Dagur


Dagur - 28.07.2000, Qupperneq 13

Dagur - 28.07.2000, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 - 13 Thgpr. nuefinln miklum vanda. Það getur gerst með því að taka ranga rútu,“ segir heilbrigðisráðherra. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sló á svipaða strengi og gat sérstaklega um aukna löggæslu í þvf efni. „Við höfum skerpt okkur í baráttunni við fíkniefnin og ár- angurinn er að líta dagsins ljós. Þetta er í fyrsta skipt- ið í áratug sem dregur úr ueyslu löglegra og ólöglegra vímuefna. Það segir ekki bara til um stöðuna í nútíð- iuni, heldur gefur vís- bendingar um fram- tíðiua. Við erum þarua að sjá lægri töl- ur en ég mau eftir að hafa áður séð og allt fylgisl að; samdrætti á einu sviði íylgir samdráttur á öðru. Þessar aðgerðir beinast vitaskuld fyrst og fremst gegn framboði fíkniefna. En þær hafa einnig varnaðaráhrif, jafnvel forvarnar- gildi. Aðgerðir lögreglu minna stöðugt á alvöru þess að neyta eða höndla með fíkniefni, og sýnir hvers konar ógöngum þeir lenda í sem temja sér slíkan lífsstíl" sagði dómsmálaráðherra. Vel fylgst með skólalóðum Sólveig fullyrti einnig að hertar að- gerðir hefðu jafnvel skilað svo miklum árangri „að ýmsir aðilar eru nú farnir að kvarta undan þvi að of hart sé gengið að þeim sem stunda innflutning og sölu á ólög- legum vímuefnum". Hvernig kemur það fram - eru dópsölumenn farnir að senda formleg kvörtunarbréf um þetta? Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn í forvarnadeild lög- reglunnar: „Eg hygg að þarna megi vísa til umfjallana um að þeir dóm- ar sem hafa verið að falla séu þungir. Með því er samfélagið ein- faldlega að lýsa því yfir að þeir sem ætli sér í þennan farveg, að koma ólöglegum efnum á framfæri, megi vita að þeir eigi von á hörðum við- brögðum. Einhverjir aðilar í þjóð- félaginu eru á hinn bóginn hlynnt- ari mildari aðgerðum." Aðspurður sérstaklega um eftir- lit með dópsölumönnum við og á grunnskólalóðum segir Karl Stein- ar. „Eg myndi aldrei greina þér frá því hvaða aðferðum við beitum við eftirlit með sölustarfsemi á skóla- lóðum. En það er óhætt að segja að við fylgjumst með öllum þeim stöðum og svæðum sem hugsan- lega eru notuð til að koma fíkni- efnum á framfæri. Við fylgjumst með skólalóðum og með aukinni grenndarlöggæslu er auðveldara að fylgjast með þessu. En þetta er bara einn hlekkurinn í því sem við erum að gera,“ segir Karl Steinar. RiMð: „Díler“ númer eitt Umræðan um vímuefnaneyslu unglinga, fíkniefnasölumenn og aðgengi að vímuefnum almennt, auk umræðunnar um að hefja sölu bjórs og léttvíns í matvörubúðum, leiðir hugann að þeirri staðreynd að afkastamesti „dílerinn" í land- inu er sjálft ríkið, með sína einok- unarverslun á áfengi og tóbaki. Kemur ekki til greina að ríkið ein- faldlega hætti að selja þetta dóp? Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra fellst ekki á orðanotk- unina „díler" um áfengis- og tó- bakssölu ríkisins. „Það er ekki samstaða um það í þjóðfélaginu að banna áfengissölu, þvert á móti er samstaða um að áfengissala eigi sér stað. Það hefur orðið breyting á sölu áfengis í þjóðfélaginu í frjálsræðisátt og ég tel engar sér- stakar ástæður til að breyta núver- andi fyrirkomulagi umfram það sem orðið hefur. Ríkið hefur haft einkasölu og það leiðir af sér að hægt er að hafa eftirlit með söl- unni. Við værum ekki að bæta for- varnirnar með því að gefa þetta frjálst. Sama gildir um tóbakið." Hvað segir ráðherra þá um stöðu ríkisins sem söluaðila tóbaks í ljósi himinhárra skaðabóta sem tóbaks- fyrirtæki hafa verið dæmd til að greiða í Bandaríkjunum? „Við fylgjumst mjög grannt með þessu sem er að gerast vestan hafs, ekki síst lögfræðideild okkar. Það gerir hún, því ríkið hefur jú selt tóbak, sem setur strik í reikninginn. Eng- ar niðurstöður liggja fyrir af okkar hálfu,“ segir ráðherra. Hannes Garðarson ásamt Guðmundi Gíslasyni framkvæmdastjóra starfsstöðvarinnar i Hrísey i starfsstöðinni í Ólafsfirði. Biðum of lengi Innsiglun fjögurra starfsstöðva íslenskr- ar miðlunar á Vest- fjörðum hafa vákið upp spumingar um stöðu annarra starfs- stöðva fyrirtækisins á landsbyggðinni. Á Ólafsfirði er ein slík „og við stöndum í skilum við ríkissjóð, ennþá allavega“, segir Hannes Garðarsson, framkvæmdastj órí. Fimm manns vinna hjá lýrirtæk- inu á Olafsfirði og eingöngu á kvöldin. Fyrst og fremst er um að ræða símsöluverkefni en nú í vik- unni verður farið að vinna við símsvörun fyrir Sæplast á Dalvík samkvæmt nýgerðum samningi þar um. Hannes segir að vcrk- efnin fyrirtækisins séu þó mun minni en að var stefnt í upphafi. „Islensk miðlun er með átta starfsstöðvar og við gerðum ráð fyrir því að á þessum tímapunkti yrðu þær allar fullmannaðar og með nóg af verkefnum." Hann segir þetta hinsvegar hafi tekið lengri tíma en menn áætluður en það væru bjartari tímar framund- an. „Hér á Ólafsfirði stöndum við f skilum með gjöld til hins op- inbera, að minnsta kosti ennþá". Hannes segir að fyrirtækið hafi farið að huga að öðrum verkefn- um meðan beðið var eftir verk- efnum frá hinu opinbera. „Við gáfum út Arbók Ólafsljarðar fyr- ir árið 1999 og erum þegar byrj- aðir að vinna að Arbók fyrir árið 2000 og höfum fengið mjög góð- ar undirtektir við þessa útgáfu. Það eru ýmsir möguleikar í stöð- unni þannig að það þarf alls ekki að geispa golunni þó ekki komi öll verkefni frá opinbera geiran- um. Hinsvegar má kannski segja að við höfum beðið alltof lengi með hendur í skauti í stað þess að bera okkur eftir björginni og leita sjálfir verkefna. En skila- boðin frá stjórnvöldum voru þau að þetta væri á leiðinni, það var alltaf verið að gefa okkur undir fótinn með að verkefnin kæmu og yrðu veruleg og þessari trú var lengi viðhaldið. Þessvegna bið- um við og biðum“, sagði Hannes Garðarsson. Bjartsýnn á fjarvúmslu Asgeir Logi Asgeirsson, bæjar- stjóri á Ólafsfirði, segir það sitt álit að það verði að gefa Ijar- vinnslunni lengri tíma, kveðst sannfærður um að hugmynda- fræðin á bak við Islenska miðlun sé rétt og þetta eigi eftir að verða öflug atvinnugrein á landsbyggð- inni. „Þetta er svo nýtt og þessi starfsemi þarf að fá tíma að þró- ast og breytast frá því sem lagt var upp með. Það væri að mínum dómi algjör synd og mikil mistök ef menn segðu sem svo að inn- siglun starfsstöðvanna á Vest- fjörðum þýddi það einfaldlega að dæmið gengi ekki upp og þessi starfsemi þar með afgreidd og slegin af. Það væri að vísu mjög „íslensk" afgreiðsla, en það má ekki gerast, þetta er alltof mikil- vægt mál fyrir svo marga til þess að það megi afgreiða málið svo billega. Þegar menn eru að prófa nýjar hugmyndir og vinna þær áfram, þá gengur auðvitað ekki allt upp frá fyrsta degi. Við verð- um að þola það að ganga á veggi, læra af því og taka svo kúrsinn í rétta átt“, sagði Ásgeir Logi Ás- geirsson, bæjarstjóri á Ólafsfírði. - JS Vissu mest um mjólkma og beinin íslenskur mjólkuriðnaður og Beinvernd afhentu nýverið heppnum gestum ásýningunni Bú 2000 verðlaun í spurningaleik sem haldinn var á vegum þeirra. Leikurinn bar yfirskriftina Veistu um mjólkina? og gafst gestum landbúnaðarsýningarinnar kostur á að svara spurningum um mjólk- ina og beinin í bás íslensks mjólkuriðnaðar og Beinverndar. Fjöldi verðlauna var í boði. Fyrstu verðlaun, 21 gíra TREK 800 SPORT reiðhjól frá Ernin- um, hreppti Hannes A. Magnús- son Eystri-Leirárgörðum. Önnur verðlaun, Back RoIIer fylgitöskur einnig frá Erninum, hlaut Birgir Blöndahl í Reykjavík og þriðju verðlaun, reiðhjólahjálm frá Ern- inum, fékk Jón H. Rúnarsson frá Akureyri. Fjórðu til áttundu verð- laun voru bókin Lífsþróttur - næringarfræði almennings eftir A myndinni eru frá vinstri Hannes A. Magnússon, vinningshafi fyrstu verð- launa, Halldóra Björnsdóttir frá Beinvernd, Birgir Blöndahl, vinningshafi annarra verðlauna og Magnús Ólafsson, formaður Markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins. Ólaf G. Sæmundsson. Tíu auka- verðlaun voru veitt en það voru ostakörfur frá lslenskum mjólkur- iðnaði. íslenskur mjólkuriðnaður og Beinvernd óska vinningshöf- unum til hamingju.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.