Dagur - 28.09.2000, Blaðsíða 4
4 - FIMMTUDAGUR 28. SF.PTEMBER 2000
FRÉTTIR
Atþingismenn munu hverfa að hefðbundnum störfum sínum innan fárra daga. Búist er við átökum. - mynd: hilli
Atök uni mörg stór-
mál á vetrarpmgi
Alþingi kemur saman
mánudaginn 2. október.
Byggðamál, virkjana- og
stóriðjumál, Evrópumálin
og endurskoðun laganna
um stóm fískveiða verða
fyrirferðarmest á þinginu.
Nú er hálf vika þar til aiþingi kemur sam-
an en það verður mánudaginn 2. október.
Að sjálfsögðu er það fjárlagafrumvarpið,
sem Iagt verður fram á fyrsta degi þings-
ins, sem verða mun eitt fyrirferðarmesta
þingmálið fram að jólum ef að Iíkum læt-
ur. Þá gæti þinghaldið í vetur orðið býsna
fjörugt ekki síst fyrir þær sakir að ýmis
deilumál milli stjórnarflokkanna hafa
safnast upp á síðustu mánuðum. Eitt af
þeim er Evrópumálið og annað stórmál
er salan á Landssímanum og það þriðja
er sameining bankanna.
Þá má gera ráð fyrir að allir stjórnmála-
flokkarnir reyni nokkurn einleik í vetur
sökum þess að nú eru menn farnir að
vinna samkvæmt nýrri kjördæmaskipun.
Þess vegna er búist við að allir flokkarnir
reyni að „vinna sér lönd,“ eins og einn
þingmanna komast að orði. Þess vegna er
talið fullvíst að byggöamálin verði mjög
fyrirferðarmikil í vetur. Um það eru þeir
Ogmundur Jónasson, þingflokksformað-
ur VG og Kristinn H. Gunnarsson, þing-
flokksformaður Framsóknarflokksins,
sammála.
Byggðamálin fyrirferðar mikil
„Það eru auðvitað nokkur mál sem gætu
orðið fyrirferðarmikil á haustþinginu.
Þar af held ég að byggðamálin verði mjög
ofarlega á baugi. Það er vaxandi þungi í
kröfunni um aðgerðir, bæði almennar og
sértæktækar, hjá landsbyggðarfólki. Þetta
tengist því að hvergi á landsbyggðinni er
um neinn uppgang að ræða. Það er ein-
staka staður þar sem menn halda í en
ekkert meira. Þegar ástandið er búið að
vera svona lengi eru menn eðlilega orðn-
ir mjög óþreyjufullir," segir Kristinn H.
Gunnarsson.
„Eg held að hin ldassísku mál eins og
byggða- og atvinnumál í Iandinu verði of-
arlega á baugi, þau hreinlega kalla á um-
ræðu og aðgerðir," segir Ogmundur Jón-
asson.
Hann segir að fyrir utan þessi mál sé
öruggt að menn vilji ræða virkjunar- og
stóriðjumál og þá ekki síður sjávarútvegs-
málin.
Sjávarútvegsmálin sem fyrr
„Menn fara að gerast æði Iangeygir eftir
að fara að sjá eitthvað koma út úr sjávar-
útvegsnefndunum sem kallaðar eru auð-
Iindanefnd og sáttanefnd en þær hafa
legið yfir þessum málum mánuðum og
misserum saman. Þá þurfa menn að gera
alþingi grein fyrir ummælum sínum um
Evrópumálin í sumar. Menn munu áreið-
anlega ætlast til þess að utanríkisráð-
herra geri þinginu grein fyrir sínum um-
mælum frá í sumar. Loks hljóta hin fjöl-
mörgu deilumál stjórnarflokkanna, sala
Landssímans og fleiri mál að koma til
umræðu mjög fljótlega eftir að þing kem-
ur saman," segir Ogmundur Jónasson.
Kristinn H. segir að eflaust verði mikil
umræða um Evrópumálin þótt enn sem
komið er hafi menn ekld mikinn grunn til
að ræða þau mál á eftir að hafa Iýst sín-
um skoðunum. Þá þurfi menn að bíða
eftir frekari upplýsingum. Það ætli fram-
sóknarmenn að gera. Sjávarútvegsmálin
segir hann verða mikið til umræðu í vet-
ur enda mun endurskoðun löggjafarinn-
ar þá fara fram. — S.DÓR
í heita pottinum hafa
menn mikið veriö að ræða
um árángur íslcnsku
íþróttamaimanna á nlymp-
íuleikunum og verið að von-
um ánægöir. Hins vegar þykir mörg-
um sem ráðamenn þjóðarinnar blan-
di sér full ákaft imi í dýrðarljóinann
og sérstaklega þykir það káílegt þeg-
ar menn scm aldrei hafa verið viö
íþróttir kenndir koma fram og ræða
um íþróttir eins og þeir hafi aldrei
gcrt annað er æfa! í þessu sambandi
cr eru meöal amiarra nefndir Davíð Oddsson, for-
sætisráöherra og ems Bjöm Bjarnason menntamála-
ráðherra. Þótti inörgmn ánægjulegt að sjá Bjöm í
olympíusettinu í Sjónvarpinu í vikunni ásaint
íþróttamanninum Einari Viihjálmssyni og mátti
ætla að þar væm saman fomfrægir íþróttakappar...
Davíð
Oddsson.
En talandi um stjómmálamenn og landsfeður.
Stirðleikhm virðist heldur vaxa á stjómarhehnilinu
frckar en mhmka. Umræöan um sölu á RÚV eða
jafnvel hlutafélagavæðingu RLTV er mál sem fyrir-
fram cr vitað að fer iila í skapið á framsóknarmöim-
um. Því vekur athygli að sjálfstæðismemi hafa tck-
ið málið upp í xumæðunni af talsverðum krafti m.a.
í Morgunblaðinu og er fullyrt í pottinum að það sé
með ráðum gert til að undirstrika mmhnn milli
stjómarflokkaima og ergja samstarfsflokkinn enn
frekar en orðið er. Eftir því sem hvíslað er í lierbúð-
um stjómarliða þá hefúr það tekist mjög vel...
Lengi hefur lítiö heyrst um varafor-
inannsslaginn hjá frainsóknar-
mönnum en sem kunnugt er hafa
Guðni Ágústsson, Siv Friðleifsdóttir,
Kristinn H. Guimarsson og Valgerð-
ur Sverrisdótir oftast verið nefnd til
sögunnar. Fleiri era sagðh hmi i
myndiimi, m.a. Hjálmar Ámason
sem Hulduher Hrafns Jökulssonar á vefsíðunni
Pressunni telur að hlotið hafl sérstaka náð hjá Hall
dóri Ásgrímssyni. Pottverjar treysta sér ekki til að
meta trúverðugleika þeirrar kenningar, en lútt mmi
ljóst að Jónína Bjartmarz vhðist nú ekki imú í
myndinni - inenn em búiúr að sjá að núðað við
hversu ný hún er í flokknum virnúst ekki nægur
tími íýrh hana fram að flokksþingi að þessu shuú...
Jónína
Bjartmarz.
FRÉTTAVIÐTALID
Sérstok gæsluþjálfun
Högni S.
Kristjánsson
sendiráðumutur í utanríkisráðuneyt-
inu og sérfræðingur í Schengensamn-
ingnum.
ísland mun með Schengen-
samkomulaginu taka í aukn-
um mæli þátt í alþjóðlegu
samstarji gegn stigvaxandi
alþjóðlegri ajbrotastarfsemi.
- Hverjir eru helstu liostir Schengensam-
starfsins fyrir Islendinga?
„Þar má nefna að tryggt er að Íslendingar
geta áfram ferðast til Norðurlanda án þess
að þurfa að framvísa vegabréfi. Ferðir Is-
Iendinga til annarra Schengenríkja verða
greiðari því persónueftirlit á landamærum
fellur niður en mörg ríkjanna eru vinsælir
áfangastaðir íslendinga. Greiðari samskipti
verða milli lögregluyfirvaida aðildarríkjanna
sem skapar lögreglu hér á landi betri að-
stöðu við rannsókn brota er tengjast öðrum
ríkjum Schengen, s.s. fíkniefnabrotum. ís-
land mun í auknum mæli taka þátt í alþjóð-
legu samstarfi gegn stigvaxandi alþjóðlegri
afbrotastarfsemi. Ferðamenn munu eiga
auðveldara með að ferðast til Islands frá
Schengenríkjunum auk þess sem þjónusta
við þá sem þurfa vegabréfsáritanir verður
bætt, t.d. mun ein vegabréfsáritun nægja til
ferðar um allt Schengensvæðið í allt að 3
mánuði og ætli viðkomandi til íslands getur
hann sótt um þessa áritun á um 130 stöðum
vítt og breytt um heiminn. „
- En gallar?
„Hvort gallar teljist vera á samstarfinu fer
sjálfsagt eftir því hvaða afstöðu menn al-
mennt hafa til samstarfs af þessu tagi.
Þannig vil ég ekki tína til neina galla; þróun-
in verður að skera úr í þessu efni.“
- Mikill kostnaður Jtefur verið gagnrýnd-
ur með þátttökunni. Hve mikill er hann
og hverjir eru tekjumögideikamir á móti?
„Erfitt er að leggja fram eina heildartölu í
þessu sambandi m.a. vegna þess að erfitt er
að aðgreina Schengenkostnað frá öðrum
kostnaði er fyrirsjáanlega hefði fallið til í ná-
inni framtíð. Kostnaður felst í upplýsinga-
kerfi Schengen, bættum tækjakosti við
landamæraeftirlit, fjölgun starfsmanna hjá
lögreglu, einkum vegna aukins alþjóðlegs
samstarfs, og í afmörkuðum hlutum flug-
stöf 'ar Leifs Eiríkssonar. Tekjumöguleikar
tengjast því hvernig tekst að vinna úr þeim
möguleikum sem skapast vegna greiðari far-
ar ferðamanna til íslands."
- Nií höfnuðu t.d. Bretar Scltengen en
gerðu sérstakan samning þess í stað. Hefði
sú lausn komið til greina hérlendis?
„Þá Iausn sem Bretar, og reyndar Irar,
vinna nú eftir gátu ríkin knúið fram í krafti
þess að vera aðildarríki ESB þar sem sam-
eining Schengen og ESB hefði ekki getað
náð fram án þeirra samþykkis. Hefði ísland
átt þess kost að fara sömu Ieið og Bretar og
írar hafa nú valið hefði það þýtt að vega-
bréfaeftirlit hefði verið tekið upp í ferðum
íslendinga til Norðurlanda. Þrátt fyrir
Schengen mun því áfram verða eftirlit í ferð-
um til og frá Bretlandi og írlandi."
- Má húast við að vandamálum sem upp
koma í landamæravörslu fari fjölgandi á
Keflavtkutflugvelli ?
„Fyrirfram er ekki ástæða til að ætla að svo
verði. Reglur Schengen gera hins vegar ráð
fyrir að aðildarríkin séu undir slíkt búin og
því stendur nú yfir sérstök þjálfun starfs-
manna við landamæragæslu auk þess sem
tækjakostur embættis sýslumannsins á
Keflavíkurflugvelli verður bættur.
Að lokum vil ég geta þess að eftir sem áður
er nauðsynlegt að fólk ferðist ávallt með
vegabréf sitt þar sem það er nauðsynlegt til
að sanna á sér deili ef óskað er eftir. — BÞ