Dagur - 28.09.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 28.09.2000, Blaðsíða 2
2 - FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 ro^*r FRÉTTIR Arifarmnað þreifa fyrir Frá fundi miðstjórnar ASÍ í gær. Leitar að stuðningi sem næsti forseti ASÍ. Hluti Flóabandalagsms að baki Ara. ÓróleiM og óánægja með for- ystu ASÍ. Margt virðist benda til þess að breytingar geti orðið á skipan manna í æðstu stöðum ASI á þingi þess sem haldið verður í nóvember n.k. Samkvæmt heimildum Dags er Ari Skúlason fVamkvæmdastjóri ASI farinn að þreifa fyrir sér um stuðning manna til embættis for- seta ASI í stað Grétar Þorsteins- sonar núverandi forseta með því að hafa samband við menn víðs- vegar um Iand. Með því að fá inn- anhúsmann úr starfsliði ASI í for- setastól horfa menn töluvert til þess tíma þegar Ásmundur Stef- ánsson gengdi forsetaembættinu og stóð fyrir utan fylkingar fag- lærðra og ófaglærðra sem löngum hafa tekist á innan sambandsins. Með Ara segjast menn sjá forystu- mann sem getur staðið í fylkingar- brjósti fyrir hagsmunum aðildarfé- laga ASI við rfkisvald og atvinnu- rekendur og haft forystu fyrir sam- bandið með nýju skipulagi. Mismunaiidi áherslur Ari Skúlason segist ekkert vita um það hvort hann verður næsti for- seti ASI, enda sé það ekki hans að ákveða það. Hann segist ekki vera hæfur til að ræða þetta mál og m.a. vegna stöðu sinnar sem starfsmaður ASI. I því sambandi bendir hann á að það sé sitjandi forseti við störf og undirmaður hans fari ekki í framboð gegn hon- um. Hann áréttar að það séu hinir pólitísku fulltrúar sem sýsla með tilnefningar manna til embætta innan sambandsins. Hins vegar sé engin launung á því að menn séu alltaf að ræða málin sín í milli og í jafn stórum samtökum og ASI sé hljóta ávallt að vera mismunandi áherslur um menn og málefni. Óróleiki Halldór Bjömsson fyrrverandi for- maður Eflingar - stéttarfélags sem stýrir vinnuhópi að stofnun nýs sambands ófaglærðra segir að það sé einhver óróleiki innan ASI sér vegna forystumála þess. Hann seg- ist hins vegar ekki vita til þess að það eigi rót sína að rekja til Flóa- bandalagsins eða nýja sambands- ins sem unnið sé að stofna. Dagur hefur þó heimildir fýrir því að einn forystumaður Flóabandalagsins, Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur hefur haft samband við aðra forystumenn innan verkalýðs- hreyfingarinnar til að forvitnast um stuðning við Ara. Ekki náðist í Kristján sem dvelst á Reykjalundi. Halldór segir að það sé aftur á móti engin launung á því að innan verkalýðshreyfingarinnar hafi mönnum fundist hlutirnir ekki vera nógu sýnilegir í starfi ASI sem beri vott um starfsdeyfð. Góður starfsmaður Sævar Gunnarsson formaður Sjó- mannasambands Islands sagðist ekkert vita um þessi forsetamál ASI annað en það að Ari hefur ver- ið nefndur sem „kandidat." Hann segist þó alveg geta lýst því yfir að Ari sé afskaplega góður starfsmað- ur hjá ASI og getur því Iíka verið góður sem forseti. Hann segist hins vegar ekki hafa vita hvað Grétar ætlast fyrir. — GRH Húsið umdeilda. „Endalaust brotið á mér“ „Þetta er sigur, ekki bara áfanga- sigur heldur vann ég þetta mál. Það var algert sjokk þegar ég tap- aði málinu íyrir bæjarstjórn í maí en núna er ég vongóður um að fá frið. Enginn er gegn mér hér í hverfinu," segir Ulfar Gunnars- son, kaupmaður og annar eigandi hins umdeilda Helgamagrastrætis 10 á Akureyri. Vinnubrögð bygginganefndar bæjarins liggja undir ámæli eftir að Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála felldi úr gildi fyrri ákvörðun bygginganefndar. Úlfari hafði verið gert að rífa meintar ólöglegar viðbyggingar þar sem stækkanir á húsinu hefðu verið í blóra við reglugerðir og skipulag. Nú er málið komið aftur á upp- hafspunkt. Vilborg Gunnarsdóttir, formaður umhverfisráðs Akureyrr- arbæjar, sagði í Degi í gær að nið- urstaðan sýndi að allir aðilar inn- an bæjakerfisins hefðu þurft að vinna heimavinnu sína betur. „Eg vona að nú sé kominn frið- ur um þetta mál og að hann hald- ist. Það hefur endalaust verið brotið á mér en nú vonast ég eftir sáttum. Ég óska eftir friði," segir Úlfar. - RÞ Bætur án dóms á Þmgvöllum Kolbeinn Sveinbjörns- son hjá Þingvallasigl- ingum segir að Iögmað- ur sinn telji möguleika á því að hægt verði að ná samkomulagi við ríkið um greiðslu skaðabóta án þess að þurfa að fara með mál- ið fyrir dóm. Hann seg- ir að þarna sé ekki um háa fjárhæð að ræða heldur sé þetta öðrum þræði spurning um grundvallarréttindi sín sem ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Einhliða ákvörðun Þegar kristnitökuhátíðin var hald- in á Þingvöllum í júlíbyijun í sum- ar lokaði lögreglan veginum til höfuðstöðva Þingvallasiglinga og annarra bæja á svæðinu. Þetta var lögum sem heimilar Iögreglu að Ioka vegum í öryggisskyni. Fyrir vikið urðu Þingvalla- siglingar af viðskiptum um þessa helgi á há- annatíma sumarins. Kolbeinn var ekki sátt- ur við þessa skýringu lögreglunnar og fól Olafi Björnssyni lög- manni á Selfossi að krelja ríkið um skaða- bætur. Síðan þá hefur þetta mál farið ýmsar krókaleiðír í kerfinu. Það var fyrst sent til ríkislögreglustjóra sem vísaði því til íjármálaráðuneytisins sem sendi það til baka til ríkislög- reglustjóra. Að lokum sendi ríkis- Iögreglan erindið til ríkislögmanns sem hefur málið til meðferðar. - GRH Eftirstöðvar kristnitökuhátíðar voru m.a. viðskiptatap vegna lokunar vegar. gert án þess að nokkurt samráð var haft við hagsmunaðila sem fréttu af þessari ákvörðun fyrir tilviljun. Hins vegar taldi embætti ríkislög- reglustjóra sig vera í fullum rétti til þess og bar við ákvæði í umferðar- Faraldsfræðin Að sögn Rögnvaldar Ingólfssonar, sviðsstjóra matvælasviðs Heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur, er farið eftir ákveðnum reglum um birtingu upplýsinga um þau mál sem eru til meðferðar hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Þessar reglur voru samþykktar samhljóða á fundi um- hverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í september 1999. Þar segir m.a. að þegar hópsýk- ing kemur upp skuli gera fjölmiðl- um grein fyrir nauðsynlegum upp- Iýsingum um framgang rannsókna og niðurstöðum, enda sé þess þörf til að koma í veg fyrir frekari sýk- ingar. Með hópsýkingu er þama átt við að faraldsfræðilegar eða aðrar líkur bendi til að tveir eða fleiri hafi sýkst vegna neyslu matvöru. Ennfremur segir: „Þegar almanna- heill krefst skal öllum nauðsynleg- um upplýsingum komið á fram- færi. Slíkar upplýsingar geta verið niifn ákveðins framleiðanda, inn- flytjanda eða söluaðila." dugar Akvörðun um að innkalla marg- umrætt jöklasalat frá Dole var tek- in að höfðu samráði Heilbrigðiseft- irlits Reykavíkur, Hollustuvemdar ríkisins og sóttvarnarlæknis, og í framhaldi af því send út fréttatil- kynning til Ijölmiðla, enda bentu á þessunt tíma faraldsfræðilegar rannsóknir eindregið til þess að faraldurinn mætti rekja til salatsins og jafnframt var talið að það varð- aði almannaheill að þessi matvara væri innkölluð. — GB Birtmgarhús stofnað Sjö fyrirtæki stofnuði í gær svokallað Birtingarhús auglýsinga til að nýta betur fjármagn til auglýsinga. Þetta eru fyrirtækin Sláturfélag Suðurlands, VffiífeH, Íslensk-Ameríska, Innnes, Landssíminn, Sól-Víking og Hekla. Myndin er tekin við stofnunina. Samstarf við Úganda Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Gerald M. Ssendaula íjármála- ráðherra Úganda hafa skrifað undir samstarfssamning um þróunarsam- vinnu landanna. Með þessum samningi bætist nýtt land í hóp samstarfs- Ianda ÞSSÍ. Á næstu mánuðum verða lögð drög að verkefnum á sviði fiskveiða, menntunar og heilsugæslu. Auk þess ræddu ráðherrarnir um möguleika á sviði nýtingar jarðvarma og vatnsorku. Þá hafa utanríkisráðherra og Motoo Kusakabe, varaforsed Alþjóða- bankans, skrifað undir samning um tveggja milljóna Bandaríkjadala framlag íslands til alþjóðlegs átaks sem miðar að niðurfellingu skulda fá- tækustu ríkja heims. íslandsbanM bestur Breska bankatímridð The Banker hefur valið Íslandsbanka-FBA besta bankann á íslandi. Niðurstaða blaðsins birtist í septemberútgáfu og byggist á mati ritstjórnarinnar á ýmsum þáttum, svo sem afkomu, árangri í starfseminni, tækninýjungum og alinennri stefnu bankanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.