Dagur - 19.08.2000, Page 18
I
34 - LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
Tkyur
í kompanfi
við glæpamenn
Leikarinn
George Raft
var ekki í
hópi helstu
stórstjarna
Hollywood
en hann var
þekktur leikari sem átti
langan feril á hvfta tjald-
inu. Meðal helstu vina
hans voru afkastamiklir
glæpamenn.
George Raft fæddist árið 1895 f
New York og ólst upp í fátækra-
hverfi sem gekk undir nafninu
„eldhús helvítis". Faðir hans
vann í verslun og móðirin hafði
nóg að gera við að ala upp börn-
in þeirra tíu. George var elstur
barnanna og eftir því sem fjölg-
aði í systkinahópnum eyddi
hann æ meiri tíma á götunni.
Þrettán ára gamall neitaði hann
að halda áfram námi og sást
stundum ekki heima hjá sér
dögunum saman.
Sextán ára gamall var hann
orðinn hnefaleikari og síðan tók
hann að vinna fyrir sér sem
dansari. Hann vann á svokölluð-
um tehúsum sem ríkar konur
sóttu. Þar horfðu þær á unga
menn dansa og keyptu þá síðan
til fylgilags við sig. Meðal félaga
Rafts í þeirri vinnu var Rudolph
Valentino. Síðan dansaði Raft á
sviði og vann í ferðaleikhúsi. Þar
kynntist hann Grayce ungri kaþ-
ólskri stúlku sem íylgdi honum
þegar hann fór að skemmta f
nokkrum fylkjum Bandaríkj-
anna. A ferðalagi þeirra varð
Grayce fyrir óþægilegum sím-
hringingum. Hún sagði Raft að
maðurinn sem væri síhringjandi
hefði verið að ofsækja sig í
nokkurn tíma og ætlaði nú að
kæra Raft fyrir yfirvöldum fyrir
að vera í sambandi við hana þar
sem hún væri undir lögaldri. Af
ótta við að enda í fangelsi
bauðst Raft til að giftast Grayce.
Nokkrum vikum síðar fóru þau
hvort sína leið en voru enn gift.
Raft kom fram á Broadway f
söngleikjum og þótt hann drykki
ekkí hafði hann unun af að
skemmta sér f næturklúbbum.
Þar komst hann í vinfengi við
sprúttsala og glæpamenn og
kunni afar vel við sig í þeim fé-
lagsskap sem minnti hann um
margt á götulífið í æsku. Meðal
hclstu vina hans var voldugur
mafíuforingi sem hélt Raft uppi
þar til hann sló í gegn í
Hollywood.
Vafasamur félagsskapur
Að ráði mafíuforingjans hélt Raft
til Hollywood þar sem hann fekk
hlutverk í kvikmyndum. Frægasta
hlutverk Raft var myndinni
Scarface sem fjallaði um ævi Al
Capone. Raft lék þar lífvörð
Capone sem talaði ekki ýkja mik-
ið en kastaði mynt upp í loftið og
George Raft ásamt dóttur Virginiu Pine en Virginia var ástkona hans til margra
ára. Á innfelldu myndinni sést hann á tali við slúðurdrottninguna Heddu Hopper.
sem ég hef kynnst. Það sem þeir
gerðu í vinnutímanum var þeirra
mál og kom mér ekki við.“
I hópi vina Rafts var glæpa-
maðurinn og morðinginn Bugsy
Siegel en um hann gerði Warren
Beatty myndina Bugsy. Við réttar-
höld þar sem Siegel var sakaður
um vafasöm viðskipti kom Raft í
vitnastúku og varði vin sinn af svo
miklum krafti að mönnum þótti
nóg um. Hann lánaði Siegel
100.000 dollara daginn áður en
Siegel var myrtur af glæpamönn-
um sem hann átti í útistöðum
við. 100.000 dollararnir voru nær
aleiga Rafts og hann fékk lánið
aldrei endurgreitt. Um Bugsy Si-
egel sagði Raft: „Hann var yndis-
legur náungi. Allir sem ég þekkti
kunnu vel við hann. Hann var
skapmikill en hver er það ekki.“
Það er einkennileg mótsögn en
þótt Raft umgengist stórglæpa-
menn þá neitaði hann oft að taka
að sér hlutverk illmenna í kvik-
myndum ef þeir fengju ekki mak-
leg málagjöld í lokin. I myndinni
Dead End átti hann að leika
morðingja sem felur sig í New
York, unglingur nokkur ber
kennsl á hann og unglingahópur-
inn í hverfinu fer í kjölfarið að
líta á morðingjann sem hetju.
Raft líkaði ekki sá boðskapur og
hafnaði hlutverkinu sem Hump-
hrey Bogart tók að sér og fékk
mjög góða dóma fyrir. Hann
hafnaði sömuleiðis hlutverkum í
Fligh Sierra, Möltufálkanum og
Casablanca, myndum sem gerðu
Humphrey Bogart að stórstjörnu.
greip hana jafnharðan. Hann
sýndist vera harður nagli. Hlut-
verkið gerði Ralt að stjörnu. AI
Capone sá myndina og líkaði hún
en sagði Raft, sem hann kannað-
ist við úr spilavítum, að endirinn
væri sér ekki að skapi en þar var
Capone drepinn.
Seinna sagði Raft um Al Capo-
ne og félaga hans: „Satt að segja
dáðist ég að þeim. Þeir urðu fræg
nöfn, og þegar maður talaði við
þá fræddist maður um margt.
Þeir voru áhugaverður félags-
skapur. Við kvöldverð á góðu veit-
ingahúsi eða í næturklúbbi voru
þeir skemmtilegri en nokkur við-
skiptajöfur eða kvikmyndamógull
Hann lék i myndinni It Had to Happen
árið 1936 ásamt Rosalind Russell.
Með Betty Grable á skemmtistað. Hann vildi gii
Me0 Deuy gði honum um skilnað.
giftast henni en eiginkona hans neit-
Fangi hjónabands
Raft var enn giftur þótt kona
hans byggi ekki í sama fylki og
hann. Ilann varð ástfanginn af
leikkonunni Virginiu Pine sem
varð ástkona hans í fjögur ár og
hann byggði glæsivillu handa
henni og ungri dóttur hennar.
Hann hélt á fund eiginkonu sinn-
ar og grátbað hana um skilnað til
að geta gifst Virginiu en eiginkon-
an, sem fékk hluta af tekjum
hans í sinn lilut, harðneitaði að
skilja við hann. Virginia vildi ckki
eyða ævinni í að vcrða ástkona og
yfirgaf Raft. Ilann átti síðan í
tæplega tveggja ára ástarsam-
bandi við leikkonuna Normu
Shearer og einnig við Marlene
Dietrich og Carole Lombard og
kolféll síðan fyrir Betty Grable.
Þau urðu brátt óaðskiljanleg og
þráðu ekkert meir en að giftast en
eiginkona Rafts neitaði enn að
skilja við hann. „Eg hefði gifst
honum viku eftir að ég hitti hann
en það virðist ekki vera framtíð í
sambandi við giftan mann,“ sagði
Betty Grable eftir að hún sleit
sambandi þeirra.
Raft var í sárum og ákvað nú að
bindast engri konu tilfinninga-
böndum, þar sem slíkt myndi ein-
ungis valda honum og konunni
sársauka. Eftir þetta lét hann sér
að mestu nægja að eiga samskipti
við gleðikonur. Hann var einn
vinsælasti viðskiptavinur þeirra
því hann kom ætíð fram við þær
eins og væru þær hertogaynjur og
hlóð á þær gjöfum. Hann lifði
hátt og eyddi dögunum við sund-
laug sína og horfði á vændiskon-
urnar vinkonur sínar synda nakt-
ar.
Hetja á Kúbu
Raft yfirgaf heimili sitt til að sjá
um skemmtanahald á nætur-
klúbbi í Havaria. Hann var þar
þegar bylting var gerð á Kúbu.
Þegar byitingarsinnar og stuðn-
ingsmenn Castrós réðust inn á
hótel þar sem Raft dvaldi þekktu
þeir hann og hrópuðu fullir
brifningar: „Þctta er George
Raft kvikmyndastjarnan." Þeir
settust síðan niður, drukku kók
og hlustuðu á Raft halda inn-
blásna ræðu um hlutleysi sitt í
átökunum. Byltingarsinnar
hylltu síðan leikarann og héldu
á brott.
1 Bandaríkjunum var Raft
dreginn lýrir dóm vegna skatta-
skulda. Næsta dag hringdi lög-
fræðingur Rafts í hann og sagði:
„Þú átt einn besta vin sem
nokkurn tíma hefur fæðst."
Frank Sinatra hafði sent Raft
auða ávísun með boði um að
gefa honum allt upp í eina millj-
ón dollara til að bjarga honum
frá skuldum.
Raft settist að á Englandi og
gerðist skemmtistjóri á enskum
næturklúbbi Colony þar sem
Elizabeth Taylor, Richard
Burton, Charlie Chaplin og
Jackie og Ari Onassis stunduðu
iðulega. Þegar hann brá sér f frí
til Bandaríkjanna bannaði
breska ríkisstjórnin honum að
snúa aftur og gaf sem ástæðu
tengsl hans við glæpamenn. „Eg
tilheyri engri mafíu,“ sagði Raft.
„Vissulega þekki ég menn sem
eru glæpamenn að atvinnu en
ég þekki fullt af fólki. Hvað á ég
að gera þegar þessir menn heilsa
mér. Segja þeim að fara til
fjandans? Hvað þarf ég að gera
til að hreinsa nafn mitt? Eg lifi
kyrrlátu lífi. Eg bið ekki um
vandræði. Eg hef aldrei drukkið.
Eg slæst ekki. En ef það er sak-
næmt að eltast við kvenfólk þá
lýsi ég mig sekan.“
Afsakanir hans dugðu ekki.
Hann eyddi síðustu árum sínum
í Bandaríkjunum og lésl þar árið
1980.