Dagur - 28.07.2000, Qupperneq 5
F Ö S’TV DAGU R 28. JÚLÍ 2 O OO - 5
FRÉTTIR
L. A
Hðrð gagnrýni á
reynsluverkefnin
Kristján Þór Júlíusson: „Mér finnst það náttúrulega alveg út í hött ef menn
ætla að láta sér detta í hug að endurskoða þessa samninga hér og nú.“
Bæjarstjórinn á
Akureyri telur fráleitt
að endurskoða nýlega
samninga um reynsln-
sveitarfélagsverkefni
þótt Ríkisenduskoðun
setji fram mikla
gagnrýni á nánast
sams konar eldri sam-
nigna.
Ríkisendurskoðun gagnrýnir
liarðlega undirbúning og fram-
kvæmd reynslusveitarféalgsverk-
efna hjá Akureyrarbæ í skýrslu
sem út kom í gær. 1 niðurstöð-
um skýrslunnar segir: „Það er
mat Ríkisendurskoðunar að ekki
liggi fyrir haldbærar upplýsingar
sem nauðsynlegar eru til að meta
á faglegan og hlutlausan hátt
hvort framangreind markmið
hafi náðst með samningunum
við Akureyrarbæ. Þær upplýsing-
ar sem fram koma í þessari
skýrslu gefa til kynna að nokkuð
skorti á að upphafleg markmið
hafi gengið fram eins og áformað
var.“ Meðal þeirra markmiða
sem Ríkisendurskoðun nefnir í
þessu sambandi eru að „stuðla
að bættri nýtingu fjármagns og
bæta þjónustu við þá sem í hlut
eiga.“
Akureyri gerði fyrir nokkrum
árum samninga við félagsmála-
ráðuneytið og heilbrigðisráðu-
neytið um flutning á málefnum
fatlaðra og á málefnum heilsu-
gæslu og öldrunarþjónustu. í
skýrslu ríkisendurskoðunar kem-
ur fram gagnrýni á sjálfa samn-
ingana um reynslusveitarfélags-
verkefnin og að í þeim sé ekki
kveðið á um samræmi og eftirlit
- fjárhagslegt eða faglegt - sem
auðveldi að mæla breytingar sem
síðar yrðu. „Hefði að mati Ríkis-
endurskoðunar þurft að vanda
betur til efnis samninganna til
þess að unnt væri að afla upplýs-
inga um árangur af þeim á að-
gengilegan hátt og þannig leggja
mat á það hvort um æskilegt fyr-
irkomulag væri að ræða.“
Vantaði úttekt
Kristján þór Júlíusson bæjar-
stjóri á Akureyri hafði ekki séð
endanlega útgáfu skýrslunnar
þegar Dagur ræddi við hann í
gær en hafði séð hana f drögum.
Aðspurður um það að markmið
hefðu ekki náðst sagði hann:
„Hafi það verið upphaflegt mark-
mið með samningunum að reyna
að meta hvernig standa ætti að
verkefnaflutningi frá ríki til
sveitarfélaga, þá er það örugg-
lega rétt að vegna þess að þessa
stöðuúttekt vantaði í upphafi þá
er erfiðara að ná fram mælanleg-
um árangri. Hins vegar er það
líka rétt eins og kom fram í drög-
um skýrslunnar hjá Ríkisendur-
skoðun að það er ekki hægt að
búast við miklum mælanlegum
breytingum eða hagræðingu á
ekki lengri tíma en þetta.“
Svipaðir samningar
Það vekur athvgli að gagnrýni
Ríkisendurskoðunar beinist ekki
síst að samningsgerðinni sjálfri. I
skýrslunni segir t.d. „Almennt
verður að telja að ákvæði samn-
inganna um uppsögn, endur-
skoðun og lausn ágreiningsmála
séu ófullnægjandi." Það er hins
vegar ekki lengra síðan en í vetur
að samningarnir um reynslu-
sveitarfélagsverkefnin var endur-
nýjaður og segir Kristján Þór Júl-
íusson að athugasemdir Ríkis-
endurskoðunar ekkert hafa verið
inni í myndinni við gerð þeirra
samninga. Nýju samningarnir
hafi verið gerðir með álíka hætti
og þeir gömlu en þó ekki sama.
Hann bendir á að ýmislegt hafi
fengist leiðrétt í nýja samningn-
um sem ekki var gert ráð fyrir í
þeim gamla, s.s. að Akureyrar-
bær varð fyrir meiri kostnaði í
heilbrigðismálunum en menn
töldu í upphafi. Kristján Þór
segir að skýrsla Ríkisendurskoð-
unar muni ekki hafa áhrif á þá
samninga sem nú eru í gildi,
„skýrslan er að koma núna en
það eru átta mánuðir frá því að
við gegnum frá þessum samning-
um,“ segir hann. Aðspurður um
hvort hann telji skýrsluna gefa
tilefni til að endurskoða einhver
ákvæði í núverandi samningum
segist Kristján ekki telja það.
„Mér finnst það náttúrulega al-
veg út í hött ef menn ætla að láta
sér detta í hug að endurskoða
þessa samninga hér og nú,“ seg-
ir Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóri á Akureyri.
Ingibjörg Daviðsdóttir var viðstödd
opnun sýningarinnar í gær.
In&ibjargar
frímerkið
Við uppsetningu frímerkjasýn-
inganna á Kjarvalsstöðum, kom
fram í einum sýningarramma
nafnið „Ingibjörg 8 ára“, á frí-
merki frá Búlgaríu. Upplýsingar
vantaði um hver þessi Ingibjörg
væri og af hverju þetta íslenska
nafn og aldursákvörðun væri á
frímerki frá Búlgaríu, útgefnu
1982. Það var kona úr Hafnar-
firði, sem kom með þetta efni á
sýninguna. Því var svo komið á
framfæri í fréttum af sýningun-
um, sem meðal annars voru
sendar út í kvöldsjónvarpi á mið-
vikudagskvöld og þar auglýst eft-
ir henni. Nú er Ingibjörg komin
fram. Heitir hún Ingibjörg Dav-
íðsdóttir.
Þegar Ingibjörg var 8 ára
1978, teiknaði hún mynd í sam-
keppni um barnateikningar, sem
síðan birtist í bók er mennta-
málaráðuneytið gaf út árið 1980
á alþjóðaári barnsins og nefnist
„Börn“. Fylgdi hún sögu Bryn-
hildar systur hennar í bókinni.
Þegar blaðafulltrúi frímerkja-
sýninganna, spurði Ingibjörgu
um myndina var svar hennar
einfaldlega: „Eg hefi aldrei séð
hana síðan, fyrr en nú í þessu
formi og aldrei fengið hana aft-
Laun handhafa
hækka mildð
Jóhanna Sigurðardóttir bendir á mikla hækkun launa handhafa
forsetavalds.
„Handhafar forsetavalds, þ.e.
forsætisráðherra, forseti Alþingis
og forseti Hæstaréttar fá líka
veruiega búbót með ákvörðun
Kjaradóms um hækkun á Iaun-
um forseta íslands," segir Jó-
hanna Sigurðardóttir, alþingis-
maður. Hún segir að ríflega
1500 þúsund króna greiðsla til
þeirra samanlagt á síðastliðnu
ári hefði rúmlega tvöfaldast ef
nýlega ákvörðun Kjaradóms um
laun forsetans hefði gilt á þeim
tíma.
„Samkvæmt lögum um laun
forseta Islands skulu handhafar
forsetavalds samanlagt njóta
jafnra launa og laun forseta eru
þann tíma sem þeir hverju sinni
fara með forsetavald um stund-
arsakir. Skulu Iaunin skiptast að
jöfnu milli þeirra," segir Jóhanna
á vefsíðu sinni. Hún vitnar til
þess að samkvæmt auglýsingum
um fjarveru forseta Islands, sem
birt er í A-deild Stjórnartíðinda á
árinu 1999 var, forsetinn erlend-
is samtals 77 daga á síðastliðnu
ári. Hefði breytingarnar á launa-
kjörum forseta Islands, sem nú
hafa verið ákvarðaðar, gilt á ár-
inu 1999 hefðu handhafar for-
setavalds fengið 3.164 þúsund
krónur í stað 1.559 þúsund
króna sem samanlagt kom í
þeirra hlut fyrir árið 1999.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ríkisendurskoðun hafa handhaf-
ar forsetavalds fengið alls 4 millj-
óna króna greiðslur fyrir sín
störf, frá því að Ólafur Ragnar
tók við um mitt ár 1996.
Verðbréfaþing og Wall Street ekki
þaö sama
I nýjum Hagvísum Þjóðhagsstofnunar er samanburður á kauphallar-
viðskiptum hér á landi og við Wall Street í New York. Verðbréfaþing Is-
lands er heldur smátt í samanburði við t.d. viðskipti með bréf
Microsoft, IBM og Intel, sem Þjóðhagsstofnun tekur dæmi um. Þess
er getiö að markaðsverð íslenskra lyrirtækja á VÞÍ séu um 50% af
landsframleiðslu okkar en markaðsverð skráðra fyrirtækja á mörkuð-
um í New York sé um tvöföld landsframleiðsla hér á landi.
Allt árið í fyrra námu viðskipti á Verðbréfaþingi rúmum 40 milljörð-
um króna en á einni klukkustund í þessum mánuði, sem Þjóðhags-
stofnun tók út, voru viðskipti með bréf Intel fyrir um 27 milljarða
króna, um 18 milljarðar með bréf Microsoft og 8 milljarðar með bréf
ÍBM. Já, við erum lítil - á þessu sviði að minnsta kosti.
Mesta úrkoman á Öræfajjökli
Mest úrkoma á íslandi er á jökulinn í öskju Öræfajökuls. Mælingar
síðustu ára sýna þetta og jafnframt að úrkoman á Mýrdalsjökli er ívið
minni. Þó er munurinn varla marktækur að mati vísindamanna sem
telja víst að þessir tveir staðir séu þeir úrkomusömustu á landinu.
Magnús T. Guðmundsson, jarðfræðingur, gerir grein fyrir mæling-
um síðustu ára á úrkomu á Öræfajökli í ritgerð í nýjasta hefti Jökuls,
sem er tímarit um jarðfræði. Mælingar hafa átt sér stað á árunum
1993 til 1998.
Niðurstöðurnar benda til þess að á þessum árum hafi úrkoma í
öskju Öræfajökuls jafngilt 7450-7800 mm af vatni. „Þetta er mesta úr-
koma sem vitað er um á íslandi og þar sem mjög lítill hluti hennar
bráðnar á staðnum, er afkoman sú langhæsta fyrir íslenska jökla. Nið-
urstöðurnar benda til að úrkoman sé tvöfalt til þrefalt meiri á Ör-
æfajökli en algengast er á Vatnajökli og Hofsjökli,“ segir Magnús.