alls 45 árum, var mun betra liðið í fyrra- kvöld og má segja að það hafi haft yfirburði á öllum sviðum leiksins frá upphafi til enda. Það voru þeir Fernando Morientes, Steve McManaman og Raul Gonzalez sem skoruðu mörldn og voru þau hvert öðru glæsi- legra. Morientes opnaði markareikn- inginn á 39. mínútu, þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Michel Salgado og var það eina marki fyrri hálflciksins. McManaman bætti síðan við öðru marki á 67. mínútu þegar hann skaut viðstöðulausu skoti utarlega í teignum í gegnum vörnina. Raul gulltryggði síðan sigurinn á 75. mínútu þegar hann skoraði eftir að hafa kom- ist á auðan sjó frá miðju vallar- ins og síðan leikið á markvörð- inn. Annart tækifæri Del Bosque, þjálfari, var sjálfur leikmaður með Real Madrid þegar félagiö lék síðast úrslita- leik í París, en þá tapaði Madrid- arliðið gegn Liverpool f úrslitum Evrópubikarsins. „Sá leikur var mér ofarlega í huga fyrir leikinn í fyrrakvöld. Hann er þó aðeins hluti af sögunni, en það er samt gleðilegt fyrir mig að hafa fengið annað tækifæri til að gera betur þó ég hafi nú verið í öðru hlut- verki,“ sagði Del Bosque.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.