Dagur - 28.07.2000, Side 12
12- FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000
Dagur
FRÉTTASKÝRING
Ungir narlægast vír
Færri imglingar drek-
ka sig fulla og reykja
daglega. Hass og sniff
á niðurleið, en e-piUur
ekki. Huudruð uug-
liuga fara sjálf í ríkið,
fá pabba eða mömuiu
tH þess eða stela áfen-
gi heima. Ríkið fylgist
vel með skaðabótamál-
um tóbaksnotenda -
sem söluaðHi.
Niðurstöður skoðanakönnunar
Rannsóknar og grciningar (RB)
meðal nemenda í þremur efstu
bekkjum grunnskóla, sem fram-
kvæmd var í apríl síðastliðnum,
þykja eindregið benda til þess að
dregið hafi marktækt úr neyslu
ungmenna á áfengi, tóbaki og
ólöglegum vímuefnum á síðustu
2-3 árum. Meðal athyglisverð-
ustu staðreyndanna um þróunina
milli áranna 1998 og 2000 er að
nú sögðust 16% nemenda 10.
bekkjar reykja daglega, á móti
23% árið 1998, að nú segjast 32%
sömu nemenda hafa orðið
drukknir á næstliðnum 30 dög-
um, á móti 43% og nú segjast
12% sömu nemenda hafa prófað
hass, á móti 17%.
Niðurstöðurnar þykja nokkuð
ótvíræðar um að aukningin á
þessum sviðum sem átti sér stað
allt til 1998 hafi snúist við hvað
grunnskólanemendur varðar.
Fiktið virðist reyndar vera ámóta
algengt og áður; það að bragða á
áfengi eða prófa smók; en fleiri
Iáta fyrstu reynsluna duga.
Þannig hlýtur það að vera eftir-
tektarvert að 68% nemenda 10.
bekkjar hafi sl. vor sagt að þeir
hafi ekki orðið drukknir á næst-
liðnu mánaðarlöngu tímabili.
Reykingar úr 42% í 16% frá
1974
Rétt er að gera greinarmun á
þeim sem hafa smakkað vín og
þeim sem drekka sig ölvaða. Sé
miðað við hlutfall þeirra sem orð-
ið hafa drukknir næstliðnu 30
dagana frá því spurt var þá lækk-
ar hlutfallið sem fyrr segir úr 43%
í 32% meðal 10. bekkinga. Olvun
samkvæmt þessum mælikvarða
hefur ekki mælst lægri frá því
fyrst var spurt um hana árið
1995. Hlutfall þeirra sem ein-
hvern tímann um ævina hafa
bragðað áfengi hefur hins vegar
haldist 79-81% allt tímabilið.
Verulega dregur úr reykingum
meðal nemenda milli ára. Þannig
kemur í Ijós að færri unglingar í
þessum árgöngum byrja að reykja
en áður. Nefna má að hlutfall
þeirra í 10. bekk sem einhvern
tíma hafa reykt lækkar úr 59%
árið 1998 í 52% nú og hlutfall
þeirra sem reykja daglega á þess-
um aldri lækkar sem lyrr segir úr
24% í 16% eða um átta prósentu-
stig.
Grunnskólanemendur eru ekki eins spenntir fyrir áfengi, tóbaki og ólöglegum vímuefnum nú eins og fyrir nokkrum árum.
Tóbaksnotkunin hefur verið
mæld til lengri tíma en annað í
þessum könnunum og liggja þan-
nig fyrir samanburðarhæfar nið-
urstöður um daglegar reykingar
unglinga allt frá 1974. A því sviði
er þróunin gleðileg: Arið 1974
kváðust 42% 10. bekkinga reykja
daglega og fór það hlutfall stig-
lækkandi niður í 14% árið 1990.
Eftir það kom nokkurra ára upp-
Niðurstöðumar þykja
nokkuð ótvíræðar um
að aukningin á þess-
uin sviðum sem átti
sér stað aHt til 1998
hafi snúist við hvað
gnumskólauemendur
varðar. Fiktið virðist
reyndar vera ámóta
algengt og áður; það
að bragða á áfengi eða
prófa smók; en fleiri
láta fyrstu reynsluna
duga.
sveifla, sem náði hámarki í 24%
árið 1998. Og nú er hlutfallið
16%.
Hassið á niðuxleið en e-piHan
ekki
Neysla þeirra ólöglegu vímuefna
sem algengast er að unglingar
neyti jókst jafnt og þétt frá því í
Iok níunda áratugarins og fram til
1998. Þessi þróun hefur nú snú-
ist við samkvæmt niðurstöðum
síðustu tveggja ára. Þannig helur
verulega dregið úr notkun nem-
enda á hassi þessi tvö ár eða úr
17% í 12% meðal 10. bekkinga.
Sömu sögu er að segja um sniff;
árið 1998 höfðu 12% nemenda
10. bekkjar prófað sniff saman-
borið við 7% nú. Árið 1999 dró úr
notkun amfetamíns og e-pillunn-
ar, en því miður hefur ekki orðið
samdráttur þar og þvert á móti
mælist aukning á e-pilluáti.
Sérstaldega er kannað hvernig
unglingarnir fara að því að útvega
sér áfengí, þ.e. hygðust gera það
næst þegar þeir ætluðu að drek-
ka. Athygli vekur að 12% ung-
linga í 8. bekk, 9% í 9. bekk og
10% unglinga í 10. bekk sögðust
sjálfir ætla að fara í „Ríkið“. Sé
þetta rétt mæling virðast hund-
ruð unglinga eiga greiðan aðgang
að áfengisútsölunum! 14-15%
unglinganna kváðust ætla að
„biðja pabba eða mömmu að
kaupa fyrir mig“. En allt frá 63%
8. bekkinga upp í 83% 10. bekk-
inga kváðust ætla að biðja ein-
hvern annan að fara fyrir sig í rík-
ið. Þá er ljóst að hundruð ung-
linga bregða á það ráð að taka
áfengi heima hjá sér án þess að
biðja um Ieyfi: 33% í 8. bekk,
21% í 9. bekk og 16% f 10. bekk.
vera að minnka eða hverfa. En
þessar niðurstöður sýna að for-
varnastarfið í grunnskólunum er
að skila árangri, sem og samstillt
átak margra aðila. Grasrótarstarf-
ið hefur aldrei verið öflugra og
unga fólkið hefur sjálft tekið lofs-
vert frumkvæði í baráttunni,"
segir Þórólfur.
Grasrótarstarfiö aldrei
öfiugra
Þórólfur Þórlindsson prófessor,
sem kynnti niðurstöðurnar, segir
að viðsnúningurinn sl. tvö ár sé
áberandi og athyglisverður.
„Þetta er í fyrsta skiptið í áratug
sem dregur úr neyslu löglegra og
ólöglegra vímuefna. Það segir
ekki bara til um stöðuna í nútíð-
inni, heldur gefur vísbendingar
um framtíðina. Við erum þarna
að sjá lægri tölur en ég man eftir
að hafa áður séð og allt fylgist að;
samdrætti á einu sviði fylgir sam-
dráttur á öðru.“
Þórólfur segir alveg ljóst að
hvað sem öðru líður þá fari neysl-
an minnkandi; um það er ekki að
deila. „Þó neyslan minnki þá þarf
vandinn í heild ekki endilega að
Sýnum enga linkind
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra lýsir yfír mikilli ánægju
með niðurstöðurnar. „Það er mik-
ilsvert að við sjáum árangur - við
erum á réttri leið. Það er gleði-
efni, því við höfum lagt mikla
vinnu og Ijármuni í þetta og mik-
ilvægt að merkja árangur. Neysla
ungmenna er mildð áhyggjuefni,
því þó 97% þeirra Iendi aldrei í
vandræðum þá gera það 3% - og
það er of mikið. Þessar ánægju-
legu niðurstöður segja okkur
enda ekki að slaka á, þvert á móti
segja þær okkur að herða róður-
inn og sýna enga linkind."
Ingibjörg segir að einmitt þessa
stundina hafi margir foreldrar
áhyggjur; verslunarmannahelgin
framundan. „Við þurfum stöðugt
að minna unga fólkið á að taka
réttar ákvarðanir. Það tekur ekki
langan tíma fyrir fólk að lenda í
FRIÐRIK ÞÓR
GUÐMUNDS-
SON
SKRIFAR