Dagur - 28.09.2000, Blaðsíða 9
Thgftr
FIMMTUDAGVR 28. SEPTEMBER 2000 - 9
IÞROTTIR
Guðrún í sjöunda
Guðrún Amardóttir
lenti í sjöunda sætinu
í úrslitahlaupi 400 m
grmdahlaupsins í
Sydney í gær og náði
sínuin hesta tíma í
þremur hlaupum á
leikunum. Sigurveg-
ari hlaupsins, Iriua
Privalova frá Rúss-
landi, hyrjaði að æfa
grindahlaup í fehrúar
s.l.
Guðrún Arnardóttir varð í sjö-
unda sæti af átta í úrslitahlaupi
400 m grindahlaupsins á ólymp-
íuleikunum í Sydney í gærmorg-
un, þegar hún hljóp á 54.63 sek-
úndum, sem er besti árangur
hennar á leikunum í þremur
hlaupum og aðeins 26/100 frá
Islandsmetinu sem hún setti í
London á ágúst s.l. Góður stíg-
andi var í hlaupunum hjá Guð-
rúnu á leikunum, en hún hljóp á
56,30 sek. í riðlakeppninni og
54,82 sek. í undanúrslitunum og
toppaði síðan árangurinn í úrslit-
unum í gærmorgun. Arangur
Guðrúnar er sá besti sem ís-
lenskur spretthlaupari nær á
ólympíuleikum og hún er jafn-
framt fyrsti íslenski hlauparinn
sem kemst í úrslit. Eins og áður
hefur komið fram hyggst Guðrún
nú Ieggja skóna á hilluna, eftir
farsælan feril og verður mikil eft-
irsjá að henni á hlaupabrautinni.
Hún er án efa á hátindi ferilsins,
enda að ná sýnum besta árangri
á ferlinum, en finnst nú nóg
komið að eigin sögn. I viðtali eft-
ir hlaupið sagðist hún mjög sátt
við árangurinn en sagðist þó hafa
viljað hlaupa hraðar. Hún byrjaði
hlaupið frekar rólega og hafði
misst aðra keppendur nokkuð
fram úr sér eftir fyrstu 100
metrana. A síðustu 100 metrun-
um bættu hún töluvert við sig og
náði á lokasprettinum að komast
fram úr Natashu Danvers, frá
Bretlandi, sem lenti í áttunda og
síðasta sætinu.
Hásin úr hermanni
Sigurvegarinn í hlaupinu, rúss-
neska húsmóðirin Irina Privalova
(31 árs), hljóp á 53,02 sek. og er
það hennar þesti tími til þessa.
Privalova, sem er mjög fjölhæfur
spretthlaupari og fyrrverandi
Evrópumeistari í 100 m hlaupi,
er nýstaðin upp úr erfiðum
meiðslum og því er árangur
hennar mjög athyglisverður. Fyr-
ir ári gekkst hún undir aðgerð
vegna þrálátra meiðsla í hásin,
en fyrir aðgerðina var talið ólík-
legt að hún mjmdi nokkurn tíma
keppa aftur. Þurftu sérfræðingar
að græða í hana nýja hásin að
hluta til og var hásinin fengin úr
látnum rússneskum hcrmanni.
Að eigin sögn gekk endurhæfing-
in eftir aðgerðina nokkuð vel.
„Þetta var samt mjög erfitt tíma-
bil, en alveg þess virði,“ sagði
Privalova, sem auðvitað var him-
Guðrún kemur í mark eftir frábæran árangur í Sydney.
greinina henta sér vel. „Þó að
aðgerðin hafi tekist vel þá gat ég
engan veginn haldið áfram að
æfa 100 metrana og varð því að
skipta um keppnisgrein. Þess
vegna reyndi ég grindahlaupið
sem virtist henta mér betur. Eg
byrjaði að æfa það á fullu í febr-
úar s.I., en verð að viðurkenna að
fyrstu æfingarnar voru mjög erf-
iðar. Eg gat ekki gengið frá æf-
ingasvæðinu eftir þá fyrstu og
varð að skríða. Þar sem tíminn til
stefnu var mjög naumur, varð ég
að leggja hart að mér við æfing-
arnar og þetta var virkilega erfitt
tímbil, það erfiðasta sem ég hef
upplifað á ferlinum. En ég var
ákveðin í að standa mig og kom
vel undirbúin til Sydney og í
raun var úrslitahlaupið það lét-
tasta sem ég hef hlaupið á stór-
móti á ferlinum," sagði Pri-
valova.
í öðru sæti hlaupsins varð
ólympíumeistarinn frá Atlanta,
Jamaíkastúlkan Deon Hemmings
á 53,45 sek., rétt á undan tveim-
ur síðustu heimsmeisturum í
greininni, þeim Nezha Bidouane
frá Marokkó, sem hljóp á 53,57
sek. og Daimi Pernia, frá Kúbu,
sem hljóp á 53.68 sek.
Úrslitin í hlaupinu:
l.lrina Privalova, Rússlandi
53.02
2. Deon Hemmings, Jamaica
53.45
3. Nouzha Bidouane, Marokkó
53.57
4. Daimi Pernia, Kúbu
53.68
5. Tetvana Antipova, Ukraínu
53.98
ó.Ionela Tirlea, Rúmeníu
54.35
7. Guðrún Arnardóttir, Islandi
54.63
8. Natasha Danvers, Bretlandi
55.00
Jón Araar hælti keppni
Tugþrautarkappinn, Jón Arnar
Magnússon, hætti í gær keppni
eftir þijár greinar, eftir að hafa
fundið fýrir meiðslum f læri og
jafnframt gert ógilt í öllum þrem-
ur tilraunum langstökksins, sem
var önnur keppnisgrein tug-
þrautarinnar. Jón var í níunda
sæti eftir fyrstu grein, sem var
100 m hlaup, þar sem hann
hljóp á 10,84 sek., sem er ágæt-
ur árangur. I langstökkinu, gerði
hann ógilt í fyrsta stökki, en í
öðru stökki virtist hann kveinka
sér og auðséð að eitthvað hafði
gerst í uppstökkinu. I þriðju til-
rauninni var Jón kominn með
umbúðir um lærið og gerði þá
síðustu tilraun til að ná gildu
stökki, en mistókst.
Þrátt fyrir að hafa gert ógilt í
langstökkinu mátti Jón Arnar
halda áfram keppni, en næsta
grein var kúluvarp. Þar náði Jón,
þrátt fyrir meiðslin, þriðja sætinu
eftir að hafa kastað 15,48 m í
öðru kasti. Aður hafði hann kas-
tað 14,72 m í fyrsta kasti og síð-
an 15,37 í því þriðja. Þar með var
þátttöku Jóns Arnars lokið á leik-
unum og enn einu sinni þarf
hann að horfast í augu við
meiðsli á stórmóti. Fyrir leikana f
Sydney voru horfurnar tvísýnar,
en meiðsli hafa verið að plaga
hann meira og minna tvö síðustu
árin og nú síðast í sumar í
Talance í Frakklandi, þar sem
hann varð að hætta keppni. Það
sama gerðist á HM í Sevilla í
fyrra, en þá þurfti Jón einnig að
hætta keppni. Hann var kominn
á gott skrið í byrjun sumars og
náði góðum árangri á móti í
Götziz í Austurríki í vor, þar sem
hann náði ólympíulágmarkinu
eftir að hafa lent í 9. sæti.
Efstir í tugþraut eftir fyrsta keppnisdag:
inlifandi yfir árangrinum. (100 m - Langst. - Kúla - Hást. - 400 m)
I. Chris Huffins, Bandar. 4554 (10.48 7.71 15.27 2.09 48.31)
Byrjaði að æfa í febrúar 2. Dean Macey, Bretlandi 4546 (10.81 7.77 14.62 2.09 46.41)
Grindahlaup er talið með erfiðari 3. Erki Nool, Eistalndi 4505 (10.68 7.76 15.11 2.00 46.71)
hlaupagreinum og oft kallað 4. Tom Pappas, Bandar. 4476 (10.82 7.41 14.87 2.21 48.64)
„manndrápsgreinin" og þegar 5. Roman Sebrle, Tékklandi 4460 (10.92 7.62 15.22 2.12 48.20)
Privalova var spurð að því af 6. Frank Busemann, Þýskal. 4361 (10.91 7.64 14.52 2.09 48.97)
hveiju hún hefði valið hana eftir 7. Tomas Dvorak, Tékklandi 4294 (10.91 7.50 15.91 1.97 49.11)
svo erfið meiðsli, sagði hún 8. Lev Lobodin, Rússlandi 4226 (10.75 7.18 15.75 1.94 48.87)
KNATTSPYRNA
Stefán afgreiddi Charlton
Stoke City er komið áfram í 3. umferð enska deildarbikarsins þrátt
fyrir 4-3 tap gegn úrvalsdeildarliðinu Charlton í seinni Ieik liðanna á
„The Valley“ í fyrrakvöld. Jöfnunarmark Islendingsins, Stefáns Þórð-
arsonar, sem hann skoraði í fyrri hluta framlengingar, gerði
gæfumuninn og dugði Stókurum sem höfðu unnið fyrri leikinn
heima 2-1.
Það var Kevin Lisbie sem skoraði fyrsta mark leiksins fyrir
Charlton á 25. mínútu, eftir að hafa komist inn í klaufalega sendingu
James O’Connors á miðjum vellinum. Tólf mínútum síðar borgaði
O’Connor fyrir mistökin þegar hann jafnaði fyrir Stoke og var staðan
1-1 í hálfleik.
A 75. mfnútu kom Finninn Jonatan Johansson, sem Charlton
keypti frá Rangetrs í sumar, heimaliðinu aftur yfir, þegar hann skall-
aði boltann í netið af löngu færi og aðeins fimm mínútum síðar urðu
Stókarar fyrir áfalli þegar Nicky Mohan var rekinn af leikvelli eftir að
hafa fengið að líta tvö gul spjöld. I kjölfarið endurtók Johansson leik-
inn og bætti við þriðja marki Charlton og staðan þvf orðin 3-1 fyrir
úrvalsdeildarliðið. Þar með virtist öll nótt úti fyrir Stókara, einum
manni færri á lokamínútunum, en með mikilli baráttu tókst Islend-
ingnum Brynjari Birni Gunnarssyni að minnka muninn í 3-2 og þar
með knýja fram framlengingu, þar sem markastaðan var orðin jöfn í
einvígi liðanna.
I fyrri hluta framlengingarinnar var svo komið að þætti Stefáns
Þórðarsonar, þegar hann skoraði áðurnefnt jöfnunarmark Stoke á
106. mfnútu. Stefán náði boltanum rétt utan vítateigs og lét vaða á
markið frá vítateigshorninu vinstra megin af uppáhaldstorfunni sinni
og boltinn söng f netinu.
I Iok seinni hluta framlengingarinnar sótti heimaliðið stfft, sem
endaði með því að Kevin Lisbie skoraði sitt annað mark og kom
Charlton í 4-3. A lokasekúndunum voru þeir svo nálægt því að bæta
við fimmta markinu, en þá komst Simon Brown í upplagt færi en
skaut himinhátt yfir markið. Þar með höfðu Stókarar tryggt sig áfram
í þriðju umferð deildarbikarsins og sent Charlton, fyrst úrvalsdeild-
arliða, út úr keppninni.
Onnur lið sem tryggðu sig áfram í þriðju umferðina:
(Fyrrnefnda liðið kemst áfram)
Tottenham - Brentford (2-0) Ipswich - Millvall (5-2)
Wimbledon - Wigan (2-1) Derby - WBA (5-4)
Birmingham - Wycombe (5-3) Newcastle - Leyton Orient (3-1)
Man. City - Gillingham (5-3) Sunderland - Luton (5-1)
Watford - Notts County (3-3) Middlesbr.- Macclesfield (5-2)
Southampt. - Mansfield (5-1) Blackburn - Portsmouth (5-1)
Tranmere - Swindon (2-1) Barnsley - Crewe (7-0)
Crystal Palace - Bumley (3-3)
Lyfjaleíkaxiiir í Sydney
Eitt lyfjamálið rekur nú annað á ólympíuleikunum í Sydney og eftir
allt uppistandið eftir að rúmenska fimleikastúlkan Andreea Raducan
var svift gullverðlaunum sínum vegna verkjatölfuáts fyrir keppni,
hefur önnur rúmensk stúlka nú verið gripin fyrir lyfjamisnotkun. Sú
er öllu stærri og sterkari, enda sleggjukastari að nafni Mihaela
Melinte. Hún mældist jákvæð með of mikið magn af steralyfinu
Nandrolone í blóðinu og var leidd í burtu af keppnisvellinum í fyrra-
dag í miðri keppni.
Melinte, sem er 25 ára, varð heimsmeistari í sleggjukasti á HM í
Sevilla í fýrra og fyrir tveimur dögum var hún dæmd í keppnisbann
af alþjóða frjálsíþróttasambandinu IAAF, eftir að hafa mælst með of
mikið magn af nandrolone, eftir prufur sem teknar voru eftir alþjóð-
Iegt mót í Mílanó á Ítalíu í júní s.I. Um er að ræða sama efni og fýrr
á árinu mældist í kúluvarparanum C. J. Hunter, eiginmanni Marion
Jones, en efnið hjálpar til við að byggja upp styrk og stærri vöðva.
Að sögn talsmanns IAAF greip stjórn sambandsins til þessara að-
gerða þar sem frjálsíþróttasamband Rúmeníu hafði ekkert gert f mál-
inu. „Þeir voru látnir vita skriflega um niðurstöðurnar þann 25. sept-
ember og því bar þeim að setja hana strax í bann. Hún hefði aldrei
átt að hefja keppni hér f Sydney," sagði talsmaðurinn. Prufurnar
munu hafa verið rannsakaðar hjá fulltrúum IOC f Róm, en niður-
stöður bárust stjórn IAAF ekki fyrr en 5. september. Síðan hefur það
tekið IAAF heila tuttugu daga að láta rúmenska samhandið vita, en
þeir skýra tafirnar með því málið hafi verið í frekari rannsókn.
Þetta er þriðja lyfjatilfellið sem upp kemur hjá rúmensku íþrótta-
fólki í Sydney, því áður höfðu tveir lyftingamenn verið sendir heim
vegna jákvæðra prufa, sem teknar voru stuttu fyrir leikana. Þá stóð
til að senda allt lyftingalið Rúmena heim, því reglur gera ráð fyrir að
ef tveir að fleiri mælast jákvæðir þá beri að útiloka alla í greininni írá
viðkomandi landi frá keppni, nema viðkomandi samband greiði upp-
setta sekt, sem rúmenska íþróttasambandið gerði, að upphæð 50
þúsund dollara og þar með fengu þeir serii ekki mældust að taka þnr.í
f leikunum.
Nú er svo komið að eilíf lyfjamál eru farin að skyggja á íþróttaár-
angurinn á leikunum og ljóst að þeirra verður minnst sem mestu
lyfjaleika í sögu ólympíuleikanna. A tólf kcppnisdögum hafa fimm
keppendur mælst jákvæðir og þar af hafa fjórir verið sviftir verðlaun-
um. Auk þess hafa tvær íþróttakonur sem hafa nýlega afplánað bann,
unnið til gullverðlauna á leikunum, en það eru þær Ellina Zvereva,
39 ára frá Hvíta-Rússlandi, sem varð elst kvenna til að vinna gull-
verðlaun á ólympíulcikum og Olga Shishigina frá Kazakhstan sem
vann 100 m hlaupið. Sú fyrrnefnda tók út árs bann cn sú síðar-
nefnda tveggja ára bann.