Dagur - 26.05.2000, Side 20
20 - FÖSTUDAGVR 26. MAÍ 2000
Frumsaminn
Árni Heidar
Arni Heiðar Karlsson píanóleikari hefur boðað þrjá kunna djass-
leikara með sér í Múlann, ó 2. hæð Sólons íslanduss, sunnu-
dagskvöldið 28. maí klukkan 21.30. Jóel Pálsson saxófónleik-
ari, sem ekki þarf að kynna, Valdimar Kolbeinsson konbrassa-
leikari úr Funkmatser 2000 og hinn víðförli trommuleikari Matth-
ías Hemstock ætla að leika með Árna tónlist sem hann hefur
sjálfur samið. Á dagskránni verða lög eftir hann samin á síðast-
liðnum fjórum árum og hafa fæst þeirra verið leikin opinberlega
áður. Lítill fugl hvíslaði því þó að okkur að tónlistin væri undir
ýmsum áhrifum, allt frá gospel til skandinavískrar ECM djass-
tónlistar.
Gehry, Botta, Graves....
A
o
, Arkitektúr-
)innásér
^sínar stjörnur
eins og aðrar list-
greinar og nú eru
hús eftir joær flest-
ar saman komin á
Kjan/alsstöðum.
Laugardaginn 27.
maíklukkan 15
verður Garðhúsa-
bærinn opnaður
við hátíðlega at-
höfn, en þar gefur
að líta líkön og
teikningar af garð-
húsum eftir ekki
ómerkari menn en
Mario Botta, Ralph
Erskine, Michael
Graves, Heikkinen & Komonen, Arata Isozaki, Josef Paul
Kleihues, Léon Krier, Henning Larsen, Richard Meier, Enric
Miralles, Dominique Perrault, Richard Rogers, Aldo Rossi, Al-
varo Siza og Sören Lund. Þá verður á sýningunni garðhús í
fullri stærð eftir íslensku arkitektana Hjördísi og Dennis. Börn úr
Korpuskóla sýna eigin hugmyndir að garðhúsum. Sýningar-
stjóri er Kirsten Kiser.
V Tunglskot til the 80’s
Klúbbur Listahátíðar verður í fullu fjöri um helgina. í kvöld verður óvænt
W uppákoma, örugglega tengd ballett því klúbburinn þarf að hugga þá sem
ekki fengu miða á Svanavatnið. Annað kvöld, laugardagskvöldið 27. maí ætla
Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur og Gerður Kristný ritstjóri og skáld að leiða
gesti í allan sannleikann um tónslátt níunda áratugarins með aðstoð Herberts Guð-
mundssonar, sem flytja mun eitt lag. Doddi diskótekari af Radíó þeytir diskó-pönk
skifur og Helena Jónsdóttir sýnir kannski break dans. Réttur dagsins eru diskókúlur.
Á sunnudagskvöldið verður Klúbbfélögum boðið í tunglferð með Alexöndru Mir. Sér-
stakir gestir eru Dr. Guðmundur Sigvaldsson jarðfræðingur, Gjörningaklúbburinn og
Jón Hallur Stefánsson útvarpsmaður. Réttur dagsins er speisruddi....
ÞAO ER KOMIN HELGI
Hvað
ætlarþtxað
gera?
Neðsta sætið frátekið
„Skákþing Norðurlands verður haldið hér á
Húsavík um helgina og þar ætla ég heldur bet-
ur að láta taka mig í karphúsið. Er meira að
segja búinn að láta taka neðsta sætið frá fyrir
mig, þannig að engum tekst þar að ógna mér,“
segir Sigurjón Benediktsson, tannlæknir og
bæjarfulltrúi á Húsavík. „Skákþingið verður
skipað fjölda góðra skákmeistara sem margir
hverjir eru komnir með yfír 2.000 ELO stig,
þannig að þú heyrir að hér verða miklir menn á
ferð. - Nú svo ætla ég einnig að hugsa vel um
Olíufélagið um helgina, enda er það nýbúið að
kaupa stóran hlut hér í Fiskiðjusamlaginu. Og
ætli ég verði ekki í leiðinni að huga einnig vel
að öllum öðrum vinum okkar hér.“
Össur
Skarphédinsson.
Vitjað um væna urriða
,Á laugardag ætla ég í Laugardalinn í Reykjavík
og þar ætla ég og dætur mínar að stíga með
Gauja litla fyrstu skrefin í átaki því sem nefnt
hefur verið Skref 2000. Þetta átak er fyrir þá
sem eru svolítið of þungir og þurfa að ganga
kílóin af sér, en sjálfur hef ég þó alltaf gert
nokkuð af því að fara út að ganga. Ekki síst
hefur það verið á sumrin og svo mun verða í
ár,“ segir Ossur Skarphéðinsson alþingismaður
og formaður Samfylkingarinnar. ,Á sunnudag
stendur síðan til að fjölskyldan fari og fái sér
bíltúr eitthvað út í buskann og verða kannski
tvo daga, en hvert farið verður mun ráðast af
veðri. En mér finnst líklegt að farið verði annað
hvort upp í Borgarfjörð eða austur á Þingvöll,
en þá yrði veiðistöngin með til þess að renna
fyrir urrðiða en þeir hafa veiðst vænir í Þing-
vallavatni í vor.“
Vesturfarasýiiiiig
„Eg verð nú bara að vinna um helgina, enda
þarf mörgu að sinna hér á bæ,“ segir Valgeir
Þorvaldsson í Vesturfarasetrinu á Hofsósi. „Hér
er verið að ljúka byggingu húsa sem munu hýsa
fleiri sýningar sem hér verða settar upp og nú
erum við að byija hér uppsetningu á farandsýn-
ingu sem kemur frá Isiandssafninu í Giimi í
Kanada, þar sem brugðið verður ijósi á sögu
þeirra Islendinga sem fóru vestur um haf og
urðu þar Iandnemar á sléttunum miklu. Það er
mikið verk að setja þessa sýningu upp - en ekki
neitt stórmál þó, enda vinnast öll verk vel sé
góð stemning í kringum þau.“
■ HVAD ER Á SEYfll?
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
TÓNLIST
Dúett+ í Leikhúskjallaranum
Djasssveitin Dúett heldur tónleika
tileinkaða Miles Davis og Chet Baker
í Listaklúbbi Leikhúskjallarans
mánudagskvöldið 29. maí klukkan
20.30. Hljómsveitina skipa Þóra
Gréta Þórisdóttir, Andrés Þór Gunn-
laugsson, Valdimar Kolbeinn Sigur-
jónsson og Birgir Baldursson.
Fjórir ungir
Fjórir ungir tónlistarmenn,
þau Ari Þór Vilhjálmsson
í^^^fiðuleikari, Árni Björn Árna-
*son píanóleikari, Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir mezzosópran og Víkingur
Heiðar Ólafsson píanóleikari halda
tónleika í Salnum, Kópavogi, sunnu-
daginn 28. maí klukkan 20.30.
Djass í Mulanum
Nú eru bara tveir múlar eftir af vor-
önninni. Næstsíðasti múlinn verður
sunnudagskvöldið 28. maí, en þá mun
Ámi Heiðar Karlsson leika ásamt
hljómsveit. AUir tónleikar Múlans eru
á efri hæð Sólon íslandus. Árni Heiðar
Karlsson píanóleikari er nýútskrifaður
úr klassískum píanóleik við Tónlistar-
skólann í Reykjavík. I vetur hefur
hann starfrækt eigið tríó ásamt Matth-
íasi Hemstock trommuleikara og
Tómasi R. Einarssyni kontrabassaleik-
ara. Að þessu sinni er bandið í s
breyttri mynd, á trommur er Matthías
Hemstock, kontrabassa Valdimar Kol-
beinn Sigurjónsson, píanó Árni Heiðar
og á tenórsaxófón leikur Jóel Pálsson.
Á þessum tónleikum mun hljómsveitin
flytja lög eftir Árna Heiðar en þau eru
samin á síðustu árum og sækir hann
áhrif úr ýmsum áttum, allt frá
negrasálmum í evrópskan „ECM“-
djass. Tónleikarnir hefjast kl. 21:30 og
er miðaverð 1000 kr., 500 kr. fyrir
nema og eldri borgara.
Flugskýli 4
Hljómsveitin Land & Synir verður á
árlegu flugskýlisballi í flugskýli 4 á
Reykjavíkurflugvelli laugardagskvöldið
27. maí sem er á vegum FI og Flug-
Ieiða.
Kristinn Sigmundsson og Karla-
kórinn Stefnir
Kristinn Sigmundsson syngur með
Karlakórnum Stefni á tónleikum í
Borgarleikhúsinu 3. júní. Efnisskráin
er fjölbreytt að vanda en tekur mið af
sjómannadeginum sem er sunnudag-
inn 4. jún. Einnig verður frumflutt lag
fyrir einsöngvara og karlakór, Þar sem
háfjöllin heilög rísa, eftir stjórnanda
kórsins Atla Guðlaugsson, við Ijóð
Halldórs Laxness. Forsala aðgöngu-
miða er hafin í Borgarleikhúsinu og er
tónlistaráhugafólki bent á að vissara er
að tryggja sér miða í tíma.
Einnig er bent á tónleika Stefnis sem
haldnir verða í Reykholtskirkju laugar-
daginn 27. maí kl. 14.00.
Hátíð harmonikunnar
Hátíð harmonikunnar verður haldin í
laugardagskvöldið 27. maí í Ásgarði,
Glæsibæ í Reykjavík með harmoniku-
tónleikum og -dansleik. Fjörið byijar
kl. 20.30. Meðal flytjenda eru: Helgu
Kristbjörgu Guðmundsdóttur (12 ára),
Leif Þorbergsson (15 ára) og snilling-
inn Vadim Fjodorov, sem öll koma frá
Isafirði, Heimir Sverrisson, Garði, úr
Harmonikufélagi Reykjavíkur koma
þau Ása Eiríksdóttir, Margrét Arnar-
dóttir (13 ára), Einar Friðgeir Bjöms-
son og Matthías Kormáksson, sem
þjóðkunnur hefur orðið fyrir snilli sína
í harmonikuleik. Tvær stórar hljóm-
sveitir með alls um þremur tugum
flytjenda, STORMURINN undir stjórn
Arnar Falkner og LÉTTSVEIT Harm-
onikufélags Reykjavíkur undir stjórn
Jóhanns Gunnarssonar. Allir eru vel-
komnir hvort sem er á tónleikana,
dansleikinn eða hvoru tveggja.
Naustið
Söngkonan og píanóleikarinn Lis
Gammon frá Englandi syngur og spilar
fyrir gesti í Reykjavíkurstofu um helg-
ina. Hin vinsæla hljómsveit Upplyfting
leikur fyrir dansi á föstudags- og laug-
ardagskvöld.
SÝNINGAR
Myndabandaveisla
Þessa dagana standa yfir sýningar á
myndböndum eftir þekkta listamenn í
Listasafni Islands. Föstudaginn 26.
maí klukkan 12 og 15 verða sýnd
verkin Frage (4 mín., 1979) og Haut-
musik (3 mín., 1981) eftir Barböru
Hamman. Laugardaginn 27. maí
verður sýning á Song Delay (19 mín.,
1973) eftir Joan Jonas. Myndbands-
verkin Talk predding Eye Talk (41
mín.), Eye Talk (30 mín.), Eye Talk
II, (55 mín) og Kúplingsdiskur (30
mín.) sem Magnús Pálsson gerði á
árunum 1986 til 1999 verða sýnd
með hléum frá klukkan 11 - 17.
Sunnudaginn 28. maí verða tvær sýn-
ingar á Working the douhle shift or
chaning politics on the domestic
front, (20 mín., 1984) eftir Liza
Steele og Kim Tomczak.
FUNDIR OG MANNFAGNAÐIR
Málþing um lesskimun og lestr-
arerfiðleika
Á undanförnum árum hefur verið unn-
ið að stefnumótun í málefnum nem-
enda með sértæka lestrarörðugleika á
öllum skólastigum. Menntamálaráðu-
neytið hefur ákveðið að standa að mál-
þingi um lesskimun og Iestrarörðug-
leika. Á málþinginu verða flutt erindi
um ýmsa þætti lesskimunar og lestrar-
örðugleika, t.d. skilgreiningar á lestrar-
örðugleikum, aðferðir við að meta sér-
tæka lestrarörðugleika, úrræði fyrir
nemendur og greint verður frá ýmsum
mats- og mælitækjum þar að lútandi.
Einnig verður svigrúm til umræðna og
fyrirspurna. Málþingið verður haldið
þriðjudaginn 6. júní nk. í Borgartúni 6
og stendur frá kl. 9.00-16.00. Mál-
þingið er öllum opið og er þátttakend-
um að kostnaðarlausu. Vinsamlegast
tilkynnið þátttöku til menntamálaráðu-
neytisins, grunnskóladeildar fyrir 4.
júní nk. í síma 560 9567 fyrir hádegi,
eða í tölvupósti erla.osk.gudjonsdott-
ir@mm.stjr.is.
Esperantistar funda
Esperantistafélagið Auroro heldur
fund í kvöld kl. 20:30 að Skólavörðu-
stíg 6b. Gerð verður merkingafræðileg
úttekt á andstæðuforskeytinu í esper-
anto, rætt um esperantohreyfinguna í
Afríku og dreift minnismiða um það
helsta sem gera þarf húsnæði samtak-
anna til góða og um skráningu bóka-
safns.
Málþing um matarfíkn
Málþing um matarfíkn, offitu og holla
hreyfingu verður haldið sunnudaginn
28. maí á Hótel Loftleiðum í Þingsal
5, kl. 13 til 15. Að málþinginu standa
Landlæknisembættið og Félagasamtök
Feitra. Aðgangur ókeypis og allir vel-
komnir.
OG SVO HITT...
Námskeið fyrir börn
um sveitarstörf
Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferð-
arráð og Vinnueftirlit ríkisins efna til
námskeiðs um hættur sem geta fylgt
sveitastörfum. Námskeiðið verður
haldið í húsnæði Slysavarnafélagsins
Landsbjargar í Stangarhyl 1, mánudag-
inn 29. ma( nk. Það stendur frá klukk-
an 13 - 15:30 og verður farið yfir
helstu hættur sem fylgja sveitarstörf-
um, umgengni við dráttarvélar og önn-
ur tæki og þátttakendur fá að skoða
dráttarvél með þeim búnaði sem al-
gengastur er. Námskeiðin eru ætluð
börnum sem fædd eru árin 1985 til
1987. Innritun fer fram á skrifstofu
Slysavarnafélagsins Landsbjargar í
síma 570-5900 og er þátttökugjald
krónur 1000 -.
Félag eldri borgara Ásgarði,
Glæsibæ
Kaffistofa opin alla virka daga frá kl.
10:00-13:00. Matur í hádeginu.
Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá
Ásgarði Glæsibæ kl. 10.00 á laugar-
dagsmorgunn. Eldri borgurum er boð-
in afnot í Skólagörðum Reykjavíkur í
sumar ef rými leyfir, nánari upplýsing-