Dagur - 21.11.2000, Page 1
Slysum að fjölga
vegna lausagöngu
Lítill ökuhraði og
hagstæð veðurskilyrði
áttu stórau þátt í því
að ekki fór verr þegar
40 manns lentu í
alvarlegu rútuslysi.
Kippur í slysum vegna
búfjár undanfarið.
Rannsóknamefnd umferðarslysa
hóf athugun á rútuslysi í Fljótum
í gær í samstarfi við Iögregluna í
Skagafirði. 23 slösuðust þegar
rúta ók út af veginum og valt við
Barð á sunnudagskvöld. Björg-
unaraðgerðir teygðu sig um allt
land og voru slasaðir fluttir til
Sauðárkróks, Akureyrar og
Reykjavíkur.
Slysið varð kl. 18.10 og voru
björgunarsveitir Landsbjargar á
Hofsósi, Siglufirði, Sauðárkróki,
Varmahlíð, Akureyri, Dalvík, Ar-
skógsströnd og Olafsfirði virkjað-
ar til aðstoðar og flutnings slas-
aðra. Sjúkrabílar og hjúkrunar-
fólk kom fljótlega á staðinn og
flutti þyrla Landhelgisgæslunnar
einn til Reykjavíkur, sjúkraflugvél
flutti annan til Akureyrar og
nokkrir voru Iagðir inn á Sauðár-
ltróki. Átta manns voru enn á
sjúkrahúsum í gær en alls voru 39
manns í rútunni, 38 eldri borgar-
ar og bílstjóri. Hann sveigði út af
veginum að talið er til að forðast
árekstur við hross sem birtist
skyndilega á veginum. Enginn
hinna slösuðu er í lífshættu.
Fór betur en á horfðist
Björn Mikaelsson, yfirlögreglu-
þjónn á Sauðárkróki, eyddi
gervöllum gærdeginum í athug-
anir á vettvangi. Hann segir að
betur hafi farið en á horfðist og
vel hafi gengið að hjarga fólkinu
með samstilltu átaki. Um tilurð
slyssins segir Björn að Iausa-
ganga búfjár sé ekki bönnuð á
þessum slóðum en lausagangan
er vandamál sem færst hefur í
vöxt síðustu vikur samkvæmt
upplýsingum frá Birni. „Þau eru
alltof mörg þessi slys. Svo virtist
sem ástandið færi skánandi en
svo kom kippur í þetta í haust og
á sfðustu mánuðum virðist aftur
aukning," segir Björn. Slys vegna
lausagöngu í Skagafirði eru mis-
mörg en eru yfirleitt á annan tug
árlega og stundum talsvert fleiri.
Enginn hraðakstur
Björn segir að veðurfarið hafi átt
stóran þátt í hve björgun gekk vel
í fyrrakvöld. T.a.m. hafi frostleysi
verið mikilvægt með tilliti til að-
hlynningar fólksins og allir hafi
verið boðnir og búnir til að
bregðast við kringumstæðum.
Hraðinn á rútunni var ekki mik-
ill samkvæmt fyrstu athugunum
og er varkárni ökumanns talin
eiga stóran þátt í því að rútan fór
aðeins eina veltu. - BÞ
FLeiri
maimdráp
Marktæk aukning hefur orðið í
manndrápum undanfarið. Fjög-
ur slík mál urðu árið 1991, þrjú
árið 1992, eitt mál 1993, ekkert
á árabilinu 1994-1995, tvö mál
bæði 1996 og 1997, ekkert mál
í hitteðfyrra, tvö mál í fyrra en
fimm það sem af er þessa árs.
Svo virðist einnig sem að-
stæður gerenda hafi breyst.
Framundir síðustu ár var hægt
að afgreiða flest manndráp sem
ölæðisverk, en nú færist í vöxt
að fíkniefni komi við sögu. Velta
má upp spurningum um öryggi
íbúa sérstaklega á suðvestur-
horni landsins. Ofneysla fíkni-
efna, oft ofan í áfengi, ruglar
dómgreind fólks og afleiðing-
arnar eru oft á tíðum hörmuleg-
ar.
Dagur gerir líttekt á þessari
óheillaþróun á hls. 5.
Bros í Bláa lóninu
Slökunarmáttur Bláa lónsins er rómaður og það var ráðherra heilbrigðismála kærkomið tækifæri að iíta þar við í
gær í góðum féiagsskap. ingibjörg Páimadóttir var brosmitd þegar Ijósmyndara Dags bar að garði. mynd hilmar þúr.
ísólfur Gyifi Pálmason, þ/ngmaður. ,
Tónmmja-
safn a
Stokkseyri
Isólfur Gylfi Pálmason og fleiri
þingmenn vilja að komið verði
upp tónminjasafni á Stokkseyri.
Þeir hafa flutt þingsályktunartil-
lögu um að fela ríkisstjórninni
að Iáta semja frumvarp til laga
um stofnun og rekstur tón-
minjasafns á Stokkseyri í sam-
starfi við sveitarfélagið Arborg,
héraðsnefnd Arnesinga og
Byggðasafn Arnesinga og leggja
fram f upphafi næsta löggjafar-
þings.
Flutningsmenn segja að með
gildum rökum megi segja að
vagga tónlistarlífs á Islandi í
þeirri mynd sem nú er sé á
Stokkseyri og Eyrarbakka. Það-
an hafi verið margir þeirra menn
sem stóðu í fremstu víglínu á
sviði tónsköpunar, kennslu og
uppbyggingar tónlistarlífs á fyrri
hluta 20. aldar. Nægi að nefna
aðeins fáa menn: tónskáldin og
tónlistarmennina Sigfús Einars-
son, Pál Isólfsson og Friðrik
Bjarnason og athafnamanninn
og menningarfrömuðinn Ragnar
í Smára.
Hvergi tónlistarsafn
Þessir menn hafi átt sér einnig
forfeður sem staðið hafi fyrir
blómlegu tónlistarstarfi og öðru
menningarlífi f þessum þorpum
og lagt þar grunninn með starfi
sínu. Megi þar nefna Selsbræð-
ur, þá Bjarna, Jón, Isólfog Gísla
Pálssvni á Stokkseyri.
Flutningsmenn segja enn-
fremur að tónmenningu Islands
hafi ekki verið sinnt sem skyldi
og frernur lítið verið skráð og
fjallað um starf íslenskra tónlist-
armanna. Þá sé hvergi til hér á
landi sértækt tónlistarsafn þar
sem finna mætti á einum stað
muni og ritaðan fróðleik um
þróun og sögu tónlistar.
- S.DÓIt.
OLYMPUS
__Stafrænar myndavélar