Dagur - 27.05.2000, Blaðsíða 18

Dagur - 27.05.2000, Blaðsíða 18
34 - LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 Harmsaga Hjalta litla Hjaltabækur Stefáns Jónssonar hafa allt frá útkoinu not- ið gífurlegr- ar hylli les- enda enda eru þær af- bragðs góð skáldverk. „Ég var alinn upp af gömlum manni sem las fyrir mig sögurnar um Iljalta litla og innrælti mér bindindissemi og hugsjónir ung- mennafélaga og náttúrulækn- inga. Ég sit hér og svolgra viskí og dúrast meö tslenskar hugsjónir og hef ekki trú á grasafæði síðan afi dó úr magakrabba - allt fer. En ég vorkenni þó að minnsta kosti ennþá Hjalta litla..." Guðmundur Andri Thorsson: Islenski draumurinn Á barnsaldri grét ég mig í gegn- um Hjaltabækurnar eins og flciri af minni kvnslóð sem full- orðnir mötuðu á Hjaltabókun- um. Hjalti var okkar Oliver Twist. Við lifðum okkur inn í ör- lög hans enda var vart hægt að hugsa sér meiri harm en þann sem Hjalti litli lifði í æsku, föð- urlaus og slitinn frá móður sinni. Þetta var einmitt hinn skelfilegi ótti bernskunnar, að missa foreldra sína, vera sendur til vandalausra og eiga ógurlega bágt flesta daga. En þetta var ýktur lesenda- harmur og ekki fullkomlega í takt við heim Hjaltabókanna sem er ekki ætíð tregafullur heldur víða ríkur af kímni. En við vorum ungir lesendur og dramtískir og lögðum galsann ekki á minnið heldur Hjalta sem fékk ekki að vera hjá mömmu sinni fyrr en í bók númer tvö. Og hann var ekki fyrr kominn til hennar en hún gifti sig á ný sem varð til þess að hinn ungi sögu- maður upplifði sáran andlegan aðskilnað. Það var ofur auðvelt að lifa sig inn í sjálfsvorkunn þessa viðkvæma drengs sem fannst enginn skilja sig. Við vild- um svo sannarlega ekki vera í sporum hans. Saga Hjalta er sögð í þremur bókum, Sagan hans Hjalta litla (1948), Mamma skilur allt (1950) og Hjalti kemur heim (1951). I bókunum segir Hjalti sögu sína eins og hann sé að lifa hana þá stund sem hún er sögð. En þetta er ekki frásögn barns, þótt hún virðist vera það. Sagan er sögð af manni á fullorðinsár- um sem gengur inn í bernskuna og upplifir atburði á ný. Skynj- unin og túlkunin er einfaldiega oft og tíðum of þroskuð til að geta komið frá barni, eins og þessi orð: „Guðjón er einn af fólkinu, sem maður rekst á öðru hverju á lífsleiðinni og ekki sög- una meir. Það veit enginn, hvað- an það kemur eða hvert það fer." Þeir sem Iáta sig fallegan stíl einhverju varða geta víða fagnað við lestur Hjaltabókanna því frá- sögnin cr full af mýkt og þýður viðkvæmnistónn er ríkjandi í tregafyllstu köflunum. Höfund- urinn kann sér hóf og hleypir verkinu aldrei út f vandræðalega tilfinningasemi, þótt hann virð- ist reyndar nokkrum sinnum vera að sveigja í þá átt. Frásögn- in af síðasta fundi Hjalta við unga systur sína og viðbrögð hans við dauða hennar minna óneitanlega svolítið á Charles Dickens í tilfinningaham en það er bara allt í lagi. Það er nefni- _ Fáar íslenskar barnabækur hafa notið jafn langvarandi vinsælda og Hjalta- bækur Stefáns Jónssonar. Bækurnar eru þrjár, Sagan hans Hjalta litla, Mamma skilur allt og Hjalti kemur heim. Iega ékkert gamanmál að svíkja loforð sem maður gefur litlu systur sinni, sem er dauðvona, og kallar beinlínis á tilfinninga- ríkar lýsingar á sektarkennd þess sem það gerir. Þetta var okkur, hinum ungu lesendum ljóst, þótt einstaka harðhaus kunni að vísu að hafa grett sig við lestur- inn. Hjaltabækurnar eru þroska- saga Hjalta og fylgja honum frá níu ára aidri þar til hann er orð- inn þrettán ára. Hjalti, sem er tilfinningaríkur og þver drengur. á í margvíslegri togstreitu, bæði við sjálfan sig og aðra. Bókinni lýkur á sátt hans við stjúpa sinn og sjálfan sig. Hinn móralski leiðbeinandi Hjalta í æsku hans er móðir hans, fátæk alþýðu- kona með hjarta úr gulli og sér- Iega sterka réttlætiskennd, en það er fýrst og fremst Hjalti sjálfur sem leysir úr sálarflækj- um sínum og öðlast þannig sátt. Það er sálfræðileg dýpt í lýsing- um Stefáns Jónssonar á hugar- heimi barnsins og sjálfhverfri hugsun þess. Reyndar má segja að Stefán gangi mjög langt í sfð- ustu bókinni í flokknum þegar hann hvað eftir annað lýsir heift Hjalta í garð stjúpa síns á þann veg að lesandinn er um það bil að missa þolinmæði með drengnum. Flestir höfundar hefðu flýtt sáttunum en ekki teygt þær svo á langinn. En það er einmitt þessi löngu og ströngu átök sem gæða söguna svo miklum trúverðugleika. Maður hleypur einfaldlega ekki í fangið á fjandmanni gærdagsins fyrr en eftir allnokkra umhugs- un og erfitt uppgjör. Það er ekki sanngjarnt að tala um pólitískt trúboð í Hjaltabók- unum en í þeim er þó sterkur pólitískur strengur. Stéttaand- stæðurnar eru skýrar og það er fullkomlega Ijóst hvoru megin samúð höfundar liggur. Ríka og fína fólkið virðist ósköp fáfengi- legt, ekki vegna þess að það sé vont í eðli sínu heldur vegna þess að það hefur látið vel- gengnina glepja sig og er farið að trúa á yfirburði sína. Nískan og sérgæskan fylgja hinum ríku og áberandi er í bókunum að þeir sem nóg eiga eru ekld reiðubúnir að sýna gjafmildi heldur halda fast í það sem þeir eiga. Þeir sem minna mega sín láta sig dreyma um betra hlut- skipti. Ungum vinnumanni eru Iögð þessi orð í munn: „Þræla og strita og fá ekkert nema tómt vanþakklæti, það er hlutskipti vinnufólksins. En það skal samt aldrei verða hlutskipti Páls Jóns- sonar að eilífu." Annar ungur piltur segir: „Enginn þarf að vera fátækur. Jörðin á nóg af auðæfum handa öllum. Allir eiga að geta haft nóg að borða... Og þegar ég verð fullorðinn, ætla ég að berjast lyrir þessu.“ Sátt Hjalta í lokin felst að hluta til í því að hann áttar sig á því að hann tilheyrir stétt sem þarf að berjast til að eiga von um betra líf og þar verða menn að standa saman ætli þeir að vinna sigur: „Fyrst um sinn mun ég fylgja mömmu og Elíasi, og við munum vinna mikið og aldrei láta hugfallast, hvað sem á móti blæs.“ Auðvitað er það svo að þær bækur sem maður las í æsku skynjar maður á nokkurn annan hátt þegar maður les þær orðin fullorðin manneskja. Þannig hvarflaði hugurinn við lesturinn hvað eftir annað til móðurinnar, sem ég fann rneira til með en Hjalta litla. Þessi góða og rétt- láta kona missti mann og unga dóttur, varð að láta son sinn frá sér og fara í vist til vonds fólks. Þegar hún giftist á ný þurfti hún að takast á við soninn sem lagði ógurlega fæð á eiginmann henn- ar. Eftir að hafa í rúm þrjátíu ár vorkennt Hjalta Iitla á móðir hans nú samúð mína. Samt er mér enn hlýtt til Hjalta litla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.