Dagur - 04.08.2000, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2000 - S
FRÉTTIR
Meiri verðbólga
- miimi hagvðxtur
Már Guðmundsson aðalhagfræðingur Seðlabankans kynnir
verðbólguspána.
Verðbólgan verðitr
5,5% frá upphafi til
loka ársins. Horfur á
miimkandi hagvexti á
næsta ári. Ofþensla
hjaðnar ekki. Áfram
mikill viðskiptahaHi.
Ávísun á kjararýmun
segir Össur Skarphéð-
insson. kemur ekki á
óvart segir Jón Krist-
jánsson.
Seðlabankinn sá ástæðu til að
boða til fréttamannafundar í gær
um svarta verðbólguspá sína.
Már Guðmundsson,
aðalhagfræðingur Seðlabankans,
sagði bankann spá því að verð-
bólgan verði 5,5% frá upphafi til
loka þessa árs. Segir hann horfur
hafa versnað frá því í vor vegna
lægra gengis krónunnar. Hann
segir vonir standa til að verð-
bólga geti hjaðnað niður í 4% á
næsta ári. Már sagði það valda
áhyggjum að verðbólguvænting-
ar yfir 5% væru að festast í sessi
hér á landi.
Horfur eru á minnkandi hag-
vexti á næsta ári m.a. vegna
minnkandi afla og ekki er útlit
fyrir að ofþensla sé farin að hjað-
na og ekkert útlit fyrir að við-
skiptahallinn minnki í bráð.
Húsnæðisverð hækkar enn
Már Guðmundsson sagði að það
myndi koma í ljós á næstu mán-
uðum hvort verðbólga Iækkar
hraðar sakir lækkandi bensín-
verðs, slaknandi spennu á hús-
næðismarkaði og hjöðnunar of-
þenslu. Tölur fyrir júní sýna hins
vegar að húsnæðisverð er enn að
hækka og engin ótvíræð merki
eru í mældum hagstærðum um
að ofþensla sé hyrjuð að hjaðna.
Enda þótt undirliggjandi verð-
bólga sé lægri en 5,5%, nam
hækkun neysluverðs 3,2% þegar
verðhækkunum á bensíni og
húsnæði er sleppt, en þessir tveir
liðir hafa verið aðal verðbólgu-
valdarnir það sem af er árinu.
Enn er ekki vitað hve mikil bens-
ínlækkunin verður og engin
merki um Iækkun húsnæðis-
verðs.
Már sagði að þróun næstu
mánuða muni varpa frekara Ijósi
á það hvort herða verði enn frek-
ar að í peningamálum. Seðla-
bankinn hækkaði stýrivexti sína
um 0,5% 19. júní og hefur vaxta-
munur gagnvart útlöndum hald-
ist í sögulegu hámarki síðan.
Ávísuii á kjararýriiini
„Það eru mikil vonbrigði að
Seðlabankinn telji horfur um
verðbólgu hafa versnað. Hún
verður samkvæmt spánni 5,5% í
ár og 4% næsta ár, sem er allt of
hátt og allt annað en forsætis-
ráðherra boðaði 17. júní. Þetta
er ávísun á kjararýrnun," segir
Ossur Skarphéðinsson formaður
Samfylkingarinnar. „Það stendur
í raun yfir atlaga að kjörum al-
mennings, sem býr við mjög háa
vexti og við verðbólgu sem bæði
rýrir kaupmáttinn og hækkar
skuldir hans. Og athyglisvert er,
að spáin miðast við óbreytt
gengi, en það kemur líka fram að
viðskiptahallinn mun ekkert
minnka í bráð, sem hlýtur að
setja alvarlegt spurningamerki
við stöðugleika gengisins,“ segir
Ossur.
Jón Kristjánsson, formaður
fjárlaganefndar, segir ekki margt
koma á óvart í spánni miðað við
þróunina undanfarið. „Það er
bent á nokkra óvissuþætti á
næstu mánuðum sem geta haft
áhrif á verðbólguþróunina og
þetta undirstrikar nauðsynina á
því að draga úr þenslu. Eg hef
hug á því að á næstunni komi
fulltrúar Seðlabankans á fund
með Ijárlaganefnd til að ræða
um áhrif ríkisfjármálanna í
þessu efni,“ segir Jón.
- S.dór/fþg
GSM kerfi Símans hefur verið
styrkt fyrir verslunarmannahelgina.
GSM eflt imt
hlegtna
Síminn hefur á undanförnum
vikum gert ráðstafanir til að efla
GSM-kerfi sitt á þeim stöðum á
landinu, þar sem búast má við
mestu fjölmenni um verzlunar-
mannahelgina. Þannig hefur
verið sett upp færanleg GSM-
stöð í Vestmannaeyjum, auk
þess sem stöðvar á Sæfjalli og
símstöðin í Vestmannaeyjabæ
hafa verið stækkaðar.
A Akureyri hafa verið settar
upp nýjar stöðvar á Halllandi, á
símstöðvarhúsinu í miðbænum
og við Fjölnisgötu. Þá hefur stöð
á Barnaskólanum verið stækk-
uð.
Onnur af tveimur færanlegum
GSM-stöðvum Símans, með 90
talrásum, verður f Galtalækjar-
skógi um helgina. Þá hafa ný-
lega verið settar upp nýjar
GSM-stöðvar á ýmsum vinsæl-
um ferðamannastöðum, t.d. í
Asbyrgi, á Skútustöðum við Mý-
vatn, í Skaftafelli og við Hall-
ormsstaðaskóg. Jafnframt hefur
stöðin á Skagaströnd verið
stækkuð vegna Kántríhátíðar-
innar og stöðvar á Patreksfirði,
Bíldudal og Tálknafirði vegna
unglingalandsmóts UMFÍ.
Digiiiiimdur
ráðiim
Stjórn Eimskipafélagsins sam-
þykkti síðdegis í gær einróma að
ráða Ingimund Sigurpálsson
bæjarstjóra sem eftirmann
Harðar Sigurgestsonar sem for-
stjóra. Ingimundur tekur við 12.
október.
Hörður mun áfram gegna
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
Eimskipafélagið. Veigamest þeir-
ra embætta er án efa stjórnarfor-
mennskan í Flugleiðum. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins er
talið líklegt að Hörður verði hér
eftir virkari í því starfi en hingað
til, en aðspurður hafnar Bene-
dikt Sveinsson stjórnarformaður
Eimskipafélagsins að Hörður
verði í fullu starfi sem stjórnar-
formaður Flugleiða. - FÞG
'í, j
1 1 í í . ««
ii í i 111 í í ú jl pþiiJr
Frá stjórnarfundi Eimskip í gær þar sem ákveðið var að ráða Ingimund
Sigurpálsson bæjarstjóra í Garðabæ næsta forstjóra Eimskipafélagsins.
SeðlabanM græddi á
krónukaupiiitimi
Seðlabankinn hefur grætt allt að
einum milljarði króna á inngripi
sínu gegn spákaupmönnum á
dögunum, þegar bankinn jós upp
úr erlendum gjaldeyrisforða sín-
um til að verja og styrkja krón-
una - þ.e. ef bankinn kaupir
gjaldeyrinn nú til baka.
Margeir Pétursson stjórnarfor-
maður MP verðbréfa bendir á
þetta í Morgunblaðinu í gær.
„Miðað við að Seðlabankinn geti
nú keypt erlenda gjaldeyrinn aft-
ur til baka, t.d. af deCode eða
öðrum aðilum sem vildu sldpta
yfir í krónur, er hagnaður hans
gríðarlega mikill. Hann gæti leg-
ið á bilinu 500-1000 milljónir.
Auk þess græðir bankinn á því að
íslenskir vextir eru hærri en er-
lendir," segir Margeir.
Ekki til að græða
„Þetta er í sjálfu sér rétt hjá hon-
um. Það er þannig að ef Seðla-
bankinn þarf að grípa inn og það
tekst, þá græðir hann. Ef inn-
gripið tekst ekki þá tapar hann. I
þessu tilfelli gekk þetta upp og
bankinn græðir ef hann kaupir
gjaldeyri á núverandi gengi,“ seg-
ir Már Guðmundsson hjá Seðla-
bankanum um þetta mál.
Már tekur þó skýrt fram að
Seðlabankinn hafi „ekki stundað
þessi inngrip til þess að græða,
heldur til að koma í veg fyrir
óhóflega niðurdýfu gengisins".
Á fundi Seðlabankans í gær
kom fram að bankinn hefur hug
á því að kaupa gjaldeyri „án þess
að það veiki krónuna“. - FÞG
Of seint í rassinn gripið
Sunnlenskir eigendur húsanna sem skemmdust í jarðskjálftunum 17.
og 21. júní gleðjast yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að koma upp
bráðabirgðahúsnæði fyrir þá á heimaslóðum. Þeir telja þó að ráðstöf-
unin komi fullseint, enda segja íbúar á Hellu að ekki verði búið að
koma húsunum upp fyrr en liðið hefur á veturinn og segja það ekki
nógu gott. Oddviti Rangárvallahrepps er sammála þessari fullyrðingu,
en segir að framkvæmdum verði flýtt eins mikið og mögulegt er til að
mæta húsnæðisþörfinni.
Leita sextugra lika
Breski Ilugherinn hefur tilkynnt að hann muni senda leiðangur hing-
að til lands síðar í mánuðinum til að finna lík flugmanna sem létust
í flugslysi á hálendinu árið 1941. Islenskir ijallagarpar fundu flak
flugvélarinnar á síðasta ári á hálendinu og er markmið leiðangursins
að finna lík flugmannanna fjögurra og grafa þá í vígðri mold. Þetta
kom fram á fréttavef Reuters í gær.
Forsetiun í Kanada
Opinber heimsókn forseta Islands til Kanada hófst í gær og mun
hann m.a. heimsækja Islendingabyggðir og taka þátt í málfundum um
íslensk áhrif á kanadíska menningu. Heimsóknin er í boði landsstjór-
ans Adrienne Clarkson og er þetta í fyrsta skipti sem kanadísk stjórn-
völd taka á móti erlendum þjóðhöfðingja utan höfuðborgarinnar
Ottawa við upphaf opinberrar heimsóknar. Ferð forsetans um Kanada
hefst í Winnipeg þar sem hann leggur blómsveig að styttu Jóns Sig-
urðssonar fyrir utan þinghúsið þar í bæ.
Miðstöð sjukraflugs verði á Akureyri
Bæjarráð Akureyrar afgreiddi á fundi í gær erindi frá samgönguráðu-
neytinu, þar sem fram voru lögð drög að útboðslýsingu á sameigin-
legu útboði á áætlunarflugi og sjúkraflugi. Þessi drög hafa verið unn-
in af samgönguráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Flugmálastjórn og TR
og gerir bæjarráð ekki athugasemdir við útbóð á áætlunarflugi. Hins
vegar felur ráðið formanni að afla upplýsinga um hvort útboð á
sjúkraflugi sé í samræmi við fyrri ákvörðun stjórnvalda um að miðstöð
sjúkraflugs verði á Akureyri. - BÞ