Dagur - 28.09.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 28.09.2000, Blaðsíða 5
FIMMTVDAGVR 28. SEPTEMBER 2000 - S Vatnaj ökulsþj óðgarður upphaf aö ööm meira Flestir telja Vatnajök- ulsþjóðgarð aðeins byrjun á einhverju meira. Mestar náttúru- gersemar í kraganum í kringum jökulhettuna. Tillögu sem Siv Friðleifsdóttir fékk samþykkta á ríkisstjórnarfundi um að gera jökulhettu Vatnajökuls og Skaftafellssvæðið að þjóðgarði er almennt fagnað af alþingismönn- um sem Dagur ræddi við. Þeir benda þó allir á að þetta hljóti að vera aðeins byijunin vegna þess það sé landið í kringum jökulhett- una sem vernda þurfi. Kolbrún Halldórsdóttir bendir á að jökul- hettan sjái sjálf um að vernda sig. Það var Hjörleifur Guttormsson sem fyrstur manna lagði það til á þingi að fimm stærstu jöklar lands- ins yrðu gerðir að þjóðgörðum en tillagan var ekki samþykkt. Bara fyrsta skerfið „Mér finnst sjálfsagt að gera þetta og það var samdóma álit umhverf- isnefndar þegar þingsályktunartil- laga þessa efnis var þar til meðferð- ar. Við hljótum samt sem áður að líta á þetta sem fyrsta skref. Það hlýtur að verða gengið lengra á síð- ari stigum og skoðað hvort ekki sé hægt að taka fyrir önnur svæði til viðhótar," sagði Olafur Orn Har- aldsson alþingismaður. Kolbrún: Glöð. Hann sagðist líka leggja áherslu á að skoðað verði með opnum huga stofnun og rekstur þjóðgarða og leysa um leið vandamálið með eignaraðildina og nýtinguna þan- nig að fram megi fara einhvers konar nýtingu á landi og aðstöðu sem er í þjóðgarði. Með því telur hann að náð verði lengra en með algerri friðun. Byrjun á einhverju meira Katrín Fjeldsted alþingismaður á sæti í umhverfisnefnd alþingis sem fjallaði um þingsályktunartillöguna um stofhun Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún sagðist fagna þessu þessu skrefi. „Eg vona að þetta sé bara byrjun á einhverju meira enda er þarna miklu stærra svæði sem fólk hefur litið vonaraugum til og vonast eftir Úlafur Örn: Fyrsta skref. að yrði tekið með í þjóðgarðinn," sagði Katrín Fjeldsted í samtali við Dag í gær, en þá var hún stödd er- lendis. Jökulhettan vemdar sig sjálf ,Auðvitaö er ég glöð að heyra að ríkisstjórnin skuli ætla að leggja blessun sína yfir það að Vatnasjök- ulsþjóðgarður verði stofnaður. Hitt er hins vegar ekki tímabært að segja í dag hversu stór þjóðgarður- inn gæti mögulega orðið. Varðandi það að vernda jökulhettuna, á þann hátt sem nefnd sem Ijallaði um málið leggur til, er það bara vegna þess að nefndin náði ekki lengra. Hún náði ekki samkomulagi um neitt meira. Sannleikurinn er auð- vitað sá að jökulhetta Vatnajökuls verndar sig sjálf. 1 raun og veru þarf ekki að segja meira,“ sagði Kolbrún Ekkert verið rsett uni að háeffa RUV Hjátmar Amason segir engar formlegar um- ræður hafa átt sér stað milli stjómarflokk- anna að gera RÚV að hlutafélagi. „Það hefur engin formlega um- ræða farið fram milli stjórnarflokk- anna um að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. Eg hef heldur ekld heyrt um að það sé inn í myndinni að hefja slíkar viðræður nú,“ sagði Hjálmar Arnason, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður í tilefni þeirrar miklu umræðu sem nú á sér stað um að gera RUV að hlutafélagi, selja Rás 2 og jafnvel sjónvarpið eða einkavæða Ríkisút- varpið í heild sinni. Nefnd sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra skipaði til að fara yfir málefni RÚV lagði til að RÚV yrði gert að hlutafélagi. Þetta var árið 1998 og síðan þá hefur Ekkert hefur gerst á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan nefnd lagði til að RÚV yrði gert að hluta- féiagi. ekkert gerst í málinu enda standa framsóknarmenn fyrir í því að einkavæða RÚV. A þetta minnti menntamálaráð- herra þegar hann svaraði fyrir- spurn Kristjáns Pálssonar á alþingi í vor er leið um hvort uppi væru hugmyndir í ráðuneytinu um að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag og hvort einhverjar aðrar hug- myndir hafi komið fram um breyt- ingar á rekstrarformi. Mál í vinnslu Síðan sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra: „A síðasta þingi lagði ég fram frumvarp til laga um almennan hluta útvarpslaga ef þannig má að orði komast. Vilji minn stendur til þess að endurflytja það á þessu þingi, en þar er ekki tekið á málum Ríkisútvarpsins sérstaklega. Á vett- vangi menntamálaráðuneytisins hefur verið unnið að því að útfæra hugmyndina um Ríkisútvarpið sem hlutafélag í eigu ríkisins. Hafa verið samin drög að frumvarpi og þau kynnt forráðamönnum Ríkis- útvarpsins. Málið er enn á vinnslu- stigi innan ráðuneytisins og ræðst af pólitísku mati hvort það verður lagt fyrir alþingi eða ekki.“ Þetta mál er greinilega enn á vinnslustigi því það hefur enn ekki verið lagt fram og rætt eins og Hjálmar Árnason staðfesti í sam- tali við Dag. Það virðist því vera æði breytt bil milli stjórnarflokk- anna í þessu máli eins og svo mörgum öðrum þessa dagana. - S.DÓR Enn itman tímamarka Guðgeir Eyjólfsson fangelsismála- stjóri segir að frestur sá sem Tölvu- nefnd hafi veitt fangelsismálaýfir- völdum vegna mcintrar misnotk- unar á eftirlitsmyndavélum á Litla Hrauni sé ekki liðinn. Yfirvöldum beri ekki að svara erindi Tölvu- nefndar fyrr en í næsta mánuði. Eins og fram kom í Degi í gær bíður Tölvunefnd svara frá fang- elsismálayfirvöldum. Formaður Tölvuncfndar sagði erfitt að segja til um hvenær rannsókninni á Lilla Hrauni lyki en þegar hefur farið fram vettvangskönnun. Guð- geir segir að eftirlitsmyndavélar séu innanhúss í öllum fangelsum landsins en er tregur til að upplýsa um búnaðinn utanhúss af öryggis- ástæðum. „Við könnumst ekki við að nein brot hafi verið framin," segir Guðgeir. — m> Halldórsdóttir alþingismaður. Hún segir að það sem skipti meginmáli sé að vernda þær merki- lcgu náttúruminjar sem eru í kraga jökulsins. „Þá er ég að tala um jökulruðn- inga, hrauka, lón, gróður upp að skriðjökli og jökulrótum og bara allt sem heiti hefur. Þetta eru verð- mætin. Við þurfum engar áhyggjur að hafa af jökulhcttunni,“ sagði Kolbrún Halldórsdóttir. Góður áfangi „Eg fagna þessu enda er hugmynd- in góð og ég studdi hana á alþingi. Það er góður áfangi að gera þarna þjóðgarð enda er Skaftafcll með sérstökustu þjóðgörðum í heimin- um. Þarna verður því til einstakur þjóðgarður. Síðan tel ég víst að hann verði víkkaður út að norðan- verðu og gleymum ekki Kverkljöll- um. Þá er jökulröndin afar merki- legt svæði og verður enn merkara á komandi árum vegna þess að Vatnajökul er að hopa, því miður. Þá birtist nýtt land, alveg hrátt og afar sérkennilegt,“ segir Ossur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar. Hann segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að Fjölga eigi frið- lýstum svæðum og taka með þeim hætti frá Iandssvæði og halda þeim ósnortnum fyrir komandi kynslóð- ir. „Við erum stöðugt að spjalla ósnortið land. Það gerist bara svo hægt að við tökum varla eftir því nema þeir sem eru í þannig stöðu að þeir sjá það gerast. Þessu verður að linna," sagði Össur Skarphéð- insson. — S.DÓIi Veislan húiii? Sú stóraukna verslunarvelta sem verslunin hefur „blómstrað“ á síðustu árin virðist nú liðin tíð og kreditkortaveltan jafnvel farin að minnka. Velta í smásöluverslun, bíla- og bensínsölu janúar-ágúst í ár er nær ekkert meiri en á sama tímabili í fyrra, samkvæmt Hagvísum Þjóðhagsstofnunar - scm ætla má að séu dapurleg tíðindi fyr- ir þá sem keppast þessa dagana við byggingu nýrra verslunarhalla. Eftir stöðnun lengi framan af tíunda áratugnum tók smásöluveltan 17% stökk upp á við árið 1998 og 7% til viðbótar 1999. En janúar-ágúst í ár var veltan aðeins 0,7% meiri en á sama tímabili í fyrra - sem giska má á að fyrst og fremst hafi horfið í hærra bensínverð. Spurningin er hvort greiðsluþoli krítarkortanna hafi nú endanlega verið ofgert m.a. með rað- greiðslusamningum. Því í ljós kemur að kortaveltan í apríl-júní aðcins 4,5% meiri í ár en í fyrra og og stóð í stað eða minnkaði í júní og júlí, þrátt fyrir mikla fjölgun kreditkorta. — HEI Vegagerðin krafiii svara Forráðamenn Breiðaíjarðarferjunnar Baldurs hefur gert formlegar at- hugasemdir við framkvæmd Vegagerðarinnar á nýafstöðnu útboði vegna ferjusiglinganna á Breiðafirði. I bréfi er Vegagerðin krafin upplýsinga um útreiking kostnaðaráætlunar Vegagerðarinnar og bent á að Samkeppnis- ráð hafi fyrir sex árum kveðið á um að samkeppnisrekstur og ríkisstyrkt- ur rekstur ferjufyrirtækja, skuli fjárhagslega aðskilinn. Brciðatjarðarfcrj- an Baldur hafi því kappkostað á undanförnum árum að vera ekki í sam- keppnisrekstri. Fyrirtækið hafi af þessum sökum talið sér óheimilt að blanda saman rekstrarþáttum og tilboðsgerð. „Þess er því krafist að Vegagerðin virði kröfur Samkeppnisráðs og krefj- ist þess af bjóðendum við mat tilboða að þeir skilji að ríkisstyrktan rekst- ur og samkeppnisrekstur. Að öðrum kosti er þess krafist að Vegagerðin afturkalli útboðið og láti nýtt útboð fara fram með lögmætum hætti," segir í frétt frá Baldri. — BÞ Brekkubær fær umhverfisverdlaiiii Gistiheimilið Brckkubær á Hellnum fékk umhverfisverðlaun Ferðamála- ráðs. Verðlaununum er ætlað að vera viðurkenning til þeirra sem skara framúr á sviði umhverfismála og eins að vera hvatning til annarra aðila í ferðaþjónustu til að huga að umhvcrfismálum í starfsemi sinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.