Dagur - 28.07.2000, Síða 8
8- FÖSTUDAGUlt 2 V. JÚLÍ 2 000
SMÁTT OG STÓRT
„Óhætt er að
segja að fæst
mannanna verk
hafi orðið svæð-
inu til framdráttar
- kísilgúrvinnslan
þó síst.“
Kári í Garði í DV í
gær í tilefni af úr-
skurði skipulags-
stjóra um náma-
leyfi Kísilgúrverk-
smiðjunnar við
Mývatn.
Stálu styttum
Frétt í hinu gagnmerka blaði Feyki frá Sauðárkróki
á dögunum hefur vakið verðskuldaða athygli.
Fréttin fjallaði um þrjá pilta sem voru gómaðir á
Hofsósi við að stela styttum úr görðum Hofsósinga
um miðjan mánuðinn. „Lögreglunni á Sauðárkróki
var gert viðvart og voru piltarnir gómaðir á leið
sinni til Sauðárkróks. Reyndust þeir auk tveggja
stórra garðstyttna hafa í fórum sínum áfengisflösk-
ur sem þeir hnupluðu af tjaldstæðinu og eitthvert
smádót voru þeir líka með sem Iögreglan tók í sína
vörslu. Drengjunum var sleppt að lokinni yfir-
heyrslu, enda málið upplýst," segir m.a. í frétt
Feykis. A Króknum mun nú talað um að Iögregla
hafi stövað bíl á leiðinni frá Hofsósi og tekið í sína
vörslu tvær styttur og þrjár byttur!.
Sviptingar á Höfn
Það vakti óskipta athygli þess sem þetta ritar
á sínum tfma þegar ráðist var í að gefa út tvö
héraðsfréttablöð á Höfn í Hornafírði. Þetta
voru hið gamalgróna Eystra horn og svo hið
nýja blað Þveitin sem Sigurður Örn Hannes-
son ritstýrði. Á dögunum komust svo þessi
blöð í hendur eins eigenda og voru þá sam-
einuð undir nafni Eystra horns. Hins vegar
var Sigurður Örn ráðinn ritsjóri og lítur
Eystra horn nú út eins og Þveitin gerði áður, nema hvað nafnið er annað. í
leiðara fyrsta tölublaðs hins nýja Eystra horns kveður Sigurður Örn Þveitina
formlega og er hann auljóslega tregafullur. Hann segir m.a. „Þveitarævintýr-
inu er nú lokið, að sinni að minnsta kosti. Eftir lifa þó 60 tölublöð sem von-
andi varðveitast víða um aldur og ævi. Þetta var skemmtilegt meðan á því
stóð þó stundum væri það erfitt." Heyrst hefur að þessi leiðari gangi nú und-
ir nafninu: „Blessuð sértu þveitin mín“.
■ fína og fræga fólkið
Vesalings
nkastáLkan
Athina Roussel er einkadóttir Christinu Onassis
af fjórða hjónabandi, en Christina Iést þegarAth-
ina var einungis þriggja ára gömul. Athina er sögð
vera ríkasta barn heims. Hún er nú fimmtán ára
gömul og býr mcð föður sínum og stjúpmóður og
sagði stjúpu sinni eitt sinn að hún vildi brenna
alla peningana sína þar sem hún liti á þá sem
helsta ógæfuvald fjölskyldunnar. Athina hefur
fengið ótal mannránshótanir og lífverðir fylgja
henni við hvert fótmál. Faðir hennar hefur höfð-
að mál til að fá yfirráðarétt yfir auði hennar en
hefur ekki unnið þau málaferli. Kunnugir segja
að peningarnir skipti hann mun meira máli en
dótturina.
Með Christinu nnóður sinni, ári fyrir lát hennar.
Athina með föður sínum en hún er sögð
ríkasti unglingur heims.
Dagur
ÍÞRÓTTIR
Biört framtíð Eiðs
Eiour Guðjohnsen, leikmaður úrvalsdeild-
arliðs Chelsea, er sagður hafa áhuga á ein-
hvers konar þjálfarastarfi samhliða því að
halda áfram að skora mörk. Eiður er að
byrja sinn feril með Chelsea, en hann var
seldur frá 1. deildarliðí Bolton fyrir 4 millj-
ónir punda sem kunnugt er. Ray Wilkins,
þjálfari, segir að Eiður hafi borið af eins og
guil af eiri í samanburði við aðra marka-
skorara í 1. deildinni og tímabært að hann
reyni sig í úrvalsdeildinni. „Það var hans
ólán að hann skyldi meiðast illa sem ung-
lingur en hann er á góðri leið að ná fyrri styrkleika. 4 milljón punda
greiðslan virðist ætla að verða góð fjárfesting og ég er viss um að það
verðmætamat á honum mun a.m.k. fimmfaldast. Hann er að leika
fullur sjálfstrausts við hliðina á mönnum með mikla reynslu og það
mun gefa honum tækifæri til að slípa leik sinn enn frekar. Eg er
sannfærður um að eftir svona tvær leiktíðir mun hann verða einn af
bestu sóknarmönnum á Bretlandi."
Brynjar ekki með vegna meiðsla
Brynjar Gunnarsson, leikmaður Stoke
City, lék ekki með íslenska Iandsliðinu
gegn Möltu vegna smávægilegra meiðsla.
Vonir standa til að hann verði orðinn góð-
ur þegar fyrstu leikirnir í 1. deild verða
leiknir 12. ágúst nk.
Heiðar góður af meiðslum
Graham Taylor, þjálfari Watford, sem féll
úr úrvalsdeildinni f vor, segist ánægður
ineð það að þeir Nordin Wooter og Peter
Kennedy séu að ná sér af meiðslum. Þeir
léku báðir æfingaleik gegn Cornwall sem
Watford vann 5-3. Heiðar Helguson var
ekki með í leiknum gegn Cornwall þar sem
hann er sagður hafa þjáðst af beinhimnu-
bólgu, en er á góðum batavegi og lék leik-
inn gegn Möltu. \\4itford fer til Hollands í
næsta mánuði til þáttöku í móti þar.
Barcelona viU Overmars og Petit
Spænska liðið Barcelona vill kaupa Arsenalleikmennina Emmanuel
Petit og Marc Overmars og borga fyrir þá 3 milljarða króna.
Overmars hefur sagt að hann sé samningsbundinn Arsenal og ekki á
leið frá félaginu. Barcelona fékk nýverið liðlega 4 milljarða króna fyr-
ir portúgalann Luis Figo, sem seldur var til Real Madrid. Aston Villa
hefur borið víurnar í Steve Staunton frá Liverpool og David Ginola
frá Tottenham og greiða fyrir þann síðarnefnda 360 milljónir króna.
GG
Brassamir
iuihu
Argentmu
Brasilía bar sigurorð af Argent-
ínu 3:1 í undankeppni hcims-
meistaramótsins í knattspyrnu í
Sao Paulo í Brasilíu í nótt. Á
miðvikudag gerði miðvallarmaö-
urinn Vampeta tvö marka Brasil-
i'u og Alex það þriðja. Þetta var
fyrsta tap Argcntínu í und-
ankeppninni, en þeir halda þó
forystunni í riðlinum með I 5 stig
en Brassarnir eru í 2. sæti með
1 1 stig.
Brasilíumenn hafa ekki verið
að sýna góða leiki f keppninni til
þessa, rétt eins og þeir séu ekki
enn búnir að ná ser eftir að hafa
tapað úrslitaleiknum gegn
Frökkum í heimsmeistarakeppn-
inni í Frakklandi 1998. Þeir
höfðu aðeins náð í átta stig eftir
fímm fyrstu leiki sína í kcppn-
inni, m.a. tapað 2-1 íyrir Paragu-
ay og sætt fyrir það mikilli gagn-
rýni í Brasilíu. Alex gerði lýrsta
markið eftir aðeins sex mínútur,
staðsetti sig frábærlega í teign-
um og afgreiddi fyrirgjöfina frá
hægri viðstöðulaust í fjærhornið.
Vampeta kom liðinu í 2:0 áður
en Matias Almeida minnkaði
muninn fýrir Argentínu.
- GG