Dagur - 26.05.2000, Side 17

Dagur - 26.05.2000, Side 17
Xfc^MT FÖSTUDAGUE 26. MAÍ 2000 - 17 LÍFIÐ í LANDINU „Ég er kennari í mér“ Helgi Tómasson erjyr- ir löngu orðinn goð- sögn í hugum okkarís- lendinga. Hann lagði heiminn aðfótum sér sem listdansari fyrir þrjátíu árum og ernú húinn að gera slíkt hið sama sem listrænn stjómandi San Francisco hallettsins. Uppsetning hans á Svanavatninu erá dag- skrá Listahátíðar í Reykjavík ogMenning- arborgarinnar. Helgi Tómasson lagði endan- lega frá sér ballettskóna þegar hann tók við stjórn San Francisco ballettsins árið 1985. Nokkrum árum áður hafði hann fyrst reynt fyrir sér sem balletthöfundur og var hvattur til að halda áfram af ekki ómerkari manni en Geor- ge Balanchine danshöfundi. Helgi þótt einn fremsti túlk- andi verka Balanchine og Jer- ome Robbins, sem segja má að hafi uppgötvað danshæfileika Helga. - Eg hélt að klassískur ballett væri rígfastur i fonninu, en skilsl svo að þií hafir breytt ýmsu í uppsetningu þinni á Svanavatninu. Er slíkt kannski algengt? „Það er rétt að ég hef breytt kóreógrafíunni heilmikið, en það er ekki óalgent með Svana- vatnið. Aðeins öðrum þættin- um þykir ekki ástæða til að breyta og í þriðja þættinum held ég inni tvídansinum fræga sem er kallaður Svarti svanur- inn. Allt annað er mitt.“ Notuðu þjóðdansa - Hvers vegna þarftu að búa til ný sporfyrir Svanavatnið? „Af því enginn veit með vissu hvernig ballettinn var dansaður í upphafi. Annar þáttur hefur haldist nær óbreyttur síðustu 100 árin, en allt annað hefur breyst.“ - Er ástæðan sú að ekki er til neitt ritmál fyrir dans? „Það er alveg hægt að skrifa niður dans þó það hafi ekki verið gert við Svanavatnið. Það er aðeins vitað að á 19. öld voru notaðir þjóðdansar í fyrsta, þriðja og tjórða þáttinn. Eg nota einnig þjóðdansaþem- að en sporin eru algjörlega mín.“ - Hefurðu endursamið fleiri klassísk dansverk fyrir San Fraticisco ballettinn? „Ég breytti dálitlu í Giselle og bætti við hann á einum stað. Ég kom inn með tónlist sem hætt var að nota og þurfti þess vcgna að semja nýja kóreógrafíu. Breytingin áÞyrni- rós var mun minni enda meira vitað um hvernig sá ballett var fluttur." Dansandi búningar „Það eru til margar mismun- andi uppsetning- ar á ballett eins og Svanavatninu og oft kjósa dansflokkar að setja upp eldri uppfærslu frekar en gera breyting- ar. Ég átti þess líka kost, en ákvað að búa til mína eigin út- gáfu.“ - Þannig að nú geta aðrir ballett- flokkar farið að selja upp þína útgáfu af Svana- vatninu? „Einmitt," seg- ir Helgi og bros- ir. - Útgáfa þtn er þá hluti af þvi hve mikla athygli sýningin hefur vakið? „Já og svo hafa búningarnir vak- ið athygli. Þeir eru yfirleitt hafð- ir í gotneskum stíl, sem mér fannst of þungur. Ég vildi nota í þá léttara efni svo að þeir virkuðu meira dansandi. Um Ieið færði ég söguna fram í tíma. Ég læt hana gerast í kringum aldamótin 1800, en flestar uppsetningar á Svana- vatninu, til dæmis í Bússlandi, hafa verið staðsettar mun fyrr." - Er það rétt skilið að San Francisco ballettinn einbeiti sér að klassískum dansi? „Nei, alls ekki. Við sýnum líka mikið af nýjum ballettum sem ég og aðrir danshöfundar höfum samið sérstaklega fyrir flokkinn. Sumir þeirra eru hreinir nútímaballettar. Það er mikil breidd í dönsum á fastri efnisskrá flokksins." Ballett erfiðari - Þarftu þá ekki að vera með dansara sem sérhæfa sig ýmist í klass- ískum dansi eða nútíma- dansi? „Dansari getur auðvitað sérhæft sig, en undirstaðan í klassískum balletti er svo góð að Idass- ískur dansari á mjög auðvelt með að dansa nútímadans. Hið gagn- stæða á ekki við. Þess vegna kjósa margir nú- tímadanshöf- undar núorðið að semja lýrir ballettflokk frekar en nú- tímadans- flokk.“ - Er klass- tskur ballett á undanhaldi? „Ekkert stendur í stað og ekki viljum við hafa eingöngu gamla ballettflokka á niðurleið. Dansinn er háður breytinguin og þróun eins og allt annað, En það er rétt að sífellt færri geta samið balletta í klassíkum stíl. Hann er miklu erfiðari en sá móderníski, þar sem allt er leyfilegt." - Nú er íslensld dansflokkur- inn hættur að dansa klassiskan ballett. Er það miður? „Ég hef ekki getað fylgst með dansflokknum og þekki hann því miður ekki. En þetta er þeirra ákvörðun og það geta legið margvíslegar ástæður að baki henni, til dæmis fjárhags- legar. Ballett er mjög dýr list- grein. Við getum tekið táskóna sem dæmi. Aðalballerínan í Svanavatninu fer með tvö til þrjú pör á kvöldi. Hinar geta notað sína skó í eina til tvær sýningar. Þá eru allir búningar handsaumaðir, þannig að kostnaðurinn er gífurlegur." Þrenn pör af táskóm „San Francisco ballettinn er ekki alltaf með svona stórar sýningar. Vinsælust hjá okkur núna er dagskrá þar sem boðið upp á allt í senn klassískan dans, nútímadans og alveg nýj- an dans. Með þessu vil ég kynna mismunandi listdans- greinar fyrir fólki. Ahorfandi sem kemur til að sjá klassískan ballett fær að kynnast nútíma- dansi og uppgötvar kannski að hann hefur ekkert síður gaman að honum. Eða öfugt. Þetta er spurning um að læra og afla sér þekkkingar." - Ertu þá kennari t þér? „Já.“ (Hlátur) - Finnst þér skemmtilegt að kenna dans eða skiptir máli fyr- ir þig sem fyrrverandi dansara að geta miðlað eigin kunnáttu? „Ég kenni aðallega dans- flokknum og það skiptir máli. Þannig get ég sagt dönsurun- unt hvernig ég vil að þeir dansi.“ Horfið og njótið - Hvað tók það langan tíma að gera San Francisco ballettinn að þeim afburðadansflokki sem liann er í dag? „Við getum sagt að það hafi tekið allan þann tíma sem ég hef verið með flokknum eða 1 5 ár. Ballettinn var orðinn góður fyrir mörgum árum, en það tekur langan tíma að öðlast viðurkenningu og fá fólk til að kannast við að flokkurinn sé virkilega góður.“ - Hvað geturðu sagt við ís- lenska áhorfendur sem ætla að sjá Svanavatnið í kvöld og á morgun, en eru ekki vanir að horfa á klassískan ballett? „Njótið hans - eins og þið sætuð heima að hlusta á tón- list. Það er ekki nauðsynlegt að skilgreina tónlist til að geta notið hennar. Þú þarft ekki að vita um hvað hún er, hvernig hún var sköpuð eða hvernig hljóðfæraleikararnir spila á hljóðfærin. Það sama á við um dansinn. Þú þarft ekki að gera annað en horfa og njóta þess sem þú sérð.“ MEÓ.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.