Dagur - 27.05.2000, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
WBm
iMBL • | 'Ú Pvf | ' ; : -'a k t' . ' , / Á
í ' hM ntö * I jí é 4 tT| A | .4 i ||
i w ^l"-.M jJ I g Í■ | m
mm&Ærírík f&íJpS® . 4 f 'wk JT - V % § hPw li
i ~~ JhB lll|iL \ j t 1%^ÍÍIÉ ■' '* m* s ?■ ;f ; ' ■f i p Á 'rí%F. \
é L / L * ! 1 A f rVfc |i | f
ý
i m |l<^
.}> ’ W < r t \r ,;i f ,f. wi s 'Æt
§L ,Æm ^sil á f' ® *• • . /; *J A, . V;'. 1 ■L aH
„Ég er fyrst núna að komast til baka úr þeirrí útlegð sem ég bakaði mér fyrir þremur árum með einni lítilli grein um Ijóðlist. Sko: Ég er smám saman að læra að þegja."
Hallgrímur
Helgason er
önnum kaf-
inn lista-
maður. Hann
sýnir mál-
verk í Gallerí
Sævars Karls, leikrit eft-
ir hann verður sýnt í
Borgarleikhúsinu í
haust og hann er að
vinna að nýrri skáld-
sögu.
- Það er einungis ein mynd ú sýn-
ingu þinni í Gallerí Sævars
Karls, og hún er af karlakór.
lívað er svona spennandi við
karlakór?
„Það sem er spennandi er
spennandi vegna þess að maður
veit ekki af hverju það er spenn-
andi. Hugmyndin kviknaði árið
1997 þegar ég keypti geisladisk
með karlakórnum Heimi í frí-
höfninni á Keflavíkurflugvelli og
sá mynd af kórnum á umslag-
inu. Sumarið ’98 fór ég svo á
tónieika með karlakórnum
Hreimi í Mývatnssveit og það er
besta myndlistarsýning sem ég
hef farið á. Það er eitthvað und-
ur heillandi við það að sjá svo
ólíka karaktera syngja saman.
Ætli mig hafi bara ekki dreymt
um að gera kórverk. Annars
skiptir það ekki alltaf svo miklu
hvort mótfvin séu spennandi í
sjálfu sér, sem það var reyndar í
þessu tilfelli, tek það fram. Það
er hægt að gera eitthvað úr öllu.
Velázquez málaði fátt annað en
fjölskyldu Filipusar fjórða Spán-
arkonungs sem annálar herma
að hafi verið ákaflega óspenn-
andi fólk. Eins og þú veist
kvæntist Loðvík Ijórtándi Maríu
Teresu, dóttur Filipusar þessa,
og hefur hún margoft verið kos-
in leiðinlegasta drottning
Frakka. Það breytir því þó ekki
að portrett Velázquezar af henni
eru meðal mestu listaverka allra
tíma. Listin sprettur af leiðind-
um.“
- Þú hefur úður talað um
Velúzquez hér í blaðinu. Er hann
þér hugleikinn?
„Það breytti mínu lífi að fara
til Madridar og skoða Prado-
safnið. Eg hafði aldrei séð ann-
að eins. Að standa fyrir framan
„Las Meninas" eftir Velázquez er
engu líkt. Það er ferðalag í tíma.
Það er eins og að sjá sviðsetn-
ingu Shakespeares á eigin verki.
Velázquez er besti málari í
heimí. Síðan sendi Guðbergur
mig til Sevilla sem er fæðingar-
borg meistarans og ég fann þar
styttuna af honum og gekk þrjá
hringi í kringum hana og hef
svona verið að hringsóla kring-
um hana síðan. Hringirnir
stækka bara með hverju ári.
Velázquez er steinninn í mitt
vatn. Pfkassó er ágætur líka
en hávaðinn í honum getur þó
verið þreytandi til lengdar. Það
var samt mikil upplifun að sjá
„Guernicu". Það er ekki bara
besti fótboltinn á Spáni. Þessi
kórmynd mín er svona íslensk
„Guernica"; alveg átakalaus,
þögul og óstríðshrjáð lands-
byggðarmynd, bara svona salí
karlakór sem þegir."
- Því var hvíslað að mér að
Jónas Hallgrímsson væri aðaIper-
sóna t leikriti eftir þig sem srýnt
verður í Borgarleikhúsinu í
haust. Þú teiknaðir myndir í frd-
bæra ævisögu Pdls Valssonar um
Jónas Hallgrímsson. Hvað er
svona heillandi við Jónas?
„Jónas er ágætur. Ætli Jónas
sé ekki svo hugstæður okkur
vegna þess að það náðist aldrei
Ijósmynd af honum. Við erum
alltaf að reyna að gera okkur
ntynd af honum. Njála er hundr-
að sinnum meira spcnnandi
vegna þess að við þekkjum ekki
höfund hennar. Við lesum hana
með undirliggjandi þrá eftir ævi-
sögu hans. Annars er Jónas í
raun ekki svo stór. Hann er ekki
einu sinni 10% Shakespeare. Til
þess er höfundarverkið of rýrt og
tækifæriskvæðin of mörg. Það
þýðir til dæmis ekkert að þýða
hann. En hann er sá eini sem
við höfum. Jónas er afi minn.“
- Ntí var fina fólkið að horfa á
101 Reykjavtk t Los Angeles en
þú varst ekki þar. Kemur þessi
mynd þér ekkert við?
„Ég má ekki vera Iengur að því
að sportast út í heim. Aðeins ef
nauðsyn krefur. Ég var heima að
mála. Þessi mynd kemur mér
heilmikið við. Mér þykir ógur-
Iega vænt um hana og finnst ég
eiga mikið í henni, um leið og
ég er bara mjög þakklátur
Baltasar, Ingvari og öllum þeim
sem gerðu hana. Það getur eng-