Dagur - 18.08.2000, Page 8
8- FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000
SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
SIGURDÓR
SIGURDÓRSSON
sigurdor@ff.is
Hin sanna ást
Þegar borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, krafðist þess að fjármála-
ráðherra viki sœti sem úrskurðaraðili vegna kæru Landssímans á fyrirhug-
aða samninga borgarinnar og Línu nets, þar sem Landssíminn væri í eigu
ríkisins, hafnaði Geir H. Haarde fjármálaráðherra því alfarið. Hann sá
enga annmarka, hvorki lagalega né siðferðilega á því að hann úrskurðaði í
málinu. En þá kom ástinn inn í málið. Eiginkona hans Inga Jóna Þórðar-
dóttir er í hinni hörðu stjórnarandstöðu í borgarstjórn ásamt Landssíman-
um. Það var vegna hennar sem Geir ákvað að segja sig frá málinu og fá
það í hendur Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra. Þarna náði ástin út
fyrir lög og siðferði og segi menn svo að ástin og rómantíkin hafi dáið út
með Rómeó ogjúlíu.
„Hér greinir okk-
ur Steingrím J.
Sigfússon á. Hann
sér enn roðann í
austri og vill sov-
éska kerfið, að
ríkið eigi atvinnu-
tækin og land-
ið...“
Guðni Agústsson
landbúnaðarráð-
herra í samtali við
Dag.
Vafasöm umliyggja
Þessi er dagsönn: Lögregluþjónn stöðvaði mann á fallegum Benz á Vest-
urlandsvegi. Auk ökumanns sem er virðúlegur eldri maður var konan hans
í bílnum.
Lögreglumaðurinn: „Þú ókst að minnsta kosti á 120 km hraða og veist-
væntanlega að leyfilegur hámarkshraði er aðeins 90 km á klst.“
Maðurinn: „Nei þetta er ekki rétt hjá þér, ég var á tæplega 100.“
Konan: „Láttu ekki svona elskan mín, þú
varst á 140, ég sá það.“
Lögreglumaðurinn: „Eg þarf einnig að setja á
sektarmiðann að annað bremsuljósið er brotið.“
Maðurinn: „Brotið bremusljós? Ég vissi það
bara ekki!“
Konan: ,/E, þú veist að það er búið að vera
brotið í nokkrar vikur."
Lögreglumaðurinn: „Eg þarf einnig að setja á
sektarmiðann að þú hafir ekki verið með örygg-
isbelti."
Maðurinn: „Heyrðu, láttu nú ekki svona ég losaði mig úr beltinu þegar
þú stoppaðir mig.“
Konan: „Elsku kallinn minn, ekki segja svona, þú notar aldrei öryggis-
beltið.“
Maðurinn er nú greinilega orðinn eitthvað pirraður yfir konunni, hann
snýr sér að henni og öskrar á hana: „Reyndu nú að þegja einu sinni!“
Lögreglumanninum var farinn að finnast þetta nokkuð skemmtilegt svo
hann snéri sér að konunni og spurði hana: „Frú, talar maðurinn þinn
alltaf svona við þig?“
Konan: „Nei, bara þegar hann er fullur."
■ fína og fræga fólkið
Yrkir ljóð í
fnstundiiiii
Sjónvarpsþættirnir Law
& Order hafa verið
sýndir í tíu ár í banda-
rísku sjónvarpi. Helsta
stjarna þáttanna er
Jerry Orbach sem um
margra ára skeið var ein
helsta söngstjarna
Broadway. Orbach
hafði löngun til að
verða dramatískur kvik-
myndaleikari á borð við
Marlon Brando og
Montgomery Clift en
kvikmyndaframleiðend-
um þótti vangasvipur
hans ólögulegur og
voru tregir til að ráða
hann í vinnu. Orbach
var nýlega tilnefndur til
Emmy verðlauna fyrir
leik sinn f Law and
Order enþar leikur
hann löggu sem er hinn
mesti harðjaxl. „Eg hef
aldrei sóst eftir verð-
launum enda hef ég
ekki hiotið mörg,“ segir
leikarinn sem í frí-
stundum yrkir ástarljóð
til seinni eiginkonu
sinnar Elainc sem hann
hefur verið giftur í rúm
tuttugu ár.
ÍÞRÓTTIR
-Víujut
Ríkharður Daðason skorar jöfnunarmarkið gegn Svíum sem jafnframt var
hans tíunda landsliðsmark.
ísland heldur
toppsætinu
íslenska karlalandslið-
ið í knattspyrau setti í
fyrrakvöld nýtt sigur-
leikjamet, þegar það
vann 2-1 sigur á Svímn
á Laugardalsvelli.
Þetta var fjórði sigur-
leikur liðsins í röð
undir stjóra Atla Eð-
valdssonar, landsliðs-
þjálfara.
Eftir 2-1 sigurinn á Svíum í fyrra-
kvöld er Island enn í efsta sæti
Norðurlandamótsins í knatt-
spyrnu með tíu stig eftir fjóra leiki.
Finnar, sem unnu 3-1 sigur á
Norðmönnum í Helsinki í fyrra-
dag, halda öðru sætinu með níu
stig eftir Ijóra leiki og Norðmenn
því þriðja með fimm stig, einnig
eftir (jóra leiki. Svíar verma síðan
Ijórða sætið með fjögur stig eftir
þijá leiki. Danir Iyftu sér úr botns-
ætinu með 0-2 sigri á Færeyingum
í Þórshöfn í fyrrakvöld og sldldu
frændur sína þar með eftir eina og
yfirgefna á botninum með ekkert
stig eftir þrjá leiki. Mikill áhugi var
fyrir leilmum í Þórshöfn og komu
um 6.500 áhorfendur til að horfa
á viðureign þjóðanna, sem eru um
það bil 1.300 fleiri en komu á leik
Islands og Svíþjóðar á Laugardals-
velli.
Fyrsti sigur á Svíum í 49 ár
Kærkominn sigur okkar manna í
fyrrakvöld er fyrsti sigur okkar
gegn Svíum í 49 ár, eða frá því 29.
júní árið 1957, þegar Island vann
4-3, þar sem Skagamaðurinn
Ríkaharður Jónsson skoraði öll
mörkin, en Ríkharður hefur skor-
að flest landsliðsmörk íslands til
þessa, eða alls sautján. Það var því
við hæfi að dóttursonur Ríkharðs,
Ríkharður Daðason, opnaði mark-
areikninginn gegn Svíum í fyrra-
kvöld, þegar hann jafnaði leikinn á
39. mínútu, eftir að Johan
Mj%cllby hafði komið Svíum yfir á
23. mínútu. Leikurinn var fjórði
sigurleikur íslenska landsliðsins í
röð undir stjórn Atla eðvaldssonar,
sem er nýtt met, en fimm sinnum
áður hafði íslensku landsliði tekist
að vinna þrjá leiki í röð, sem var
árin 1984, 1987, 1990, 1994 og
síðast í fyrra. Það er ekki hægt að
segja annað en byrjun hjá Atla sé
frábær, en hann hefur nú stjórnað
Iandsliðinu án taps í fyrstu fimrn
leikjum sfnum með liðið, en sá
fyrsti gegn Noregi endaði með
markalausu jafntefli í La Manga á
Spáni.
Eiður Smári bestur
Besti maður íslenska liðsins gegn
Svíum var án efa Eiður Smári
Guðjohnsen, sem oft sýndi snilld-
artakta, sérstaklega í seinni hálf-
Ieiknum. Hann fískaði vítið sem
Helgi Sigurðsson skoraði sigur-
markið úr á 81. mínútu og hafði
áður gert varnamönnum Svía lífið
leitt með hraða sínum og tæloii. I
tvígang var hann felldur innan
teigs, þar sem dómarinn hefði
hæglega getað dæmt vítaspyrnur
og í fyrri hálfleiknum átti hann
stóran þátt í undirbúningi fyrra
marksins.
Árni Gautur Arason, markvörð-
ur, átti einnig mjög góðan leik og
bjargaði nokkrum sinnum meist-
aralega. Markið sem hann fékk á
sig er það fyrsta sem skorað er hjá
honum í landsleik, en áður hafði
hann haldið hreinu í 272 mínútur
í þeim Ijórum landsleikjum sem
hann hefur komið við sögu í, en
alls á hann nú skráða sjö A-Iands-
leiki.
Annars var allt íslenska liðið að
spila vel og sýndi nú enn aftur
hvað þolinmæðin getur verið dýr-
mæt. Svíarnir byrjuðu leikinn
mun betur í leiknum, en strákarn-
ir sýndu mikinn „karakter" og
náðu góðum tökum á leiknum eft-
ir að hafa Ient undir. Þeir náðu yf-
irhöndinni á miðjunni eftir leikhlé
og þegar framlínan fékk nægilegan
stuðning small leikur liðsins sam-
an og sóknarmennir fengu þá úr
nógu að moða.
SænsM fjöliniólar óánægðir
Sænskir fjölmiðlar eru vægast sagt
óánægðir með framistöðu sinna
manna í leiknum, en fyrirfram
höfðu flestir þarlendir bókað
nokkuð öruggan sænskan sigur og
vonast til að það yrði upphafið af
betri tíð, el'tir slakt gengi sænska
liðsins í úrslitakeppni EURO-
2000 í sumar. Þeir virðast eiga
erTitt með að kyngja tapi gegn
„Litla íslandi" og segja það hneyk-
sli að níu milljón manna þjóð skuli
ekki geta gert betur gegn 270 þús-
und manna smáþjóðinni í norðri.
Svíar mæta Azerbaijan í Baku um
næstu mánaðamót og hefur tapið í
fyrrakvöld heldur betur slegið á
sigurvissuna. Fjölmiðlar segja þó
að Island sé ekkcrt Azerbaijan og
hugga sjálfa sig með því að segja
að hér á íslandi sé spiluð mun
betri knattspyrna.
Staðan á mótinu:
ísland 4 3 1 0 6-4 10
Finnland 4 3 0 1 6-3 9
Noregur 4 12 1 6-6 5
Svíþjóð 3 111 3-3 4
Danmörk 4 10 3 5-7 3
Færeyjar 3 0 0 3 2-5 0