Dagur - 28.07.2000, Side 20

Dagur - 28.07.2000, Side 20
i 20*- F Ö S T UD A G U R .2 8 * J ÚL í 2,0 0 0 fI© 'r' Elstu kirkjuklukkurnar Þingeyjarprófastsdæmi opnar sýningu á kirkju- munum úr héraðinu í - samstarfi við Safnahúsið á Húsavík og Þjóðminja- safn (slands sunnudaginn 30. júlí í Safnahúinu á Húsavík klukkan 16:00 eftir hátíðarguðsþjónustu í Húsavíkurkirkju. Meðal muna eru elstu kirkjuklukkur sem varð- veist hafa frá fyrstu öldum kristni í landinu, róðu- kross frá miðöldum frá Húsavík, altarisklæði frá síðmiðöldum með helg- um körlum og konum og altaristafla Jóns Hallgrímssonar frá Naustum úr Þjóðminjasafni (slands. Kirkjumunir úr héraði eru valdir með það fyn'r augum að sýna verk íslenskra listamanna fyrr og síðar sem prýða kirkjur prófastsdæmisins. Auk munanna verður samfelld myndasýning þar sem farið er yfir kirkjur prófastsdæmisins og helstu muni þeirra sem Sigurður Þétur Björnsson er höfundur að. Sýningin er hluti af kristnihátíð prófastsdæmisins og stendur í hálfan mánuð. Siglfirðingar í dagsins önn Sveinn Hjartarson opnar Ijósmyndasýningu í „Gránu" Síld- arminjasafninu á Siglufirði laugardaginn 29. júlí. Á sýningunni er svarthvítar Ijósmyndir af 26 Siglfirðingum í dagsins önn. Myndirnar eru allar unnar á þessu ári og með þeim vill Sveinn sýna þverskurð af mannlífi á Siglufirði nú um aldar- mótin og verður sýningin opin út ágústmánuð. Sveinn Hjartarson hefur verið Ijósmyndaáhugamaður frá blautu barnsbeini og hóf að mynda af alvöru um tvítugt. í ágúst 1997 hóf hann nám í Ijósmyndun hjá Guðmundi Ing- ólfsyni í ímynd og vann hann síðan á Ijósmyndastofu Péturs Inga á Sauðárkróki. Samhliða sýningunni verður sett upp vefsíða með myndun- um. Veffang hennar er www.nordurland.is/sveinn Suðrænir gítartónar við Mývatn Laugardaginn 29. júlí verða fjórðu sumartónleikarnir við Mývatn. Arnaldur Arnarson gítarleikari leikur í Reykja- hlíðarkirkju tónlist frá Spáni og Suður-Ameríku, ásamt islenskum þjóðlagaútsetn- ingum fyrir gítar, eftir Jón Ásgeirsson. Arnaldur er löngu landskunnur lista- maður og hefur reglulega komið heim til tónleika- halds, en hann er búsettur í Barcelona á Spáni. Að þessu sinni verða þetta einu tónleikar hans hér á landi og mun hann seiða fram suðræna hljóma og sveiflu í bland við íslenskan þjóðararf. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og er aðgangseyrir kr 800. % ® ^ fUOA AKUB6VRI 2000 Dagskrá Listasmnars á Akureyri 28. júlí - 4. ágúst • 28. júlí verður bókmenntavaka í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23, Akureyri kl. 20.30, á vegum Listasumars á Akureyri. Bókmenntavakan ber heitið Ljóðakvöld. Gerilaugur Magnússon og Haraldur Ingi Har- aldsson lesa eigin ljóð, Jón Erlendsson les eigin ljóðaþýðingar, Aðal- steinn Svanur Sigfússon Ies Ijóð Sigfúsar Þorsteinssonar frá Rauðuvfk á Arskógsströnd, Sigurður Jónsson les smásögu eftir Jón Erlendsson. Aðgangur ókeypis. • 29. júlí kl. 14.00 í Safnasafninu á Svalbarðsströnd, skammt utan Akureyrar. Opnun myndlistasýningar Hörpu Björnsdóttur. Sýningin stendur til 3. september. • 29. júlí, kl. 16.00, í Ketilhúsinu neðri hæð, Kaupvangsstræti, Ak- ureyri. Opnun myndlistarsýningar Konráðs Sigursteinssonar og Sól- borgar Gunnarsdóttur á vegum Listasumars á Akureyri. Sýningin stendur til 7. ágúst. • 29.júlí í Deiglunni Kaupvangsstræti 23, Akureyri, kl 20.30. Kvöldskemmtun á vegum Listasumars á Akureyri með Atonal Future sem er hópur ungra tónlistarmanna við nám í klassískri tónlist víðsveg- ar um Evrópu. Aðgangseyrir kr. 1000. • 30. júlí Id. 17.00 Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Guðmundur Hafsteinsson, trompett og Eyþór Ingi Jónsson, orgel. Aðgangur ókeyp- is. • Fagursöngur sem átti að vera í Deiglunni, 1. ágúst, kl. 20.00 á vegum Listasumars á Akureyri, með Sigríði Elliðadóttur sögnkonu, fellur niður af óviðráðanlegum ástæðum. • 3. ágúst, kl. 21.30, í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23, Akureyri. Túborgjazz, Heitur jhnmtudagur. Miles Davis kvöld. Fram koma: Matthías Hemstock, Kjartan Valdimarsson, Jóel Pálsson, Tómas R. Einarsson. Aðgangur ókeypis. • 4. ágúst, kl. 20.30, bókmenntavaka í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23, Akureyri, á vegum Listasumars á Akureyri. Upphaf þriggja kvölda samfelldrar bókmenntavöku undir yfirskriftinni Heimur Ijóðsins. Yfir- skrift þessa fýrsta kvölds er Tíminn, ástin og dauðinn. Fram koma: Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor og ljóðaþýðandi, Sif Ragnhild- ardóttir, söngkona, Michael Jón Clarke, einsöngvari og Richard Simm, píanóleikari. Aðgangseyrir 1000 kr. MYNDLIST • Ketilhúsið efri hæð, Listagili á Akureyri. Samsýningin Rýmið í rýminu á vegum Listasumars á Akureyri. Sýningin stendur til 7. ágúst. Opið daglega frá kl. 14.00-18.00. Lokað mánudaga. Aðgangur er ókeypis. • Deiglan, Listagili, Akureyri. Sýning Rögnu Hermannsdóttur á vegum Listasumars á Akureyri. Sýningin stendur til 7. ágúst. Opið alla daga, frá kl, 14.00-18.00. Aðgangur er ókeypis. • Forstofa Deiglunnar, Listagili, Akureyri. Sýning Tinnu Gunnars- dóttur Snagar á vegum Listásumars á Akureyri stendur allt sumarið. Opið alla daga, kl. 14.00-18.00. Aðgangur er ókeypis. • Deiglan, Listagili, Akureyri. Audio-visual art gallery á vegum Listasumars á Akureyri. Sýningin Markmið. Sýnendur Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Öm Friðriksson. Sýningin stendur til 7. ágúst. Opið daglega kl. 14.00-18.00. Aðgangur er ókeypis. • Galleríið Kompan, Listagili, Akureyri. Sýning Jóns Laxdals Hall- dórssonar stendur yfir. Opið alla daga, kl. 14.00-17.00, lokað þó sunnu- og mánudaga. • Agúst Bjamason sýnir á Café Karólínu, Listagili, Akureyri. Á Karólínu Restaurant, Listagili, Akureyri sýnir Sigurður Árni Sigurðs- son. Sýning hans stendur allt sumarið. HVAD ER A SEYBI? HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ TÓNLIST Macinanti við orgelið Organisti á tónleikum Sumarkvölda orgelið í Hallgrímskirkju á sunnudagskvöld kl. 20 er ítalinn f Andrea Macinanti frá Bologna. Orsa þjóðlagahópurinn í heim- sókn Sænski fiðluleikarinn Erik Moraeus lagði grunninn að þjóðlagahóp í heimabyggð sinni Orsa í Dölunum árið 1948. Þegar spurt er hvað það sé sem drífi Orsa þjóðlagahópinn áfram í verk- efnum þeirra verður svarið: Að vekja gleði og ekki síst dansáhuga hjá fólki. Hópurinn mun halda tónleika í Nor- ræna húsinu 1. ágúst kl. 20.00. Einnig mun hann koma fram á Kántrýhátíð á Skagaströnd 5. ágúst og í Árbæjarsafni 6. ágúst. Gamli Gaukurinn kveður Laugardaginn 29. júli mætir hið frá- bæra band Kalk og mun byija kvöldið kl 21.00 með sérstökum hátíðartón- leikum. Leikin verða lög af væntanlegri skífu sveitarinnar, auk þess sem flutt verða tónverk af efnisskrá frumkvöðla á borð við Helloween og Klamedíu x. Seinna sama kvöld mun hin frábæra eldhressa hljómsveit undRYÐ Ieika fyr- ir dansi. Rýmingarsala verður svo á Gauk á Stöng á sunnudagskvöldið 30. júlí þegar við rýmum fyrir nýjum og betri stað. SYNINGAR Marta María Marta María Hálfdánardóttir glerlista- kona opnar sýninguna Ljós-brot í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, laugardag- inn 29. júlí kl. 14. Hún sýnir sjálfstæð steind glerverk og samleik járns- og glers, þar sem ólíkir efniviðir tóna sig saman og mynda sérstök verk. Sýning- in verður opin daglega frá kl. 14 til 18, en hún stendur til sunnudagsins 13. ágúst. Man í Man Helgi Snær Sigurðsson og .Sírnir H. Einarsson opna sýningu á grafíkverk- um í Iistasal kvenfataverslunarinnar Man, Skólavörðustíg 14, föstudaginn 28. júlí kl. 18. Verkin eru unnin með þurmál, tölvugrafík og ljósmyndaæt- ingu. Minni sýningarinnar er manið, form þess og erótík. Sýningin verður opin á almennum verslunartíma og stendur til 10. ágúst. Aldamótasamkeppni Opnuð hefur verið sýning í Listasafni Reykjavíkur á níu tillögum af 147 sem bárust í samkeppni um útilistaverk í Reykjavík, sem menningarmálanefnd efndi til síðastliðið haust. Bezti Hlemmur Níu íslenskir listamenn opna sýn- yTv ingu á skiptistöðinni Hlemmi í f kvöld kl. 20. Á sýningunni eru ljósmyndir, skúlptúrar, málverk, ljós, hljóð, gjörningar, sjoppa og tónlist. Sýningin stendur til 28. ágúst. Samskipti cy ^ Menningarlegt og sögulegt sjón- at V arhorn á tækninna, er að finna l á sýningunni Samskipti, sem stendur yfir í Fjarskiptasafni Lands- símans við Suðurgötu. Sýningin er unnin í samstarfi við finnsku vísinda- miðstöðina Heureka. Sýning á listskreytingum Kynning á niðurstöðum dómnefndar í samkeppni um listskreytingu nýbygg- ingar Kennaraháskóla Islands verður haldin í „Skála“ aðalbyggingar skólans við Stakkahlíð í dag kl. 14:00. Um leið verður opnuð sýning á tillögum þeirra sex listamanna sem valdir voru til að gera tillögur um listaverk í bygginguna. Sérstök lorvalsnefnd valdi þessa sex listamenn úr hópi 56 umsækjenda. Sýninginn mun standa til 15. ágúst n.k. FUNDIR OG MANNFAGNAÐIR Kynnisfundur vegna hópferðar I dag kl. 18.00 verður haldinn kynnis- fundur í félagsheimili MIR, Vatnstíg 10, vegna fyrirhugaðrar hópferðar til Rússlands í haust. Ráðgert er að ferðin hefjist 20. september og standi í 14 til 17 daga og verða aðalviðkomustaðirnir Moskva, Sankti-Pétursborg og Sotsí við Svartahaf. Haukur Hauksson, fréttaritari í Moskvu verður fararstjóri, en hann skipuleggur ferðina í sam- vinnu við Félagið MÍR og rússnesku ferðaskrifstofuna Atlantis-Nafta. Kynn- isfundurinn er ölium opinn. OG SVO HITT... Magnús og Stilluppsteypan CV - Óvæntir bólfélagar hreiðra um >ÍV sig f Iðnó á sunnudagskvöldið. % Liðsmenn að þessu sinni eru Magnús Pálsson myndlistarmaður og hljómsveitin Stilluppsteypan, sem kemur gagngert frá Hollandi til að framreiða innsetningu/raftónverk með Magnúsi. Sumarkarnival í dag verður árlegt sumarkarnival leikjanámskeiða ÍTR haldið. Gengið verður í skrúðgöngu niður Laugarveg- inn, niðrá Lækjargötu og endað niðrí Hljómskálagarði þar sem kamivalið hefst formlega. Búast má við að mikið verði um dýrðir þar sem karnivalið er með breyttu sniði í ár. Leiktæki verða á svæðinu, pylsur grillaðar, söngur,tón- list, ís, gott veður og síðast en ekki síst, hátt í 600 börn í grímubúningum. Áætlað er að skrúðgangan (sem leggur upp frá Austurbæjarskóla) hefjist 11.15 og áætlaður göngutími er 45 mínútur. Karnvalið sjálft mun standa frá 12-14.00 niðrí Hljómskálagarði. LANDIÐ TÓNLIST Tónlaus framtíð Kammerhópurinn sem gerði allt vit- laust á fyrstu tónleikum sínum í Iðnó í júlí í fyrra Atonal Future heldur tón- leika í Deiglunni laugardagínn 29. júlí. Hópurinn er skipaður sjö ungum, ís- lenskum hljóðfæraleikumm og tón- skáldum, sem öll stunda framhalds- nám í tónlist víðs vegar um Evrópu. Atonal Future hefur starfað frá árinu 1998 og frá upphafi sérhæft sig í flutn- ingi nýrrar, íslenskrar tónlistar. Fyrstu tónleikar Atonal Future voru haldnir í Iðnó í júlí 1998 fyrir troðfullu húsi. Sumarið 1999 efndi hópurinn aftur til tónleika í Iðnó og hlaut sem fyrr mikið Iof áheyrenda og gagnrýnenda. Bláa Kirkjan á Seyðisfirði Næstu tónleikarnir í tónleikaröðinni Bláa Kirkjan á Seyðisfirði verða mið- vikudaginn, 2. ágúst kl. 20.30, en þá munu Hanna Dóra Sturludóttir, sópr- an og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó flytja sönglög og aríur úr óper- um. Verið velkomin á tónleikana, svo er hægt að skella sér á Kaffi Láru eða í Menningarmiðstöðina Skaftfell, en þar er veitingastofa og netkaffi. Miðar á tónleikana fást á skrifstofu Bláu Kirkj- unnar, Ránargötu 3 á Seyðisfirði, og í kirkjunni fyrir tónleikana. Síminn er 472-1775 og tölvupóstfangið er muff@eldhorn.is. Aðgangseyrir er kr. 1000. Frumflutningur í Skálholti Á Sumartónleikum í Skálholtskirkju verður minnst 250 ára ártíðar Jóhanns Sebastíans Bachs á dánardægri hans sem er í dag og hefst dagskráin kl. 21:00. Margir tónlistarmenn koma þar fram. Á morgun hefst dagsskráin kl. 14.00 með því að séra Kristján Valur Ingólfsson flytur erindi í Skálholts- skóla sem tengist frumflutningi á Skál- holtsmessu eftir Hróðmar Inga Sigur- björnsson, en flutningur þeirrar messu hefst kl. 15.00 í Skálholtskirkju. Kammerhópurinn Caput flytur verk Hróðmars ásamt einsöngvurunum Mörtu G. Halldórsdóttur, Finni Bjarnasyni og Benedikti Ingólfssyni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.