Dagur - 04.08.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 04.08.2000, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2000 - 7 Tfc^uf- RITSTJÓRNARSPJALL Vatnssalemið er merki- legri nppfjnning en Netið Framjiróun í rafeindatækni er svo ör að flest tæki sem byggð eru á henni eru orðin úrelt þegar þau koma á markað. Hraðvirkari og fullkomnari tækni er þá þegar á teikniborðum framleiðendana. Spádómar og væntingar eru um enn meiri og örari tækniframfarir og er látið að því liggja að gífur- legar byltingar eigi sér stað og að tæknibylting næstu aldar muni gjörbreyta öllu mannlífi og þjóð- félagsgerð. Tæknikratar og tölvunördar ráða ferðinni og öflug almannatengsl flytja fagnaðar- boðskap tölvuframleiðenda og hugbúnaðargarpa sem selja hluta- bréf að ótakmörkuðum vænting- um, og græða vel. Til eru þeir sem telja að tölvu og rafeindatækni marki ekki eins djúp spor í framþróunina og af er látið. Flestar uppfinningar sem þróuðust frá því á síðustu áratug- um 19. aldar og á 20. öldinni breyttu mannlífi og samfélagsgerð svo mikið, að ekki er fyrirséð að aðrar eins byltingar verði í fyrir- sjáanlegri framtíð. Bandarískur prófessor, Robert Gordon, að nafni hefur athugað hver er munurinn á tæknibyltingu 20. aldar og þeirra væntinga sem gerðar eru um byltingu 21. aldar. Hann hefur til dæmis Iagt fram einfalda spurningu og svarað henni sjálfur. Hún er á þá leið, hvort fólk vildi skipta á innbyggðu vatnssalerni inni í húsi með mið- stöðvarkyndingu og Netinu. Svar- ið er að Netinu yrði hiklaust fórn- að. Þeir sem muna útikamra og vatnsburð vita hve gífurlegar framfarir urðu þegar vatnsveitur voru lagðar, miðstöðvarkynding tekin upp með tilheyrandi lögn- um inni í húsum. Pípulagnir eru einhver merkasta tækniframför sem mannkynið hefur kvnnst. Þeim tengjast ekki aðeins mikill vinnusparnaður og þægindi, held- ur ekki síður hreinlæti og þar með betra heilsufar, Iengra og ánægju- legra líf og meiri tími til að sinna öðru en nauðþurftum. Öld mikilla framfara Þeir sem ákafast halda því fram, að mannkynið standi nú á þrösk- uldi nýrrar byltingaaldar sýnast lítið vita um hvaða tæknibyltingar hafa orðið á þeirri öld sem er að líða. Enn síður Ieiða þeir hugann að þeim breytingum sem orðið hafa í daglegu lífi fólks frá alda- mótunum þar á undan. Rafmagnið, bíllinn, flugið, sími, útvarp, kvikmyndir varð allt almenningseign í þróuðum ríkj- um á 20. öld. Hrossatað hvarf af strætum stórborga og með pípu- lögnum innan húsa sem utan jókst hreinlæti og þar með heil- brigði. Meðferð matvæla varð önnur og betri og kælikerfi juku geymsluþol og hollustu. Ahrifarík lyf voru fundin upp og læknis- fræði fleygði fram. Sjálfsþurftar- búskapur lagðist af og starfsskipt- ing tók við og hagvöxturinn brun- aði upp á við. Hraði og væntingar Trúin á framtíðarverkefni Netsins á sér lítil takmörk og virðist svo sem að öll mannleg samskipti eigi að fara fram gegnum það. Það sem einkum breytist er að upplýs- ingastreymið verður hraðvirkara. Verslun gegnum Netið er alveg eins og að kaupa vöru eftir vöru- Iistum. Hraðinn er aðeins meiri og aðalmunurinn er að á Netinu er hægt að hafa aðgang að þús- und eða hundruöum þúsunda vörulista, í stað þess að panta gallabuxurnar eða bleyjupakkann eftir aðeins þeim eina sem maður hefur í höndunum. Satt best að segja hafa netverslanir ekki staðið undir þeim væntingum sem þeim voru bundnar af þeirri einföldu ástæðu, að þeir sem á annað borð hafa aðgang að Netinu eiga ein- nig auðvelt með að skreppa í upp- finningar liðinnar aldar, stór- markaði eða verslanaldasa. Þar er líka hægt að sýna sig og sjá aðra, sem er mikilvægari þáttur í dag- legu lífi einstaklingana en tæknikratar og tölvunördar fá nokkru sinni skilið. Afþreyingarmiðill Þegar verið var að ryðja sjónvarpi rúms og gera það að daglegri nauðþurft í lífi manna, voru mikl- ar vonir bundnar við þarna væri að koma mikill fræðslu- og upp- Iýsingamiðill. Raunin er sú, að það sjónvarp sem almenningi er boðið upp á er fyrst og síðast skemmtun og afþreying og auglýs- ingamiðill handa neyslusamfélag- inu. Sífellt fer minna og minna fyrir staðgóðri fræðslu í sjónvarpi og sem kennslutæki er það varla mikið merkilegra en taflan og krítin. Persónulegt samband kennara og nemenda er ekki síður mikilvægt á tölvuöld en það var í kolakynntu kennslustofunum. Enn meiri afþreying Nú má spyrja hvort einkatölvan og Netið er ekki á sömu braut og sjónvarpið. Netið er mikið notað- ur auglýsingamiðill og auðvelt er að komast þar að tilteknum upp- lýsingum. Það munu til dæmis vera sex milljón síður þar sem hægt er að fá fróðleik um John Lennon. Það er svo yfirhlaðið af upplýsingum að þar flækist hvað íyrir öðru. En klám, leikir og af- þreyingarefni margs konar og auglýsingar í fjölbreytilegu l'ormi er það efni sem mest er sótt í. Sala á tölvuleikjum er orðin meiri en á vídeóböndum og mynddisk- um. En síst skal dregið úr notagildi tölvu og Nets. Þetta eru tæknileg undratæki sem þjóna ótrúlegustu verkefnum, svo sem eins og því að taka við þessum vangaveltum og koma þeim fyrir augu lesenda, ef þeir eru einhverjir. En þegar hugsað er til þess, að Halldór Lax- ness skrifaði sínar bækur og rit- gerðir með blýantsstubbum og miðar gæði þeirra og áhrifamátt við andiega framleiðslu tölvuald- ar, hljóta að vakna efasemdir um hvort eitthvað miðar á Ieið. Vert er að minna á að Halldór er með mikilvirkustu höfundum og liggja eftir hann ritverk sem eru meiri að vöxtum en einhverra dúsína af tölvuborðspikkurum á skáld- styrkjum. Nýjar þarfir Þrátt fyrir allan áróðurinn er vafa- samt að fólki skili mikið meiri vinnu en það gerði áður en Netið hélt innreið sína. Og ekki hefur verið sýnt fram á að netverslun eða nauðsynleg samskipti séu ódýrari í gegnum Netið en eftir öðrum leiðum. Hins vegar bætir Netið við nýjum þörfum og það kostar sitt að starfrækja það og það tekur sannarlega sinn skemmtanaskatt til sín. Róbótar létta störf og auka framleiðslu. Samt gengur illa að stytta vinnutíma mannfólksins og hefur lítil breyting orðið á því tímabili á 20. öld þegar verkalýðs- félög voru öflug og áttu sér bar- áttumál. Ódýr varningur iðnaðar- þjóðanna á ekki síður upptök sín í þrælkunarfyrirtækjum þriðja heimsins en í tæknivæðingu þess íyrsta. Mörg er nýjungin sem í raun breytir ekki miklu þótt snjöll kunni að vera. Vasasímaæðið með sínum Net- og bankatengingum skiptir cngum sköpum í daglegu lífi og er ekkert annað cn smá- vægilegur áfangi í tækniþróun. Eða hefur nokkur orðið þess var að símareikningarnir lækki eða að bankaþjónustan verði hagkvæm- ari með þessum nýju tengingumr Gömlu brýnin byltu mest Tölvur og Net hafa mikla kosti og eru árangur mikillar tækniþróun- ar. Hins vegar gætir mikils hroka og jafnvel þekkingarleysis hjá þeim sem ákafast halda því að fólki að þessi tækni sé svo bylting- arkennd að ekki sé við neitt ann- að að líkja. Ljósaperan og rafall- inn voru margfallt merkilegri uppfinningar og höfðu meiri áhrif en Netið og öll afþreyingartækin, sem verið er að spá að bylti tækni og mannlífi 21. aldar. Atómið var klofið á 20. öld og Dolly var klónuð. Þekkingu á kjarnasýrum og erfðavísum fleygir fram og á þeim sviðum er ef til vill mestra framfara að vænta. En líf- tæknin á sér líka takmörk og henni er hægt að beita, eins og kjarnorkunni, til góðra verka sem vondra. Samtímis er haldið uppi stað- hæfingum um mildar framfarir í læknavísindum og því hiklaust haldið fram að eilíf æska sé á næsta leyti, og hræðsluáróðri um að nývaktar veirur og ólæknandi farsóttir ógni mannkyninu. Ef einhver er í vafa um hvort verður ofaná má sjálfsagt fletta því upp á Netinu. Eftir stendur, að tækniframfarir 20. aldar eru svo miklar og af- drifaríkar, að það þarf meira en snjöll afþreyingartæki til að snill- ingar næstu aldar geri betur. Svo á nýja hagfræðin eftir að sanna sig; hvaða skepna sem hún kann að vera? Og enginn veit hvort Netið á eftir að standast tímans tönn og standast þær væntingar sem til þess eru gerðar. Svo má spyrja eins og endranær: Hvcr græðir á öllu þessu?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.