Dagur - 04.08.2000, Blaðsíða 6
6 -FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2000
rD^tr
ÞJÓÐMÁL
XJtgtfwr
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: elías snæland jónsson
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
ÓG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo og 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: i.soo kr. á mánuði
Lausasöiuverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: aoo 7080
Netföng auglýsingadeildar augl@dagur.is-gestur@ff.ís
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-i6i5 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir.
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 6171 (AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Umferðm
í fyrsta lagi
I hönd fer mesta umferðarhelgi ársins og er viðbúnaður eðli-
lega mikill. Um venjulegar helgar ríkir varasamt ástand á
mörgum þjóðvegum, sem eru á mörkum þess að bera umferð-
ina sem um þá fer eins og reynslan af Suðurlandi um síðusu
helgi sýnir. Þegar kemur að ofurumferðarhelgi er því full
ástæða til að lýsa heinlega yfir hættuástandi. Samkvæmt upp-
lýsingum frá VIS hafa 198 manns látið lífið í umferðarslysum
hér á landi frá 1980 og 2. 277 manns slasast alvarlega. Séu
síðustu sex verslunarmannahelgar skoðaðar sérstaklega kemur
í ljós að fjórir hafa látist og 111 slasast í umferðinni og þar af
hlutu 23 mikil meiðsl.
í öðru lagi
Þessar tölur sýna að jafnvel ógnvænlegar náttúruhamfarir eru
nánast smámál hjá hamförum umferðarinnar hvað varðar
manntjón, kostnað og eignatjón. Umferðin og þá sérstaklega
verslunarmannahelgar eru því augljóslega ígildi náttúruham-
fara og full ástæða er til að kalla til almannavarnakerfi um-
ferðarinnar. Líf fólks og heilsa er í húfi. Enda hefur það nú
verið gert, að einhverju leyti a.m.k., með sérstöku umferðar-
átaki dómsmálaráðuneytisins, ríkislögreglustjóra, vegagerðar-
innar og umferðarráðs þar sem löggæsla verður m.a. stórefld
og eftirlit haft með umferðinni úr þyrlu.
í þriðja lagi
Allt er það gott og blessað, en meira þarf að koma til ef árang-
ur á að nást. Umferðarhamfarirnar eru að því leyti ólíkar nátt-
úruhamförum að við getum komið í veg fyrir þær. Boð, bönn
og strangara eftirlit gerir vitaskuld mikið gagn. Mikilvægast er
þó að ökumennirnir sjálfir, gerendurnir í umferðinni, haldi
sönsum og hagi akstri eftir aðstæðum. Umferðin er sam-
vinnuverkefni sem krefst ákveðins félagslegs þroska af þeim
sem taka þátt í henni. Sýni ökumenn þennan þroska dregur
stórlega úr hættu - við verðum að vona að lögreglan hirði hina
sem ekki er viðbjargandi vegna vanþroska. Góða helgi!
Btrgir Guðmundsson
Síst sæmir það Garra að fara
að fetta fingur út í útihátíðir
verslunarmannahelgar. Því
hann hefur fyrir því rökstudd-
an grun að hafa einmitt sjálfur
komið undir á einni slíkri úti-
hátíð fyrir margt löngu og á því
tilveru sína þeim að þakka,
með hugsanlega smá aðstoð
frá þeim hollenska rudda sjen-
ever. En það breytir ekki því að
það hafa fleiri en Garri komið
undir á útihátíðum og því mið-
ur m.a. ýmsir drulluháleistar
sem eru sannanlega verri
menn en Garri. Það er því full
ástæða til að setja örygg-
ið á oddinn nú um helg-
ina þegar menn fara að
leita sér lagskvenna og
lagsmanna til að verma
sig við í tjöldunum, því
ekkert garantí er fyrir því
að hugsanlegur ávöxtur
helgargamansins verði vænn
og virtur sómapiltur á borð við
Garra.
Bamavöld
Foreldrar um allt land, sem
ráfuðu sjálfir útúrdrukknir um
á útihátíðum fyrir 20-30 árum
hafa nú eðlilega áhyggjur
þungar af því að afkvæmin fari
nú og gjöri hið sama um þessa
helgi. Því auðvitað ráða ráða-
lausir foreldrar árið 2000 engu
um það hvert börn þeirra fara
og hvað þau taka sér fyrir
hendur. A flestum heimilum
ríkir harðstjórn barna og ung-
linga og löngu liðinn sá tími
þegar orð heimilisföðurins
voru lög og skilyrðislaus hlýðni
við föðurinn börnum jafn eðli-
leg þá og hún er nánast óþekkt
fyrirbæri nú.
Þetta er að sjálfsögðu hliðar-
árangur af jafnréttisharáttu
kvenna, því öll jafnréttisbar-
átta á hvaða sviði sem er snýst
V
um að sá sem hefur meiri völd
og áhrif afsali sér hluta þeirra
til þess sem hefur minna af
hvoru tveggja. Og í þessu til-
felli er niðurstaðan sú að föð-
urvaldið hefur rýrnað svo mik-
ið að atkvæmin gera ekkert
með boð hans og bönn, og
áhrif móðurinnar hafa ekki
aukist nægjanlega til þess að
hún geti stjórnað börnunum.
Jafnréttisbaráttan hefur sem
sé fyrst og fremst fært völdin á
heimilinu til barnanna.
ekki
breytt fyrir þessa helgi,
þannig er staðan og
menn verða bara að
taka því og spila úr því
sem þeir hafa miðað við
ríkjandi aðstæður. Því
verður að gera blessuð-
um börnunum og unglingun-
um grein fvrir því að auknum
völdum fylgir aukin ábyrgð.
Þeir sem vilja ráða sér sjálfir og
gera það, verða að taka afleið-
ingum gerða sinna. Það verður
að liggja morgunljóst fyrir þeg-
ar ungdómurinn stormar til
Eyja eða á Skagaströnd. Þeir
sem þaðan koma fleiri en þeir
fóru, geta ekki ætlast til þess
að fleygja I<róanum í afa og
ömmu þegar þar að kemur og
halda svo áfram að skemmta
sér eins og ekkert hafi í skorist.
Það er hins vegar borin von
að unglingarnir taki eitthvert
mark á heilræðum og varnað-
arorðum foreldranna fyrir
þessa verslunarmannahelgi,
ekki frekar en foreldrarnir sem
nú eru á dögum gerðu fyrir 20-
30 árum. Og kannski sem bet-
ur fer, því þá væri t.d. sjálfur
Garri ekki á meðal ykkar í dag.
GARRI
ELÍAS
SNÆLAND
JÓNSSON
skrifar
Hátíðarhættur
Þá er verslunarmannahelgin að
skella á með einstæðu umferðar-
æði og útihátíðum hér og þar um
Iandið. Tugþúsundir Islendinga
verða á ferð og flugi næstu daga
og reyna að skemmta sér með
þeim sérstæða hætti sem ein-
kennir þessa árlegu hátíð.
Mikill áróður hefur verið í
gangi síðustu daga til að draga úr
þeim hættum sem alltaf hljóta
að skapast þegar þúsundir
manna koma saman á einn stað
til að sletta úr klaufunum, flestir
með aðstoð Bakkusar. Enda
höfðu strax í gær borist fyrstu
hefðbundnu fréttirnar af slíkri
skemmtan, það er af slagsmálum
og drykkjuskap á þjóðhátíð sem
hófst venju fyrr í Vestmannaeyj-
um. Vafalaust eiga mun fleiri tíð-
indi af því tagi eftir að glymja á
öldum Ijósvakans næstu daga.
Mesta þjóðvegahátíðin
Mikil áhersla er á það lögð af
hálfu yfirvalda og ýmissa fyrir-
tækja og stofnana að draga úr
umferðarhraða og glannaskap á
þjóðvegum landsins. Markmiðið
er að reyna að
hafa slík áhrif á
ökumenn að all-
ir komi heilir
heim af þeirri
miklu þjóðvega-
hátíð sem ein-
kennir verslun-
armannahelg-
ina. Vonandi
hefur þessi
áróður, og virkt
eftirlit lögregl-
unnar á vegun-
um, tilætluð
áhrif - að koma í veg fyrir alvar-
leg slys.
Það er auðvitað gáleysi og
glannaskapur sem orsakar flest
slys á þjóðvegum landsins. Ef
hægt er að koma í veg íyrir of
mikinn ökuhraða og glannalegan
frammúrakstur er mikið unnið.
Mikilvægur liður í þeirri baráttu
er að Iögreglan sé sýnileg á veg-
unum alla dagana.
Onnur alvar-
Ieg hætta við líf
og limi þeirra
sem ferðast um
þessa helgi eru
ölvaðir öku-
menn. Sumir
eru svo skeyt-
ingarlausir um
meðborgara
sína að þeir
setjast vísvit-
andi ölvaðir
undir stýri. Aðr-
ir hafa misst
alla dómgreind vegna ölvunar og
vita í reynd ekkert hvað þeir eru
að gera. Þá er mikilvægt að aðrir
hafi vit fyrir þeim. Þeir sem sjá
ölvaðan mann setjast undir stýri
eiga ekki að horfa í aðra átt held-
ur skipta sér af málinu og stöðva
hinn ölvaða eða gera lögreglu
viðvart. Það er sjálfsögð borgara-
leg skylda sem getur komið í veg
fyrir dauðaslys á vegum landsins.
Skyldur við náungaim
Sama á að sjálfsögðu við um þá
sem verða vitni að öðrum Iög-
brotum á útihátíðum. Þannig
ber öllum skylda til að koma til
aðstoðar þeim sem augljóslega
eru fórnarlömb ofbeldis á slíkum
hátíðum. Mörgum þykir vafa-
laust þægilegra að Iáta sem ekk-
ert sé, en með því eru þeir að
bregðast samborgurum sínum
sem eiga í erfiðleikum.
Þótt það sé kannski tíska í
uppasamfélagi pappírsstrákanna
að hver og einn eigi fyrst og síð-
ast að hugsa um sjálfan sig, þá
hefur slíkur kuldi vonandi ekki
gegnsýrt allt þjóðfélagið. Við höf-
um öll, hvert og eitt, skyldum að
gegna við náungann. Sýnum það
í verki.
Margar hættur skapast þegar þús-
urtdir manna mæta á einn stað til
að sletta úr klaufunum.
Tekstað stemma stigu
viðunglingadrykkju um
þessa verslunarmanna-
helgi?
Ólafur Ásgeirsson
aðstoðaryfirlögregluþjóiin á Akureyri.
“Ef allir leggjast á
eitt ætti það að
takast. Það bygg-
ist ekki síst á því
hvað foreldrar
leggja af mörkum,
skilaboð þeirra
um að unglingadrykkja sé ólögleg
þurfa að vera skýr. Jafnframt
verða foreldrarnir að sýna gott
fordæmi, um þessa helgi sem og
aðrar. Það er mín skoðun að ung-
lingadrykkja og læti hér á Akur-
eyri verði með minnsta móti um
komandi helgi, en því miður ótt-
ast ég að þetta verði þó aðeins til
að flytja vandamálið á aðra staði.“
Þorgerður Ragnarsdóttir
Jramkvæmdastjóri Áfengis- og
vímuvamaráós.
“Yfirbragð auglýs-
inga fyrir þessa
verslunarmanna-
helgi virðist vera
nokkuð annað en
verið hefur, meiri
áhersla er lögð á
hörn og Ijölskyldur og nokkrir
mótshaldarar hafa komið með
þau skýru skilaboð að þeir vilji
enga unglingadrykkju. Einnig
trúi ég því að árangurforeldra-
starfs undanfarin 10 ár og aukin
samvinna þeirra sem vinna að
vímuvörnum sé nú að koma í Ijós
sem og starf lögreglunnar sem í æ
ríkari mæli sinnir forvarnastarfi.
Allt þetta vekur vonir uni að ár-
angur sé að nást í baráttunni
gegn vímuefnanotkun unglinga.
Því má þó ekki gleyma að þessari
baráttu lýkur aldrei og við meg-
um ekki sofna á verðinum."
Arngrnmir lainiar
Haraldsson
í hljómsveitinni Skítamóral.
“Ég efast um að
það takist að
fullu, en hins veg-
ar vona ég að allir
skemmti sér vel,
gangi hægt um
gleðinnar dyr og
komi heilir heim. Að stöðva ung-
lingadrykkju alfarið hefur ekki
tekist hingað til og hvers vegna
ætti þá sú helgi sem nú fer í hönd
að marka algjör kaflaskil að því
leyti.“
Þórólfur Þórlindsson
prófessor.
“Við sjáum út-
komuna auðvitað
ekki fyrr en á
mánudagskvöld-
ið, en það er þó
ljóst að umræða
og auglýsingar
íyrir helgina eru öðruvísi en und-
anfarin ár. Ég tel yfirlýsingu
Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjar-
stjóra á Akureyri um að bæjarbú-
ar vilji ekki drukkna unglinga í
bæinn um helgina, vera athylis-
verða og bera vott um pólítískl
hugrekki. En hvað varðar spurn-
inguna um hvort það takist að
stemma stigu við unglingadrykkju
þá bendi ég á að stórir hlutir ger-
ast ekki á einum degi.“