Dagur - 19.08.2000, Qupperneq 4
20 - LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
Skáldsögur og pólitík
BÓKA-
HILLAN
í tímans rás hafa verið
skrifaðar margar skáld-
sögur sem vakið hafa les-
endur til umhugsunar
um pólitík og þjóðfélags-
mál og í sumum tilvikum
jafnframt til vitundar um
brýna nauðsyn þess að
ráðast gegn órétltæti og
misrétti í samfélaginu.
Eitt af þekktari dag-
blöðum Bandaríkjanna,
Los Angeles Times, leit-
aði nýverið til kunnra rit-
höfunda og spurði um þær pólitísku
skáldsögur sem hefðu haft mest áhrif á
þá á yngri árum. Svörin voru afar mis-
jöfn, eins og vænta mátti. Margir töldu
þó að Iestur tiltekinna skáldsagna hefði
skipt sig miklu máli pólitískt á æskuár-
um, og eru sumar bækurnar nefndar aft-
ur og aftur. Hérna er einungis hægt að
nefna örfá dæmi úr þessari ítarlegu sam-
antekt blaðsins.
Elías Snæland
Jónsson
ritstjóri
Úr ólíkum áttum
Susan Sontag, sem er bæði þekkt fyrir
skáldskap og pólitísk skrif, varð fyrst fyr-
ir pólitískum áhrifum af Iestri franskra
skáldsagna á borð við Vesalingana eftir
Hugo og Greifann af Monte Kristó eftir
Dumas, en þær vöktu með henni reiði
gegn ranglæti og misrétti. Hún fékk
andúð á kynþáttamisrétti við lestur
frægrar sögu eftir Richard Wright, Nati-
ve Son, og varð eindregið á móti dauða-
refsingu eftir lestur Amerískrar harm-
sögu (An American Tragedy) eftir
Dreiser - en þá var hún þrettán ára. Að
hennar mati eru allar metnaðarfullar
skáldsögur að einhverju leyti pólitískar í
eðli sínu.
Hin kunna skáldkona Margaret
Atwood nefnir til sinnar sögu nokkrar
frægar bækur, einkum þó Stikkilsberja-
Finn eftir Mark Twain, Dýragarð
Orwells og Oliver Twist eftir Dickens.
Nokkrír skáldsagnahöfundanna sem sett hafa mark sitt á pólitísk viðhorf lesenda sinna: Mark Twain,
John Dos Passos, James Baidwin, Edith Wharton, Harriet Beecher Stowe, Theodore Dreiser, John
Steinbeck, Jean-Paul Sartre, Albert Camus, Emile Zola, Victor Hugo, Simone De Beauvoir, Honore
Baizac, Virgina Woolf, Jonathan Swift, George Orwell, Charíes Dickens, George Eliot.
Aðrar kunnar skáldsögur hefðu líka haft
mikil áhrif á sig, svo sem Myrkur um
miðjan dag eftir Köstler, Fagra nýja ver-
öld Huxleys og hin skáldsagan sem held-
ur nafni Orwells á lofti: Nítján hundruð
áttatíu og fjögur, en þessar bækur Ias
hún á táningsárunum.
Tom Wolfe, sem er ekki síður kunnur
sem blaðamaður en skáldsagnahöfund-
ur, nefnir einungis eina bók sem hann
telur að gnæfi upp úr öllum öðrum póli-
tískum skáldsögum: Dagur í lífi Ivan
Denisovich eftir Solzhenitsyn.
Nóbelshafinn suðurafríski Nadine
Gordimer kveðst hafa Iesið sláturhúsa-
sögu Upton Sinclairs, A refilstigum
(The Jungle), þegar hún var þrettán ára
og hafi sú lesning haft veruleg áhrif á
pólitíska vitund sína.
Doris Lessing, sem ólst upp í breskri
nýlendu sem hét Suður-Ródesía (nú
Zimbabve), segist hafa lesið Dickens
sem barn og hafi einungis þurft að líta í
kringum sig í nýlendunni til að sjá það
sem hann hafi verið að lýsa á Englandi
einni öld áður. Hún hafi fengið þau
skýru skilaboð gegnum sögur hans að
hvers kyns óréttlæti væri rangt og óþol-
andi.
Þríleikur Dos Passos
Mexikanski rithöfundurinn Carlos Fu-
entes nefnir fyrst franskar skáldsögur og
byrjar þá á Balzac og Mannlega gleði-
leiknum hans, ekki síst sögunni Týndar
tálmyndir, en getur einnig um Stendhal
(La Chartreus de Parma) og Malraux
(Örlög manns). Þá lýsir Fuentes miklum
áhrifum af Iestri „Allra manna konungs-
ins“ (All the King’s Men) eftir Robert
Penn Warren - en þá sögu um rotna inn-
viði bandarískra stjórnmála nefna reynd-
ar allmargir þeirra sem svara spurningu
blaðsins. Þar á meðal rithöfundurinn
John Gregory Dunne sem segir þá skáld-
sögu hafa leitt sig ungan að árum í allan
sannleika um hvernig „stóru strákarnir"
hegði sér í pólitíkinni, enda fyrirlíti hann
stjórnmál og stjórnmálamenn.
Skáldkonan Joyce Carol Oates segir
Þrúgur reiðinnar eftir Steinbeck hafa
haft mest áhrif á sig í æsku. Seinna hafi
hún hins vegar áttað sig á þvf að þríleik-
ur John Dos Passos - USA - væri miklu
sterkara og heilsteyptara verk. Margir
aðrir verða reyndar til að lofa þessar
skáldsögur Passos, en þær hafi ekki ver-
ið metnar að verðleikum.
Gay Talese, sem hefur meðal annars
skrifað metsölubækur um bandarísku
Mafíuna (Honor Thy Father) og stór-
blaðið The New York Times (The
Kingdom and the Power), nefnir tvö
skáldverk til sögunnar sem áhrifavalda í
æsku: annars vegar Stríð og frið eftir
Tolstoy og hins vegar Hægláta Ameríku-
manninn (The Quiet American), þá
frægu skáldsögu Graham Greene frá
fyrstu árum Víetnamstríðsins.
Norman Mailer segir USA eftir Dos
Passos Iíklega „mestu skáldsögu" sem
skrifuð hafi verið í Bandaríkjunum síð-
ustu hundrað árin og hún hafi haft meiri
áhrif á hann á skólaárunum en nokkur
önnur bók.
John Irving stundaði nám í Austurríki
og það voru þýskir höfundar sem höfðu
fyrst áhrif á hann pólitískt - sérstaklega
Gunther Grass með Blikktrommunni og
Köttur og mús, en fyrir þau verk og önn-
ur hefur hann nú nýverið fengið bók-
menntaverðlaun Nóbels.
Gott og slæmt á
myndbandaleigum
Ástæða er til að
vekja athygli á
þrem afbragðs-
góðum kvik-
myndum sem
nýlega komu á
myndbanda-
markað. Besta
myndin er tví-
m æ 1 a 1 a u s t
A m e r i c a n
Beauty, snjöll
t r a g i k o m c d í a
sem er sérlega
vel Ieikin og einkum þá af Kevin
Spacey sem hlaut verðskulduð
Óskarsverðlaun fyrir Ieik sinn
sem fjölskyldumaðurinn sem
hyggst hefja nýtt Líf. Þetta er
fyndin, kaldhæðin og átakamik-
il mynd sem engan ætti að svík-
ja-
Græna mílan, gerð eftir sér-
Iega góðri sögu Stephen King,
er fín kvikmynd um baráttu
góðs og ills, þótt hún nái aldrei
að endurvekja hrollvekjandi
stemmningu bókarinnar. Mynd-
in heldur athygli allan tímann
og er þar ekki síst að þakka dá-
samlegum ieik Michael Clark
Duncan sem bregður upp ein-
staklega fallegri mynd af risa
með barnshjarta og hug sem er
fullur af góðmennsku og sér-
stæðum hæfileikum. Sá tilgerð-
arlausi leikari Tom Hanks fellur
algjörlega í skuggann og hið
sama má segja um alla aðra
hæfileikamenn sem leika í þess-
ari mynd; þegar Duncan er á
skjánum sér maður einfaldlega
engan annan.
Seint hefði ég talið mig eiga
eftir að dásama hæfileika Tom
Cruise en það verður ekki horft
framhjá stórleik hans í Magnol-
ia. I þessari rúmlega þriggja
tíma mynd er sögð saga nokk-
urra einstaklinga sem verða að
gera upp líf sitt. Þetta er mann-
eskjuleg mynd, sálfræðilega
sterk og ögn drungaleg eins og
raunveruleikinn er alltof oft.
Helst má finna að lengd mynd-
arinnar en hún er full langdreg-
in. Hún er vel leikin en Cruise
stelur senunni frá jafn þraut-
þjálfuðum dramatískum Ieikur-
um og William H. Macy og Juli-
anne Moore.
Double Jeopardy er enn ein
sönnun þess að gæði og vin-
sældir fara ekki alltaf saman.
Þessi auma mynd var í nokkurn
tíma í fyrsta sæti á myndbanda-
leigum landsins. Myndin segir
frá konu sem fundin er sek um
niorð á eiginmanni sínum, hana
fer að gruna að hann lifi og
hyggur á hefndir. Handrit
myndarinnar er botnlaus þvæla,
Ashley Judd gengur í gegnum
myndina án þess að sýna vott af
hæfileikum en alverst er að sjá
Tommy Lee Jones rcmbast hvað
eftir annað við ð blása lífi í
myndina en misheppnast jafn-
óðum.
Ekki veit ég heldur hvað að-
standendur The Limey voru að
hugsa við gerð þeirrar myndar.
Terence Stamp leikur þar fyrr-
verandi tugthúslim sem hyggur
á hefndir eftir dauða dóttur
sinnar og beinir spjótum að
fyrrum ástmanni hennar sem
Peter Fonda leikur. Þetta er sér-
kennilega kraftlíti mynd, full-
komlega Iaus við spennu og ansi
rík af tilgerð. Myndin er svo
hæggeng og leiðinleg að í kvik-
myndahúsi hefði ég gengið út í
hléi en heima horfði ég á hana í
áföngum og andvarpaði allan
tímann.
KVIK-
MYNDIR
Kevin Spacey sýnir snilldarleik í Óskarsverdlaunamyndinni American Beauty sem
nú er komin á myndbandaleigur.