Dagur - 27.05.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 27.05.2000, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 - 21 Leikbrúduland sýndi Prinessuna í hörpunni eftir Böðvar Guðmundsson. mm 'iStmk t?|: kVwflBfi f. • ». * <4 - r^jíKi ■ flk Listahátíðar KRONIKA Enginn Bubbi, bara málþing, brúðuleik- hús og Ijóðalestur. Meira af Svanavatninu eftir helgi. Ekki komst ég á Bubba syngja Bellman, en ég fór í brúðuleik- hús á Leiklistarhátíð barnanna og horfði á Leikbrúðuland flytja Prinessuna í hörpunni eftir Böðvar Guðmundsson í Tjarnar- bíói á miðvikudaginn. Synd hvað mikið var af auðum boðssætum, heill bekkur tómur beint fyrir framan mig. Þó komst heilmikið af börnum að til fylgjast með ævintýrum Aslaugar í hörpunni á þessari frekar látlausu en lag- legu sýningu. Sviðsmynd Petr Matasek snerist snjóhvít um sjálfa sig með aðstoð brúðu- stjórnenda, sem brugðu sér jafn- vel sjálfir í brúðulíki. Kossadans Sigurðar fáfnisbana og Bryn- hildar í upphafi var Iíflegur en mestan svip á sýninguna settu hjónin ófrýnilegu sem tóku As- laugu að sér. Varðmenn konungs voru einnig skondnir í brauð- bakstrinum og allt endaði vel að lokum. Bækur f höfðinu Ekki veit ég hvort Listahátíð er vön að efna til málþings, en á miðvikudagskvöldið var eitt slíkt á Hótel Borg. Eg missti víst af framsöguerindum Ólafar Nor- dals og Tinnu Gunnlaugsdóttur en datt inn í miðjar vangaveltur Ragnars Bragasonar um kvik- myndagerð á Islandi. Frekar fá- mennt var í salnum. Varla full- setið við borðin og flestir gestir tengdir Listahátíð eða Menning- arborginni á einn eða annan hátt. Einhverjir hljóta að hafa fundið á sér að umræðuefnið, „List og menning 21. aldarinn- ar“, myndi ekki bjóða upp á mikið flug. Þeir sem komu á eftir Ragn- ari, Aino Freyja Jarvaal dansari og Pétur Armannsson arkitekt spáðu ekki beinlínis neinu sem ekki hafði heyrst áður, enda „ógerningur að segja til um framtíðina" svo vitnað sé í Henri Bergson, heimspekinginn sem hvað mest velti fyrir sér hugtak- inu tími á 20 öldinni. Það var ekki fyrr en Andri Snær Magna- son steig í pontu sem salurinn tók við sér. Hann byrjaði stirð- lega en hafði leyft hugmynda- fluginu að ráða ferðinni og var skemmtilegur. Andri Snær lagði út frá tækninni og minnti við- stadda á að hugsanir mannsins verða ekkert hraðari þó örgjaf- inn sé fljótvirkur en spáði því svo að við yrðum öll komin með innbyggt tölvuforrit í lok aldar- innar. Við ættum því að geta flett upp á öllum bókmenntum heimsins í höfðinu á okkur sjálf- um í framtíðinni. Ný heimssýn Eftir að hafa hlustað á óþarflega dauflegt erindi um „öðruvísi umhverfi" og „manneskjulegt þéttbýli" og módernískar klisjur um „samstarf ólíkra listgreina“ var hressandi að heyra í rektor Listaháskóla íslands, Hjálmari H. Ragnarssyni, þó erindi hans væri almennt. Honum lá á og brýndi fyrir gestum að einblína ekki á framtíðina út frá tækni og gleyma vísindunum. Hann spáði því að þau gætu átt eftir að koll- varpa núverandi heimsmynd okkar á næstunni og þar með listinni. Umræðurnar á eftir náðu ekki mjög langt, þó nokkrar setningar hafi eflaust vakið einhverja til umhugsunar. Hjálmar minnti á að tæknin væri engin trygging íyrir nýsköpun í listum ef eigin- leikar miðilsins sjálfs væru ekki nýttir. Andri Snær spurði hvar mörkin á milli umbúða og inni- halds lægju eftir að orð eins og póstmódernismi, umbúðir, of- hlæði, tilfinningar og innihald höfðu endurtekið komið við sögu. Pétur vísaði til gagnrýni á póstmódernismann og benti á að enginn gæti Iátið sem Ein- stein hefði aldrei uppgötvað af- stæðiskenninguna jafnvel þó mönnum fyndist hún óþægleg. Vond setning Allt var þetta á fínlegu nótunum og varla að menn tækju eftir því að Ólöf Nordal boðaði til bylt- ingar, þegar hún hvatti lista- menn til að taka yfir tölvuheim- inn. Það var helst að Hjálmar kæmist f ham þegar Tinna vitn- aði í orð Halldórs Laxness frá setningu fyrstu Listhátíðar í Reykjavík fyrir 30 árum. Þau orð eru fyrir löngu orðin fleyg - og margnotuð - meðal annars í opnunarræðu formanns Listahá- tíðar í ár, fundarstjóra málþings- ins, Sveins Einarssonar. Orðin Ileygu „Það á ekki að tala um listina, hún á að tala fyrir sig sjálP‘, féllu ekki í kramið hjá rektors Listaháskólans, sem sagði þau vond. Eitt það versta sem Laxenss hefði nokkurntíma látið út úr sér. Auðvitað ætti að tala um listina. En kannski hef- ur Laxness aðeins átt við að kraftlaus umræða eins og sú sem fram fór á Hótel Borg á miðvikudagskvöldið væri verri en engin. Það missti enginn af neinu. Þvf miður. Ljóð í gluggakistu Á fimmtudagskvöldið var Ijóða- kvöld um ástina í Þjóðmenning- arhúsinu og þægileg stemning - ef frá er talinn skortur á stólum. Ekki veit ég hvað hefði gerst ef mætingin hefði verið betri, en það var fullsetið f sextán sætum og gluggakistum. Hrafn Jökuls- son lofaði úrbótum fyrir næsta skáldakvöld, l.júní. Þetta var engu að síður nota- legt kvöld. Kristján Þórður las sonnettur sínar, Didda las þýð- ingar sínar á dægurlagatexta eft- ir Patti Smith og lendarljóð Ertu, Hallgrímur Helgason fór á flug í flutningi sínum og Vigdís Grímsdóttir fangaði viðstadda með seyðandi rödd þegar hún las upp úr skáldsögu í smíðum. Hlustendur náðu sér niður með Jóhanni Hjálmarssyni og Hjalti Rögnvaldsson fékk þá til að vökna um augun í lokin, svo vel fór hann með ástarljóð 19. ald- arskáldanna. Margrét E. Ólafsdóttir skrifar áeáltÆIKFFXAG léaL ©^REYKJAVÍKURJ® BORGARLEIKHUSIÐ ATHUGIÐ BREYTTAN SÝNINGARTÍMA UM HELGAR Stóra svið: Kysstu mig Kata Söngleikur eftir Cole Porter, Sam og Beliu Spewack. mið 31/5 kl. 20:00 uppselt fim 1/6 kl. 20:00 örfá sæti laus fös 2/6 kl. 19:00 örfá sæti laus lau 3/6 kl. 19:00 örfá sæti laus sun 4/6 kl. 19:00 örfá sæti laus fim 8/6 kl. 20:00 örfá sæti laus fös 9/6 kl. 19:00 laus sæti lau 10/6 kl. 19:00 nokkur sæti laus mán 12/6 kl. 19:00 laus sæti fim 15/6 kl. 20:00 laus sæti fim 22/6 kl. 20:00 laus sæti fös 23/6 kl. 19:00 laus sæti lau 24/6 kl. 19:00 örfá sæti laus sun 25/6 kl. 19:00 laus sæti eftir Erskine Caldweil Pýðing: Jökull Jakobsson Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson Lýsing: Ingvar Björnsson Hljóðmynd: Kristján Edelstein Leikstjóri: Viðar Eggertsson Síðasta sýningarhelgi laugardag 27.maí örfá sæti laus Síðustu sýningar Sjáið allt um Kötu á www.borgarleikhus.is Aukasýning laugardag 3. júní Sýningar hefjast kl 20:00 Allra síðasta sýning Sýningu lýkur í vor Ósóttar miðapantanir seldar daglega Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12-18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga Símapantanir virka daga frá kl. 10 Greiðslukortaþjónusta Sími 568 8000 Fax 568 0383 25% afsláttur til handhafa gulldebetkorta Landsbankans. Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýninqu, sýninqardaqa. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Hvað er á seyöi? Tónleikar, sýningar, fyririestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbréfí eða hringdu. ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sími 460 6100 Útvörður upplýsinga um allt land. ■ ■ www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.