Dagur - 28.09.2000, Blaðsíða 14

Dagur - 28.09.2000, Blaðsíða 14
14- FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 WNPlHH Xk^ir Gamall Skodi Ingimars Eydal aðfara á bíla- safn. Efalítiðfrægasti Skodi landsins. Bíllinn erorðinn 24 áragam- all, en erí toppstandi. í geymslu ífjögurár, en rauk strax ígang. Vegfarendur sem átt hafa leið um Byggðaveg á Akureyri síðustu daga hafa ef til vill margir veitt athygli gömlum Skoda sem þar stendur á bílastæði. Bíllinn góði sem er af árgerðinni 1976 her skráningarnúmerið A - 4027 og er efalítið þekktasti bíll sinnar tegundar á Iandinu. Þetta er Skodinn sá sem Ingimar heitinn Eydal tónlistarmaður og kennari á Akureyri átti lengi, en hann valdi sér lengi að eiga og aka um á bílum þessarar tegundar þó slíkt þætti og þyki jafnvel vera afskaplega ófínt. Skodinn góði hefur allt fram á þennan dag verið í eigu fjölskyldu Ingimars, sem nú hefur aðstæðna sinna vegna ákveðið að ráðstafa hon- um á satn, þangað sem hann fer væntanlega nú í haust. Hlnti af vtssri sérvisku „Þessi bíll gengur alveg eins og ldukka og hann er í fínu lagi,“ sagði Ingimar Eydal, sonur tón- Iistarmannsins fræga, en hann og Inga systir hans sýndu tíð- indamönnum Dags hílinn nú í vikunni. Frá því sumarið 1996 hefur bíllinn verið í geymslu í flugskýli á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit, utan að hann var tekinn fram á haustdögum það ár og var til sýnis á minning- artónleikum sem þá voru haldnir í Iþróttahöllinni á Akureyri. Svo var bíllinn tekinn aftur fram í síðustu viku. „Að aka um á Skoda var alla tíð hluti af vissri sérvisku í pabba. Mörgum þótti hallærislegt að aka um á Sköda, en þá f'annst honum alveg sjálfsagt að velja sér bíl þessarar tegundar, kannski í og með til þess að vera öðruvísi en flestir hinir - og síðan var snobb aldrei til í honum. Einnig kom til að þetta voru ódýrir bílar og þá þótti pabba skynsamlegt að velja sér ekki dýrari bfla, heldur verja peningunum í utanlandsferðir fjölskyldunnar eða eitthvað annað sem honum þótti skemmtilegt," segja systkinin Inga og Ingimar ennfremur. kvæmt, innsogið þarf alltaf að vera í samræmi við hitastigið á bflnum. Því þarf maður alltaf að vera með hendina sitt á hvað á innsoginu og gírstönginni, en hvort tveggja er á milli sæt- anna,“ segir Inga. Systkinin Inga og Ingimar Eydal við Skodann góða sem ráðstafað verður á safn á naestu vikum. „ „Að aka um á Skoda var aiia tíð hluti af vissri sérvisku ipabba. Einnig kom til að þetta voru ódýrir bíiar og þá þótti pabba skynsamlegt að velja sér ekki dýrari bíla, heldur verja peningunum í utanlandsferðir fjölskyldunnar eða eitthvað annað." mynd - brink. Skodiim er fjölskyldueign Skodann - sem nú er að verða safngripur - keypti Ingimar vorið 1976. „A Skodanum sem hann átti þar á undan lenti hann mjög slæmum árekstri, eyðilagði bílinn og slasaðist sjálfur mikið. En eftir að hafa verið í endurhæfingu á Reykjalundi keypti hann þennan bíl, sem hann átti fram á sumarið 1981. Þá keypti Inga Skodann fyrir 10 þúsund krón- ur, en seldi pabba svo aftur árið 1986 lyrir tólf þúsund. Fáum misserum síðar keypti ég svo bílinn aftur á tíu þúsund. En nú eru komnar upp góðlátleg- ar deilur í fjölskyldunni um hver eigi í raun Jiennan bíl, því form- lega hef ég aldrei selt hann, Inga er skráð fyrir honum en móðir okkar, Asta Sigurðardóttir, hefur greitt tryggingaiðgjöldin. leysum málið með því að að Skodinn sé Ijölshylducign og að allir f Ijölskyldunni hafi vissan rétt yfir honum,“ segir Ingimar. Þegar Skodinn góði var tekin úr geymslu fyrir fáeinum dögum fór hann strax í gang, sem heim og saman við það sem Ingi- á bflnum - sem var ekkert nema eðlilegt viðhald, en annars var bílinn í fínu standi," „ sitndann Qóða, en margir settu Við segja mar heitinn sagði oft sjálfur; að Skodi væri skruggukerra. „Valgeir Torfason á smurstöðinni við Tryggva- braut þurfti aðeins að huga að gúmmíhosum og ýmsu smálegu segir Ingimar, um bflinn sem er keyrður samanlagt um 108 þúsund kflómetra. „Það er sérstök tækni við að keyra Skodann,“ segir Inga Eydal. „Samspilið milli bensíngjafar og innsogs þarf að vera mjög ná- Skógar eða Ystafell „Við eigum margar skcmmtilegar minningar tengdar þessum bíl,“ segir Inga Eydal, sem segir að sér sé til dæmis einkar minnis- stæð vítaspyrnukeppni liðs- manna Skriðjökla og Hljómsveit- ar Ingimars Eydal, sem háð var sumarið 1986. „Þá tróðu félagar úr hljómsveit Ingimars Eydal sér smókingklæddir inn í bílinn og þegar við mættum til leiks keyrð- um við fyrst hring umhverfis leikvanginn með vælandi sírenu ofan á bílnum. Þetta var góður sálfræðihernaður og hjómsveitin okkar sigraði þetta einvígi að því leyti, enda þótt Skriðjöklanir ynnu svo vítaspyrnukeppnina sjálfa." Enn er ekki búið að ákveða á hvaða safn Skodinn góði fer, en það mun ráðast nú á allra næstu vikum. „Við voru eigin- lega búin að lofa Byggðasafninu í Skógum undir Eyjafjöllum bílnum, en þar er verið að setja á laggirnar bfla- og sam- gönguminjasafn. Nýjustu fréttir herma hins vegar að safnhús þeirra sé enn ekki orðið klárt, þannig að sjónir okk- ar hafa síð- ustu daga beinst að því að bíl- inn fari austur að Ystafelli í Kinn, á bílasafnið sem þar hefur ný- lega ver- ið sett á fót. Að minnsta kosti er það stefna okkar í fjöl- skyld- unni að eiga Skodann ekki öllu lengur, því ekkert okkar er sérstaklega langhent eða á bflskúr. Því er eðlilegt að hann fari til ein- hverra þeirra sem geta hugað vel að bflnum og geta búið hon- um verðugan sess sem safn- grip.“ -sbs

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.