Dagur - 19.08.2000, Síða 15
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 - 31
l.íl: 0(1 SÍÍU. j
Hafsteinn og Sigurður leggja sín spil ípúkk efþeir spila við aðra. „Þá höfum við meiri möguleika og ef við vinnum þá deilum við
vinningnum, “ segja þeir. myndir: gun.
M Scsrch >'our for a y ^
^ il 10 ****■Shufflc
fhh atuck.
SSE
#
wátincc
mn*t cosj
& m
f of}l,eK Pokémon *otW tt'cv
“ •«*». Í-V. M «S
WH"c.vam«. oimMM,
Pikachu er aðal hetjan I myndinni en ekki i spilunum.
Pokémon spilaæði geisar
nú meðal krakka á aldrin-
um 9-12 ára. Pokémon er
blanda af hlutverkaspili,
bardagaleik og sýndar-
gæludýrum og æðið
gengur út á að koma sér
upp spilum (á stærð við
venjuleg pókerspil) með
Pokémon skrímslum -
skrímslum sem geta
barist við skrímsli ann-
arra. Og það er safnað,
býttað, spilað, unnið og
tapað.
Pikachu, Charmander og Bul-
basaur eru nöfn á vinsælum
skrímslum en alls er um að ræða
um 150 mismunandi skrímsli. Og
eins og gengur og gerist meðal
manna og dýra þá eru skrímslin
fyrst lítil en stækka og eflast með
aldrinum. I versluninni Nexus
við Hverfísgötu og utnhverfís /
hana reyndust margir fróðir
um þessi fvrírhæri. Utan á i’Á-r^s
búðinni er plakat með '
nokkrum figúrum og þegar
fávís blaðakonan bendir
þar á lítið grey og spyr við-
staddan sérfræðing hvort
þetta sé nú ekki óttalegur vesa-
lingur fær hún það svar að þetta
sé eiginlega smábarn en verði stórt
skrímsli og sterkt með auknum
þroska.
Þannig ku fyrrgrcindur Bul-
basaur til dæmis breytast í
skrímslið Ivysaur og eftir það í
Veusaur og þá er hann orðinn mik-
ill bardagajaxl.
hafa náð hámarki. „Þetta nær ekki
hámarki fyrr en allir læra að spila
og enn vantar dálítið upp á það,“
segir hann. „Þetta er eins og í öðr-
um spilum, maður verður að læra
vissar reglur því ef maður gerir
eitthvað vitlaust þá vindur það upp
á sig.“ Aðspurður segir Júlíus spilið
alls ekki flókið og að flestir séu
fljótir að komast upp á lagið ef þeir
einbeiti sér að því á annað borð.
Og skemmtilegra sé það en flest
venjuleg spil. „Það reynir mjög á
hæfni spilamanna því þeir búa að
nokkru leyti sjálfir til spilastokkinn
sem þeir eru með. Það verða að
vera 60 spil í stokknum og galdur-
inn er að vera með stokk sem vinn-
ur alla.“ Júlíus segir þá í verslun-
inni Nexus kenna öllum spilið sem
eftir því leiti og einnig hafi þeir
haldið nokkur mót sem hafi verið
vel sótt.
En hvernig skyldi þetta hafa
byijaðr1 Júlíus veit það: „Þetta hófst
Galdurinn að hafa góðan stokk.
Að vera með stokk
sem vinnur alla
Júlíus Einarsson er við afgreiðslu í
versluninni. Hann segir æðið ekki
í Japan 1996. Það voru snilling-
ar hjá Nintendo sem ákváðu að
búa til eitthvert æði og fundu
upp á þessum litlu körlum.
Fyrst komu þeir með tölvuleiki,
síðan teiknimyndir, spil, lím-
miða, tyggjó, innréttingar, ...
nefndu það!“
Mæðumar með í ráðum
Pokémon er greinilega vinsælla af
drengjum en stúlkum, að minnsta
kosti fer lítið fyrir kvenþjóðinni í
og við Nexus meðan blaðakona er
þar. Þó kemur ein og ein móðir til
að leggja á ráðin við Ijárfestingarn-
ar. Meðal þeirra er Hjördís Sigurð-
ardóttir. Hún segist fylgjast dálftið
með söfnuninni hjá syni sínum,
Sigurði. „Hann sýnir mér þetta allt
og ég fylgist með krökkunum spila.
Það er greinilegt að þetta er rnjög
skemmtilegt. En reyndar fylgja líka
neikvæðir þættir því fyrir kemur að
krakkar hnupla hvert írá öðru.“
Aðspurð segir hún ekki mikinn
pening fara í myndirnar „Auðvitað
væri búið að eyða miklu ef sonur-
inn hefði fengið allt sem hann vill
kaupa í þessu en við reynum að
fara samningaleiðina. Hann er til
dæmis fyrst núna að fá möppu fyr-
ir spilin.“
Hægt að giæða rosalega
Frændumir Hafsteinn Tómas
Sverrisson og Sigurður Arin-
bjöm Sigurðsson segja tölu-
verðan pening liggja í svona
spilum þótt þeir hafi ekki
eytt nema nokkmm þús-
undum ennþá. „Ef
maður ætti 100
sjaldgæf spil þá gæti
' maður grætt rosalega
á að selja þau. Samt
fer þetta allt eftir því
hvað hver og einn vill því
þetta eru sjö mismunandi seríur og
menn leggja yfirleitt áherslu á eina
seríu frekar en aðra,“ segja þeir og
upplýsa að þeir vinni saman að
söfnuninni en ráði samt sjálfir
hvað þeir geri við eigin myndir.
„Við leggjum okkar spil í púkk þeg-
ar við spilum móti einhverjum öðr-
um. Þá höfurn við sterltari stokk og
meiri möguleika."
GUN.
Júlíus Einarsson í versluninni Nexus seg-
ir æðið enn eiga eftir að vaxa
Mæðginin Hjördís Sigurðardóttir og Sigurður Þórarinsson segjast reyna að
komast að samkomulagi um eyðs/una.
Kjartan Darri Kristjánsson, Albert Marel Róbertsson og Vilhjálmur Alex Hann-
ésson eiga mörg hundruð spil hver og voru að býtta. Þeir segjast fara eftirþví
hvað myndimar séu flottar og sjaldgæfar en merki neðst í horni segir til um
það hversu sjaldgæfar þær eru. Stjarna merkir að spilið sé sjaldgæft og þar
með verðmætt en hringur er tákn um mun ódýrara spil.