Dagur - 27.05.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 27.05.2000, Blaðsíða 2
18 - LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2000 HELGARPOTTURINN Meðal sumarmanna sem verða á fréttastofu Út- varpsins er hin eitilskarpa Lóa Aldísardóttir, sem um nær fjögurra ára skeið var blaðamaður hér á Degi. Hún mun hefja störf á fréttastofunni einhvem tímann íjúní, en þegar eru raddir nokk- urra sumarfugla á fréttunum farnar að heyrast. Fína og fræga fólkið er þegar farið að hlakka til miðviku- dagskvöldsins næsta, 31. maí, en þá verður frumsýnd kvik- myndin 101 Reykjavík í Háskólabíói. Leikstjór- inn Baltasar Kormákur verður þar kynntur sem þjóðhetja, en það er hann svo sannarlega eftir þann góða árangur sem þessi magnaða Baltasar Kormákur. myn(j n^j g kvimyndahátíóinni í Channes í Frakklandi á dögunum. í dag, laugardag verður opnuð sýningin Garðhúsabær á Kjarvalsstöðum, alþjóðleg arkitektasýning og af því tilefni er von á ýmsum góðum gestum hingað til lands svo sem Nicolai Ouroussoff arkitektúrgagnrýnanda á Los Angeles Times, vini sýningarstjórans Kirsten Kiser og Jonathan Becker Ijósmyndara á Vanity Fair, sem hefur myndað öll húsin á sýning- unni fyrir Kirsten og tók m.a. myndir sem birtast í þessu blaði. Einnig er von á Rebecka Tarschyis arkitektúrgagnrýnanda Dagens Nyheter í Stokk- hólmi og arkitektunum Josef Paul Kleihues frá Þýskalandi og Heikkinen og Komonen frá Rnnlandi Kórastarfið blómstrar í byggðum landsins og ekki bara í Skagafirði, heldur líka út um allt land. Samkór Rangæinga sem syngur undir stjórn Halldórs Óskarssonar, en hann stjómar fimm öðmm kórum til viðbótar, heldur um helg- ina, tvenna tónleika, það erá Kirkjubæjarklaustri og Hvolsvelli. Ætla kórfélagar svo að toppa það ferðalag heldur betur, því á laugardaginn um aðra helgi halda þeir í vikulanga söngferð til (talfu. Kórlífið er að sögn afar skemmtilegt og að sama skapi blómlegt, því tvær þeirra kvenna sem með kómum syngja bera nú barn undir belti. Leikhópur frá Þjóðleikhúsinu er nú staddur í Nuuk á Grænlandi, þar sem uppfærsla Stef- áns Baldurssonar á Brúðuheimili Ibsens verður sýnd í grænlenska menningarhúsinu í kvöid. Eflaust muna einhverjir eftir því að Elva Ósk Ólafsdóttir fékk menningarverðlaun DV fyr- irtúlkun sína á Nóm í sýningunni, en hún hefur fengið nýjan mótleikara sem leika mun með henni á Grænlandi. Baldur Trausti Hreins- son kemur úr Borgarleikhúsinu til að taka við hlutverki Helmers, sem hinn önnum kafni Baltasar Kormákur lék áður. Þau eru ekki mörg hverfi í Reykjavík sem státa af jafn fjörugu félagsllfi og Grafarvogur. Þar er hin öfluga hverfiskrá Gullöldin, sem Valgeir Ingi Ólafsson rekur, sem í senn býður til óvissuferða og svo er starfandi í Grafarvogi hjóna- og para- klúbbur sem tekur upp á uppátækjum, eins um hattakvöldum, grillveislum, útilegum og göngu- ferðum. í dag er hjóladagur hjá klúbbnum og fjölmenni við Gufunesbæ þar sem viðgerð, hjólaskoðun og ýmsar þrautir eru á dagskrá. Hið unga fyrirtæki Genealogia Islandomm sendi frá sér í gær fyrstu öskjuna með myndum bæði gömlum og nýjum úr byggðum landsins. Hún er með myndum úr Vestmannaeyjum og eru þær teknar af Ijósmyndumm svo sem þeim Þor- steini Jósepssyni, Sigurgeir Jónassyni, Mars Wibe Lund og Fríðþjófi Helgasyni Formlega séð eru myndir þessar gefnar út af ís- lenska myndasafninu sem er deild innan Gen.is. Ritstjóri er Kristján Sigurjónsson sem til skamms tíma var starfandi hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri, en höfundur texta sem fylgir Eyja- myndunum er Sigurgeir Jónsson kennari í Eyjum. Hjá Gen.is er einnig að koma út Ábú- endatal Grímsness og einnig er verið að vinna að sambærilegri bók um byggðir á sunnanverðu Snæfellsnesi, sem stund- um eru kenndar við vont fólk. Óvenjuleg leikin þáttaröð verður á dagskránni hjá Skjá einum í júnf og júlí. Hún heitir „Lifandi" og koma nokkrir höfundar að henni: Marteinn Þórisson, Ragnar Bragason, Brian FitzGibbon, Krístófer Dignus Pétursson og Einar Öm Gunnarsson, en Ásgrímur Sverrisson leikstýrir. Fyrir liggja persónulýs- ingar og sögurammi en það verður undir leikur- unum komið hvemig verkið þróast áfram - en Asgrímur Sverrisson. þættjmir verða í beinni útsendingu. Valgeir Ingi Úlafsson. Þórarinn Eldjárn. „Ég á því von á að leik- ritið komi fyrir augu margra barna og eft- ir það viti þau að minnsta kosti um hvað Völuspá er.“ mynd: billi Vonar að forvitnin sé vakin Þórarinn Eldjárn hefur unnið leikrit upp úr hinu forna kvæði Völuspá og ætlar það einkum börnum á aldrinum 9-15 ára. Það verður frumsýnt í dag kl. 17.00 í Mögu- leikhúsinu við Hlemm og er eitt af atriðum Listahátíðar og Reykjavíkur Menningar- borgar 2000. „Kvæðið Völuspá fjallar um hinn magnaða heim norrænu goðanna og leikritið er hugsað eins og lykill að því að geta lesið sjálfa Völuspá fremur en að þetta sé kennslu- stund um þann heim. Þarna vonar maður að forvitnin sé vakin. En það er ekki farið út í að þylja upp alla æsina eða neitt slíkt.“ - En noklirir þeirra koma vænt- anlega við sögu? „Já, það eru sagöar sögur af ýmsum eins og Baldri hvíta og Loka. Það er útskýrt og leikið þeg- ar Oðinn nær í skáldamjöðinn til Gunnlaðar og mörgum fleiri myndum er hrugðið upp. Valvan sjálf er auðvitað í forgrunni því samskipti hennar og Óðins eru undirrótin. Hann ákveður að leita til hennar til að fá upplýsingar um framtíðina. Hún sér í báðar áttir, alveg frá því löngu fyrir daga Óð- ins og í aðdragandanum að |>ví að hún spáir lyrir framtíðinni rifjar hún upp hitt og þetta úr fortíð- inni.“ - Þarnafær maður semsagt fróð- leikinn beint í æð? „Já, þegar völvan fer að rekja fyrir Óðni ýmsa atburöi úr fortíð- inni koma þar inn margar helstu goðsagnir úr norrænni goðafræði því það er smá upprifjun á þeim í sjálfri Völuspá. Eins og sést í Snorra-Eddu þegar hann er að reyna að berja saman heildarmynd úr þessum dálítið ruglingslega goðaheimi þá Ieitar hann í Völu- spá. Þannig er líka þessi saman- tekt.“ - Er leikritið í bundnu máli? „Nei, ekki er það nú í heildina en þarna eru vissir karakterar sem eru skáldmæltir og þeir hregða gjarnan fyrir sig bundnu máli.“ - l ara margir leikarar á svið? „Nei, bara einn og hann er Pét- ur Eggertz. Hann kemur inn sem sögumaður og svo bregöur hann sér í öll hlutverkin sem fyrir koma. Hann er Oðinn, völvan og æsirnir. Hann bregður sér í hlutverk arnar og hann er iíka hrafnarnir Huginn og Muninn sem flögra um kring.“ - Er tónlist í verkinu? „Já, Guðni Franzson hefur gert tónlist við leikritið og sá sem flyt- ur hana er Stefán Örn Arnarson sem.er á sviðinu allan tfmann og tekur beinan þátt í framvindu leiksins. Leikmynd og búningar eru eftir norska stúlku, Anette Werenskiold. Svo má ekki gleyma að geta Ieikstjórans, hann heitir Peter Holst.“ - Hversu löng er sýningin? „Hún er um 50 mínútur og það er miðaö við að með haustinu fari hún á flakk, auk þess sem hún verður sýnd í Möguleikhúsinu. Þetta er heppileg farandsýning því hún er auðveld f meðförum, að- eins einn leikari og sparlega farið í allan umbúnað. Eg á þvf von á að leikritið komi fyrir augu margra barna og eftir það viti ]>au að minnsta kosti um hvað Völuspá tt er. - GUN MAÐUR VIKUNNAR GERIST ÍSLENDINGUR! Dorrit Mousaieff er maður vikunnar. Á blaðamannafundi Dorrit og Ólafs Ragnars Grímssonar í gær var staðfest að Dorrit ætlar að láta ástina ráða. Hún mun því giftast for- seta vorum og gerast íslenskur ríkisborgari. Þannig eign- ast forsetinn nýja eiginkonu og þjóðin tengdadóttur. Dorrit Mousaieff.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.