Dagur - 28.09.2000, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 - 1S
j&i$L
LANDiWM
Valdís Viöars
Anna þrífur
göngugötuna.
MENNINGAR
LÍFIB
Hausthrein-
gjömingur
Þvottakonan Anna
Richardsdóttir er
líklega ein þekktasta skúr-
ingakona okkar tíma. Anna
hefur einnig séð um að halda
göngugötunni á Akureyri
hreinni í meira en ár og eru
bæjarbúar henni þakklátir
fyrir það og
láta sig ekki
vanta til að
fylgjast með
þrifunum og
hvetja hana
áfram. Hún
hefur auk
þess sem
hún hefur
þrifið götur
Reykjavíkur
og Akureyr-
ar farið með
krafta sína
og þrifið í mörgum borgum
Evrópu og á Norðurlöndun-
um, þar sem hún hefur hlotið
fádæma lof og athygli , með-
al annars tók sænska sjón-
varpið upp hreingjörninginn í
Gautaborg auk þess sem hún
prýddi forsíður dagblaðanna
þar.
Nú hefur Anna verið valin
til þess að gera hreint á Evr-
ópska listaþinginu í
Hannover í Þýskalandi á
morgun föstudaginn 29. sept-
ember, þar sem hún hefur
verið gestadanskennari í
viku. Þótt Anna hafi verið
búin að gera vorhreingjörn-
inginn í menningarborginni,
þarf eins og á öllum öðrum
heimilum að gera hreint á
haustin. Anna mun því á
heimleiðinni frá Hannover
taka upp tuskuna í borginni
dagana 6. og 7. október fyrir
framan Gallery 1-8, í portinu
við Kaffileikhúsið og fyrir
utan Tjarnarbíó.
Hinn ungi reiði maður
„Samskipti kynjanna eru sígiit viðfangsefni. íþessu verki eru þau óvenju römm"
Horfðu reiðurum öxl
eftirjohn Osbome, í
þýðingu Tfiors Vil-
hjálmssonar, verður
frumsýnt næstkom-
andiföstudagskvöld á
litla sviði Þjóðleik-
hússins. Þaðmarkaði
tímamót erþað kom
fyrstfram á sjötta ára-
tugnum og enn erþað í
fullugildi.
Dagur var á prufusýningu á
þriðjudagskvöld og hitti leikar-
ana, Hilmi Snæ, Elfu Osk
Olafsdóttur, Rúnar Frey Gísla-
son og Halldóru Björnsdóttur að
máli á eftir. Hilmir Snær er í
burðarhlutverki í sýningunni og
fær fyrstur orðið. „Horfðu reiður
um öxl er eitt af best skrifuðu
verkum sem ég hef Iesið. Gífur-
lega fallegur texti og mikilfeng-
legur. Svo eru í því miklar
kúvendingar þannig að það er
stöðugt að koma á óvart.“
Pú leikur Jimmy, ósvífinn
ungan mann sem á þó sínar
mjúku hliðar.
„Já, Jimmy er einn af þess-
um týndu hugsjónamönnum.
Hann er úr lágstétt en er giftur
konu úr hærri millistétt og það
er viðkvæmt mál. Þegar verkið
var skrifað þótti það óvenju op-
inskátt og upp úr því varð til
hugtakið „hinn ungi reiði mað-
ur.“
Þótt við þekkjum ekki þessa
miklu stéttaskiptingu á íslandi
finnst mér verkið eiga fullkom-
lega erindi við okkur í dag. Jim-
my talar til dæmis um að sam-
félagið hafi engar hugsjónir.
Það á vel við nú þegar búið er
að gera allt fyrir okkur. Mér líð-
ur að minnsta kosti oft þannig.
Svo eru samskipti kynjanna
sígilt viðfangsefni. í þessu verki
eru þau óvenju römm, enda er
Jimmy yfirgangssamur og ill-
þolandi. Auðvitað stafar það
fyrst og fremst af óöryggi og
vanmetakennd, hann er óá-
nægður með sjálfan sig og lætur
það bitna á sínum nánustu.
Þetta er þekkt atriði í lífinu."
Nú eru þau Angelika og Cliff
sem Jimmy býr með ósköp að-
gerðalítil. Er ekki erfitt að vera
fullur af eldmóði allan tímann í
kring um þau?
„Þetta eru svo góðir leikarar
að þeir gefa manni kraft þótt
ekki sé með orðum. Þannig
tekst manni að halda dampi.
Hlutverkið mitt tekur í en það
er eitt það skemmtilegasta sem
ég hef leikið og reyndar eitt af
mínum óskahlutverkum.“
Nú lék Gunnar Eyjólfs þetta
hlutverk á sínum tíma og er
líka þátttakandi í sýningunni
núna. Kenndi hann þér eitt-
hvað.
„Hann hefur alveg látið mig
um hlutverkið en ég er alltaf að
læra eitthvað af Gunnari. IJann
er einn af þeim sem hefur
miklu að miðla.“
Elfa Ósk leikur Alison, kúg-
aða eiginkonu hins athyglis-
sjúka Jimmys. Hvernig líður
henni í hlutverkinu?
„Þetta er það sem Alison
þráði. Hún er alin upp í bómull-
arhnoðra og fannst Jimmy vera
spennandi því hann ögraði því
mynstri. Það er auðvitað ekki
búandi með svona manni því
hann nærist á því að niðurlægja
hana en þau eru í svona ást-
ar/hatur sambandi."
Rúnar Freyr, þú leikur Cliff,
daufgerðan mann en gegnum-
góðan sem býr hjá þeim hjón-
um. Hvernig líkar þér?
„Ég mundi sjálfur bregðast
við þessum látum í kring um
mig á einhvern hátt en Cliff er
hann alinn upp við illdeilur og
æsing og það er eins og hann
kunni best við sig í shku and-
rúmslofti. Svo þykir honum ofur
vænt um Alison. Þó kemur þar
að hann fer eða ætlar að fara.
Halldóra Björnsdóttir leikur
Helenu, vinkonu Alison og verð-
ur ástfangin af Jimmy. Hall-
dóra kanntu skýringar á því
hvers vegna Helena heillast af
hinum ofstopafulla Jimmy?
„Það fylgir honum gríðarleg-
ur kraftur og hann hefur eitt-
hvað í fari sínu sem þessar
stúlkur hafa ekki kynnst í sínu
umhverfi. Kannski er undirrót
allrar óhamingjunnar sú að
hann er fa.ngi sinnar stéttar. En
sambandið milli hans og Hel-
enu er skemmtileg glíma."
-GUN.
SHOPPING &
FUCKING
Höfundur:
Mark Raven-
hill.
Þýðing: Bjami
Jónsson.
Leikstjóri: Við-
ar Eggertsson.
Egg-leikhúsið í
samvinnu við
Nýlislasafnið
og Leikfélag íslands.
Þetta leikrit - nal’nið er ckki borið
við að þýða - er sprottið beint úr
firrtum samtímanum, lýsir víti
fíkniefnanna, veröld sem hefur
snúið baki við öllum siðférðilegum
gildum, virðingu og kærleika í garð
annars fólks. Peningar og hin
harða krafa fíknarinnar er hið eina
sem máli skiptir.
í upphafi er brugðið upp
mynd af verustað Marks, Robba
og Lúlú. Mark hefur „keypt" þau
síðastnefndu, eiturfíknin leikur
hann grátt og nú er hann að fara
í meðferð. Þá standa þau Lúlú og
Robbi ein eftir. Þá kemur til sög-
unnar verkefni sem þau fá í
hendur hjá Brian, að selja dá-
góðan skammt af efnum. Því
klúðrar Robbi gjörsamlega, og
eru þá góð ráð dýr. En nú hefur
Mark komist í tæri við ungan
homma, Gary; - hann hefur pen-
inga og er kannski tilbúinn að
láta þá af hendi, gegn þjónustu.
Ekki við allra hæfi
Þetta leikrit er ekki við allra
hæfi, svo gróft er það og nær-
göngult - en auðvitað er það
frægt af þeim sökum. Það hefur
verið sýnt víða enda efni þess
orðið nærtækt öllum, líka okkur
hér norður í hafinu. Sagt hefur
verið að verkið sé álíka ögrun við
samtímann og leikrit Osborne,
Horíðu reiður um öxl, reyndist á
sínum tíma. Shopping & Fucking
er vel heppnað gangstykki, til
þess ætlað að hleypa hrolh niður
eftir bakinu á værukærum borg-
ururn. Er kannski verið að gæla
við lægstu hvatir? Ekki lít ég svo
á. Áliorfandanum er látið eftir að
draga sjálfur sínar ályktanir og
hann á þess engan kost að h'ta
undan eða vísa á bug þeirri nöt-
urlegu mannhfsmynd sem hér er
brugðið upp.
Gleymist ekki í hráð
Sviðsetning Viðars Eggertssonar
er vel heppnuð. Manni kann að
þykja Nýhstasafnið óaðgengilegt
leikrými en í raun hæfir það
þessu hrjúfa og nakta verki vel.
Sviðið alhvítt og dautt, leikið er í
tveimur htt aðgreindum rýmum
sem reynir meira á einbeitingu
áhorfandans en gengur alveg
upp. Tónlistin er hrá, hávær, lýs-
ing skjannabjört, hvergi gefið
færi á að hjúpa það sem sýnt er í
neitt mildandi ljós. Textinn
hljómar vel í þýðingunni, hæfi-
lega grófur.
Það geislar kraftur og áhugi
af leikendunum öllum. Ólafur
Darri Ólafsson hefur líkamsburði
mikla og sterka rödd sem hann
notar sér hvortveggja ótæpilega.
En hann hefur líka innsæisgáfu
og gerði Mark ljóshfandi. Sama
er að segja um parið Robba (Atla
Rafn Sigurðarson) og Lúlú
(Nöimu Kristínu Magnúsdóttur).
Þau náðu góðmn samleik. Atla
Rafn hef ég ekki séð gera betur,
og gaman að fylgjast með Nönnu
Kristí'nu, þar er álitleg leikkona
komin th skjalanna.
Hjalti Rögnvaldsson hefur
sterka nærveru á sviði eins og
við höfum löngu séð, og í texta-
ílutningi á hann vart sinn hka
meðal íslenskra leikara. Hinn
kaldriljaða, mynduga og yfir-
borðsviðkvæma skúrk Brian
gerði hann þannig að alltaf var
sem gustur færi um sviðið þegar
hami gekk inn. Agnar Jón Egils-
son var smekkvís og næmlegur í
hlutverki Garys, enn einn ungur
leikari sem fær að blómstra og
verðskuldar athygli. Þannig var
þetta góð siund í Nýhstasafmnu,
sýmng sem ekki gleymist í bráð.
svo óþyrmUeg sem hún er.