Dagur - 04.08.2000, Blaðsíða 2
2 -LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2000
ro^tr'
FRÉTTIR
Tryggingafélög á
teppi þingnefndar
Jóhanna Sigurðardóttir: „Ég heid að það sé tilhneiging til að setja mikiu meira
í bótasjóðina en þörfer á, afþví að framlag í bótasjóðina seinkar skattskyldu."
Efnahags- og viöskipta
nefnd rannsakar
hækkanir tryggingafé-
laganna. Þau kölluö á
teppiö í skjóli þing-
skaparlaga. Jóhanna
vill að Samkeppnis-
stofnun hraði sér.
Ef’nahags- og viðskiptanefnd al-
þingis ákvað í gær, að loknum
löngum fundi, að taka að eigin
frumkvæði til umfjöllunar stór-
felldar hækkanir tryggingafélag-
anna á bifreiðatryggingum og nið-
urstöðu Fjármálaeftirlitsins þar að
lútandi. Ætlunin er að kalla á
fund nefndarinnar talsmenn
tryggingafélaganna og fleiri aðila
tif að brjóta til mergjar raunveru-
lega hækkunarþörf tryggingafé-
laganna með hliðsjón af góðri al-
mennri fjárhagsstöðu þeirra og
digrum bótasjóðum. Þessari
„rannsókn" nefhdarinnar má líkja
við „hearings" hjá þingnefhdum
Bandaríkjaþings.
Nefndin kom saman kl. 9 í gær-
morgun að kröfu nefndarmann-
anna Jóhönnu Sigurðardóttur og
Margrétar Frímannsdóttur úr
Samfylkingunni. Fundurinn stóð
yfir til 13.30, enda voru fjölmarg-
ir aðilar kallaðir fyrir nefndina,
meðaf annars fulltrúar trygginga-
félaga, Fjármálaeftirlits, FIB og
Neytendasamtakanna, og ítarlega
spurt út í hækkanir tryggingafé-
laganna.
Horft framhjá
heildarafkomuimi
Nefndin ákvað að nýta sér heim-
ild í 26. grein þingskaparlaga,
þar sem segir: „Heimilt er nefnd
að eigin frumkvæði að fjalla um
önnur mál en þau sem þingið
vísar til hennar. Um slík mál get-
ur nefnd gefið þinginu skýrslu".
Jóhanna Sigurðardóttir segir
að verulega skorti á rökstuðning
fýrir hækkunarþörf tryggingafé-
laganna og að afgreiðsla Fjár-
málaeftirlitsins hafi einkennst af
linkind. „Það þarf að kalla eftir
ítarlegri svörum en gefin voru og
skoða miklu nánar stöðu trygg-
ingafélaganna, ekki síst bótasjóði
þeirra. Við ákvörðun iðgjalda líta
þau aðeins til afkomu sinnar á
einu sviði, en ekki heildaraf-
komu, sem er mjög góð. Eigið fé
umfram lögboðnar ökutrygging-
ar jókst um 42% á árunum 1996-
98 og hagnaður félaganna var
940 milljónir króna á síðasta ári.
Sjóðir og bankainnistæður félag-
anna hafa vaxið hraðar en vá-
tryggingaskuldir og voru t.d. 5,6
milljarðar á árinu 1998, en 2,4
milljarðar 1996,“ segir Jóhanna.
Skattaskjól í bótasjódum
Jóhanna telur að þegar á heild-
ina er litið sé vafamál að þörf
hafi verið á hinni miklu iðgjalda-
hækkun. „Auk þess sem ég hef
þegar nefnt þá hefur ekki verið
tekið tillit til þess að á árinu
1996 losnaði tveggja milljarða
tjónaskuld úr tryggingasjóðnum,
sem þeir hefðu átt að draga frá
þegar iðgjöldin voru hækkuð
núna. Bótasjóðirnir hafa á örfá-
um árum vaxið eða frá árinu
1994 úr 11 í nærri 20 milljarða.
Eg held að það sé tilhneiging til
að setja miklu meira í bótasjóð-
ina en þörf er á, af því að fram-
lag í bótasjóðina seinkar skatt-
skyldu.“
Loks segir Jóhanna það vera
bráðnauðsynlegt að Samkeppn-
isstofnun hraði yfirstandandi at-
hugun sinni á meintu samráði
tryggingafélaganna. - FÞG
Engar
fjölda-
náðanir
Dómsmálaráð-
herra ákvað í
upphafi þessa
árs að engar
fjöldanáðanir
verði veittar í
tilefni ársins
2000 eða
kristnitökuaf-
mælisins. Þetta
kemur fram r
nýjasta tölublaði
Verndarblaðs-
ins, sem er blað fangahjálparsam-
taLanna Verndar.
í blaðinu kemur fram að þris-
var sinnum í sögu lýðveldisins
hefur hópi fanga verið veitt náð-
un, en það var fyrst við lýðveldis-
stofnunina árið í 944. Næst gerð-
ist það árið 1954 þegar hálf öld
var liðin frá því Island fékk
heimastjórn, og loks við vígslu
Skálholtskirkju árið 1963, en þá
var haldið upp á 900 ára afmæli
biskupsdóms þar. Náðanir voru
nokkuð algengar á Islandi áður
fyrr, en þá voru aðstæður nokkuð
aðrar. Helsta skýringin er sú að
reynslulausnir þekktust varla, en
árið 1974 voru rýmkaðar reglur
um reynslulausn og síðan þá hef-
ur vart þótt tilefni til þess að beita
því úrræði að náða fanga. „Er
þetta í samræmi við þróun í ná-
grannalöndunum, þar sem alveg
er hætt að veita almenna náðun,“
segir í Verndarblaðinu.
-GB
Sólvelg Péturs-
dóttir dóms-
málaráðherra.
Tölvumar létta
ahofniimi lífið
MarStar bimaðiir
Netverks í íslendingi
skilar ljósmyndum
og tölvupósti örugg-
lega. Skipstjórinn
ánægður.
Víkingaskipið Islendingur er
þessa dagana á siglingu fyrir
ströndum Nýfundnalands og er
nýlega komið frá L'anse aux
Meadows, þar sem tekið var á
móti skipinu með miklum hátíð-
arhöldum. I dag hélt skipið svo
áfram för sinni frá Norris Point.
Ahöfnin er í miklum samskiptum
við umheiminn, bæði síma- og
tölvusambandi í gegnum gervi-
hnetti. Til að auðvelda tölvusam-
skipti var settur upp MarStar-
búnaður Netverks, en MarStar
gerir notendum kleift að senda
og taka á móti gögnum um gervi-
hnatta- og farsímakerfi með
meiri hraða og minni tilkostnaði
en áður hefur þekkst.
Allar niymlir með MarStar
„Við erum afskaplega ánægð með
að hafa fengið afnot af MarStar
búnaði Netverks og notum hann
mikið í samskiptum okkar við
umheiminn," segir Gunnar Mar-
el Eggertsson, skipstjóri á vík-
ingaskipinu Islendingi. „Við höf-
um til dæmis tekið margar
myndir um borð og sent frá okk-
ur með tölvupósti, til dæmis inn
á heimasíðu okkar, www.viking-
2000.com og á fjölmiðla. Allar
þessar sendingar hafa tekist mjög
vel og komist fijótt til skila með
aðstoð MarStar, þannig að ég get
óhikað mælt með notkun þessa
hugbúnaðar við alla sjófarend-
ur,“ segir Gunnar.
Erfiðustu áfangantir
aðbaki.
„Það má segja að tveir erfiðustu
áfangarnir á leiðinni séu nú að
baki, siglingin frá íslandi til
Grænlands og þaðan áfram til
Nýfundnalands. Það var mjög
góð tilfinning að sjá land fyrir
stafni í L'anse aux Meadows og
ekki spilltu móttökurnar þar fyr-
ir,“ segir Gunnar. Islendingur
mun nú halda áfram ferðinni
suður með austurströnd Kanada
og Bandaríkjanna, en ferð skips-
ins endar 5. október í New York.
Stórsanmmgiir viö Paramoimt?
Kvikmyndafyrirtækið Saga Film á nú í viðræðum við Paramount um
stórsamning á tökum hérlendis fyrir kvikmyndina Tomb Raider. Mái-
ið er á viðkvæmu stigi að sögn talsmanna Saga Film og telja þeir ekld
rétt að svo komnu máli að tjá sig mikið um málið. Heimildir Dags
herma að ákvörðun muni liggja fyrir á næstu dögum, enda miðast
áætlanir við að tökurnar fari fram eftir aðeins einn mánuð ef af verð-
ur. Ef samningar nást er um að ræða yfirgripsmesta verkefni hvað
varðar tökur hérlendis. bþ
Færri kaupa blokkaríbúö
Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur orðið 25% samdráttur í fjölda
kaupsamninga á íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Þetta
kemur fram í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Fjöldi kaupsamninga
á fyrri hluta ársins var 1.751 en eftir sama tíma í fyrra voru gerð-
ir 2.339 slíkir samningar á svæðinu. I júní sl. voru gerðir 240
samningar en 457 í júní 1999. Er þetta fækkun um 47%. Helst
fækkun samninga í hendur við hækkun á ávöxtunarkröfu hús-
bréfa, að því er fram kemur í Hagvísum. Á sama tíma og samning-
um fækkar hefur núvirt fermetraverð á blokkaríbúðum á höfuð-
borgarsvæðinu hækkað um 7%.
Engin kæra enn vegna Kísiliðju
Engin kæra hefur enn borist umhverfisráðuneytinu vegna úrskurðar
skipulagsstjóra um Kísiliðjuna við Mývatn. Urskurður féll rétt fyrir
miðjan júlí og eru enn 12 dagar eftir af kærufresti. Búist er við að
nokkrir aðilar muni kæra. Þannig hafa a.m.k. þrír lýst því yfir í Degi,
tveir af forsvarsmönnum náttúruverndarsamtaka og einn bóndi við
Mývatn.
Ingimar Sigurðssonf umhverfisráðuneytinu segir að tilhneigingin
sé sú vegna úrskurða um mat á umhverfisáhrifum að ávallt berist
einhverjar kærur. Menn vinni gjarnan að þeim málum fram á síðustu
stundu og sendi ekki kærurnar inn fyrr en á lokadögum kærufrests.
Ef einhverjar kærur berast, mun umhverfisráðuneytið taka sér átta
vikur til að skoða þær þannig að það verður eldd síðar en í október
sem endanleg niðurstaða mun liggja íyrir. Eitt meginatriði úrskurðar
skipulagsstjóra var að Kísiliðjunni yrði heimilaður námagröftur á nýj-
um vinnslusvæðum í Syðrifióa, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
BÞ