Alþýðublaðið - 23.02.1967, Side 7
UTVAIP FRA ÞJOÐÞiNGUM
Samkvæmt ósk milliþinganefnd
ar þeirrar, er unnið hefur að end-
urskoðun þingskapa, hefur skrif-
stofa Alþingis útvegað allmikið af
upplýsingum um útvarp (hljóð-
varp og sjónvai-p) frá þjóðþing-
um annarra landa.
Hér fer á eftir yfirlit um þessi
mál, byggt á þeim gögnum, sem
aflað hefur verið, en þau eru að-
allega skýrsla brezkrar þingnefnd
ar um útvarp frá Neðri deildinni
og upplýsingar frá 'hinum Norður-
löndunum.
1. NÝJA SJÁLAND
Nýsjálenzka ríkisstjórnin ákvað
1936 að hljóðvarpa skyldi öllum.
þingfundum í jlieild, og hefur það
verið gert síðan. Sérstakar sendi-
stöðvar í helztu borgum landsins
annast þetta hlutverk.
Útvarp hefst hvern fundardag
kl. 2.30, þegar forseti gen'gur í
salinn. Eftir formsatriði er á degi
hverjum spurningatími í nákvæm
lega 30 mínútur. Síðan er gengið
til dagskrár, og enda fundir kl.
10.30 síðdegis, nema sérstök ástæða
þyki til að lialda lengur áfram.
Ræðutími þingmanna er tak-
markaður við 20 mínútur. í fjár-
lagaumræðu eru aðalræður 30
mínútur, og framsöguræður ráð-
herra eru einnig 30 mínútur. Hægt
er að leyfa lengri ræður og fýrir
kemur að forsætisráðherra og for-
maður stjórnarandstöðu fái ótak-
markaðan tíma.
Viðurkennt er, að nýsjálenzkir
þingmenn tali stundum meira tii
hlustenda (m.a. í kjördæmum sín-
um) en til þingsins, en það þykir
ekki óeðlilegt. Þingmenn eru 80.
Þeir sækjast eftir að fá að tala
um klukkan 19,30, sem er talinn
bezti hlustunartíminn. Virðast
flokksverðir (whips) ráða miklu
um það, hvenær þingmenn kom-
ast að. Ráðhefrar þykja djarftæk-
ir til bezta tíma, ef þeir þurfa að
ávarpa þjóðina.
Nýsjálenzka útvarpið hefur kom
izt að þeirri niðurstöðu samkvæmt
hlustuharrannsóknum sínum, að
2—3% þjóðarinnar hlýði að jafn7
aði á útvarp frá þinginu, en sú
tala sé meiri á vissum tímum
og verði mun meiri, þegar stór-
mál eru til umræðu. Þetta útvarp
er nú talið föst hefð, o'g heyrast
sjaldan raddir um, að það skuli
afnumið.
Nýsjálendingar líta allt öðrum
augum á sjónvarp úr þingsölum.
Þeir óttast hálftóma þingbekki
löngum stundum (á fundartíma.
Hins vegar sjónvarpa þeir þing-
setningu og öðrum hátíðlegum at-
höfnum,
2. ÁSTRALÍA
Ástralíumenn hafa sama hátt á
og Nýsjálendingar, þeir hljóð-
varpa þingfundum í heild. í stór-
um dráttum er kerfið' hið sama,
en sitthvað er ólíkt í einstökum
atriðum.
3. BANDARÍKIN
Venjulegum fundum öldúnga-
Síðastliðinn vetur flutti Benedrkt Gröndal frum
varp á Alþingi um gerbreytingu á útvarpsum-
ræðum frá þingi og sjónvarpsumræður þaðan,
þegar það verður tæknilega mögulegt. Frumvarp
ið fékk góðar undirtektir, og voru ræðumenn
allra flokka samála um, að form útvarpsum-
ræðna væri orðið úrelt. Niðurstaða málsins var
sú, að skipuð var milliþinganefnd til að endur-
skoða þingsköp Alþingis, ekki sízt ákvæðin um
útvarp. Nefndin hefur lokið störfum og þing-
menn fengið skýrslu hennar. Með henni er fylgi
skjal um útvarp frá þjóðþingum annarra landa.
Þar er ýmsan fróðleik að finna og vill Alþýðu-
blaðið því birta þá greinargerð í heild í dag og
á morgun.
deildar eða fulltrúadeildar banda-
ríska þingsins hefur aldrei verið
hljóðvarpað eða sjónvarpað. Um
þetta er ekki stafur í þingsköp-
um, en ráðamenn beggja deilda
hafa neitað beiðnum útvarpsfé-
laga um slíkt útvarp. Hins vegar
er hvort tveggja leyft á sameigin-
legum fundum, þegar tignir gest-
ir ávarpa þingið, svo sem er for-
seti landsins talar þar, sem er að
jafnaði aðeins einu sinni á ári.
Nefnafundir eru þýðingarmikl-
ir í Washington, sérstaklega er
nefndir kalla fyrir sig borgara
til yfirheyrslu eða ráðgjafar. Öld-
ungadeildin hefur leyft liljóðvarp
og sjónvarp frá slíkum fundum,
en fuiltrúadeildin ekki. Hefur
það sjónvarp oft á tíðum vakíð
mikla athygli.
Útvarpsfélögin, sem eru einka-
fyrirtæki, ákveða hvort og hven-
ær þau óska eftir útvarpi úr
nefnd. Formenn nefnda veita þá
leyfi, sem mun ávallt hafa verið
gert, þegar um opna fundi hefur
verið að ræða. Útvarpsféiögin
ráða, hvort þau útvarpa hluta
fundar eða fundi öllum. Þau ráða
hvort þau flytja ræður í heild
eða úrdrætti úr þeim og gera þá
úrdrættina sjálf. Þau ráða með
öðrum orðum, hvernig þau nota
það efni, sem þau taka upp í þing
'tsinu.
í bandarískum lögum um út-
varp er lögð sú kvöð á hljóðvarps-
og sjónvarpsstöðvar, að þær veiti
stjórnmáiafiokkum „jafnan tíma“
í dagskrá. Þýðir þetta í reynd,
að stóru flokkarnir fái jafnan
tíma fyrir kosningar (auk þess
tíma, sem þcir kaupa fullu aug-
lýsingaverði). Þessi regla hefur
ekki verið talin gilda um útvarp
frá þingnefndum. Útvarpsfélögin
meta eftir fréttagildi, hvaða ræð
ur þingmanna þau taka. Hins veg
ar gilda þingsköp um ræðutíma og
ræðuröð þingmanna eins, hvort
sem útvarpað er að ekki.
4. KANADA
Kanadamenn hafa í aðalatriðum
fylgt sömu venjum og Bretar og
ekki leyft hljóðvarp eða sjónvarp
úr þingsölum, nema við hátíðleg
ar athafnir eins og þingsetningu.
5. ÍTALÍA
ítalir sjónvarpa beint úr þing-
sölum við sérstakar athafnir, til
dæmis kosningu lýðveldisins,
kynningu nýrrar ríkisstjórnar eða
umræðu stórmála, sem ekki eru
pólitísk í eðli sínu.
Forsætisráðuneytið hefur loka-
orð um, hvort útvarpa skuli um-
ræðum um önnur mál, en ítalska
útvarpið, R.A.I., er undir sterk-
um áhrifum ríkisvaldsins. Sé á-
kveðið að liljóðvarpa eða sjón-
varpa, býr R.A.I. til úr umræð-
unni rúmlega klukkustundar dag-
skrá. Getur hver flokkur átt von
ð fluttur verði um 5 mínútna
úrdráttur úr ræou lians manns
Að auki er gefið heildaryfirlit
yfir umrasðurnar.
R.A.I. flytur annai’s daglega 15
mínútna yíirlit yfir það, sem gerzt
hefur á þingi, og í vikulok yfir-
litsþátt um liðna viku á þingi.
6. FRAKKLAND
Beint útvarp frá franska þing-
■ í tíðkast ekkl. Hins vegar flyt-
ur franska ríkisútvarpið, O.R.T.F.,
oft í hljóðvarpi og sjónvarpi úr-
drátt úr umræðum á þingi, þó
sjaldan lengri en 15 mínútur í
heild. Útvarpið velur ræðumenn
og þætti úr ræðum þeirra. Hefur
stjórnarandstaðan kvartað sáran
undan misrétti, en fengið litla
áheyrn.
Yfirstjórn útvarps frá þingi er
í höndum dagskrárnefndar, sem
kosin er hlutfallskosningu á þing-
inu. Ákvæði um útvarp eru eng-
in, en það látið heyra undir al-
menna stjórn þingsins, sem þessi
nefnd fer með. Sérstök undir-
nefnd hefur þó verið sett í út-
varpsmál, og hafa Gaullistar trygg
an mirihluta í báðum nefndum!
i " ''
7. SVISS
Ekki hefur verið hljóðvrapað
eða sjónvarpað umræðum í svispi-
eska þinginu, heldur aðeins s^r-
stökum athöfnum. Ekki mun beint
útvarp vera fyrirhugað, þar sém
umræður í heild þykja of langar
og leiðinlegar, en úrdrættir ^ru
taldir bjóða ranglæti heim. fEf
til vill ræður þó úrslitum, að í
landinu eru töluð fjögur tungu-
mál.
Svissneska útvarpið hyggst aiú
koma upp litvarpssal og. starfsBði
skammt frá þinghúsinu í Be|n,
og er ætlunin að taka þar ilpp
efni með þátttöku þingmanna. \
t •
8. BELGÍA
Beint útvarp frá belgíska þifig-
inu hefur ekki verið tekið upp.
Mun forseti öldungadeildar v|ra
því Hlynntur, en forseti fulltrtia-
deildar mjög andstæður. Belgíska
útvarpið mun ekki hafa sótt þetta
mál fast, enda við það sérstaka
ndamál að etja, að tvö tun ;u-
mál eru í ríkinu (franska og
flæmska) og allt útvarp því )á-
lega tvöfalt.
9. HOI.LAND
Undanfarin ár hefur oft verið
hljóðvarpað og sjónvarpað mik-
ilsverðum umræðum frá fulltrúá-
deild hollenzka þingsins. Ilefur
slíkt útvarp verið háð leyfi frá
skrifstofustjóra.
Nefnd hefur fjallað um endur-
skoðun þingskapa í Hollandi, og
gerði hún tillögur um föst ákvæði
varðandi hljóðvarp og sjónvarp
frá þingi. Ekki hefur frétzt um
afdrif þess máls.
10. VESTUR-ÞÝZALÁND ’
Mikilvægum umræðum er óft
hljóðvarpað úr Sambandsþinginu
í Bonn. Ef það er ekki gert, aru
fluttir úrdrættir í kvölddagski’á.
Þýzka útvarpið óskar eftir slíku
hljóðvarpi, er því þykir ástaéða
til, og þingið hefur ávallt veiitt
leyfi.
Síðustu ár hefur umræðiím
einnig oft verið sjónvarpað be|nt
lir þingsal, en oftar hefur veiið
sjónvarpað af ségulbandi úrdraaítti
úr umræðum. Könnun hefur leiitt
í ljós, að 1—3% hafi horft á be|n-
ar sendingar úr þingsal fyrir há-
degi, 4 — 14% síðdegis, en allt |að
29% horft á úrdrætti að kvöliii.
Hið tvíþætta þýzka sjónvah’p
(ARD og ZDF) hefur sett sér
meginreglur varðandi sjónvíi’P
frá þingi. Þær eru:
(1) Það sé grundvallarregla, jað
hvor stofnunin (ARD
ZDF) um sig taki ákvörð
um, hvort hún vilji sjpnvarjiDa
frá þingi eða ekki.
(2) Aðeins skál sjónvarpa míkil-
vefðustu umræðum.
Frambald á 15: síðu.
23. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J