Dagur - 04.08.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 04.08.2000, Blaðsíða 9
I 8 - FÖSTUDAGUR 4 . ÁGÚST 2000 FRÉTTASKÝRING Tkypir FÖSTUDAGUR i. ÁGÚST 2000 - 9 FRÉTTIR Undir fölsku flaggi til Islands GUÐSTEINN BJARNASON SKRIFAR Undanfamai vikur hef- ur fjölgaó dæmum um að hópar útlendinga séu að koma hingað til lands með falsaða papp- íra. Fjársterkir alþjóð- legir smyglhringar virð- ast greinilega standa á hak viö slíkt, í sumum tilvikum í þaö minnsta, og margt sem hendir til þess að athygli þeirra heinist í auknum mæli að íslandi. Um það bil tvær vikur eru nú frá því tólf manna hópur kom til lands- ins, sem kváðust vera Pakistanar. Þeir komu á vegum íslensks skipa- miðlara í gegnum gríska skipamiðl- unarskrifstofu og samkvæmt papp- írunum sem þeir voru með áttu þeir að fara um borð í erlent skip sem átti að koma til Keflavíkur föstu- daginn 21. júlí til þess að ná í þá. Mennirnir fengu vegabréfsáritun inn í Island, enda litu þessir papp- írar ekkert óeðlilega út. Þeir fóru á hótel í Keflavík, en svo kom ekkert skip og eftir helgina er farið að grennslast fyrir um þetta. Skipið átti að vera skráð í Hondúras og lagðir voru fram pappírar um stærð og gerð skipsins, skráningu og allt saman. Meðal annars var tekið fram að það ætti að Ieggja úr einhverri rússneskri höfn á ákveðnum tíma. Þegar málið var kannað kom í ljós að skipið hafði aldrei verið í rússnesku höfninni, og við nánari athugun kom Iíka í Ijós að pappír- amir frá Hondúras voru allir falsað- ir. Skipið var sem sagt ekki til. Gríska skipamiðlunarfyrirtækið reyndist heldur ekki vera til. Hingað barst þó skeyti, sem virt- ist vera frá skipinu þar sem það átti að vera statt á einhverjum stað í veröldinni með nákvæmri tíma- setningu um komuna til Keflavíkur. En þegar skeytið var skoðað betur kom í Ijós að það var sent í gegnum loftskeytastöð sem var lögð niður fyrir mörgum árum. Þannig að skeytið reyndist líka vera falsað. Sýndu engan áhuga á að verahér Georg Lárusson, forstjóri útlend- ingaeftirlitsins, segir mennina tólf samt ekki hafa sýnt „neinn sérstak- an áhuga á að vera hér á Islandi. Þeir báðu ekki um hæli. Það var því reynt að Ieita leiða til þess að koma þeim heim til sín, en það reyndist erfitt þar sem flest Evrópuríki eru mjög á varðbergi gagnvart til að mynda Pakistan og eru hrædd um að viðkomandi strandi þar og biðji um hæli eða eitthvað." Niðurstaðan varð sú að þcir fóru til Noregs, og þaðan áttu þeir að komast í flugvél til Pakistans á laugardaginn var. En þegar þeir áttu að fara um borð í flugvélina brá svo við að einungis einn þeirra fór. Hinir hættu við og háðu um pólitískt hæli í Noregi. Norðmenn hins vegar sendu þá samstundis aftur til Islands, enda komu þeir héðan. En þá fyrst kom í ljós við yfir- heyrslur að þrír þessara manna voru ekkert frá Pakistan, heldur Afganistan. „Eftir að rætt hafði ver- ið ítarlega við mennina var niður- staðan sú að Pakistanarnir í hópn- um vildu fara heim, og þeir fóru áleiðis heim á þriðjudag í gegnum Frankfurt.“ Þremenningarnir frá Afganistan voru hins vegar eftir og hafa sótt hér um pólitískt hæli. Búast má við að afgreiðsla þess máls geti tekið nokkra mánuði. Georg Lárusson segir greinilega mega draga þá ályktun af þessu máli, „að alþjóðlegir smyglhringir séu farnir að horfa til Islands í meira mæli en þeir hafa gert, og þá er spurningin af hverju? Skýringin er einfaldlega sú að það er búið að loka allri Evrópu. Island er ónumið Iand í þessum efnum. A Islandi er bæði ágætt að vera og Island er hægt að nota sem stökkpall til að komast til annarra landa. Eg tala nú ekki um eftir að ísland væri orð- ið aðili að Schengen-svæðinu, þá geta þeir farið hvert sem er. Þannig að þeir sem stunda smygl á fólki eru famir að horfa meira til Islands en verið hefur.“ íslendingamir plataðir Georg Lárusson vill þó taka sér- staklega fram „Pakistanarnir og reyndar aðrir svipaðir hópar sem hafa komið til landsins virðast ekki á neinn hátt tengjast íslenskum að- ilum, heldur er bara verið að plata Islendinga. Hingað kom t.d. nýlega hópur Indverja til þess að taka hér kvikmynd á vegum íslensks kvik- myndafyrirtækis, en það eru engin merki um það að þessir Islendingar hafi haft neitt saknæmt í huga heldur stóðu þeir bara í þeirri meiningu að þeir væru í viðskiptum við erlenda aðila og ætluðu að græða pening. Indverjarnir voru hér í nokkra daga, tuttugu manna hópur, sem fór svo til London og þeir sóttu þar um pólitískt hæli. Við vitum ekki enn hver afdrif þess máls verða. Ef þeir fá ekki pólitískt hæli þar eða málið leysist ekki í London, þá er hættan á að við fáum þá til baka. Það eru fjölmörg svona dæmi, en þetta er bara það nýjas- ta.“ Hann segir hins vegar að atvikum af þessu tagi hafi greinilega fjölgað á síðustu vikum og mánuðum. Tugi dæma má nefna um „umsóknir frá hópum um vegabréfsáritun til Is- lands sem eru styrkt af einhverjum bréfum frá íslenskum fyrirtækjum, sem við nánari skoðun reynast Georg Lárusson: Alþjóðlegir smyglhringir eru farnir að horfa til íslands í meira mæli en þeir hafa gert, og þá er spurningin af hverju? Skýringin er einfaldlega sú að það er búið að loka allri Evrópu. byggð á einhverjum blekkingum sem Islendingarnir hafa ekki áttað sig á.“ 500 milljarða heimsvelta Komið hefur fram að Pakistanarnir og Afganistarnir áttu að greiða um það bil hálfa milljón króna jreim sem skipulögðu ferð þeirra hingað til lands. Umfang alþjóðlegra smyglhringa um heim allan hefur aukist mjög á síðustu árum. Talið er að í heild nemi Ijárvelta slíkrar starfsemi um það bií 500 milljörð- um fslenskra króna um heim allan, og hún tengist oft ýmist beint eða óbeint ýmsu miður fallegu, svo sem peninga á viðskiptum við útlönd, en það er auðvitað ljóst að Islend- ingar geta ekki gleypt við hverju sem er, þeir þurfa að passa sig. Það eru alls kyns svindlarar með í dæm- inu." Mátti búast við þcssu „Þetta eru út af fyrir sig hlutir sem ég held að við höfum mátt búast al- veg við að mundu banka upp á hér í auknum mæli,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður. „Það hefur verið mikil ásókn í að komast inn til Vesturlanda, má segja, og Is- land nýtur þess að vera á því svæði. Það er oft ekki mjög strangt eftirlit „Hin hliðin á umræðunni," segir Steingrímur ennfremur, „sem ég vil ekki að gleymist, er svo að við meg- um auðvitað líka passa okkur á því að standa okkar plikt gagnvart flóttamönnum og þeim sem eru að Ieita hér hælis og eiga sinn rétt sem slíkir. Eg hef stundum haft ekki síð- ur áhyggjur af þeirri hlið mála, að við séum stundum of gjörn á að pakka mönnum bara saman og senda þá til baka. En auðvitað eru í bland í þessum hópi raunverulega Iandlaust fólk, flóttafólk og jafnvel fólk sem getur átt líf sitt í húfi.“ - Og nú er oft erfitt að átta sig á því hver er hvað? Skýr stefna skiptir öllu „Það mikilvægasta fýrir okkur,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir alþingismað- ur, „er að hafa okkar reglur og okkar pólitík í þessum efnum svolítið skýra. Sem betur fer höfum við ver- ið að taka við flóttamönnum í meira mæli á síðustu árum. Eg held að það sé mjög jákvæð þróun. Og ég held að við þurfum kannski líka að horfa til þess hvort við eigum ekki að axla einhverja ábyrgð líka hvað varðar pólitíska flóttamenn, sem við höfum í all flestum tilvikum snúið við. Ef við viljum vera fullgildir þátttakend- ur í hinu alþjóðlega samfélagi þá er mikilvægt að við öxlum okkar ábyrgð i TTT~ 1 \ 1 *I ' 1 ■ j 1 ! Í | > 1 Flóttamenn frá Kósóvo koma til íslands. Þeir eru dæmi um flóttamenn sem koma til landsins samkvæmt skipulegri áætlun og hafa því töluvert aðra stöðu en aðrir. smygli með vopn og eiturlyf, nauð- ungarsölu kvenna og barna. Georg Lárusson var spurður hvemig íslendingar séu í stakk hún- ir til að takast á við slfkt, efá reynir? „Við ættum að vera ágætlega í stakk búnir til að takast á við þetta,“ segir hann, „en við þurfum bara að eyða í þetta tíma og rannsóknum. Við þurfum að kanna nákvæmlega hver er tilgangur þeirra sem koma hingað. Við viljum ekkert vera að Ioka landinu, það er ekki meining- in. En við viljum ekki að fólk sé að koma hingað á fölskum forsendum. Og við viljum ekkert að verið sé að blekkja íslensk fyrirtæki," segir Ge- org. „Auðvitað er, sem vonlegt er, mikill áróður rekinn fyrir því að auka samslupti við útlönd og græða Steingrímur J. Sigfússon: Ásóknin hefur heldur ekki verið mjög mikil í að komast inn hingað sérstakiega, enda landið ekki mjög þekkt. En ég held að það geti breyst mjög snögglega þegar Schengen kemur til sögunna hér þegar menn eru að reyna að koma sér frá Islandi, þannig að það er ekkert skrýtið að mönnum detti það í hug að byxja á að koma sér hingað og hugsa þetta þá sem stökkpall áfram. Eg held þó að þetta séu smámunir hjá því sem við megum búast við þegar Schengen- samkomulagið kemst í gagnið. Við höfum sloppið tiltölulega vel í þess- um efnum, enda má segja að það sé tiltölulega auðvelt að gæta landamæranna, því við erum ekki með landamæri á landi. Asóknin hefur heldur ekki verið mjög mikil í að komast inn hingað sérstaklega, enda Iandið ekki mjög þekkt. En ég held að það geti breyst mjög snögg- lega þegar Schengen kemur til sög- unnar.“ Bryndís Hlöðversdóttir: Við munum náttúrlega aðlaga okkar reglur að þessu Schengen- umhverfi, og kannski tekur það okkur svolítinn tíma að læra á þetta nýja umhverfi. „Nákvæmlega. Og þess vegna þurfa menn að vanda sig í þessum málum og það þarf að móta hér stefnu og menn þurfa að undirbúa framkvæmd mála í takt við það sem búast má við. Þessi mál öll, flótta- menn, landlaust fólk og ásókn ólög- legra innflytjenda, hafa verið mikið umræðuefni í nágrannalöndunum, en hefur lítið komist á dagskrá á Is- landi. Eg held að Islendingar eigi ýmislegt órætt í þessum efnum, einfaldlega vegna þess að við höf- um komist upp með að þurfa ekki að gera það hingað til. Og komist upp með að hafa tiltölulega losara- Iega stefnu í þessum efnum. Þannig að ég held að það sé full þörf á því að þessi inál verði tekin á dagskrá. Ragnar Aðalsteinsson: En efþeir nota pappírana bara tii þess að komast inn fyrir og sækja síðan um hæli sem pólitískir flóttamenn, þá á það ekki að skipta máli. í þessum efnum.“ „Þar sem vandamál hafa komið í kjölfarið á miklum innflytjenda- straumi," segir Bryndís Hlöðvers- dóttir, „eins og til dæmis á Norður- Iöndunum, þá er það yfirleitt vegna þess að reglurnar hafa verið tiltölu- lega óskýrar, a.m.k. framan af og við þurfum í raun og veru að skilgreina fyrir okkur hvernig við viljum sjá þetta gerast og að það sé farið eftir ákveðnum reglum þar um.“ Öfugt við Steingrím segist Bryndís ekki hafa neinar sérstakar áhyggjur af Schengen-samkomulaginu í þessu sambandi. „Við munum nátt- úrlega aðlaga okkar reglur að þessu Schengen-umhverfi, og kannski tek- ur það okkur svolítinn tíma að Iæra á þetta nýja umhvcrfi. Við erum ekk- ert ein um það að vera að sníða okk- ar lög og reglur utan um þennan samning og þurfa að bregðast við honum með ýmsu nióti. En ég held að það sé nú ofsögum sagt, eins og sumir halda fram, að hér verði hara opin gátt og hingað streymi glæpa- menn og alls kyns óþjóðalýður með full koffort af eiturlyljum til þess að gera víðreist innan Schengen-svæð- isins. Eg hcld að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þvf. Ég hcld að samningurinn og öll sú vinna sem hefur verið lögð í að útfæra hann eigi að tryggja að svoleiðis hlutir ger- ist ckki.“ Vafasamir pappírar eðlilegir Ragnar Aðalsteinsson Iögmaður, sem hefur sérhæft sig í mannrétt- indamálum, hendir á að það er „oft bara eðlilegur þáttur í því að vera pólitískur flóttamaður, það er að vcra með vafasama pappíra og nota vafasama pappíra til þess að komast inn í landið til þess að sækja um hæli. En ef þeir nota pappírana hara til þess að komast inn fyrir og sækja síðan um hæli sem pólitískir flótta- menn, þá á það ekld að skipta máli,“ segir Ragnar. „Það sem skiptir máli er hvort þeir sækja um hæli sem pólitískir flóttamenn. Ef þeir gera það, þá ber að rannsaka mál þeirra. Þá er ekki hægt að vísa þeim úr landi nema rannsóknin Ieiði til þeirrar niðurstöðu." Hann segist ekki telja ástæður til að hafa áhyggjur af því að hingað streymi hættulegir menn á fölskum forsendum. „Nei, ég held það í sjál- fu sér ekki. Hér er auðvitað ágætis landamæragæsla, hún er tiltölulega einföld vegna þess að aðkoman er á svo fáum stöðum á Islandi og annað hvort hafa menn rétta pappíra eða ekki. Og svo eru það þessir örfáu menn sem sækja um hæli sem póli- tískir flóttamenn. Þá þarf bara að rannsaka hagi þeirra áður en ákvörð- un er tekin. Og það eru þrjár lausn- ir. Annað hvort eru þeir sendir til baka, eða þeir fá stöðu sem pólitísk- ir flóttamenn - sem er mjög sjald- gæft, kannski verið veitt einu sinni eða svo, og svo að þeir fái hæli af mannúðaraðstæðum." Ragnar bendir hins vegar á ýmsa ágalla á því hvernig tekið er á mál- efnum þeirra sem koma hingað og sækja um hæli sem pólitískir flótta- menn. Meðal annars virðist oft vanta túlka handa þeim, og mikill misbrestur er á að þeir fái Iögfræði- aðstoð. „Fyrir tveimur vikum komu t.d. þrír menn til Seyðisijarðar og í fréttum var sagt að þeir hefðu verið með vafasama pappíra eða enga og þeim var vísað umsvifalaust úr Iandi, en þar var viðurkennt að þeir væru pólitískir flóttamenn, þannig að ég efast um að þessi málsmeðferð hafi verið rétt.“ Ný lög í smíðum Löggjöf um málefni útlendinga er frá 1965, og verður að teljast úrelt orðin. Síðasta vor var lagt fram frumvarp að nýjum lögum, en ekki náðist að Ijúka afgreiðslu þess fyrir þinglok. Mörgum aðilum var sent frumvarpið til umsagnar og fjöl- margar athugasemdir bárust. Að sögn Björns Friðfinnssonar, ráðu- neytisstjóra í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu, er stefnt að því að leggja það fram að nýju í haust, fljót- Iega eftir að þing kernur saman. „Við erum með það í vinnslu og það er langt kornið," segir hann. „Það er svona verið að hefla af því ýmislcgt sem menn hafa fundið fyrri drögum til foráttu. Sérstaklega þurftum við að breyta ýmsu út af Schengen, sem kemur nýtt inn þama.“ Björn Friðfinnsson er spurður hvort mikið tillit verði lekið til þeirra athugasemda sem gerðar voru? „Já, það verður gert. En þetta er flókið mál og ekki allir á sama máli.“ - Er eitthvað tekið sérstaklega á þeim möguleika, að útlendingar séu að reyna að komast inn í landið á fölskum forsendum? „Það er ekkert hægt að gera í því. Menn verða bara að bregðast við þessu í hvert skipti. lnnan um eru náttúrlega hona fide flóttamenn og það er erfitt að Ioka á alla bara vegna þessara skúrka. Það cr málið, að skilja sauðina frá höfrunum. Og það er ekki alltaf auðvelt." Tvær ólíkar ræður uni lunhverfísmál Ummæli forseta ís- lands um umhverfís- mál stangast mjög á við yfírlýsingar Davíðs Oddssonar, forsætis- ráðherra, í síðustu stefnuræðu. Innsetningarræða forseta Islands, Olafs Ragnars Grímssonar, hefur vakið fádæma athygli. I henni kom skýrt fram djúpstæður ágreiningur milli hans og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Ekki síst kom þetta fram varðandi náttúru og náttúruvernd ef rniðað er við það sem Davíðs Oddson sagði í stefnu- ræðu sinni sl. haust. Þar sagði hann m.a: „íslendingar eru umfram flest- ar þjóðir háðir vistvænni um- gengni við náttúru lands og láðar. Þeir sem kalla Islendinga um- hverfissóða eru liðtækir öfug- mælasmiðir. Slíkur málllutning- ur hefur því miður verið reyndur í svonefndu Kyoto-máli af aðilum hér á landi. ... Umhverfisvernd á íslandi byggir á skýrri stefnu sem aftur hvílir á meðvitund íslensku þjóðarinnar allrar um þá nálægð við náttúruna sem hún hýr við og á þeirri sátt sem ríkt hefur í landinu um nauð- syn þess að ganga gætilega um við- kvæmt lífríkið. Ferðin hefur hins vegar aldrei ráðist af þeirri hug- Davíð Oddsson, forsætisráðaherra. myndafræði í umhverfismáluni sem gætt hefur sums staðar á Vesturlöndum á undanförnum árum og áratugum.... Islendingar hafa ekki gengið á hönd slíkum skoðunum því þeir eiga allt sitt undir náttúrunni og sannri verndun hennar, þar scm þess er gætt að hún geti nýst manninum með sjálfbærum hætti. Stefna sem birtist með því offorsi, sem ég áður lýsti, er fýrir aðra en þá sem þiggja lífskjör sín af náttúr- unni í þeim mæli sem íslendingar gera. Það gengur þvert á hagsmuni íslands að falla fyrir þess háttar öfgum. Enda værum við þá að úti- loka að njóta ávaxtanna af kostum landsins, hvort sem um er að ræða endurnýjanlega orkugjafa eða önnur gæði, sem við verðum að nýta, eigi áfram að vera líívænlegt í Iandinu.11 Fjöreggiö sjálft Tónninn í ræðu Olafs Ragnars Grímssonar var allt annar. Hann sagði um umhverfismálin og Kyoto bókunina: „Fólkið sem færði okkur sjálf- stæði og fullveldi bar í hugskoti draumsýn um hag og heill íslend- inga. Höfum við á sama hátt náð að sameinast um sjálfsmynd sem dugar á nýrri öld? Við megum ekki slíta í sundur friðinn sem þrátt lýr- ir átök á afmörkuðum sviðum ger- ir okkur að þjóð. Við verðum að ná sáttum um nýtingu landgæðanna, skapa grið sem allir virða um óbyggðir og af- réttir, gera þjóðarsátt sem varir um þá ásýnd íslands sem við ætlum að varðveita. Sjálfsmynd Islendinga og virð- ing mun í vaxandi mæli ráðast af hollustu okkar við íslenska nátt- úru, það fagra sköpunarverk sem gert hefur ísland svo einstakt í ver- öldinni. Oddvitar sjálfstæðisbaráttunnar sóttu þær röksemdir sem hest dugðu í órofa samhengi tungu og menningar frá fyrstu tíð og við verðum að varðveita þá undirstöðu um ókomin ár. Virðingin iýrir náttúru landsins hefur nú hlotið svipaðan sess. Því verður að kapp- kosta að ná sáttum sem allir una svo við verðum samstiga í sjálf- stæðisbaráttunni sem okkar bíður á nýrri öld. Náttúra Islands er fjörcggið sjálft, auðlegð okkar og heimanmundur." — s.DÓR Siðferðislegt álitamál fengið að finna lýrir því hérna á Maður sem bíður dóms eftir fíkmefnadreif- ingu er einn aðalskipu- leggjenda Jjölskylduhá tíðarinnar á Akureyri. Siðferðislega „hræði- legt“ eða gott dæmi um bræðralag? Töluverður kurr er meðal bæjar- húa á Akureyri vegna þeirrar ákvörðunar Miðbæjarsamtakanna að ráða mann sem bíður dóms eft- ir fíkniefnabrot til skipulagningar fjölskylduhátíðarinnar á Akureyri. Signý Jónsdóttir, íhúi á Akurcyri, er ein fjölmargra sem haft hafa samband við blaðið og segist hún furðu Iostin. „Eg vinn á íjölmcnnum \ánnu- stað og verð að segja að það er al- menn skoðun í kringum mig að maður með þessa eiturlyljafortíð sé Iátinn skipuleggja fjölskylduhá- tíð á meðan hann bíður dóms og laga. Mér hefði fundist þetta eðli- legra ef búið væri að dæma mann- inn og hann væri búinn að afplána sína refsingu. Þá væri önnur staða uppi en að gera þetta á þessu stigi finnst mér móralskt séð alveg hræðilegt," segir Signý. Hún telur að Miðbæjarsamtökin séu að senda mjög vafasöm skilaboð til unglinga og annarra með þessari ráðningu. I hesta falli þyki mönn- um þessi staða hlægileg, að maður sem áður niiðlaði eiturlyfjum til unglinga, sé farinn að skipuleggja fjölskylduhátíð nokkrum mánuð- um síðar. Mikill vilji til yfirbótar Samkvæmt heimildum Dags hefur maðurinn gengist við brotum sín- um. Hann cr húinn að fara í cnd- urhæfingu í kjölfar brotanna og hcfur sýnt mikinn vilja til yfirbót- ar. Ingþór Asgeirsson, formaður Miðbæjarsamtakanna, segir ákvörðunina hafa verið tekna í ljósi mannúðar og hræðralags. Hann telji rétt að gefa manninum annað tækifæri og því fyrr því betra. Aðspurður segir Ingþór að hann hefði ekki talið eðlilegra að bíða þangað til refsiferlinu væri lokið. „Þessi maður hefur aldeilis Akureyri. Það er húið að kippa honum út úr ansi mörgu og ég held að það sé ekki okkar hlutverk að hegna mönnum. Eg vil ekki kasta steini úr glerhúsi og dæma manninn, það eru aðrir aðilar sem eiga að sjá um það, þ.e.a.s. dóm- stólar í landinu. Eg er þannig týjra að ef menn gera mistök og yfirbót í kjölfarið, vil ég vera fýrstur til að hjálpa við það að byggja menn upp aftur frekar en skella á þá hurðum sem aftur eykur e.t.v. hættuna á því að þeir taki upp iýrri iðju,“ seg- ir lngþór. Formaður Miðbæjarsamtakanna bendir einnig á að hugsanlega nýt- ist rcynsla mannsins til þess að koma auga á vankanta og forða öðrum frá ógæfu. „Maður með þessa fortíð veit hvað ber að var- ast.“ Ingþór segir að ekki hafi ver- ið tekist á um það innan Miðhæj- arsamtakanna að ráða manninn en vissulega hafi þessi staða verið rædd gaumgæfilega áður en ákvörðunin var tekin. Ingþór ótt- ast ekki að trúverðugleiki Miðhæj- arsamtakanna muni bíða hnekki vegna málsins. — BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.