Dagur - 04.08.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 04.08.2000, Blaðsíða 11
F Ö S TUD AGU R 4. ÁGÚST 2000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Börn að leik fyrir framan hús sem einu sinni var spítali. í því búa nú 200 manns án nokkurra þæginda og sjá ekki fram á bjartari framtíð. Þar sem apahræ bjargar degmtun í Líberíu ríkir stjóm- leysi og fátækt eftir langa og hörmulega borgarastyrjöld Hið demantaríka land Sierra Le- one er á skýrslum talið fátækasta land í Afríku. En nágrannaríkið Líbería er ekki langt frá því að slá það lítt eftirsótta met. Astandið í landinu er vægast sagt hörmulegt eftir langvarandi borgarastyrjöld og óstjórn. Hún hefur að vísu staðið yfir í 200 ár, en borgarstríðiö í tæpan áratug. Svo á að heita að þ\á sé lokið en ástandið hefur lítið skánað. Búið er að éta upp allan bú- stofn hænda og reynir fólk að hjarga sér hver eftir getu. Apar eru veiddir og étnir og alls kyns smærri dýr, sem að öllu jöfnu teljast ekki mannamatur eru næring örsnauðrar þjóðar. A mörkuðum sést ekki annað en ónýtt drasl, uppþornað grænmeti og einstaka sinnum hræ af kvik- indum sem bflar hafa ekið yfir. En í eina nothæfa hótelinu í höfuðborginni er hægt að fá her- bergi fyrir 10 þúsund krónur og ætan mat. Innfæddir hafa engin efni á að næra sig þar, enda er hótelið fullt af liði, svipuðu því sem lýst er í gömlum skáldsög- um frá nýlendutímabilinu. Þar halda til fréttamenn sem híða eftir næstu byltingu og borgara- stríði, og eru þessar lýsingar að nokkru Ieyti teknar traustataki frá einum slíkum. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna halda til á Mambo Point hótelinu, ásamt amerískum demantasmyglurum og kaupmönnum sem alls staðar eru þar sem illa fengnir demant- ar koma við sögu, „hernaðar- ráðunautum“ frá Suður-Afríku og óskilgreindum ævintýra- mönnum. Svikahrappar af öllu tagi halda til á göngum og í veit- ingasölum og gera það misjafn- lega gott. Stjórnvöld sýnast lítið koma við sögu og ekki verður þess vart að verið sé að skipta sér af dem- antabransanum, enda munu starfsmenn ríkisins hafa þar ein- hverra hagsmuna að gæta. Líber- ía er undarlegt ríki. Árið 1822 var fjöldi Afríkumanna frelsaður úr ánauð í Suðurríkum Banda- ríkja og fluttir til vesturstrandar Afríku, þaðan sem þeir komu. Þá var stofnað ríldð Líbería. Þeir að- komnu gerðust þegar yfirstétt og sölsuðu undir sig lönd og eignir og voru studdir af fyrri stjórn- endum til þeirra gripdeilda. Þrælarnir fyrrverandi komu á fót planteltrum, byggðu glæsihús að hætti fyrirmanna í Suðurríkjum og tóku upp klæðatísku þeirra. Og í fleiru tóku þeir sér fyrri húsbændur eða eigendur til fyr- irmyndar. Þeir hófu þrælahald og verslun með fólk. I Líberíu hefur aldrei gróið um heilt milli aðkomumannanna og þeirra sem fyrir voru í bráðum tvær aldir. Landið hefur notið mikils stuðings erlendis frá, að- allega frá Bandaríkjunum, en þar héldu menn lengi að verið væri að stofna fyrirmyndarríki að hætti þeirra sjálfra, sem námu, og ræktuðu guðs eigið land. Átti Líbería, eða Frelsislandið, að verða öðrum Afríkumönnum til eftirbreytni og þar átti að kynna lýðræðið og alla kosti þess og hins frjálsa markaðskerfis. Eftir borgarstyrjöldina er flest í niðurníðslu í landinu. Sem endranær og annars staðar var lítill hörgull á vopnum þegar landsmenn bárust á banaspjót- um. Eins og í nágrannaríkinu Si- erra Leona, keyjítu vopnasalar demanta og erlcnda aðstoðin lenti að mestu hjá þeim byrgjum sem sáu um að halda stríðinu gangandi. En þegar friður er saminn og byggja þarf upp úr rústum stríðs- ins eru engir peningar til og varla eitt eða neitt til neins. Fólk hírist í niðurníddum húsum og rústum og reynir að lifa frá degi til dags. Embættismenn Sameinuðu þjóðana og alþjóðastofnana og banka koma og líta yfir sviðið og skrifa skýrslur. En fólkið í landinu telur að deginum sé bjargað ef því takst að grípa apa eða finna hræ af smádýrum til að næra sig og sína á. - OÓ Bush flytur ræðuna FÍLADELFÍA - George W. Bush flutti í gær- kvöldi stefnuræðu sína á þingi Rebúplikana í kjölfar þess að hann hefur verið formlega út- nefndur sem forsetaframbjóðandi (lokksins. Ræða Bush markaði jafnframt hápunkt þings- ins en áður hafði Dick Cheney flutt sína ræðu sem varaforsetaefni og baunaði hann þar mis- kunnarlaust á þá Clinton og Gore, og braut þar í rauninni bann sem Rebúplikanaflokkurinn sjálfur hafði sett við því að gera persónulegar árásir á pólitíska andstæðinga. Ekki lendingarbimaðuriun? PARÍS - Talsmenn Air France og rannsóknarmenn sem kanna Concorde þotuslysið í Frakldandi á dögunum neituðu því alfarið í gær að tjá sig um frétt í bandaríska dagblaðinu USA Today þar sem fullyrt er að orsök slyssins geti ekki verið hægt að rekja til bilunar í lendingarbúnaði vélarinnar, en sú skýring hefur verið gefin. USA Today vitnar til heimilda sem tengjast rannsókninni. Blaðið sagði að búnaður sem dregur úr áhrifum úða sem myndast frá hjólunum þeg- ar flugvélin ekur eftir blautri flugbrautinni kynni að hafa brotnað af og skollið í eldsneytistakni og þannig komið af stað hinum milda eldi sem sást aftur úr vélinni eftir að hún hóf sig til flugs. Þegar talsmað- ur flugslysanefndar í Frakldandi var í gær spurður út í þessa frétt USA Today sagði hann að nefndin væri enn ekki byrjuð að ræða kenningar um hvað kynni að hafa gerst, heldur væri enn verið að safna gögnum. Barak hittir Muharak ALEXANDRIA - Ehud Barak forsætisráðherra Israel hitti í gær Hosni Mubarak forseta Eg- yptalands að máli og hugðist leita liðsinnis hans í að fá niðurstöðu í deiluna við Palestínumenn. Fundur þeirra stóð í um tvo klukkutíma og var hann haldinn í forsetahöllinni í Alexandríu í Egyptalandi, en hvorugur vildi tjá sig við frétta- menn eftir fundinn. Þetta er fyrsti fundur þeir- ra eftir að viðræður Baraks og Yassers Arafats sigldu í strand, aðallega vegna ágreinings um framtíð Jerúsalem. Fyrir fundinn var haft eftir ísraelskum embættismanni að Arafat þyrfti að vera sveigjanlegri og ef til vill gæti Mubarak hjálpað til. Mubarak hitti Arafat fyrr í vikunni og Arafat greindi honum þá frá sinni hlið viðræðnanna í Camp David. Cliitton frestar aftöku WASHINGTON - Bill Clinton forseti Banda- ríkjanna gaf í gær út tilskipun um að fresta skyldi fullnustu fyrstu alríkisaftökunni sem dænid hefur verið í 37 ár. Þetta gerði hann til að hinn dæmdi gæti sótt um forsetanáðun á grundvelli nýrra reglna sem tekið hafa gildi um slíkt. Urskurður Clintons sem er upp á tvær síður frestar aftökunni, sem átti að lara fram 5. ágúst, fram til 12. desember. ■ FRÁ DEGI TIL DflGS FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 217. dagur ársins, 149 dagar eftir. Sólris kl. 3.12, sólarlag kl. 23.51. Þau fæddust 4. ágúst • 1792 Percy Bysshe Shelley, breskt skáld. • 1859 Knut Hamsun, norskur rithöfund- ur. • 1901 Louis Armstrong, bandarískur trompetleikari. • 1912 Raoul Wallenberg, sænskur við- skiptamaður og bjargvættur margra ung- verskra Gyðinga í seinni heimsstyrjöld- inni. • 1926 René Goscinny, annar tveggja höf- unda teiknimyndasagnanna um Ástrík. • 1953 Ástþór Magnússon stofnandi Frið- ar 2000 og fyrrverandi forsetaframbjóð- andi. • 1955 Steingrímur J. Sigfússon alþingis- maður. Þetta gerðist 4. ágúst • 1907 var Ungmennafélag Islands stofn- að. •1914 lýstu Þjóðverjar yfir stríði á hend- ur Belgíu. Sama dag lýstu Bretar yfir stríði á hendur Þjóðverjum, en Banda- ríkin lýstu hins vegar yfir hlutleysi sínu f styijöldinni. • 1916 seldu Danir Bandaríkjunum Dönsku Vestur-Indíur fyrir 25 milljónir bandarískra dala. • 1928 synti Ásta Jóhannesdóttir fyrst kvenna frá Viðey til Reykjavíkur. • 1962 handtók Iögreglan í Suður-Afríku Nelson Mandela og mátti hann dúsa í fangelsi allt til ársins 1990, þegar hann gekk út sem þjóðhetja. • 1984 var nafni Afríkuríkisins Efri-Volta hreytt í Burkina Faso, sem mun þýða „Iand þeirra sem bera höfuðið hátt“. Afmælisham dagsins Elísabet drottningarmóðir í Bretlandi er hvorki meira né minna en hundrað ára í dag. Elísabet Angela Margrét Bowes- Lyon hét hún upphaflega, og var næst yngst af tíu systkinum. Hún kvæntist áriðl923 Albert hertoga af York, sem tók við konungdæmi sem Georg VI. árið 1936. Þau hjónin eignuðust tvær dæt- ur, Elísabetu drottningu og Margréti Rós greifaynju. Á síðustu árum hefur hin aldna móðir tvisvar gengist undir mjaðmaraðgerð, og vakti athygli að hún gekk út af sjúkrahúsinu óstudd. Vísa dagsins Þúfórst aleinn þinnar leiðar. Þannig æskan stundum skeiðar. Alla reynslu engis metur, eigin vilja treystir betur. Guðmundur Friðjónsson Ef við komum fram við mann eins og hann er, þá gerum við hann verri en hann er; ef við komum fram við hann eins og hann væri þegar orðinn eins og hann gæti verið, þá gerum við hann að því sem hann ætti að vera. Johann Goethc Heilahrot Spurt er um tveggja stafa tölu. Með því að leggja saman þessa tvo tölustafi og marg- falda útkomuna með fimm, þá fæst talan sem spurt er um. Ef níu er bætt við töluna, þá snýst röð tölustafanna tveggja við. Lausn á síðustu gátu: Hún stappaði kartöflurnar og skipti þeim með skeið. Veffang dagsins ítarlegt og vandað yfirlit um ástand mann- réttindamála í heiminum árið 1999, með hliðsjón af þeim alþjóðasamningum um mannréttindi sem gerðir liafa verið, er að finna á www.hri.ca/fortherecordl999.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.