Dagur - 04.08.2000, Blaðsíða 12
12 - FÖSTUDAGUK 4. ÁGÚST 2 00 0
ÍÞRÓTTIR
Þorvaldur Makan með
fjögur gegn Stólunum
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson
var heldur betur á skotskónum
gegn Tindastóli á miðvikudags-
kvöldið er KA vann Tindastól 4-2
í 1. deildinni og komst þar með
upp í 6. sæti deildarinnar með 18
stig en staða Tindastóls er að
verða alvarleg á botni deildarinn-
ar. Stólarnir eru 4 stigum á eftir
Sindra sem er í 8. sætinu en 6
umferðir eru eftir í deildinni.
Tindastóll hefur í mörgum leikj-
um spilað vel úti á vellinum, en
allt runnið út í sandinn er nær
marki andstæðinganna dregur.
Liðið er með ágætis mannskap,
en markheppni er eitthvað sem
ekki er á dagskrá hjá þeim í sum-
ar.
Fyrsta mark Þorvalds kom á
12. mínútu en Marteinn Guð-
jónsson jafnaði á
33. mínútu og
glæddi vonir
heimamanna um
að fá stig í þess-
um leik. Varnar-
maðurinn Joseph
Sears hafði hins
vegar ekki í
hyggju að spila
mjög lengi, hann
fékk sitt annað
gula spjald þegar
á 36. mínútu
leiksins og við
það riðlast varnarleikur þeirra.
Þorvaldur gerði tvö mörk til við-
bótar íyrir leikhlé svo staðan var
ekld vænleg í leikhléi, tveimur
mörkum undir og einum leik-
manni færri. I síðari hálfleik
skoraði Þor-
valdur svo
Ijórða mark sitt
en Gunnar
Gestsson lagaði
aðeins stöðuna
fyrir Tindastól
fyrir leikslok.
Þorvaldur Mak-
an hefur gert 7
mörk í deild-
inni.
„Eg hef aldrei
skorað jafn
mörg mörk í
einum leik í meistaraflokki og
reyndar aldrei skorað þrennu eða
meira fyrir KA. Það voru ýmsar
hefðir brotnar hjá mér í þessum
leik. I fyrsta lagi að skora svona
mörg mörk fyrir KA og eins það
að meiðast ekki í síðasta leik fyr-
ir verslunarmannahelgina, en
það hefur nánast verið regla síð-
ustu ár. Eg talaði um það fyrr um
daginn en var búin að stein-
gleyma því þegar leikurinn byrj-
aði. Við KA menn komum ágæt-
lega stemmdir til þessa leiks en
þetta var þó meðal okkar lélegri
leikjum f sumar því sendingar
milli manna voru að klikka mjög
mikið, jafnvel einfaldar sending-
ar. En við skoruðum, og það hef-
ur verið vandamál að undan-
förnu. Við eigum tölfræðilegan
möguleika enn að vera á toppn-
um en höfum sjálfir spilað þetta
frá okkur, ekki verið yfirspilaðir
af andstæðingnum, en tapað,“
sagði Þorvaldur Makan Sig-
björnsson. - GG
Þórsarar jöfiiuöu
Islandsmet IA
Þór vann Víði 2-1 á Garðsvelli í
2. deild knattspyrnunnar á mið-
vikudagskvöld, og sinn 12. Ieik í
röð og eru með 36 stig. Það
voru Pétur Kristjánsson og
Russell Kelly sem skoruðu mörk
Þórsara en Kári Jónsson mark
Víðis. Selfoss vann HK 5-1 með
mörkum Grétars Þórssonar (2),
Kjartans Helgasonar (2) og Sig-
urðar Þorvarðarsonar en Einar
Birgisson skoraði mark HK. Aft-
urelding vann Leikni 4-2 með
mörkum Nikulásar Sigfússonar
(2) Þorvaldar Árnasonar og
Geirs Birgissonar en mörk
Leiknis gerðu Haukur Gunn-
arsson og Brynjar Sverrisson.
Með sigrinum jafnaði Þór Is-
landsmet ÍA frá árinu 1995.
Nú er spurning hvort að liðinu
takist að slá íslandsmetið með
sigri í næsta leik. Næsti leikur
verður laugardaginn 12. ágúst á
móti Aftureldingu á Varmár-
velli, en Afturelding er í 2. sæti
deildarinnar með 24 stig.
- GG
ULM 2000 í Vesturbyggð
og Tálknafirði
Fjórða unglingalandsmót UMFÍ
hefst í dag, en það fer fram um
verslunarmannahelgina á
Tálknafirði, Bíldudal og Pat-
reksfirði. Setningarathöfn fer
fram í kvöld kl. 20.00 á Tálkna-
firði. I dag verður keppt í körfu-
bolta, knattspyrnu og frjálsum
íþróttum en í kvöld verður
diskótek í stóru tjaldi á Tálkna-
firði og miðnæturleikhús,
„Svissskrekkur" verður kl.
23.00 á Bíldudal. Keppni í
körfu og sundi fer fram á
Tálknafirði, knattspyrna, skák,
glíma og golf fer fram á Patreks-
firði og frjálsar íþróttir og golf á
Bíldudal.
Á laugardag hefst keppni í
öllum greinum klukkan 9 ár-
degis en síðdegis verða krafta-
karlar á íþróttavelllinum á
Bíldudal og strax á eftir fer þar
fram alþóðlegt stangastökksmót
með þátttöku heimamannsins
Völu Flosadóttur o.fl. Um
kvöldið cru tónleikar á Tálkna-
firði með hljómsveitinni „I
svörtum fötum“ og varðeldur á
Tálknafirði en dansleikur í fé-
lagsheimili Patreksfjarðar fyrir
16 ára og eldri. Útvarpsstöð er
rekin mótsdagana. Á Patreksfirð
er útsending á 100,3 MHz, á
Tálknafirði á 101,9 MHz og á
Bíldudal á 101,3 MIIz. Grill-
veisla og mótsslit ULM 2000
verða á Tálknafirði klukkan
18.00 á sunnudag og síðan
dansleikur um kvöldið og flug-
eldasýning.
- GG
Góð þátttaka á minning-
argolfmóti á Tsaliröi
Auðunn Einarsson,
Golfklúbbi ísafjarðar,
sigraði með yfirburð-
um án forgjafar á
minningarmóti um
Einar Val Kristjánsson,
sem fram fór í Tungu-
dal við Isafjörð 29. og
30. júlí sl. Auðunn er
sonur Einars Vals
Kristjánssonar, yfir-
kennara á Isafirði, sem
mót þetta var til minn-
ingar um eins og und-
anfarin ár. Anna Ragn-
heiður Grétarsdóttir,
GI, sigraði í kvenna-
flokki bæði með og án
forgjafar. Keppendur
voru alls 53. Áuðunn
Iék 36 holurnar á 146
höggum án forgjafar,
annar varð Hans Ise-
barn, GR, á 157 högg-
um og þriðji Kristinn
Kristjánsson, GI, á 160
höggum. Með forgjöf
sigraði í karlaflokki
Hreinn Pálsson, GI, á
135 höggum, annar
varð Karl Einarsson,
GÍ, á 138 höggum, og
þriðji Samúel Einars-
son, GI, einnig á 138
höggum.
Anna Ragnheiður
sigraði án forgjafar á
190 höggum, í öðru
sæti varð Sigurbjörg
Gunnarsdóttir, GS, á
197 höggum, og í þrið-
ja sæti Helga Guðjóns-
dóttir, GP, á 204 högg-
um. Með forgjöf sigr-
aði Anna Ragnheiður á
134 höggum, Sigur-
björg varð önnur á 1 53
höggum og Helga þrið-
ja á 156 höggum.
Nándarverðlaun á 6.
braut hlaut fyrri dag-
inn Gunnar P. Ólason,
GI, og seinni daginn
Felix Haraldsson, GP.
Nándarverðlaun á 7.
braut hlaut fyrri dag-
inn Auðunn Einarsson
og seinni daginn
Hreinn Pálsson.
Einar Valur var í
hópi hinna allra fjöl-
hæfustu íþróttamanna,
góður skíðamaður og
keppti á Ólympíuleik-
um, ágætur sundmað-
ur, knattspyrnumaður í
fremstu röð á yngri
árum en badminton-
leikari af lífi og sál á
seinni árum. Hann var
einn af bestu
bridgespilurum lands-
ins, ágætur skákmaður
og einn þeirra sem far-
ið hafa holu í höggi á
golfvellinum í Tungu-
dal.
- GG
Laxulssíiua
deild kveima
I. Breiðablik 10 8 1 1 42:8 25
2.Stjarnan 107 2 124:10 23
3. KR 107 12 41:9 22
4. ÍBV 103 5 2 20:13 14
5. VaIur 10 4 1 5 29:15 13
6. ÍA 102 3 5 11:33 9
7. Þór/KA 10 1 18 12:43 4
8. FH 100 2 8 12:60 2
Næstu leikir fara fram 10. og
II. ágúst. Þá leikur FH gegn
Stjörnunni, Breiðablik gegn Val,
ÍBV gegn ÍA og KR gegn
Þór/KA.
- GG
T>iuývr
ÍÞRÓTTIR Á SKJÁNUM
Föstud. 4. águst
SÝN
Akstursíþróttir
Kl. 17:50 Mótorsport 2000
Iþróttir
Kl. 18:35 Gillette-sportpakkinn
Laugard. S. ágúst
Knattspyma
Kl. 16:20 Fótbolti í
Amsterdam. Barcelona - Lazio
Hnefaleikar
KI. 23:05 Felix Trinidad geng
Mamadou Thiam i hringnum í
New York.
Snuuiid. fí. ágúst
Akstursíþróttir
Kl. 14:40 Mótorsport 2000
SÝN
Knattspvma
KI. 19:10 Enski boltinn
Golf
Kl. 18:00 Golfmót í Evrópu
Mánud. 7. ágúst
~EBHT
Golf
Kl. 22:40 Kylfingakvöld. Bestu
kylfingar landsins á Hvaleyrar-
holtsvelli
ÍÞRÓTTIR UM HELGINA
Föstud. 4. ágúst
■ ÝMSARÍÞRÓTTIR
Unglingalandsmót UMFÍ í
Veslurbyggð og á Tálknafirði.
Mótsslit á sunnudag.
■ körfubolti
Kl. 16:00 Svíþjóð - Noregur
Kl. 18:00 Finnland - Ísland-B
KI. 20:00 ísland - Danmörk
■ (.OII
„Mjólk er góð“, punktamót
hjá Golfklúbbi Selfoss
Mótið fer fram á Laugarvatni á
laugardag og sunnudag og hefst
keppni báða dagana kl. 10:00.
Sunnud. 6. águst
■ golf
„Canon shoot out" hjá
Nesklúbbi á Seltjarnarnesi.
Opið mót hjá Golfklúbbnum
Leyni áAkranesi.
Opna Nóatúnsmótið hjá
Golfklúbbnum Kili í
Mosfellsbæ.
Opna Setbergsmótið hjá
Golfklúbbnum Setbergi í
Hafnarfirði
Mánud. 7. ágúst
Opið mót fyrir konur og
opiðmót fyrir unglinga hjá
Golfklúbbnum Leyni á
Akranesi.
NMU20
í Noregi
Norðurlandamót U20 í hand-
knattleik karla hefst í Noregi í dag
og lýkur á sunnudaginn. ísland
leikur gegn Þýskalandi kl. 9 ár-
degis í dag, gegn Finnum kl. 9 í
kvöld, gegn Norðmönnum kl. 1 á
morgun og gegn Dönum kl. 9
annað kvöld. Á sunnudag kl. 12
er leikið gegn Svíum.
Leikmenn íslands koma úr
Gróttu/KR, Aftureldingu, Val, ÍR,
Fram, KA, Stjörnunni og HK
Eskiltuna. - GG