Dagur - 04.08.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 04.08.2000, Blaðsíða 4
4 - FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2183 2000 . FRÉTTIR Banaslys á Landvegi Bamslys varð á Landvegi rétt sutman vtö Uirubakka um þrjúteyt- iö i per, Fimm urtgmenRi voni 1 Mlnujn á Seíð l'rá háUómni I Galtá- lækjars-kégi. Slj.'sið varft é beiÐUm vc^irkaÍXa mvð bundmi slitiagi og virdlst bilitnn tiaía farið öt af siit- lagimi hægra megin og ök’umaftur- inn tekíd of skarpa beygju upp á vsgtaa nmð þeitn afleiftingum ad bifheidín fór áí $S hinum megtn m mdástakkst þar og vaít nokkrar velmr, Ökinnaöur og farbegi i aftur- sæii köstifóust öt ör biinutn í vdt- unni Farþegínn lést á siysstaft. I>ríó voni fíutt roeð Jjyrlu á SjökrahOsið i Reykjavflt. Aðeins viun var l bilbviium þegar siysib varö og siapp hann meö skrártmr. -stn TfCT-T'H y l\ ú i i is i SÍMINN SEM ALDREI SEFUR ! Hafír ftu ábbfidinfu efta vitneskju um frétt, | í hrrngöu þá i slma 550 5555. Fyrir hv»ft| ! frftttáákot, som birfsst efta &í notaft i DV, I greiðast 3.000 krónur, Fyrir bcsta fréttaskötiO { I f hverri viku grvíðast 7,000, FuHrar hafnfayndar \ | er gætt. Vio tdkuro víð frftttsskotum aiían | : sðiárhringmn. AÖkoman aft siysinu á Landvegí var hrikatog, aft sögn sjönarvotta. Bíliinn fftt fyrst úi i kant ftægra roegin en ökumafturinn buygftí upp á veghrn meft þe aflroftingum aö btlfinn fftr ut af Nnum roegin, endastakkst og vaft nokkrar vellur, __________________________________________________DV-my Brottrekstur íslenskrar konu með flogaveiki úr skóla í Danmörku: Blaðaúrklippa þar sem sagt var frá slysinu á stnum tíma. Banaslys valda sárant á sálinni „Banaslys í Landsveit,“ segir í tveggja ára gamalli fyrirsögn Dags. Framund- an er mesta umferðar- helgi ársins og mikilvægt að ekki verði svipuð fyrir- sögn á síðum dagblaðanna eftir helgina. Á frídegi verslunarmanna fyrir tveimur árum voru fimm ungmenni frá Selfossi að koma heim frá Galtalæk. Ökumað- ur bílsins missir athyglina aðeins eitt augnablik og augnabliki síðar liggja ungmenninn fimm úti í móa. Eitt þeir- ra lét lífið. Aðeins einn slapp án meiðs- la, enda var hann í bílbelti. „Eg hafði lent í mjög alvarlegu slysi fyrr um vor- ið og vissi því að mikilvægt væri að sitja með beltin spennt," segir ungur maður sem ekki var nema 16 ára þegar slysið gerðist. „Eg sat við hlið bílstjórans og allt í einu tók ég eftir því að bíllinn var kominn alveg út í kant hægra megin. Eg kallaði nafn ökumannsins en fékk engin viðbrögð. Ég greip því í stýrið til að forða því að bíllinn færi út af vegin- um. Við það tók ökumaðurinn við sér og sveigði bílnum aftur inn á veginn. Það var hins vegar of seint og hann missti stjórn á bílnum sem fór einar fjórar veltur út af veginum. Þar sem ég var í belti snerist ég með bílnum en hinir krakkarnir köstuðust til. Eg meiddist í baki en það kom ekki í ljós fyrr en síðar.“ Ljótt sár á sálinni Krakkarnir fimm voru á aldrinum 15 - 19 ára en drengurinn sem lést var ekki nema 15 ára. „Þetta var einn besti vin- ur minn og við vorum mjög nánir. Ég vissi til að byrja með ckki hversu alvar- legt slysið var. Tíminn leið mjög hratt og ég veit ekki hve lengi við vorum á slysstað. Fólk dreif þarna að og hlúði að okkur. Þar sem vinur minn hafði kastast út úr bílnum lá hann langt í burtu frá okkur. Það var því ekki fyrr en í sjúkrabílnum á leiðinni heim að læknirinn sagði mér að hann væri dá- inn. Ég trúði því ekki fyrr en ég fékk að sjá hann. Hann var dáinn. Mér leið ömurlega og þrátt fyrir að ég hafi ekki slasast alvarlega á Iíkama fékk ég ljótt sár á sálina og það mun seint gróa.“ Ekki er vitað hvað olli slysinu en samkvæmt Iögregluskýrslum var bílinn ekki á mikilli ferð. „Það þarf ekki endi- lega að keyra svo hratt til að eitthvað svona gerist. Við vorum öll þreytt og hefðum átt að hvíla okkur betur áður en lagt var af stað. Ég vil brýna fyrir fólki að fara aldrei af stað eftir svona helgi án þess að hvíla sig fyrst. Það er betra að koma aðeins seinna heim heldur en að komast aldrei þangað aft- ur.“ Líður alltaf ílla í bíl. Viðmælandi okkar var ekki nema 16 ára þegar hann Ienti í slysinu en er nú sjálfur komin með bílpróf. „Eg er aldrei öruggur í umferðinni og er mjög meðvitaður um það sem getur komið fyrir. Mér líður illa þegar ég er farþegi í híl og finnst alltaf eins og hann sé við það að fara útaf. Það er eins og allir séu alltaf að flýta sér. Eg held að fólk geri sér ekki grein fyrir því að með því að keyra of hratt er það ekki einungis að stefna eigin lífi í hættu heldur líka annara í umferðinni.“ - GJ FulljTt er í heita pottínum að síðasti ríkisstjórnar- fundur hafi verið óvenju langur. Ástæðan er sögð sú að ráðherrar hafi miMð þurft að tjá sig um hhia krassandi hm- setningarræðu forseta íslands á þriðjudaghm. Sanikvæmt hehnild- mn pottverja er forsætisráðherra æíúr vegna ræðmmar og er fuliyrt að ýmsir bíði þess að sjá enduróm kSfití . ifch þeirrar reiði í Reykjavíkurbréfi Úlafur Mogga. Flestir ráðherranna voru Ragnar. víst heldur óliressir með ýmislegt sem fram kom í ræðu forseta. Þeim mun til dæmis hafa sámað að forsetinn skyldi halda því fram að stjónunálaflokkamir og alþingi væri ekki lengur í nógu góðum tengslum vlð fólkið í landinu. Flestir pottverjar hlæja en smnti hneykslast á meöferð Áma Jolm- sen á íslenska þjóðsöngnum á fjöldasöngsdiski sein hann hefur gefið út. Það hefur aðehis þótt á færi bestu tcnórsöngvara að syng- ja þjóðsönghm svo vel sé, en til þessa hefur Ámi Jolmsen ekki ver- ið talinn til alvörusöngvara hvað þá eðaltenóra. Jón Kristjánsson alþingismaður er einn af þeim sem gerti grin að öllu saman og yrkti: Engarkonurmi falar, en eyjalíflð hriftiing vakti, erÁmi Johnsenglaðurgalar Guð vors lands í húlatakti. ÁJagning skattayftivalda er mörgum á tirngu töm þessa dagana, en samkvæmt því sem í pottinum er sagt þá sitja all- margti skattgreiðendur í súpumii þetta árið - menn sem lihigað til liafa verið á gráum svæðum og því sloppið við álagningu á viss- rnn þáttum. Á þessu virðist vera breyting nú, og tala nienn um að annaö hvort sé endurskoðendum landsins farið að förlast eöa þá að Indriði H. Þorláksson ríkisskatt- stjóri og hans fólk séu búin að taka upp nýjar reglur Jón Kristjáns- son FRÉTTA VIDTALID Karl Jóhannsson9 framkvæmdastjóri Vindorku. FyrirtækiðVitidorka hf. hef- ur ákveðið að standafyrir lök- uðu úfboði á evrópska efna- hagssvæðinu á smíðifrumgeið arnýrrarvindrafstððvar. ís- lenskt hugvit í öndvegi. íslenskt hugvit á heims- markað í vmdorkumii - Hvað er þarna um að ræða? „Við vorum að ljúka hönnun á hinni nýju vindrafstöð Vindorku hf. og mun smíðin fara fram á sérstöku svæði sem er á vegum National Engineering Laboratory í Bretlandi. Þátttakend- ur í útboðinu hafa verið valdir sérstaklega með tilliti til reynslu og getu til að taka við verkefni af þessu tagi og miklar kröfur eru gerðar til þeirra varðandi tækni. Teikningar og önnur gögn vegna frumgerðarinnar voru send þátttakendum föstu- daginn 28. júlí og hafa þeir íjórar vikur til að gera tilboð í verkið. Reiknað er með að heildar- kostnaður við smíði og prófun verði um 100 milljónir." - Hvenær hófst þessi vintut? „Fyrirtækið Vindorka hf. var stofnað árið 1994 og eru hluthafar á annað hundrað. Þeir stærstu eru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Landsvirkjun, Hitaveita Suðurnesja og Nils Gíslason en hann er jafnframt hugvitsmaðurinn að baki verkefninu. Hönnunarverkefnið var í höndum hóps breskra fyrirtækja en verkfræði- fyrirtækið Garrad-Hassan & Partners leiddi verkefnið." - Á vindafl til raforkuframleiðslu vaxandi fylgi aðfagna í heiminum? „Tvímælalaust. Beislun vindafls til raforku- framleiðslu er vaxandi geiri innan orkuiðnaðar- ins og er talið að vöxturinn verði sífellt hraðari eftir því sem líður á öldina. Vindorka hf. hefur verið að þróa hugmyndir um nýja tækni í virkj- un vindafls og benda áætlanir til að hér sé á ferðinni tækni sem er töluvert hagkvæmari en sú tækni sem almennt er notuð í heiminum. Hin nýja tækni leysir vandamál hefðbundinna vindrafstöðva á einfaldari og ódýrari hátt en áður eru dæmi um. I stað þriggja sjálfstæðra vængja er notaður hverfill með fjölda væng- blaða. Utan á hverflinum eru seglar og myndast raforkan þegar vindur knýr hverfilinn og segl- amir núast fram hjá rafspólum neðan við hverfílinn. Almennt er álitið að með þessari nýju tækni verði hægt að framleiða raforku að minns- ta kosti 20% ódýrar en með hinni hefðbundnu gerð vindrafstöðva.“ - ísland hlýtur að vera hagkvæmt land til vindorku? „Já ákaflega, hér er mikill vindur og þar af Ieiðandi óbeisluð orka.“ - Er litið til sérstakra landsvæða í þessum efnum? „Menn hafa nefnt Vestmannaeyjar og Suður- land öðru fremur en heilt yfir er stefnan hjá mörgum ríkjum að setja upp vindrafstöðvar á hafí úti, 10-30 km frá sjó þar sem stöðugur vindur er og mikill. Við erum hins vegar ekkert að einblína á Island. Hér er mjög lítill markaður þannig að við erum að horfa á hinn stóra heim.“ - Er mengutuirlaus orkuiðnaður likt og vindorkan hluti af umhverfisvakningu « ver- aldarvísu? „Það er gríðarlega þung undiralda út um allan heim. Við getum ekki kallað þetta tísku heldur hefur þetta beinlínis með það að gera að við þurfum að halda áfram að geta búið á þessari jörð. Ef við höldum áfram að menga hana verð- ur héma ólífvænlegt og það er ekki hægt að búa í svoleiðis veröld. Vindorka er um 1% af raforku- framleiðslu í dag en það er stefrit er að því að um 10% raforkuframleiðslu í heiminum verði með vindafli árið 2020 þannig að möguleikam- ir em gríðarlegir." - BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.