Dagur - 18.08.2000, Side 4

Dagur - 18.08.2000, Side 4
4 - FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 FRÉTTIR Aðstandendur Norðuróps kynna málið á blaðamannafundi í Samkomuhúsinu á Akureyri í gær. Frá vinstri: Sveinn Arnar Sæmundsson, EHn Halldórsdóttir, Jóhann Smári Sævarsson, Hannes Guðrúnarson og Helgi Þ. Svavarsson. Kynna fyrir bömiun ópem sem listform Óperuuppeldi norðlenskra bama á að hefjast með flutningi á ópenmni um Sæma sirkusslöngu. Norðuróp er samstarfshópur sem hyggst koma á fót óperustarfi á Akureyri og flyt- ja þar árlega óperur. Stefnan er að skapa hefð fyrir óperuflutningi á staðnum áður en menningarhúsið rís og halda í fyllingu tímans glæsilegar óperuhátíðir. IVleð til- komu nýja óperuhússins mundi Akureyri Iíklega verða eina bæjarfélagið á landinu sem hefur yfir tónlistarhúsi að ráða sem er með aðstöðu til að flytja óperur og söngleiki. Hugmyndasmiður og forkólfur Norðuróps er Jóhann Smári Sævarsson, bassasöngvari og deildarstjóri söngdeild- ar Tónlistarskólans. Norðuróp frumsýnir í Samkomuhúsinu næsta fimmtudag, 24. ágúst, barnaóperuna Sæma sirkusslöngu eða „Sid the serpent who wanted to sing“ eftir Malcom Fox sem var samin að und- irlagi menntamálaráðuneytis Astralíu til að kynna listformið óperu fyrir börnum, sem kannski mætti kalla sirkussöngleik í þessu tilfelli. Flutningurinn er hluti dag- skrár Listasumars á Akureyri og sam- starfsverkefni við Leikfélag Akureyrar. Sýnt í gnmnskólum Hugmyndin er að sýna Sæma sirkusslön- gu fjórum sinnum í Samkomuhúsinu en sýna hana í haust í skólum víðar um landið. Operan fjallar um sirkusslöngu sem starfar sem dansari en þráir ekkert heitar en að Iæra að syngja. Börnin fá að fylgja honum á ferð um heiminn þar sem hann lendir í höndum söngkennara sem er óperudíva en persónurnar sem fylgja Sæma gegnum ævintýrið eru „sterki maðurinn, trúðurinn og sirkusstjórinn" en sögnvararnir eru sópran, alt, tenór og bassi og sýna fram á hvcrnig þessar fjór- ar raddir mynda hljóm og syngja saman í kór. Tónlistin er mjög létt og minnir fremur á söngleikjatónlist en alvarlega óperu og hefur inn á milli djassaða sveiflu og viðlag sem kemur aftur og aft- ur og er grípandi og auðvclt fyrir börnin að læra og syngja með, og þar með mikið kcnnslugildi. Leikstjórn er höndum Jó- hanns Smára Sævarssonar og Jóns Páls Eyjólfsson leikara en Jóhann syngur jafn- framt sterka manninn, Elín Halldórs- dóttir trúðinn og Sally Sue, Sigríður Elliðadóttir sirkusstjórann og óperudív- una og Sveinn Arnar Sæmundsson Sæma slöngu. Píanóleikur er í höndum Helgu Laufeyjar Finnbogadóttur en á slagverk leikur Karl Petersen. Laglaus sirkusslanga Helsti gallinn við það að uppfylla þrá Sæma sirkusslöngu að syngja er að hann er laglaus. 1 leit sinni að röddinni scgir hann m.a.: „Ég hef fengið nóg af hlykkja- dansi, ég dansa ekki meir, hef hlykkjast um sem væri í transi, nú vil ég prófa fleira, svona ykkur að segja, ég á mér einn draum, mig dreymir um að syngja. Já, þenja lungun, opna munninn og láta rödd mína klingja." Vandamálið er bara að hann er með öllu laglaus. Þessi saga endar svo með því að Sæmi ákveður að reyna fyrir sér í rokkinu. Hann lendir í sjónvarpsútsendingu hjá hinni frægu Sally Sue. En það gengur auðvitað ekki heldur upp. — GG .tfc^ur væri að ræða iniian ríkis- stjómarmnar varðandi söl- una á Landssímanum þcgar Stöð 2 bar undir hann frétt Dags þar um. Ágreiningur stjómarilokkanna snýst um það hvort selja eigi ljós- leiðaraim ineð Landssíman- Davíð Oddsson. um eða ekki. Sjálfstæðis- menn vilja selja hann, framsóknarmenn ekki. Þegar svo Davið var spurður í framhaldinu hvort hann vildi aðskilja Ijósleiðaramt og Landssímann áðm en til sölu kæmi sagðist hann auðvitað vilja selja ljósleiðarann meðl! Sem sagt enginn ágrein- mgmeða hvað?!??... Það spá margir heitu hausti í íslenskri pólitík. Þar nefna memi til ýmis mál sem mik- ill ágreiningur er um milli stjómarílokkanna. Þar iná fyst nefna Landssímasöl- una, þá Evrópumálin, ný lög um RÚV, skattamál- in að meðtöldum hamakortunum, sein sjálfstæð ismenn hafa staðið þverir fýrir til þessa. Síðast en ekki síst nefna menn skýrslu Auðlindanefndar- innar, þar scm í ku vera hugmynd að auðlmda- gjaldi sem valkostur. Ungir framsóknarmenn kröfðust þess á vefsíðu sinni íýrir skömmu að Framsóknarflokkurimi tæki ágreiningsefnin inn an ríkisstjómarinnar upp á yfirborðið. Þeim gæti orðið að ósk sinni í haust að því er fullyrt er í pott- inum... Og áfrain á þeiin nótum. Þaó vakti óskipta athygli þegar þaö kvisaöist út í gær að Jón Bjarnason þhigmað- ur VG teldi af og frá að bjóða út símajijónuslu ríkisins. Sjálfstæðismaðuiinn í pott- inum bcnti á að þar hefði fjölgað um einn sameigin- legan flöt sjálfstæðismanna og Vinstri grænna!... Jón Bjarnason. FRÉTTA VIÐTALIÐ Brynjólfur Jónsson framkvæmdastjóri Skógræktaifélags íslands Skógræktarfélag íslands stendurJyrirgróðursetningu 280.000 trjáplantna í nýja „aldamótaskóga“ á laugar- daginn og hvetursem flesta að taka þátt í starfinu. Eitt aldamótatré á mann - Var hugmyndin að gróðurselja eitt tré cí hvertt landsmann? „Okkur langaði að gera eitthvað táknrænt í tilefni af 70 ára afmæli Skógræktarfélags Is- lands. Og þetta er auðvitaö „aldamótaskóg- urinn" - gróðursettur árið 2000 - og verður horft til hans sem slíks þegar lram líða stund- ir. Þessi gróðursetning verður á 5 stöðum; í Reykholti, á Barðaströnd vestan Kleifaheiðar, á Steinastöðum í Skagafirði, Heydölum í Breiðdal og Gaddstöðum við Hellu. Þessir skógar eru hugsaðir sem almenningssvæði og öllum opin í framtíðinni.“ - Og allir velkomnir að gróðursetja „sitt“ tré? „Já, klukkan 10 næsta Iaugardag er öllum opið að koma og gróðursetja á þessum stöð- um, þar sem öll nauðsynleg verkfæri verða til staðar. Við stólum fyrst og fremst á okkar að- ildarfélög, en þiggjum líka aðstoð einstak- linga eða hópa sem vilja leggja verkefninu lið. Og fyrir þá mörgu sem hafa fá tækifæri til skógræktar en langar að leggja sitt af mörkum er upplagt að koma og eignast þannig raun- verulegan hlut í „aldamótaskógunum". - Hvoða trjátegundir verða gróðursettar og verða þessir 5 skógar jafn stórir? „Það var fyrsta hugmyndin, en þau lönd sem völdust í þetta bjóða ekki öll upp á það. Nær helmingur plantnanna verða gróðursett- ar við Gaddstaði. Lunginn af þeim er birki og síðan sitkagreni og alaskaösp en alls erum við með einar sex tegundir." - Hver borgar? „Búnaðarbankinn, sem einnig er 70 ára, kom mjög sterkt inn og kostar allar plönturn- ar. En margir aðrir hafa Iagt þessu lið.“ - Hvað og hvemig Itður skógræktinni í landinu? „Eftir sumarið líður henni vel - það hefur verið gott til trjávaxtar. En í sjálfu sér gengur skógræktin hægt. Það eru gífurlega mikil verkefni óunnin f skógrækt á Islandi og við eigum því miður óskaplega langt í land. Segja má að raunverulegur skógur nái kanns- ki 0,2% af Iandinu. Stundum hefur verið tal- að um 1% eða 1,2% en þá eru menn að tala um þetta kjarr sem varla er hægt að telja skóg. Hins vegar hefur orðið mikil viðhorfsbreyt- ing og margfalt fleiri stunda nú skógrækt en áður. Almenningsálitið hefur gjörbreyst á síðustu 20 árum. Þorri þjóðarinnar er nú orðinn fylgjandi skógrækt og fullur af áhuga. Þarna er auðvitað árangur lýrri ára er að koma í ljós. Fólk býr orðið í skógivöxnum bæjum og vill hafa notalegt í kringum sig. Og bændur eru farnir að rækta skóg til nytja. Þannig að staðan er gjörbreytt. Áður höfðu fæstir höfðu trú á að þetta væri hægt, en vita nú miklu betur“. - Nií heyrast ný sjónarmið; að of mikil skógrækt sé ncítlúruspjöll? „Þjóðin verður að meta á hverjum tíma hvað hún vill hafa mikinn skóg í landinu. Mér heyrist að felstir vilji auka hann.“ - Er „tiska“ í skógræktinni? „I garðræktinni eru tískusveiflur algengar. En einnar aldar reynsla okkar í skógrækt hef- ur skilað mikilli þekkingu og beint skógrækt- armönnum í ákveðinn farveg. Þar eru engar tískubylgjur í gangi, heldur horfa menn til þess sem gengur best. Rússneskt lerki er yfir- gnæfandi og síðan sitkagreni, stafafura, birki og fleira. - Hvað lifir svo mikið af þvi sem plantað er? „Það getur verið afar breytilegt milli ára. En samkvæmt úttektum þá Iifa milli 80 og 90 prósent eftir fimm ár. Það eru alveg viðun- andi afföll. — HEI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.