Dagur - 27.05.2000, Blaðsíða 23

Dagur - 27.05.2000, Blaðsíða 23
Tfc^ur LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 - 39 SKAKMOLAR UMSJÓN: HALLDÓR B. HALLDÓRSSON Brekkuskóli sigraði Brekkuskóli frá Akureyri sigraði af miklu öryggi á ís- landsmótigrunnskólasveita sem fram fór um síðustu helgi. Brekkuskóli fékk 30vinninga af 36 möguleg- um og var heilum 4.5 vinn- ingi á undan næstu sveitum, Rimaskóla og Réttarholts- skóla sem fengu 25.5 vinn- inga. Halldór B. Halldórs- son vann allar 9 skákir sínar á fyrsta borði, Stefán Bergs- son fékk 8 vinninga á öðru, Agúst B. Björnsson 7 og Jo- hann Rolfsson 6-Brekku- skóli fer því á Norðurlanda- mót grunnskólasveita annað árið í röð en Brekkuskóli varð einnig Islandsmeistari í fyrra. Það er því Ijóst að mikið og gott unglingastarf hefur verið unnið á Akureyri undanfarin ár og vill öll sveitin þakka þjálfara sínum Þór Valtýssyni þennan góða árangur. Þeir Halldór og Stefán vilja þó taka fram að þeir Gylfi, Gestur og Rúnar eiga sinn þátt í velgengni þeirra félaga. Fjör í Sarajevo! Mikið fjör er þessa dagana í Sarajevo en þar fer fram mjög sterktskákmót með þátttöku Kasparovs sjálfs. Þegar sex umferðir hafa ver- ið tefldar af eilefu eru þeir Kasparov og Shirov efstir og jafnir með 4.5 vinning. Margar skemmtilegar skákir hafa verið tefldar á mótinu og kom þessi staða u|)p í einni þeirra. Það var búlgarski stórmeistarinn Veselin Topalov(2702) sem hafði hvítt gegn Tékkanum unga Movsesian(2671). Topalov lék síðast 73. Ke4 með og hótaði þar með máti á e5 en Movsesian fann snjallt svar.73ÖBf6! 74.Bxf6 h3! Nú mætti halda að staðan væri unnin á svart enTopalov var ekki á sama máli enda þekktur fyrir flest annað en að gefast upp. 75.Bxg5 h2 76.Bf6 Rd3 77.Kxd3 hl=D 78.Be4 Ke6. Movsesian tókst ekki að brjóta niður stöðu hvíts og því var jafntefli samið nokkru síðar. Sverrir stal senunni! Skákþingi Vestmannaeyja Iauk um síðustu helgi og var það Sverrir Unnarsson sem að stal sigrinum eftir að sá efnilegi, Björn ívar Karls- son, hafði leitt nær allt mót- ið. Þeir félagar mættust reyndar í síðustu umferð og lauk þeirri skák með sigri Sverris og varð Iokastaðan eins og hér segir. 1. Sverrir Unnarsson 6 vinningar af 8. 2. Björn Karlsson 5.5 3-4.Einar Guðlaugsson og Sigurjón Þorkelsson 4.5. 5. Stefán Gíslason 0,5 Aðeins tóku fimm þátt í þinginu og endurspeglar það kannski þá lægð scm að skákin er í. Ég þykist þó sjá merki þess að bjartari tíð sé framundan. Skapmikil stórstjarna Russell Crowe er að slá í gegn í mynd sinni Gladiator sem nú er verið að sýna hér á landi. Leikarinn hóf feril sinn sem söngvari undir nafninu Rus Le Roc og fyrsta smá- skífulag hans bar heitið „Ég vil vera eins og Marlon Brando“. Leikarinn er ástr- alskur og þykir með eindæm- um skapmikill og gefinn fyrir slagsmál. Hann er enn söngv- ari í hljómsveit sem ber nafn- ið 30 Odd Foot of Grunts og stefnt er að því að hljómsveit- in gefi út geisladisk í sumar. Crowe er ógiftur og býr í Sid- ney og segir útilokað að hann flytjist til Hollywood. Russell Crowe á svlði með hljóm- sveit sinni. Hann ætlar að gefa út geisladisk í sumar. KRAKKAHORNIÐ Teiknaður eftir tölunum Ef þú teiknar strik á milli talnanna á þessari teikningu kemur í Ijós hvað er á myndinni. Fróöleikur Vissir þú að seglbrettasigling, þar sem menn fleyta sér áfram á bretti með þrí- hyrndu segli, er upprunnin í Bandaríkj- unum og kom þar fjTst fram árið 1969. Seglbrettasigling hefur verið olympíuí- þrótt frá árinu 1984. Vissir þú að riðuveiki, sem oft er talað um í fréttum er hægfara ólæknandi veirusjúkdómur sem leggst á sauðfé. Veikin leggst á miðtaugakerfið og veldur lömun. Þegar sjúkar Idndur reyna að ganga verða þær óstyrkar og ullin verður rýr og loks leggjast þær niður og eru með sífelldan titring á höfði og fótum. Riða hefur verið þekkt frá því um 1900 hér á landi. Við viljum hvotja alla sem haí'a eitthvað í pokahorninu að senda okkur efni. Utanáskriftin er: Dagur - Barnahorn Strandgata 31 600 Akuroyri Tölvupóstur: biggi@dagur.is Vatnsberinn Sjaldan er ostur undir brauði. En oft sligast snauð- ur undan álagi og þunga endurá- lagningar. Fiskamir Engar líkur eru á að menn deyji úr hungri í Irafárinu á Sultartanga. En fáir fara þaðan feitir. Hrúturinn Af tvennu illu er hvorug skárri, Alabama Islands og Bangkok norðursins. Nautið Nætursaltaðar tilfinningar eru lítið endingarbetri en einnar nætur gaman. Tvíburarnir Það mæta ekki allir fjölmiðlar á staðinn þegar þið opinberið. En Lögbirtingarblað- ið sendir örugg- lega fulltrúa. Krabbinn Náttúruverndar- hermdarverka- menn verða frið- aðir á næstunni og um leið svipt- ir skotleyfi. Ljónið Farðu með hvítvínsfernuna á fótboltavöllinn. Það dregur úr drykkjuskapn- um. Meyjan Það er tilvalið að nota fjárfesta í tannfyllingar. Þær losna þá síður. Vogin Læstu buxna- klaufinni í kvöld og geymdu lykil- inn heima. Allur er varinn góður. Sporðdrekinn Betra er að fara með veggjum en fara ekki nokkurn skapað- an hlut. Bogamaðurinn Langæ vandamál leysast um helg- ina fyrir tilstilli tengdafólksins. Það hendir þér loksins á dyr. Steingeitin Oft má heyra svanasöng í heiði skammt frá krumma- skuði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.