Dagur - 18.08.2000, Page 13

Dagur - 18.08.2000, Page 13
12-FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 - 13 FRÉTTASKÝRING Leikiir að eldimrm Björgunarsveitarmenn fylgjast með rútunni sem lenti út í Jökulsá í fyrradag. Fleiri útlendingar hafa látist í umferð- inni undanfarið en samanlagt í mörg ár. Ferðaþjónustan lýsir áhyggjum. Orðspor rútuhílstjóra hefur skaðast. Fjórir erlendir ferðamenn hafa á skömmum tíma látist í slysum hér á landi, þrír í bílslysum og einn á vélsleða. Þessi tala hefði gctað orðið miklu hærri. Nærri hefur legið að tugir útlendinga hafi misst lífið í slysum undanfar- ið og segir ferðamálastjóri ástæðu til að staldra við og íhuga stöðuna á alvarlegan hátt. Lögregla telur að reynslu sé ábótavant í hópi at- vinnubílstjóra og taka fleiri undir það sjónarmið. Island er vara- samt land og það þarf að kynna ferðamönnum sérstöðu þess og hættur þegar kemur að ferðalög- um. Þeir útlendingar sem látist hafa á vegum landsins í ár eru Adam Bedarik, 1 5 ára Pólverji sem fórst 27. febrúar í árekstri vestan Olafsvíkurennis. Detlef Schiesches, 65 ára sem fórst í rútuslysinu við Hólsselskíl á FjöIIum og Klara IVIaria Kompf scm lést 6. ágúst sl. í slysinu við Þelamörk í Eyjafirði. Þessar upp- Iýsingar eru fengnar frá Umferð- arráði en þær ná ekki til slysa utan vega. Þessu til viðbótar lést ferðamaður í vélsleðaslysi fyrir skömmu. Árið 2000 er skuggalegt í þessu efni miðað við fyrri ár. Maj Britt Nielsen, 19 ára, lést í fyrra 23. júní í bílveltu við Torfufell í Eyja- fjarðarsveit. Það var eina banaslysið á vegum það árið og árið 1998 varð ekkert banaslys í umferð. Arið 1997 fórst einn út- lendingur í Reykjavík en næstu ár á undan enginn. 4 stórslys í rútum Fleira er sérstakt við árið f ár. Slysið við Jökulsá er þriðja alvar- lega hópslysið í rútu á þessu ári. 3 létust á Kjalarnesi í vetur, aftur varð alvarlegt slys 1 7. júlí sl. þeg- ar þýskur ferðamaður lést við Hólsselskíl auk þess sem margir slösuðust. Björgunin í fyrradag við Jökulsá er einstæð en gæfan er ekki alltaf fyrir hendi eins og fjöldi banaslysa undanfarið sýnir. Þ.álm. dauðaslysið við Þelamörk sem fyrr er getið þegar rúta og fólksbíll Ientu í árekstri. Alvarleg áminning Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að þar á bæ fylgist menn grannt með slysaöldunni. Hann vill ekki ganga það langt að segja að ímynd íslands sem ferða- mannalands hafi þegar skaðast, enda verði slys alls staðar í heim- inum. „Hitt er ljóst að ástandið er mjög alvarleg áminning til okkar um að fara rækilega í gegnum alla þætti upplýsingamiðlunar og ör- yggis innan greinarinnar. Þó að ég hafi þá skoðun að við höfum ekki tapað ímynd sem öruggt ferðamannaland þá þarf ekki svo mikið til að sú mynd geti skað- ast,“ segir Magnús. Hann segist velta upp spurn- ingunni um rangar ákvarðanir í einstökum tilvikum fremur en að heildarskipulagningu sé ábóta- vant. Aukinnar aðgæslu sé greini- lega þörf og hvað varðar atvinnu- bílstjóra sérstaklega segir hann að atvinnurekendur f ferðaþjón- ustu hljóti að verða að fara alvar- lega yfir þá þætti sem brugðist hafa. „Island er ekki öruggt land, það vitum við sem förum um það og við leggjum ríka áherslu á að ferðamenn sýni aðgæslu. Aukin fræðsla dugar hins vegar ekki alltaf. Fólk brennir sig á hvera- svæðum þrátt fyrir að þar séu lok- uð svæði og aðvörunarskilti um allt. Við eigum hins vegar ekki að sætta okkur við eitt einasta slys og greinin mun fara yfir þessi mál og leita úrbóta." Harma slysin Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunn- ar, segir að aðgerða sé þörf. „Samtök ferðaþjónustunnar harma þau slys sem orðið hafa í íslenskri ferðaþjónustu í sumar. A vegum SAF verður rætt um þessi auknu slys í sumar og reynt að komast að orsökum þeirra, en sjálfsagt eru þar á ferð margir samverkandi þættir. Samtökin munu beita sér fyrir aukinni fræðslu og áróðri um öryggismál. Það verður að gera allt sem mögulegt er til að koma í veg fyr- ir að þetta endurtaki sig," segir Erna. Reynsluleysi ökumaima? Aðalsteinn Júlíusson, varðstjóri á Húsavík, segir að tvímælaust verði að sýna meiri varúð á veg- unum, bæði á þjóðvegum og utan þeirra. Bæði hópslysin í sumar urðu í umdæmi Húsavíkurlög- reglu. „Þetta er búið að vera mjög sérstakt en það verður líka að benda á að hér hefur verið stór- aukin umferð hópbíla,“ segir Að- alsteinn og vitnar þar ekki síst til aukningar sem tengist hvalaskoð- un. Aðalsteinn segir að geysileg fjölgun hafi orðið á yngri atvinnu- bílstjórum undanfarið og reynslu- leysi hljóti að há sumum án þess að hann hyggist fella dóma yfir bílstjórunum sem lent hafa í óhöppunum í sumar. Almennt segir Aðalsteinn brýnt að kynna betur fyrir útlendingum hvaða hættur steðji að ferðamönnum í umferðinni á Islandi. „Við tölum oft um svokallaðar „hefðbundnar útlendingaveltur" þ.e.a.s. þegar ekið er á malarvegum oft á lítilli ferð. Svo sjá þeir beygju, snar- hemla, missa bílinn út í kant og velta honum. Fólk áttar sig ekki á því hvernig fslenskir vegir eru og mér finnst að það þurfi að kynna þetta miklu betur. Bæði fyrir þeim sem taka bílaleigubíla og eins þeim sem koma með ferj- unni. Svo er sauðfé á vegunum líka sérstakt vandamál." Kraftaverk Hvað slysið við Jökulsá varðar, má skilja af orðum Aðalsteins að kraf'taverk hafi ráðið því að ckki fór verr. „Þetta fólk hlýtur að vera heppnasta fólk í heimi, það er ekkert hægt að orða það öðruvísi. Að bíllinn skyldi ekki fara þvers- um í ánni og velta, er alveg stór- merkilegt," segir Aðalsteinn og getur þess að björgunarmenn hafi unnið gífurlega vel og lagt sig f töluverða hættu. Höfiun sloppið fyrir hom Kristbjörn Oli Guðmundsson, framkvæmdastjóri slysavarnafé- Iagsins Landsbjargar, er svipaðrar skoðunar og varðstjóri lögregl- unnar á Húsavík um hugsanlegt reynsluleysi atvinnuökumanna. „Það þýðir ekki að tala alltaf um gífurlega aukningu í ferða- mennsku og ætlast á sama tíma til að allir bílstjórar séu með 100 ára reynslu. Ég held að við höfum sloppið nokkuð vel fyrir horn þeg- ar kemur að slysum í ferða- mennsku en núna erum við að upplifa það sem hægt var aö sjá fyrir. Það verður að fjalla meir um þessi mál og ítreka muninn á þvf að keyra á bundnu slitlagi og upp til fjalla." Kristbjörn ÓIi segir líka að það sé óheppilegt að í sumar hafi ekki verið neitt fast eftirlit á hálendinu. Löggæsla verði að fylgja hinni auknu umlerð á há- lendinu. Tengsl á miHi verkfaUs og slysa? Varaformaður Sleipnis, Hjalti Hafsteinsson, segir að hlutaðeig- andi bílstjórar í rútuslysunum undanfarið, hafi ekki verið félags- menn í Sleipni. Sleipnismenn búa yfir hvað mestri reynslu að sögn Hjalta og hann bendir á að hugsanlega geti verið tengsl milli verkfallsins í sumar og óhapp- anna sem á eftir fylgdu. „Eftir kjarabaráttuna í vor hefur okkar mönnum gengið mjög erfiðlega að fá vinnu. Það vísar til þess að reynslulitlir menn geti verið á ferðinni í einhverjum tilfellum. Það er skiljanlegt út af fyrir sig að menn séu ekki tilbúnir að ráða sig í vinnu fyrir skítalaun," segir Hjalti. Ónóg vinnuvemd Hann ncfnir annan þátt sem er vinnuálag bílstjóra. „Hér eru í gildi reglur um aksturs- og hvíld- artíma hílstjóra sem eiga að vera í takti við reglur á e\TÓpska efna- hagssvæðinu. Að mati Sleipnis eru þessar reglur mjög mistúlkaðar af stjórnvöldum á Islandi. Þar er tal- að um hámark og Iágmark en svo er heimild til að lækka hámörk og hækka lágmörk. Islenska ríkið hafi hins vegar hækkað hámörk og lækkað Iágmörk, þ.e.a.s. fer öfuga leið. Við höfum komið þessum sjónarmiðum á framfæri við stjórnvöld en þetta er svo sem ekk- ert algjört einsdæmi á Islandi," segir Hjalti. Varaformaður Sleipnis telur engan vafa á því að orðspor at- vinnuhílstjóra hafi skaðast að und- anförnu og hann segir vel líldegt að bílstjórar muni funda um mál- ið og skoða viðbrögð við ástand- inu. Hann segist vita til þess að menn séu sendir áfram í ferðir án þess að þeir hafi náð tilskyldum hvíldartíma. „Þetta er ekkert ann- að en leikur að eldinum." Nokkuð hefur verið rætt um tryggingahlið slyssins í Jökulsá og segir Ágústa Jóhannesdóttir starfs- maður að fyrirtækið hafi átt lund með tryggingafélagi sínu í kjölfar atburða og hafi niðurstaða þess fundar verið sú að Vestfjarðaleið fái fullar bætur fyrir allt annað en rútuna. „Farangur, fólkið og allt er trvggt nema bíllinn sjálfur. Rútan er metin á 10-12 milljónir," segir Agústa. Kostnaður björgunaraðgerða er gífurlegur en hann fellur undir tryggingu fólksins eftir því sem Dagur kemst næst. Aðilar kunnug- ir tryggingaheiminum segja ekki tímabært að spá fyrir um niður- stöðu bótaábyrgðar í þessu máli. Vegurinn að Herðubreiðarlindum var lokaður og hugsanlega verður tekist á um hvort umferðarlaga- hrot hafi verið framið og hvaða af- leiðingar það hefur bótalega. „Við eigum eftir að fá skýringar á því af hverju hann fór þarna yfir lokaðan veg en við erum mjög stolt af honum,“ segir Ágústa. „Það er alltaf samráð bílstjóra og fararstjóra að taka svona ákvarð- anir en bílstjórinn á síðasta orðið.“ Austurríkismennirnir sem lentu í rútuslysinu á miðvikudag á Húsavík. Roland Dunzendorfer fyrir utan Hótel Húsavík í gærmorgun. „Hugsuðu um börnjjt heima“ Roland Dunzendorfer, leiðsögu- maður austurrísku ferðamann- anna sem lentu í lífsháska í Jök- ulsá í fyrradag, hafði í nógu að snúast á Húsavík í gærmorgun. Hann fór í ský'rslutöku hjá lög- reglu, þurfti að ná í einn farþega sem dvaldi á sjúkrahúsinu um nóttina, og koma honum niður á hótel til félaga sinna þar og síð- an var fundað um framhald ferð- arinnar. Hann gaf sér þó tíma til að ræða stuttlega við blaðamann Dags. Roland kvast verða hamingju- samur og glaður yfir því að allt fór vel og allir sluppu heilir úr heljar- greipum Jökulsár. Við báðum hann að lýsa atburðarás gærdags- ins. „Við vissum að vegurinn var lokaður en höfðum haft að því spurnir frá Vegagerðinni að hægt væri að komast þessa leið á öílug- um bíl eins og við vorum á. Þannig að við ákváðum að reyna og taka ekki ákvörðun strax um að snúa við. Þegar við komum að ánni sáum við að hún Ilaut lítil- lega yfir veginn og það mótaði fyrir vegarköntunum. En vatnið virtist grunnt og við töldum auð- velt að komast yfir og héldum því áfram, tilbúnir til að snúa við ef þetta reyndist ófært. En eftir að- eins nokkra metra flaut rútan upp að framan og þá varð ekki aftur snúið, áin tók völdin og ekki varð við neitt ráðið“. Roland sagði að rútan hafi borist niður með ánni í um 5 mínútur og þá stöðvast. „Þá opn- uðum við dyrnar að framan til að hleypa vatninu inn og þyngja hana þannig að framendinn virk- aði sem akkeri sem sökk í botn- inn. Þetta var það eina sem við gátum tekið til bragðs. „ Síðan var þaklúgan opnuð og fólkið kom sér upp á þakið og gekk vel fyrir sig. Nema hvað elsti farþeginn, 84 ára gömul kona, var treg til að fara út úr bílnum og þurfti að ýta henni út. Við það féll hún í ána en einum félaga henn- ar tókst með snarræði að grípa í föt hennar og draga hana upp áður en straumurinn hreif hana með sér. Þakið var mjög sleipt, þannig að fólkið gat sig hvergi hrært af ótta við að renna í ána. Aðspurður um líðan fólksins meðan það beið björgunar sagði Roland að í fyrstu hcfði ríkl nokk- ur skelfing í hópnum meðan rút- an llaut niður eftir ánni, en eftir að fólkið var komið upp á þakið var það mcrkilega rólegt og menn sameinuðust um að stappa stál- inu hver í annan. „En auðvitað voru sumir á því að þetta væru endalokin og þeim var ekki síst hugsað til barnanna sinna sem biðu heima“. Hann átti varla orð til að lýsa hugrekki landvarðanna tveggja, (Kára Kristjánssonar og Elísabet- ar Kristjánsdóttur), sem komu til þeirra á litlum bát, sem þau misstu síðan frá sér og komust við illan leik upp á rútuna. „Þau lögðu líf sitt í hættu fyrir okkur og þessi björgunartilraun var mikill sálfræðilegur styrkur fyrir okkur. Og ég vil koma á framfæri innilegu þakklæti okkar til Kára og Elísabetar, sem og til björgun- arsveitarmanna og allra annarra sem liðsinntu okkur', sagði Rol- and Dunzendorfer. - JS Ekki aftnr á hálendlð Austurríldsmennirnir sem Ientu í rútuslysinu í Jökulsá, dvöldu í góðu yfirlæti á Hótel Húsavík í gærmorgun. Þeir báru sig vel og virtust hafa náð sér furðanlega eftir hina erfiðu raun og það voru fagnaðarfundir þegar elsti meðlimur hópsins, 84 ára gömul kona, mætti á staðinn, en hún hafði dvalið á sjúkrahúsi um nóttina. Allur farangur fólksins var í rútunni sem enn var í ánni, og menn voru í lánsfötum frá m.a. Rauðakrossinum. En fulltrúi frá Sjóvá-Almennum, tryggingafé- Iagi rútunnar, var kominn á stað- inn með þau skilaboð að búið væri að ganga frá því við eigend- ur fata- og skóverslana á Húsavík að þangað gætu menn farið og orðið sér úti um fatnað á kostnað tryggingafélagsins og létti mörg- um við það. Hópurinn fundaði stíft um framhaldið, þ.e. hvort menn vildu fara beint heim til Austur- ríkis eða ljúka þessari hálfsmán- aðarferð um ísland sem hófst s.l. föstudag. Niðurstaðan var sú að tveir, sá elsti og sá yngsti í hópn- um, ákváðu að fara beint heim, en hinir ætluðu að dvelja í gær á Húsavík, hvíla sig og safna kröft- um og halda síðan áfram ferðinni um Island. „En það voru allir sammála um að fara ekki aftur upp á hálendið það sem eftir lif- ir ferðar“, sagði Ieiðsögumaður- inn Roland Dunz.endorfer. - JS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.