Dagur - 28.09.2000, Blaðsíða 1
Skógræktin missir
Hvamm í Skorradal
Þrjátíu ára leigu-
saumingi lokið. Eig-
endur vilja selja.
Verðið of hátt fyrir
Skógræktina. Hvamm-
ur eitt mesta
jólatrjáaland Skóg-
ræktarinnar sunnan
heiða.
Jörðin Hvammur í Skorradal hef-
ur verið auglýst til sölu. Skóg-
rækt ríkisins hefur verið með
stærstan hluta jarðarinnar á
leigu í 30 ár. Leigusamningurinn
rann út í sumar og náðist ekki
samkomulag um áframhaldandi
leigu því eigendur jarðarinnar,
erfingjar Hauks Thors, vilja selja
jörðina. Verðið sem sett er upp er
of hátt fyrir Skógræktina að sögn
Jóns Loftssonar, skógræktar-
stjóra ríkisins.
A þeim 30 árum sem Skóg-
ræktin hefur haft jörðina á leigu
hefur verið plant-
að þar miklum
skógi og er til
nokkurra ára
gamalt mat sem
sagði skóginn
vera 30 til 40
milljóna króna
virði og fer það
eftir þ ví hvað er
tekið inn í matið.
Skógræktarstjóri
sagði að eflaust
þyrfti nú að dóm-
kveðja mats-
menn, sem báðir
aðilar samþykkja,
til að taka skóg-
inn út.
Jólatrjáaland
Eigendur jarðar-
innar verða að
endurgreiða
Skógræktinni virði skógarins nú
þegar leigusamningurinn rennur
út og jörðin verður seld. Ur skóg-
inum í Hvammi hefur komið
megnið af þeim jólatrjám sem
Nytjaskógrækt í Skorradat tekur breytingum.
Skógrækt ríkisins hefur höggvið
undanfarin ár sunnan fjalla. Og
eigendur jarðarinnar hafa fengið
f leigugjald 10% af andvirði
þeirra jólatrjáa sem seld hafa ver-
ið úr landi Hvamms. Hefur sú
upphæð numið 60 til 80 þúsund
krónum á ári síðastliðin þrjú ár.
Fyrir þá sem ekki vita hvar
Hvammur er þá er jörðin í bein-
ni sjónlínu norðan megin við
Skorradalsvatn þegar komið er
yfir Draga. Birgir Hauksson,
skógarvörður á Vesturlandi, sagði
að Hvammsland væri 390 hekt-
arar. Þar af eru 200 innan girð-
ingar og skógurinn sem plantað
hefur verið út um 100 hektarar.
Það land er um 15% af því landi
sem Skógræktin hefur yfir að
ráða í Skorradal en líka með því
albesta.
„Við sjáum vissulega eftir
þessu landi en þetta var leigu-
samningur sem rann út í sumar
og þrátt fyrir alvarlegar tilraunir
hefur samkomulag ekki tekist
um áframhaldandi leigu og sölu-
verð jarðarinnar sett of hátt að
okkar mati. Og auðvitað sjáum
við eftir jörðinni en við því er því
miður ekkert að gera,“ sagði Jón
Loftsson. - S.DÓR
30% fækk-
un verslana
Fyrirtækjum í
matvöruverslun
á höfuðborgar-
svæðinu fækk-
aði um hátt í
40% á umliðn-
um áratug, eða
úr nær 140 árið
1990 niður í
rúmlega 90 á síðasta ári, sam-
kvæmt upplýsingum í Hagvísum
Þjóðhagsstofnunar. A landinu
öllu fækkaði slíkum fyrirtækjum
um 100 á áratugnum (30%) nið-
ur í tæplega 230 í fyrra. Mikill
meirihluti þeirra, eða nær 150,
eru á landsbyggðinni þar sem
fækkunin hefur líka verið hlut-
fallslega mun minni (23%).
Fækkunin er mest á Vestfjörð-
um og Suðurlandi. Aðeins á
Suðurnesjum hefur niatvöru-
verslunum fjölgað. Þjóðhags-
stofnun segir fyrirtæki sem velta
á bilinu 500 til 1.000 milljónum
orðin mjög fá og þeim fari enn
fækkandi. - HEI
Mest fækkun á
Vestfjörðum.
Myndlistarskólin á Akureyri er í
brennidepli umræðunnar.
Samskipta-
reglimiun
mun breytt
Akureyrarbær hefur nú hafið
endurskoðun á þeim reglum sem
gilda um styrkveitingar bæjarins
til Myndlistarskólans á Akureyri.
Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóri segir ljóst að reglurnar
varðandi styrkveitingar og sam-
skipti bæjarins og skólans þurfi
að vera skýrari og gegnsærri þan-
nig að ekki komi upp tortryggni
og spurningar líkt og nú hefur
gerst. Aðspurður um hvort hann
væri hér m.a. að vísa til umræðu
um endurskoðun ársreikninga
segir hann: „Eg er alveg með á
þessari umræðu og við erum að
vinna í því máli núna .“ Og hann
bætir við að það sé sjálfsagt að
benda á ef eitthvað megi betur
fara varðandi rekstur bæjarins,
en hins vegar sé ekki alveg sama
hvernig það sé gert.
Kristján segir það hins vegar
alveg klárt að af hálfu bæjaryfir-
valda hafi menn mikinn áhuga á
að styðja við og efla þróun
Myndlistarskólans. „Fg get hins
vegar ekki sagt að ég sé sérstak-
lega ánægður með þann farveg
sem umræðan um þessa stofnun
er komin í og mér sýnist hún
vera því marki brennd að heitar
tilfinningar blandist í málið. Ef
meiningin með þessari umræðu
er að styrkja og efla myndlistar-
nám á Akureyri þá er ég hrædd-
ur um að þetta sé ekki rétta leið-
in til þess,“ segir Kristján Þór.
Herferð?
Sú umræða sem bæjarstjóri er
hér að vísa til er umræða um
málefni skólans í fjölmiðlum
upp á síðkastið í kjölfar greinar
sem birtist á nýjum vef Gallerí
Foldar - Listapóstinum. Þar eru
bæði skólinn og skólastjóri hans
gagnrýndur harðlega sem og eft-
irlitsleysi stjórnvalda. Helgi Vil-
berg skólastjóri vísar þessari
gagnrýni algerlega á bug og talar
um herferð. Dagur fjallar ítar-
lega um þetta mál á bls. 10-11.
SjÓðvél AR-A220 •-
• 5/30 vöruflokkar • Allt að 500 PLU númer
• 4 afgreiðslumenn • Sjálfvirk dagsetning og tími
• Hljóðlaus hitaprentun
ER-A150 verð H3L9Ö© stgr.
Slmi 530 2800
www.ormsson.is
Glerárgötu 32 • Sími 462 3626