Dagur - 28.07.2000, Page 7
FÖSTUDAGUR 28. JÚLl 2000 - 7
ÞJÓÐMÁL
Gleðileg staðreynd
SIGURÐUR
ÞpRGUÐ-
JONSSON
SKRIFAR
I dagblaðinu Degi 4. júlí skýrir
Karl Sigurbjörnsson biskup
„dræma aðsókn" á kristnihátíð
með því að „fá dæmi séu um að
hátíð hérlendis hafi átt eins undir
högg að sækja varðandi úrtölur,
skæting og alls konar ósmekkleg-
heit á meðan á undirbúningi
stóð... Af þeim sökum hefði fjöldi
fólks misst kjarkinn gagnvart há-
tíðinni." Engin dæmi nefnir Karl
máli sínu til stuðnings. Og þess
ber að gæta að forsvarsmenn há-
tíðarinnar og kirkjunnar menn
spöruðu að sama skapi ekki
hvatningar til fólks um að mæta.
Þjóðin gerði einfaldlega upp hug
sinn milli þessara kosta og mikill
meirihluti hundsaði hátíðina mið-
að við þá aðsókn sem vonast var
eftir. Og þjóðin er fullkomlega
fær um það að sjá í gegnum
„skæting og alls konar ósmekkleg-
heit“ hvar sem þau birtast. Þess
vegna voru „úrtölurnar“ ekki
neinn „skætingur" eða „ósmekk-
legheit". I þeim var einhver sann-
leikur sem almenningur vildi taka
undir í verki . „Urtölurnar“, sem
við skulum hér eftir kalla sínu
rétta nafni, „gagnrýni", voru því í
meginatriðum byggðar á gildum
rökum að dómi þjóðarinnar. Og
dómgreind hennar er vel treystan-
di. Afstaða biskupsins lýsir hins
vegar megnri vantrú á heiðarleika
og getu þjóðarinnar til að greina
hismið frá kjarnanum í almennri
umræðu og álitamálum.
„Að þessu sinni kom það reyndar ekki að sök vegna þess að sjálf þjóðarsálin skarst einfaldlega úr ieiki" segir
greinarhöfundur um fámennið á kristnihátíð á Þingvöllum. - mynd: gva
Óskiljanleg viðkvænmi
Viðkvæmni kirkjunnar fyrir gagn-
rýni á kristnihátíð er eiginlega
óskiljanleg. Fyrir hátíðina var
mönnum hreinlega stillt upp við
vegg. Þeir sem vildu ekki taka
undir fagnaðarsöng kirkjunnar
voru stimplaðir sem neikvæðir ól-
undarseggir sem ólmir og upp-
vægir vildu spilla fyrir öðrum (sjá
t.d. grein Jakobs Ágústs Hjálm-
arssonar í Mbl. 29. júní.). Ekkert
var skeytt um málsrök þeirra.
Svona stimplanir á þeim sem vilja
„skerast úr leik“ þegar allir eiga að
vera ein þjóðarsál eru grimmilegt
kúgunartæki. Að þessu sinni kom
það reyndar ekki að sök vegna
þess að sjálf þjóðarsálin skarst
einfaldlega úr leik! Og við þeirri
beinhörðu staðreynd bregðast
„Með því að sitja
heima var fólk blátt
áfram að sýna and-
stöðu við valdastétt-
ina, sérréttindakröf-
ur hennar og fínan
heilagleika sem not-
aði kristnihátíð sem
sína fínustu skraut-
fjöður.“
sumir kirkjunnar menn með
heiftarlegri afneitun. Þeir ætla
ekkert að læra en saka aðra um
eigin ófarir. I Morgunblaðinu 20.
júlí kennir Pétur Pétursson guð-
fræðiprófessor „neikvæðri um-
ræðu“ að hluta til um það hve fáir
mættu á kristnihátíð og bætir því
við að „nokkrir fjölmiðlamenn"
hafi með vanþekkingu og fordóm-
um „skemmt þessa hátíð fyrir fjöl-
da rnanna" og ættu að biðja þjóð-
ina opinberlega afsökunar á því.
Hér kveður við svipaðan tón og
hjá Karli biskupi og dómgreind al-
þýðu til að velja á milli kosta er
aftur að engu höfð. Gagnrýnend-
um er enn á ný stillt upp sem
skemmdarvörgum án þess að vís-
að sé til nokkurra hlutlægra
dæma. Engum rökum er svarað,
aðeins reynt að gera andstæðing-
ana ótrúverðuga með skírskotun
til siðferðisbresta, fordóma og
vanþekkingar. Hverjir eru þessir
fjölmiðlamenn og hvar frömdu
þeir skemmdarverk sín?
Ásakanir
Þessar síendurteknu dylgjur kirkj-
unnar manna - því dylgjur eru
þetta og ekkert annað þar til þeir
nefna raunveruleg dæmi - í garð
þeirra er gagnrýnt hafa kristnihá-
tíð eru enn djarfari fyrir þá sök að
enginn þeirra lætur scm hann viti
um samlíkingar eins kirkjuhöfð-
ingjans er líkti sumum gagn-
rýnendum kristnihátíðar við nas-
ista, vitaskuld án þess að nefna
nokkur dæmi. Sums staðar er-
lendis varða slíkar ásakanir bein-
línis við hegningarlög. I leiðara
Morgunblaðsins 9. júlí var hins
vegar beinum orðum mælst til
þess að leikreglur íslensks samfé-
lags ættu ekki að gilda fyrir alla
heldur ættu sumir að njóta frið-
helgis öðrum fremur. Þjóðfélag
forréttindanna á sem sagt að vera
alveg opið og blygðunarlaust. Og
viðbúið að vanþóknun hitti þá
sem láta sér það ekki vel líka. Er
allt með felldu í samfélagi þar
sem svona áskoranir frá stærsta
dagblaði landsins þykja ekld einu
sinni umtalsverðar?
Þjóðin leit á kristnihátíð fyrst
og fremst sem hátíð valdastéttar-
innar segir í ágætri viðhorfsgrein í
Morgunblaðinu 7. júlí. Þetta er
skynsamleg og öfgalaus ályktun.
Ellert Schram skrifar í Morgun-
blaðinu 23. júlí að fólk hafi ekki
farið á Þingvelli af því að kirkjan
sé í ánauð sjálfsupphafningar og
fjárausturs. Með því að sitja
heima var fólk blátt áfram að sýna
andstöðu við valdastéttina, sér-
réttindakröfur hennar og fínan
heilagleika sem notaði kristnihá-
tíð sem sína fi'nustu skrautljöður.
Það er ástæða til að gleðjast yfir
þessari staðreynd.
(Millifyrirsagnir eru blaðsins).
STJÓRNMÁL Á NETINU
Þimgu faigi létt af þjóðinui
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur VG, á heimasíðu flokksins,
segir „þungu fargi" vera „létt af
þjóðinni" vegna fréttar Rfkisút-
varpsins frá Brussel. Og heldur
áfram:
„Fréttaritarinn óþrcytandi Ingi-
mar í Brussel hefur llutt heim
þau gleðitíðindi að Islendingum
(væntanlega honum og Halldóri
Ásgrímssyni) hafi í samvinnu við
lýðræðis- og bræðraþjóðina Tyrki
tekist að tryggja áhrif og stórveld-
ishagsmuni Islands hvað viðkem-
ur væntanlegri hervæðingu Evr-
ópusambandsins. Þvílíkur léttir!
Frá því fréttir tóku að berast af
því að Evrópusambandið hygðist
koma sér upp vísi að her hafa ekki
aðrar áhyggjur þyngri þjakað Is-
landsmenn en þær að þátttöku
vora, viðveru á fundum embættis-
manna og ráðherra, áhrif á mikil-
vægustu ákvarðanir svo sem um
klæðnað, vopnabúnað og matar-
æði Evrópuhersins, yrði að trygg-
ja. Af og til hefur Halldór okkar
Ásgrímsson komið ábúðarfullur
fram og hamrað á mikilvægi þess
að ísland (og reyndar einnig önn-
ur NATO-Iönd sem ekki eru í
ESB) þurfi að tryggja aðkomu
sína, viðveru og áhrif, einmitt
áhrif; áhrif; áhrif; sbr. rökin lyrir
að ganga í Evrópusambandið.
Ingimar hefur svo haldið málinu
vakandi með óþreytandi frétta-
flutningi sínum sem komið hefur
í veg fyrir að þjóðin svæfi á verð-
inum í þessu sínu örlagaríka
hagsmunamáli. Lofað veri Ríkis-
útvarpið fyrir að halda úti tíðinda-
og leiðsagnarmanni fýrir þjóðina í
Brussel.
Að vísu er það smávægilegur
veikleiki í kynningu þeirra Hall-
dórs og Ingimars að aldrei hefur
komið fram hvers vegna það komi
íslendingum við hvernig Evrópu-
sambandið stendur að því að
koma sér upp vísi að her í viðbót
við gjaldmiðil, seðlabanka, stjórn-
arskrá o.s.frv. eins og ciginleg ríki
þurfa að hafa. Skort hefur sem
sagt á það, að rökstutt sé, hvers
vegna önnum kafinn utanríkis-
ráðherra Islands cigi að eyða tíma
sínum í þetta mál frcmur en t.d.
það sem lýtur að viðskiptahags-
munum þjóðarinnar þó svo ekki
sé nú gerð krafa um að hann
blandi sér í innanlandsstjórnmál.
En máliö skýrir sig náttúrulega
sjálft þegar betur er að gáð. Auð-
vitað þurfa íslendingar að trvggja
að þeir geti ráðið ferðinni í þess-
um efnum eins og öðrum þar sem
framtíð Evrópu á í hlut. Það mun-
ar nú um minna en sérþekkingu
íslands (Halldórs) í hernaðarleg-
um málefnum og ekki gengur það
að ráðamenn og embættis- séu að
funda og ráðslaga um Evrópuher-
inn án þess að þar séu myndarleg-
ar scndinefndir íslendinga til
staöar.
En sem sagt, þessu er borgið."
Pétur og forsetalaiuiin
A vefsíðu Grósku er fjallað um
niðurstöðu Kjaradóms í kjaramál-
um forsetans. Þar segir meðal
annars:
„Nú hefur Kjaradómur úr-
skurðað að laun forseta íslands
skuli hækka í 1.250.000 krónur á
mánuði. Þetta er gert til þess að
forseti haldi sömu launum og
hann hafði þegar hann var skatt-
laus og rennur mismunurinn (um
hálf miljón) aftur í ríkissjóð. Þessi
ákvörðun felur einnig í sér að eft-
irlaun Vigdísar Finnbogadóttur
hækka um nær helming eða í nær
eina miljón króna. Næsta skrefið
er síðan að hækka laun dómara og
ýmissa embættismanna sem
þessu nemur þar sem hefð er fyr-
ir því að menn hækki í takt ef svo
má segja.
Pétur Blöndal upphafsmaður
þessa frumvarps hel’ur hingað til
barist fyrir aðhaldi í ríkisrekstri og
hefur hingað til barist gegn sér-
hagsmunagæslu og talað sérstak-
lega fyrir því að ríkisstarfsmenn
eigi ekki að vera verndaðir, heldur
eigi sömu lögmál að gilda um þá
og starfsmenn einkafyrirtækja.
Verið getur að Pétur (sem er góð-
ur maður og réttlátur) hafi ekki
trúað því að hækkun launa forset-
ans myndi hafa þessi áhrif en
hann hefði þó átt að geta sagt sér
það sjálfur að moldvörpurnar í
ríkiskerfinu hafa búið svo um
hnútana að þeirra hagsmunir eru
tryggðir í bak og fyrir. Því er alveg
á hreinu að þetta útspil Péturs
mun auka ríkisútgjöld, valda stór-
kostlegu launaskriði meðal ríkis-
starfsmanna og auka launamun í
landinu enn frekar á kostnað
skattgreiðenda. Pétur hefur hing-
að til barist gegn ranglæti með
réttlæti, en þetta er niðurstaðan."