Dagur - 27.05.2000, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
Fluguveiðar að sumri (168)
Þegar laxinn er tregur
Ásgeir Heiðar,
staðarhaldari í
Kjósinni fullyrti
einhvern tím-
ann að Laxá í
Kjós væri há-
skóli laxveiði-
mannsins, líkt
og Elliðavatn er
háskóli silungs-
veiðimannsins.
Það má vera
rétt. Áin er fjöl-
breytt, það má hún eiga, og
margir hafa tekið fullkomnu ást-
fóstri við hana. Sjálfur hef ég
ekki átt miklu veiðiláni af fagna
í henni þær fáu stundir sem ég
hef sótt hana, en ég er nú ekki
vanur að gagnrýna ár á þeim for-
sendum. Þvert á móti. Og ný-
lega sá ég myndbönd frá ánni
sem vissulega sýndu að hún er
ígildi háskóla.
Tregt
Kjósin á það til að vera þurr, og
þá sjatnar meira en lítið í ánni.
Breskir sjónvarpsmyndamenn
voru á staðnum fyrir tveimur
árum og fylgdust með hópi
veiðimanna veiða við sérlega erf-
iðar aðstæður. Og þá kom ýmis-
legt athyglisvert í ljós. I fysta
lagi það að menn ættu aldrei að
segja aldrei, og aldrei að láta að-
stæður fara í skapið á sér. Það
var sól og þurrkur, áin lækkaði
og lækkaði og fiskurinn varð
værukærari og varari um sig en
oftast áður. Tók því vægast sagt
illa. Náungarnir sem sagan seg-
ir frá virtust þó hafa taugarnar í
sæmilegu lagi, dönsuðu regnd-
ans, fóru á Þingvöll, og reyndu
líka að veiða.
Agnarsmátt
Þróun í laxveiði hér á Iandi hef-
ur færst æ meir í þá átt að veiða
á smáar flugur. Fyrir nokkrum
árum, svo ekki sé talað um ára-
tugum, hefði þótt fáránlegt að
kasta örsmáum pöddum fyrir
lax. Stærðir 10-12 þóttu þar til
nýlega nógu smáar, og út í hött
að fara í 14-16. Nú eru þær
ekki óalgengar. En þarna voru
menn að kasta flugum númer
átján fyrir laxinn, sem er smærra
en flestir silungsveiðimenn nota.
Og gat að líta hvernig sett var í
lax á slíkt kvikindi undir skaf-
heiðum himni, í glæru vatni sem
varla hreyfðist. Þetta staðfestir
raunar reynslu nokkurra félaga
minna í Kjósinni í lyrra: þeir
voru með litla silfuröngla númer
átján, mjög Iétt klædda, oft með
ljósum hárum, við svipaðar að-
stæður. Þetta var það eina sem
laxinn tók, en ekki héldu þeir
mörgum. Vekur menn til um-
hugsunar um nánast óendanlega
möguleika fluguveiðinnar.
Þurrfluga
Silungsveiðimaður í hópnum
sem myndbandið greinir frá lét
ekki deigann síga og sýndi þurr-
flugu á stað sem virtist lokaður
fyrir tökum. Laxinn bara steinlá
og neitaði að hreyfa sig. Veiði-
menn stóðu svo Ijarri bakkanum
til að styggja ekki frá sér að nán-
ast var hlægilegt. Þá fór einn á
hnjánum upp fyrir veiðistaðinn
og lét þurrflugu sem venjulega
er boðin silungi fara niður.
Þetta var caddis-fluga úr stífum
hárum, líklega elk-hair caddis,
eða álíka. Ljós yfirlitum.
Kannski númer 14. Þegar hún
dansaði á tærum vatnsfletinum
undir sumarsólinni gerði hún
hárfína rák í yfirborðið - og var
tekin! Þetta var feikna flott taka
eins og vera ber á þurrflugu. Að-
ferðin auðvitað svipuð oggáru-
hnútsaðferðin, en eigi að síður
talsverður munur, bæði áfram-
lagningu og gerð flugu.
Bomber
Svipuð aðferð kom fleiri Iöxum
til. Eg hef minnst á bomber-
flugur áður og vík nú að þeim
aftur, vegna þess að þarna í
tregfiskerfinu reyndust þær
skæðar. Kastað upp fyrir lax-
inn og látnar reka niður yfir
legustaðinn. Þessi siður er far-
inn að breiðast út hér á landi
þótt tæplega sé aðferðin al-
geng. Leiðrétti mig sá sem veit
betur. Bomber flugur eru úr
stífum hjartarhárum, sem hafa
mikið flotmagn, og oft ári bú-
stnar á að líta. Búkurinn úr
hjartarhárum sem skorin eru
niður eins og hausinn á
muddler, nema í þessu tilviki
myndar brúskurinn ávalan búk.
Glannalega vafinn hnakkafjöð-
ur í ýmsum litum fer síðan
fram búkinn. Þær eru veiddar
upp og yfir Iegustað með því að
Iáta reka, eða kastað þvert og
dregnar inn svo gári af þeim.
Svo má víst nota þær með mjög
hröðum drætti. Sjálfur hef ég
ekki veitt lax á þessa útgerð, en
urriða hef ég fengið í leikinn.
Það var á flugu af bomber-gerð
sem mér áskotnaðist í Kanada
og fylgdi sögunni að yfir 90%
laxa þar veiddust á þessar flug-
ur.
Nánari lýsing
Nánari lýsingar á flugunum eru
í nýlegri grein í Veiðimannin-
um,(apríl blað) þar sem Har-
aldur Eirfksson vitnar einmitt í
þau atvik sem ég fékk að skoða
á myndbandi. Tregfiskeríið var
víst ótrúlegt, en þeim mun
meiri ánægja með þessa frum-
legu aðferð. Það sem mun
hafa komið mest á óvart var
hve stórar þær eru í höndum
erlendra veiðimanna, allt upp í
stærð 2, sem fer að nálgast
músarungastærð! Áhugasöm-
um veiðimönnum er bent á
þessa grein.
Hví ekki?
Hví ekki að prófa í sumar?
Heitir dagar við íslenskar ár
geta orðið mjög svipaðir og í
Vesturheimi, þar sem aðferðin
á rætur að rekja. Og sannanir
fyrir gíldi bomberanna eru
nægar hér á landi. Þá ber að
minna á smærri þurrflugur sem
nokkrir valinkunnir veiðimenn
hafa náð ágætis árangri með í
laxveiðum. Lee Wulff vissi
það. Margir aðrir á eftir hon-
um. Og nú við. Það verður
spennandi að Ienda í treg-
fiskeríi í sumar með bomber
uppi í erminni!
FLUGUR
Stetán Jón
Hatstein
skrifar
r
CORTLAND
, FLUGU
LINURNAR
.. HÆFA
OLLUM
AÐSTÆÐUM
Cortland 444 flugulínurnar
fást í 10 geröum sem hæfa
sérhverjum aöstæöum.
Framþungu flugulfnurnar fást
f 2 geröum af flotlfnum, 3
geröum af sökk-odds línum,
Intermediate ásamt 4 geröum
af sökklfnum.
Þvi ekki aö byrja meö Cortland,
þú endar þar hvort eö er!
Fæst i næstu veiöiverslun.
Sportvörugerðin
Heildsala-smásala
Mávahlíö 41, Rvik, sími 562-8383
Krossgáta nr. 188
Lausn .................
Nafn...................
Heimilisfang
Póstnúmer og staður
Helgarkrossgáta 188
f krossgátunni er gerður
greinarmunur á grönnum
og breiðum sérhljóðum.
Lausnarorð sendist til Dags
(Helgarkrossgáta nr. 188)
Strandgötu 31, 600 Akur-
eyr eða með faxi, sem er
460 6171.
Lausnarorð krossgátu
186 var SKOPMYND.
Vinningshafi er Jóhanna S.
Ágústsdóttir, Fífusundi 12
á Hvammstanga. Hún fær
senda bókina ÓIi i OIís,
sem Skjaldborg gaf út.
Enn má skila inn lausn-
ALBCQUirirffiSS
&i i ó/únr
Verðlaun: Lán í
óláni, sjálfsævi-
saga eftirAlec
Guinness.
um vegna krossgátu 187.