Dagur - 18.08.2000, Side 1
Úttekt gerð á ör-
yggi ferðafólks
Slysahrinan imdanfar-
ið kallar á spumingar
um öryggi í ferðaþjón-
ustu. Samgönguráð-
herra felur ferðamála-
stjóra að ranusaka
málið.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra hefur falið ferðamálastjóra
að gera úttekt vegna fjölda alvar-
legra slysa, tengdum ferða-
mennsku í landinu í sumar. Þar er
ekki síst Iitið til rútuslysa og há-
lendisins.
„Við höfum farið yfir þetta hér í
ráðuneytinu og ég hef ákveðið að
óska eftir því við Magnús Odds-
son ferðamálastjóra að Ferða-
málaráð fari yfir þetta mál frá
sjónarhóli ferðaþjónustunnar og
skili greinargerð um stöðu máls-
ins og þá tillögum um aðgerðir ef
ástæða er til. Þær
yrðu þá gerðar í
þeim tilgangi að
reyna að finna
hugsanlega
hnökra en hins
vegar er ástæða
til að átta sig á
því að slys geta
alltaf gerst og
það er fyrir
mestu að hvetja
fólk til aðgæslu
og góðrar skipu-
lagningar á ferða-
lögum," segir
Sturla.
Svart ár
Fjórir erlendir
ferðamenn hafa á skömmum tíma
látist í slysum hér á landi og má
teljast mildi að sú tala sé ekki ein-
um til tveimur tugum hærri. Und-
angengið hafa dauðaslys útlend-
inga verið 0-1 á ári í umferðinni
þannig að árið 2000 er þegar búið
að skapa sér
óheilla sérstöðu
hvað varðar síð-
ari tíma. Sturla
treystir sér eltki
til að meta hvort
ímynd landsins
hafi skaðast
vegna öryggis-
mála en hann
segir hálend-
isslysin vekja sér-
staka athygli.
„Þær ferðir eru
þess eðlis að fara
verður varlega og
þess vegna er
Vegagerðin vak-
andi yfir því að
loka leiðurn og
benda á hættur," segir samgöngu-
ráðherra.
Sturla segist líta málið rnjög al-
varlegum augum og aðrir viðmæl-
endur blaðsins eru sama sinnis.
Samtök ferðaþjónustunnar munu
heita sér fyrir aukinni fræðslu og
áróðri um öryggismál. „Það verð-
ur að gera allt sem mögulegt er til
að koma í veg fyrir að þetta end-
urtaki sig,“ segir Erna Hauksdótt-
ir framkvæmdastjóri.
Reynsluleysi?
Aðalsteinn Júlíusson, varðstjóri á
Húsavík, segir að tvímælaust
verði að sýna meiri varúð á vegun-
um, bæði á þjóðvegum og utan
þeirra. Hann veltir upp spurning-
um um reynsluleysi rútubílstjóra
og varaformaður Sleipnis tekur
undir þann möguleika, auk þess
sem reglur um vinnutíma bílstjóra
hafa verið teygðar til samkvæmt
varaformanni Sleipnis. Fram-
kvæmdastjóri slysavarnafélagsins
Landsbjargar segir lslendinga
hafa sloppið lyrir horn í slysalegu
tilliti. Ekki sé nóg að gleðjast yfir
stöðugri fjölgun ferðamanna
heldur verði líka að mæta henni
með viðunandi öryggishætti.
- BÞ
Sjábls. 12-13.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra: Lítur málið mjög alvarlegum
augum.
Spáir 5,6%
verðbólgu
„Fyrirliggjandi hagtölur á fyrri
helmingi ársins fela ekki í sér
nein ótvíræð merki um að of-
þensla sé tekin að hjaðna, og á
suma mælikvarða er hún reyndar
að aukast, sérstaklega á vinnu-
markaði", segir í Peningamálum
Seðlabankans. I nýrri verð-
bólguspá gerir Seðlabankinn nú
ráð fyrir 5,6% verðbólgu yfir árið
2000 í stað 5% í maí (og 3,8% í
janúar). Versnandi verðbólgu-
horfur á þessu ári segir bankinn
aðallega stafa af því að gengi
krónunnar, sem spáin miðist við,
sé rúmlega 5% Iægra en í maí-
spánni.
„Eins og venjulega er þessi
verðbólguspá háð töluverðri
óvissu. Hugsanlegt er að verð-
bólga verði meiri cf innlend
þensluöfl halda áfram af sama
krafti og á undanförnum mánuð-
um/og/eða ef gengi krónunnar
lækkar frekar". Seðlabankinn
segir það einnig valda áhyggjum
að verðbólguvæntingar yfir 5%
virðist vera að festast í sessi,
samkvæmt úrtakskönnun. — HEl
Bílstjórinn sýndi mikinn kjark með
því að synda í land.
„Einhver
varð að
sækja hjálp“
Andrés Róbertsson, rútubílstjóri,
var þrekaður og eftir sig í gær-
morgun eftir atburði gærdagsins.
Hann þótti vinna mikið þrekvirki
þegar hann synti frá rútunni og í
land og gekk síðan í skálann í
Herðubreiðarlindum til að sækja
hjálp. Hann sagði að það hefði
ekki verið mikill tími til að hugsa
eftir að fólkið var komið upp á
þak rútunnar, cn einhver varð að
sækja hjálp. „Þannig að ég stökk
bara í ána, það var einfaldlega
ekki um annað að ræða“, segir
Andrés. Hann telur sig hafa
borist 4-500 metra með
straumnum áður en hann náði
landi.
En var hann ekki að bjóða
hættunni heim þegar hann lagði
af stað eftir veginum sem Jökulsá
flæddi inn á? Andrés lýsir að-
stæðum á sama hátt og leiðsögu-
maðurinn. „Það var þessi pollur á
veginum og mótaði fyrir steinum
sem mörkuðu vegarkantinn og
við sáum veginn halda áfram hin-
um megin við pollinn. Eg hef oft
farið þessa leið bæði í sumar og
síðustu ár og aðstæður virtust
alls ekki verri en oft áður þegar
menn hafa verið að fara þarna
um á jeppurn og öðrum öflugum
bílum. Þetta leit ágætlega út,
annars hefði ég að sjálfsögðu
aldrei reynt að fara yfir“, sagði
Andrés Róbertsson. — JS
Banaslys í
Þorskanrði
Ungur þjóðverji lét lífið þegar
bill sem hann var farþegi í valt í
Þorskafirði um miðjan dag í gær.
Okumaðurinn, sem var faðir
mannsins, slasaðist mikið og var
fluttur með þyrlu suður til
Reykjavíkur. Annar mannanna
var búsettur hér á landi. Ein-
breitt bundið slitlag var á vegin-
um þar sem bílinn valt og er
ástæða veltunar ekki ljós. — GJ
___rft___
RdDIOiyMfST
Geislagötu 14 • Sími 462 1300
SPARIDAGAR
kraftmikil og heimilisleg tilboð
á úrvals vörum
8.-18. ágúst
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúla 8 • Sími 530 2800