Dagur - 28.09.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 28.09.2000, Blaðsíða 7
Tfe^ui- FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 - 7 ÞJÓÐMÁL Kópavogshreppur lofar vatm fyrir páska „Engum manni þarf að koma í opna skjöldu að fólkið sem býr umhverfis vatnið og árnar hugsi sig um tvisvar í dag og safni liði með undirskriftum þegar jarðýtur bæjarstjórnar nálgast sef- gróðurinn." Borgarstjóm Reykjavíkur hefur löngum verið hálfilla við að sjá borgarbúum fyr- ir byggingalóðum undir heimili sín og vinnustaði. Lóðirnar þóttu konungs- gersemar svo einungis flokksbundið Sjálfstæðis- fólk fékk lóðarspildu hjá íhaldinu og var úthlutunin skýr orðsending til kjós- enda í Reykjavík að fylgja D-listanum að málum ef þeir vildu þak yfir höfuðið. Enda var það ekki Reykjavíkuríhaldið sem efldi höfuðstaðinn úr bæ í borg eftir seinna veraldarstríð heldur innrásarher Breta og setulið Bandaríkjamanna. Auðir hermannabraggar leystu hús- næðiseklu fólksins í borginni á meðan D- listinn lagðist á byggingalóðir Reykvíkinga eins og ormur á gull. Kæmu óheppnir borg- arbúar hvorld fjölskyldu sinni né atvinnu- rekstri fyrir í herskálum setuliðsins fluttu þeir í önnur sveitarfélög og brátt risu við borgarmörkin hálfdauðir svefnbæir á borð við Seltjarnarnes, Mosfellssveit, Garðabæ, og að hluta til Hafnarfjörð að ógleymdum Kópavogshreppi. Kaos verður Kópavogskaupstaður Kópavogshreppur er einstök dæmisaga eða sjálfdæmi um skipan eða skipulagsleysi heils byggðarlags frá fyrsta hamarshöggi úti í mýri. Byggingalóðum var úthlutað á báðar hendur til Reykvíkinga og miklu hraðar en landnemarnir gátu borið gamla trékassa utan af Moskóvítsbílum og annað bygging- arefni heim á nýju lóðina sína. Hver fjöl- skyldan á fætur annarri reisti hús eftir eigin höfði á kvöldin og sótti vinnu í Reykjavík á daginn. Söng þar bæði hamar og sög og hvort með sínu nefi. Gullgrafarabragur var á hreppnum og vantaði ekkert á dýrðina nema gullið. Kópavogur laut aldrei skipu- lagi af mannavöldum heldur óx byggðin út um holt og hæðir eftir efnum og ástæðum írumbyggjanna og minni hreppstjórans Finnboga Rúts Valdemarssonar, föðurbróð- ur Jóns Baldvins ráðherra. En hreppstjór- inn var annars upptekinn við að stýra hin- um ýmsu menningarsellum kommúnista og Alþýðublaðinu á milli hreppsneíhdarfunda. I bókinni Sögur úr Reykjavík er skemmti- leg lýsing á stöðu Finnboga Rúts í plássinu á sínum tíma og hljóðar svo með leyfi höf- undar: „Á bernskuárum Kópavogs vantaði sums staðar ýmsa þjónustu bæjarfélagsins á borð við vatnsveitu og þess háttar. Þá gerðist það eitt sinn að kona nokkur átti von á sér í kaupstaðnum. Þegar hún fann fyrstu hríð- irnar hellast yfir sig kallaði hún í bónda sinn og bað hann að hringja í lækninn. Hinn verðandi faðir hringdi strax í lækninn og var flaumósa eins og nærri má geta. Læknirinn spurði um líðan hinnar verðandi móður og hvort vatnið væri komið. „Nei því miður!“ svaraði maðurínn: - „en hann Finnbogi Rútur hefur lofað því lyrir páska!“ Kranavatn og F.lliðavatn Finnbogi Rútur Valdemars- son bjó á höfuðbólinu Marbakka við Fossvog og hafði auga með stjórnlausu landnámi Reykvíkinga með kassaljalir á lofti í Kópa- vogi og lofaði kjósendum rennandi vatni lyrir páska. A meðan úthlutaði bæjar- stjóm Reykjavíkur hvorki búlausu né ætt- lausu fólki lóðum í höfuðborginni og gerir helst ekki enn þrátt fýrir áskoranir. I dag súpa Reykvíkingar seyðið af þessari gömlu kaos sem nú heitir Kópavogskaupstaður. Vatnið sem Finnbogi Rútur lofaði for- eldrunum ungu á sínum tíma hefur eflaust runnið í hús fyrir páska og mikið vatn hef- ur síðan runnið til sjávar um Kópavogslæk- inn uns athygli manna beinist allt í einu að öðru vatni í hreppnum. Sjálfu Elliðavatni Einars Benediktssonar skálds sem að ósekju er komið í uppnám. Og ástæðan er sú að nú vilja Kópavogsbúar loksins skipa sínu eigin lagi á byggðina í kaupstaðnum eftir fimmtíu ára hom- skakka órækt. Eru bæjaryf- irvöld þó eina sveitarstjórn- in á efnahagssvæði Evrópu sem hefur staðfest opin- berlega að hún kann ekk- ert með skipulag að fara og óhætt er að segja að verldn lofi meistara sinn í því sambandi. Er nema von að tvær grímur renni á menn við þessi tíðindi og bæði heimamenn jafnt sem aðrir Reykvíkingar taki höndum saman þegar bæjarstjórnin vill reisa heilt fjölbýlishverfi í sefgróðrinum í einu helsta stöðuvatni Is- lendinga. Hér eru of miklar framkvæmdir á döfinni í of litlu landslagi. Ekki er um það deilt hér í pistlinum að EHiðavatn hafi einhvem tíma á ævinni látið fallerast og lent undir lögsögu Kópavogs- hrepps þó fallegt stöðuvatnið sé hafið yfír bæði hreppa og hrepparíg. En úr Elliða- vatni renna Elliðaárnar um fegursta lax- veiðidal Evrópu í byggð og skylt er skeggið hökunni. Elliðavatn er í svonefndum hópi sigdældarvatna með bæði Þingvallavatni og Mývatni og er því í konunglegu samkvæmi. Engum manni þarf að koma í opna skjöldu að fólkið sem býr umhverfis vatnið og árnar hugsi sig um tvisvar í dag og safni liði með undirskriftum þegar jarðýtur bæjarstjórnar nálgast sefgróðurinn. Fyrstu tíu þúsund mótmælin eru þegar komin í hús í Kópa- vogi og næstu tíu þúsund eða fimm sinnum tíu þúsund eru til reiðu þegar eftir þeim er leitað hjá fólkinu í byggðum Reykjavíkur og víðar í landnámi Ingólfs. Bautastetnar og Myllusteinar Hafi Kópavogsbyggð einhvern tíma Iotið skipulagi af mannavöldum er skipulag hennar sjaldgæfasta skipulag sem sögur fara af á norðurhveli jarðar. Hvergi getur að líta hreinar línur í kaupstaðnum og pistil- höfundi kæmi ekki á óvart þó hundruð manna hafi gefist upp á því að leita þaðan útgöngu og sest að í Kópavogi eftir að hafa ekki ratað heim til sín úr byggðinni. Þegar oddviti Kópavogs lýsir því svo blákalt yfir að Kópavogsbúar geti sjálfír skipulagt sína byggð eins og hveijir aðrir Reykvíkingar er manninum annað hort ekki sjálfrátt eða hann er meiri grínari en sjálfur Jóhannes heitinn Guðmundsson. Borgarstjórn Reykjavíkur verður að beita sér fyrir því að böndum verði komið á þessa nærsveitamenn borgarinnar sem því miður eru þrúgaðir af vanmetakennd í garð Reyk- víkinga og bera þess sár. Búa þarf til sam- eiginlegt apparat um skipulag í landslagi á Reykjavíkursvæðinu svo þijóskir sérvitring- ar haldi ekki áfram að moka flórinn hver í sínu horni. Jafnvel þó þeir eigi jarðýtu. Stöðuvötn og tjarnir hafa áður reynst sveitarfélögum þungavötn í skauti. Gamall meirihluti íhaldsins í borgarstjórn Reykja- víkur reisti á sínum tíma Ijótan ráðhús- bragga ofan í fallegri Reykjavíkurtjörn og átti bragginn að verða bautasteinn D-list- ans í höfuðborginni en varð brátt myllu- steinn um háls Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjóm. Fyrir margt löngu létu yfirvöld Reykjavíkur malbika yfír bæjarlækinn frá Tjörninni og rennur hann nú í felulitunum undir Lækjargötu til sjávar en á menningar- ári eru sem betur fer hugmyndir um að leysa hann brátt úr læðingi. Vonandi verður það ekki hlutskipti Kópavogsbúa á menn- ingarafmæli hreppsins eftir önnur fimmtíu ár að bijóta Elliðavatn undan malbiki til að hleypa aftur vatni eftir skrælnuðum farvegi Elliðaánna. UMBUÐA- LAUST skrifar „Borgarstjóm Reykjavíkiir verðux að beita sér fyrir því að böndum verði komið á þessa nær- sveitamenn borgar- innar sem því miður era þrúgaðir af van- metakennd í garð Reykvíkinga og bera þess sár.“ STJÓRNMÁL Á NETINU Um þjóðaratkvæöagreiðslur Fjallað er um þjóðaratkvæða- greiðslur á vefsíðu ungra fram- sóknarmanna, Maddömunnar. Þar segir m.a.: „A Islandi var síðast þjóðarat- kvæðagreiðsla 1944 og var hún „Um afnám Dansk-íslenzka Sam- bandssamningsins frá 1918“ og „Um stjórnarskrá lýðveldisins ís- Iands“. Kosningaþáttaka í þessum kosningum var með eindæmum góð og báðar tillögurnar sam- þykktar með „rússneskri" kosn- ingu. Umræða um þjóðaratkvæða- greiðslur var nokkur lýrir síðustu forsetakosningar um hvenær og undir hvaða kringumstæðum ætti að boða til þjóðaratkvæða- greiðslu. Forseti getur samkvæmt stjórnarskrá neitað að staðfesta lög frá alþingi og þá skulu þau fara undir þjóðaratkvæði. Sömu- leiðis eru ákvæði um þjóðarat- kvæði telji alþingi sig þurfa að koma forseta úr embætti ein- hverra hluta vegna. Oðru hverju hafa komið fram krölur um þjóð- aratkvæðagreiðslur m.a. um að- ildina að NATO á sínum tíma og EES-samninginn. Þá hefur hugs- anleg aðild að Evrópusamband- inu vakið spurningar um þjóðar- atkvæði. Við höfnun beiðna um þjóðar- atkvæði hafa komið fram raddir um að nauðsynlegt sé að ákveðið hlutfall kjósenda á kjörskrá geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu og þannig tekið fram fyrir hendurnar á löggjafanum. Það getur verið æskilegt að fjöl- ga öryggisventlum á lýðræðið um einn. En þá verða menn líka að svara nokkrum spurningum. Hversu hátt á hlutfall þeirra að vera sem geta krafist þjóðarat- kvæðagreiðslu 10-15-20% ? Á að krefjast þess að ákveðið lágmarks- hlutfall kjósenda mæti á kjörstað 40-50-60%? Gera verður kröfu um að þeir sem óska el'tir þjóðaratkvæða- greiðslu hafi umtalsvert fylgi fýrir beiðninni. Ef þess er ekki gætt er hætt við því að fámennir þrýsti- hópar geti kralist atkvæðagreiðslu sem fyrirfram er töpuð. Á sama hátt væri nauðsynlegt að binda að þjóðaratkvæðagreiðsla væri ekki bindandi fyrir löggjafann nema einhver ákveðinn hundraðshluti kjósenda á kjörskrá neiti kosn- ingaréttar síns t.d. 50 eða 60%. I flestum lýðræðisríkjum heims er það þannig að kosningaréttur- inn er réttur en ekki skylda. Sá sem atkvæðisréttinn hefur þarf ætíð að leggja eitthvað á sig til að neyta þessa réttar síns. Kjósand- inn þarf a.m.k. að setja það inn á dagskrá sína að kjósa, hann þarf að fara á ákveðinn stað, hann þarf að vita a.m.k. eitthvað um hvað á að kjósa. Því hlýtur sú staða að koma upp að kjósandinn telji ekki leggjandi á sig að fara á kjörstað vegna þess að úrslit séu ljós fyrir- fram eða vegna þess að honum er sama um niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar. Eitthvað þessu líkt gerðist í Frakklandi um helgina, en aðeins 30% kjósenda nýttu sér atkvæðisrétt sinn. Það má öllum vera Ijóst að grundvöllur þess að þjóðarat- kvæðagreiðslur virki almennilega er að kjósendur mæti til að tjá hug sinn og að kjósendur séu upplýstir um þau málefni sem kjósa á um. Til þess þarf tíma og spurningin verður alltaf hvernig kjósandinn er tilbúinn að verja sínum tíma.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.