Dagur - 28.07.2000, Page 4
4r - FÖSTUDAGUR 28. JÚLt 2000
Thyptr
, FRÉTTIR
Hátíðahold í LAnse
aux Meadows
íslendmgur kominn til
Ameríku og hátíðáhöldin
vestan hafs að magnast.
Góður rómur gerður að
landafundaumræðunni
vestra.
I dag kl. 15 að staðartíma, er gert ráð
fyrir að víkingaskipið Islendingur sigli
að landi við L'Anse aux Meadows á Ný-
fundnalandi eftir langt ferðalag í kjölfar
Leifs Eiríkssonar heppna, sem talið er
að hafi tekið þarna land fyrir 1000
árum og víkingar haft viðdvöl um nokk-
urt skeið. Við komu skipsins hefjast
mikil hátíðahöld á staðnum í tilefni
landafunda íslendinga og verður þess-
um hátíðarhöldum sjónvarpað beint frá
strönd til strandar í Kanada og reyndar
til Bandaríkjanna einnig og ekkert hef-
ur verið til sparað við að gera hátíðina
sem glæsilegasta. Meðal viðstaddra
verða meðal annarra áhafnarmeðlimir
skútunnar Eldingar sem kom til L'Anse
aux Meadows fyrr í vikunni eftir sigl-
ingu frá Grænlandi.
Þegar íslendingur nálgast land munu
tugir báta og skipa af öllum stærðum og
gerðum taka á móti víkingaskipinu og
sigla með því síðasta spölinn að landi.
Þar verður tekið á móti áhöfninni með
mikili viðhöfn og síðan hefst Ijölbreytt
dagskrá með ræðuhöldum og tónlistar-
flutningi. Meðal ræðumanna á hátíð-
inni mál nefna Brian Tobin, forsætis-
ráðherra Nýfundnal-inds og Halldór As-
grímsson, utanríkisráðherra Islands.
Barnakórar munu syngja á hátíðinni og
fulltrúi íslands í þeim hópi er Skólakór
Kársnesskóla. Þá mun fulltrúi frum-
byggja bjóða áhöfn íslendings velkomna
en síðan segja farir frumbyggja ekki
sléttar í síðari viðskiptum sínum við
hvíta landnema.
Mikill áhugi á víkingum og víkinga-
tímabilinu hefur vaknað vestra og raun-
ar meiri en bjartsýnustu menn á Islandi
höfðu þorað að vona. Þannig mun á
sjötta tug sjónvarpsstöðva í Bandaríkj-
unum, m.a. CNN, hafa sýnt myndir frá
FRÉT TA VIÐTALIÐ
brottför Islendings frá Islandi og að-
sókn að víkingasýninginu í Smithsonian
safninu hefur verið gríðarleg, en urn 3
milljónir manna munu hafa séð sýning-
una. Allar bækur sem tengjast víkingum
hafa líka selst eins og heitar lummur og
margar upp. Og ennfremur rignir yfir
aðstandendur Islendings óskum frá
ýmsum stöðum í Bandaríkjunum um að
skipið hafi þar viðkomu á leið sinni til
New York.
Að sögn íslendinga sem eru á Ný-
fundnalandi þessa dagana þá hefur það
ekki farið framhjá neinum hvað til
stendur og þegar heimamenn vita að
viðkomandi eru Islendingar, þá er mik-
ið spurt um víkingaskipið og víkinga al-
mennt. „Heimamenn hafa Iagt mikið á
sig og ekkert til sparað til að gera þessa
hátfð sem glæsilegasta og árangurinn
virðist ætla fara fram úr okkar björtustu
vonum“, sagði viðmælandi Dags. - JS
Pottverjar heyra það á
kaffihúsum höfuðborgar-
innar að shnalyrirtækin
eiga sér víða hauka í homi
þegar kemur að því að út-
búa auglýsingar. Þannig hafa menn verið að
skeinmta sér við að útbúa auglýsingu fýrir GSM
síma þar sem akureyrsk hjúkrunarkona sem gekk
upp á Glerárdal um síðustu helgi og lenti í sjálf-
heldu en gat hringt eftir hjálp, er í aðalhlutverki.
Auglýsingin yrði að sjálfsögðu í stíl auglýsing-
anna þar sem fólk var einhvers staðar fast en gat
ekki látið vita af sér - maður í vörugámi og brúð-
ur á fáfömum þjóðvegi. í gömlu auglýsingunum
var slagorðið „nú væri gott að hafa GSM síma“. í
nýju auglýsingunni myndi sjálfheldukonan hins
vegar Uta framan í myndavélina þegar hún er
komin í sjálfhelduna og segja „Já nú var svei mér
gott að ég var með GSM síma!“ Til að kóróna aug-
lýsinguna myndi standa á skjánum fyrir neðan:
„Byggt á sannsögulegum atburðum"!...
í heita pottinum fréttist að von
væri á nýrri bók eða riti frá Har-
aldi Inga Haraldssyni, myndUst-
armanni og fyrram listasafn-
stjóra á Akureyri. Hefti þetta er
hins vegar sagt mjög óhefðbund-
ið og ber það nafnið „Lax og sil-
ungur, rit um matargerðarlist og
veiðigleði." Sagt er að Haraldur
hafi útskýrt þetta rit í góðra vina hópi sein sam-
þætthigu á þeim þrem hlutum sem mest hafi ráð-
ið í lífi sínu, mat, veiði og myndlist. Eftir því sein
næst verður komist fjaUar ritið um hvenug eigi
að matreiða fiskinn sem maður veiðir og í stað
ljósmynda teiknar og málar Haraldur Uigi allar
myndimar í bókinni...
Haraldur Ingi
Haraldsson.
Og úr því verið er að tala um Akureyri er ekki úr
vegi að mimia á að norðanmemi bera jafnan allt
sem þcir hafa saman við hvernig það er fyrir
sunnan. Þannig bera þeh að sjálfsögðu nýju
verslunarmiöstöðina sem veriö er að byggja á
Gleráreyram sainan við Kringluna. Og ekki stend-
ur á nafngiftunum: í Reykjavík er Kringlan og á
Akureyri er Beyglan...
Sturla
Böðvarsson
samgönguráðherra.
Nokkuð hefurborið á töfum
og bilunum í millilandaflugi
Flugleiða að undanfomu.
Kvartanirhafa boristsam-
gönguráðuneytinu, sem fyl-
gist vel með þróun mála, en
telur ekki ástæðu til að grípa
inn í að svo stöddu.
Fylgjumst með gangi mála
- Valda þessar truflanir í tnillilanda-
flnginu yfirmanni samgöngumála ekki
áhyggjum?
“Það veldur alltaf áhyggjum þegar truflan-
ir verða á flugsamgöngum til og frá landinu,
en þetta er nú hins vegar eitthvað sem alltaf
getur gerst og er ekki auðvelt. Þetta veldur
flugfélaginu fyrst og fremst vandræðum og
þeim farþegum sem þarna eru á ferðinni.
Eg lít fyrst og fremst á þetta sem mikil
óþægindi, sem ekki er gott að ráða við. Auð-
vitað verður að gera kröfu til þess að flugfé-
lögin reyni að koma til móts við farþega eins
og kostur er, þegar svona stendur á. Við höf-
um fylgst með þessu í ráðuneytinu.“
- Þið hafiðfylgst með þessu, segirðu?
“Já, að sjálfsögðu. Við höfum fengið kvart-
anir.“
- Eru kvartanimar margar?
“Nei, þær eru það nú ekki.“
- Hvemig sýnist þér Flugleiðir hafa
brugðist við vandanum?
“Eg hef nú ekki yfirlit til að leggja mat á
það.“
- Hvað með eftirlit með starfsemi flugfé-
laganna, er það í höndum ráðuneytisins
eða Flugmálastjómar?
“Það er í raun á báðum þessum stöðum.
Auðvitað fylgist ráðuneytið með. Uppfylla
þarf ákveðin skilyrði og eftirlit er einnig í
höndum Flugmálastjórnar, og þá meira
hvað öryggisþáttinn varðar.“
- Hyggstu gera eitthvað sérstakt vegna
þessa, kalla t.d. forráðamenn Flugleiða á
þinn fund í Ijósi kvartana sem borist
hafa?
“Þær kvartanir sem hafa borist eru ekki
þess eðlis að þær gefi tilefni til aðgerða af
hálfu ráðuneytisins."
- Komi tafir og bilanir upp oftar á næst-
unni, verður þá gripið til einhverra að-
gerða?
“Ég fæ væntanlega greinargerð um þetta á
næstunni, og met þá stöðuna samkvæmt
því. Það eru ekki efni til þess af hálfu ráðu-
neytisins, eingöngu á grundvelli frétta í fjö\-
miðlum, að taka svona mál upp. Við fylgj-
umst með gangi mála.“
- 'Felurðu þetta sýna að þörfsé áfrekari
samkepptii t fluginu hér á landi?
“Menn hljóta að átta sig á því að mikil
samkeppni er í fluginu. Það er í rauninni
hreint ævintýri, og ótrúlegt, að íslenskt flug-
félag skuli geta staðist þá samkeppni sem er
á þessum alþjóðamarkaði. Flug til og frá ís-
Iandi byggist mikið á því að verið er að flyt-
ja farþega á milli Evrópu og Ameríku.
Langstærsti hluti farþega Flugleiða eru þeir
sem eiga ekki sérstakt erindi til íslands.
Okkar happ í rauninni er að Flugleiðir skuli
geta haldið úti þessum rekstri, og náð til sín
svona stórum hópi farþega sem er á annarri
leið en til Islands. Þannig að ég tel að ekki
sé hægt að tala um skort á samkeppni, af og
frá.“
- Ekki gagnvart markaðinum hérna
heima?
“Við höfum verið að fá önnur félög hing-
að, eins og t.d. Go, sem er útaf fyrir sig
ágætt. En líta þarf á samkeppnina í heild
sinni. I það heiia tekið met ég það svo að
þjónusta Flugleiða sé mjög góð. Síðan geta
alltaf komið upp bilanir, sem ekki verður
ráðið við. Menn mega ekki fara á taugum
þótt slíkt gerist. Eitthvað getur komið upp á
í allri þjónustu sem raskar áætlun, jafnt í
flutningum á landi, sjó og í lofti. Bilanir eru
afar erfiðar, þær raska áætlunum fólks sem
er á ferðalögum eða þarf að mæta til vinnu.
Þess vegna kemur þetta illa við marga og er
áberandi þegar röskunin verður. Við skulum
vona að Flugleiðum takist að vinna þetta
upp og koma þessum hlutum í lag.“ - RJB