Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 21

Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 21
Tfc^ur FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 - 21 fjor Djass og blús á Selfossi Djass- og blúshátíð verður haldin á Selfossi um helgina og hefst í kvöld á Hótel Selfossi með djasssveiflu, fram koma: Kvartett Kristjönu Stefáns, Guðlaug Ólafsdóttir, Helena Káradóttir og Zen- ker - Kappe 4tet. Kynnir er Jón Bjarnason. Á laugardagskvöldið verður svo slegið á blússtrengina með KK og Magga Eiriks, Ellenu Kristjénsdóttur og KK - kvintett, en hann skipa eftirtaldir: Jón Ólafs á orgel, Guðmundur Pétursson á gítar, Haraldur Þor- steinsson á bassa, Ásgeir Óskarsson á trommur og KK sér um söng og munnhörpuspil. Kynnir er Andrea Jónsdóttir. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22.00 bæði kvöldin og er húsið opnað kl. 21.00. Miðaverða á tónleikana er kr. 1200 hvort kvöld. Hægt er að fá djassaðan blúskvöldverð á hæfilegu verði í Betristofu Hótel Selfoss fyrir tónleikana. Sýning í Pakkhúsinu á Höfn í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði sýna nú list sína þau Inga Sigga Ragnarsdóttir, Inga Jónsdóttir og Þjóðverjarnir Felicit- as Gerstner og Jockel Heenes. Það eru skúlptúrar, lág- myndir og málverk. Listafólkið á það allt sameiginlegt að hafa numið við þýskar menntastofnanir, Ingurnar og Jockel Heenes við listaakademíuna í Munchen og Felicitas við myndlitarháskólann í Frankfurt am Main. Þjóðverjarnir hafa unnið þau verk á Islandi sem sýnd eru í Pakkhúsinu. Inga Sigga hefur starfað sem myndhöggvari í Þýskalandi og á íslandi og prýða verk hennar op- inberar bygging- ar í báðum lönd- unum. Inga Jónsdóttir notar m.a í verk sín tólg, vikurstein og steinull. Sýningin er opin 17. ágúst - 3. september alla daga kl. 13.00- 18.00. Ágústkvöld I Lónkoti Sigurrós Stefánsdóttir hefur opnað sýningu í Galleri Sölva Helgasonar í Lónkoti í Skagafirði. Yfirskrift sýningarinnar er Ágústkvöld í Lónkoti og höfðar til þess hve oft er einstök veðurblíða og kyrrð í Skagafirði á haustkvöldum. Flestar myndanna eru unnar með olíu á striga og einnig eru nokkrar myndir gerðar með blandaðri tækni. Sigurrós er fædd og uppalin í Ólafsfirði og bjó nokkur ár á Steinsstöðum í Skagafirði, Blönduósi og á Sauðárkróki. Hún útskrifasðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 1997. Vinnustofa Sigurrósar er á heimili hennar að Furugrund 2 í Kópavogi. Sýningin stendurtil 31. ágúst. homaflokkur frá Lúðrasveit Reykjavíkur ieikur á blettinum við styttu sr. Friðriks Friðrikssonar. Kl. 15 kemur götuleikhús- flokkurinn „Hópur fólks- Listverk- smiðja" og setur á svið málun Torfunnar. Franski götuleikhúsílokkurinn Les Oiseaux de Lux kemur einnig fram. Kl. 1530 verður opnuð sýning á Kom- hlöðuloftinu og kl. 16 verður sett mál- þing um húsvemd á sama stað þar sem rætt verður um ástand og horfur í hús- vemdarmálum. Fundarstjóri verður Páll V. Bjamason arkitekt, formaður Torfu- samtakanna. Málsheíjendur verða Þor- steinn Gunnarsson arkitekt, Guðrún Jónsdottir, arkitekt, Magnús Tómasson myndlistarmaður, Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og Nikulás Úlfar Másson arkitekt í Árbæjarsafni. Fijálsar umræð- ur í lokin. Harmoníkuball á útitaílinu við Torfuna með Léttsveit Harmoníkufé- lags Reykjavíkur hefst kl. 2130. Afmælisboð Hlaðvarpans Hlaðvarpinn tekur þátt í Menningarnótt ásamt Fínum í Grófinni, Fríðu frænku, Blómálfinum, Koggu og Kirsubeijatrénu og minnist þess um leið að 15 ár eru lið- in frá því konur keyptu húsin.að Vestur- götu 3 og nefndu Hlaðvarpann. I afmæl- isboðinu verður sagan riljuð upp og sýnd atriði úr verkum sem sett hafa ver- ið á sviö í húsinu. Harmoníkuleikari verður einnig á svæðinu og fræknir tónlsitarmenn sein tengst hafa Kaffileik- húsinu og Hlaðvarpanum í gegnum tíð- ina stíga á stokk. Kaffi verður tilbúið klukkan jirjú. Heiðmörk Lagt verður af stað í göngferð urn fornar slóðir í Heiðmörk kl. 13.30 sunnudaginn 20. ágúst. Fomminjar á svæðinu skoðaðar. Gönguferð og messa í Viðey Á morgun laugardag verður gengið um Suðaustureyna. Farið verður með Við- eyjarferðjunni kl. 14 úr Sundahöfn, en gangan hefst við kirkjuna kl. 14.15. Gjald er ekki annað en ferjutollurinn, sem er kr. 400 fyrir fullorðna og kr. 200 fyrir böm. Á sunnudag messar sr. Hjalti Guðmundsson í Viðeyjarkirkju Id. 14. Dómorganisti og Dómkórinn sjá um tónlist og ieiða söng. Sérstök bátsferð verður með kirkjugesti kl. 13.30. LANPSBYGGÐIN TÓNLIST Skriðuklaustur Sigurður Halldórsson og Dam'el Þor- steinsson leika tvær af sónötum Beet- hovens fyrir selló og píanó í Skriðuklaustri í Fljótsdal sunnudaginn 20. ágúst. Á efnisskránni eru sónata í A- dúr opus 69 og sónata í D-dúr opus 101 nr. 2. Tónleikamir gefa forsmekkinn af fyrirhugðu tónleikahaldi hljóðfæraleik- aranna, þar sem þeir ætla að leika sónötur Beethovens í heild sinni. Tón- leikamir hefjast kl. 17.30. Aðgangseyrir er 500 krónur. Veitingastofan Klaustur- kaffi verður opin. Raddir Evrópu í Reykholti Raddir Evrópu, sem nú er að leggja V*” lokahönd á söngdagskrá sem frumflutt verður í Hallgrímskirkju 26. og 27. ágúst í Reykholti býður kirkju- gestum í Reykholtskirkju að hlýða á söng sinn við messugjörð í krikjunni sunnudaginn 20. ágústkl. 14. Lokatónleikar RNT í Deiglunni Robin Nolan Trio heldur lokatónleika sína í Islandsheimsókn sinni f Deiglunni á Akureyri laugardaginn 19. ágúst kl. 2130. SÝNINGAR Hjördís Brynja á Stokkseyri Myndlistarsýning Hjördísar Brynju, Haf- ið, stendur nú yfir í Veitingahúsinu Við fjöruborðið á Stokkseyri. Hjördís sýnir málverk, sem em einskonar rannsókn á birtu og myrkri, hinu smáa og stóra og bera þau yfirskriftina Cosma Diva. Sýn- ingin slendur til 17. september. Leiksýning á Seyðisfirði Leikritið „Leitin að vísbendingu um vitsmunalíf í alheiminum" eftir Jane Wagner í flutningi okkar frábæru leikkonu Eddu Björgvinsdóttur verður á dagskrá listahátíðarinnar Á sevði, Seyð- isfirði dagana 18. og 19. ágúst n.k. í fé- lagsheimilinu Herðubreið kl. 20.30. Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson. Leikmynd og búningar : Elín I rida Arnadóttir. Leikstjórn: María Sigurðardóttir. OG SVO HITT... Björk í Reykholti Málþing um Björk Guðmunds- dóttur tónlistarmann \erður í há- tíðarsal í Reykholli, Borgarljarðarsveit, laugardaginn 19. ágúst. Yfirskrift mál- þingsins er Veröld Bjarkar. Morten Michelsen lektor í tónlistarfræðum við Kaupmannahafnarháskóla flylur fyrir- Iesturinn „The Vocie in the Musical Space : - Sound Productionm Genre Confusion and Vocal Identity in some Björk Songs". Fyrirlestur Úlfhildar Dagsdóttur bókmenntafræðings kallast „Myndanir og myndbreytingar - ímyndir og sjálfsmyndir í myndböndum Bjarkar". Andrea Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður verður með „Vangavelutr um texta Bjarkar. - Aukaatriði eru ekkert aukaat- riði“ og Gestur Guðmundsson félags- fræðingur skoðar „Stöðu Bjarkar á vett- vangi íslenskrar menningar". Umræðu- stjóri er Sjón. Málþingið hefst kl. 13 og stendur til kl. 17. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sögusetrið á Hvolsvelli r Ferðir um söguslóðir Njálu frá Sögusetrinu á Hvolsvelli kl. 14. Sögu- veisla með flutningi leikþáttarins Etigiii ]iomkerling vil ég vera og söngdagskráin Fögur er hlíðin hefjast kl. 19 í Söguskál- anum, þar sem jafnframt er boðið upp á þriréttaða veislumáltíð. Arkitektúr á Isafirði Birgit Abrecht kynnir bók sína Arki- tektúr á Islandi í Edinborgarhúsinu, Að- alstræti 7 á lsafirði sunnudaginn 20. ágúst kl. 17. Bókin er handhægt leið- sögurit í máli og myndum og sýnir þver- skurð af íslenskri byggingarlist að fornu og nýju. Víkingahátíð á Seyðisfirði Víkingahátíð verður haldin á Seyðisfirði um helgina og hefst í dag þegar svæðið verður opnað kl. 14.00. Dansleikur verður í tjaldi frá kl. 23 og leikur Vík- ingasveitin fyrir dansi, sérstakir gestir Færeyskir víkingar. Á laugardag verður svæðið opnað kl. 14 með víkingadagskrá þar sem í boði verður stórt lúxus hlað- borð á Ilótel Seyðisfirði. Ball verður fyr- ir yngri kynslóðina frá kl. 20.30 til 22.00 í tjaldi og síðar um kvöldið fyrir þá eldri. Framtíð Ríkis- útvarpsins -Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri í helgarviðtali Túnfíflahunangið er meinholt Bókahillan, dómsmálin, heilsupistillinn og kynlífið - allt á sínum stað Akureyrarlögga í Kosovo ~ Daqftr ~ ■ C*\- Álkriftnrmíminn ar800-7080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.