Dagur - 21.11.2000, Page 6

Dagur - 21.11.2000, Page 6
6 - ÞRIÐJVDAGUR 21. NÓVEMBF.R 2000 OMýtr ÞJÓDMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: t.goo KR. Á mánuði Lausasöiuverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: augl@dagur.is-gestur@ff.is-karen@dagur.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-i6i5 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6t6t Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyrí) 551 6270 (reykjavík) Hvað býr að baki? í fyrsta lagi Það vekur almenna furðu að ekkert jákvætt skuli gerast í samningamálum framhaldsskólakennara. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, sem á að annast viðræður um nýjan kjara- samning fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, virðist hafa meiri áhuga á flestu öðru en að beita sér af alefli fyrir lausn þessarar alvar- legu vinnudeilu sem nú þegar hefur lokað framhaldsskólum landsins í tvær vikur. Hvorki fjármálaráðherra né mennta- málaráðherra Sjálfstæðisflokksins sýna nauðsynlegt frum- kvæði til lausnar á kjaramálum kennara á sama tíma og nem- endur horfa fram á glataða önn. í öðru lagi Það er engu líkara en að ráðherrar fjármála og menntamála séu reiðbúnir að fórna heilli önn framhaldsskólanema í von um að með löngu verkfalli verði hægt að kúga kennara til að láta af kröfum sínum. Nema hér búi að baki enn skuggalegri pólitísk áform. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylking- arinnar, lýsir þannig þeirri skoðun sinni í Degi í dag að með aðgerðaleysi sínu séu sjálfstæðisráðherrarnir að nota verkfall- ið til að búa í haginn fyrir einkaskóla: „Nú þegar er maður far- inn að heyra það á málflutningi sjálfstæðismanna að best sé að leysa það sem þeir kalla „vanda framhaldsskólakerfisins“ til frambúðar með því að lyfta upp einkaskólum,“ segir Össur. 1 þriðja lagi Auðvitað eru sjálfstæðismenn vísir til að beita öllum brögðum til að ýta undir einkaskóla sem yrðu reknir annars vegar fyrir skattfé almennings og hins vegar fyrir skólagjöld sem einung- is efnameiri hluti þjóðarinnar hefði tök á að borga. Með því móti væri farið að mismuna börnum þessa lands eftir efnahag foreldra. Um leið yrði almenningur látinn greiða verulegan hluta reikningsins vegna betri menntunar forréttindastéttar. Slík stefna hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Framsóknar- flokknum sem hlýtur að hafa af því vaxandi áhyggjur hvert samstarfsflokkurinn í ríkisstjóminni er að fara með framhalds- skólann. Elías Snæland Jónsson Byggöaforstj óri Garri \ar einn þeirra sem ætl- aði að sækja um stöðu for- stjóra Byggðastofnunar, en svo ólánlega vildi til að hann glevmdi sér og gætti þess ekki að senda inn umsókn fyrr en eftir að umsóknarfresturinn rann út. Þegar svo nöfn um- sækjenda voru birt fyrir helg- ina sá Garri að hans umsókn hafði ekki verið tekin gild, trú- lega vegna þess hve seint hún barst. Garri verður víst að taka því eins og hverju öðru hundsbiti, en augljóslega missir þjóðin þar af hæfasta umsækjandan- um til að takast á við vanda- samt verk. Margir sóttu En það er svosem ekki eins og enginn hafi sótt um. Oðru nær. Það voru hvorki meira né minna en 14 manns sem sóttu um. I sjálfu sér kemur það ekki á óvart, vegna þess að þetta er ein af topp stöðun- um í þjóðfélaginu og gefur vel í aðra hönd bæði virðingu, há laun og frábær lífeyrisrétt- indi. Þess utan er þetta inni- vinna og álagið ekkert sér- staklega íþyngjandi, eða ætti ekki að þurfa að vera það. Að mörgu leyti er þetta því draumastaða allra sem á ann- að borð eru með skriffinnsku- genið í sér - og þeir eru ótrú- lega margir. Frá Sauðárkróki. Landsbyggö í meirihluta Því er það að þegar betur er að gáð hefði mátt ætla að enn fleiri hefðu sóst eftir þessari stöðu en raunin varð á. Það er erfitt að trúa því að það séu ekki nema 14 manns í land- inu sem treysta sér lil að gegna þessari fínu stöðu, og svo auðvitað Garri sem varð of seinn. Og þegar listi um- sækjenda er skoðaður nán- ar kemur meira að segja í ljós að það ------ eru ekki nema þrír umsækj- endur af höfuðborarsvæðinu um stöðuna. Allir hinir eru af landsbyggðinni og kemur það þægilega á óvart að Ioksins skuli koma upp staða þar sem landsbyggðin hefur verulegt tölulegt forskot á höfuðborg- arsvæðið í einhverju. Venju- lega er þessu nefnilega öfugt farið, að allt sé miklu stærra, Ilcira og merkilegra í höfuð- borginni en á landsbyggðinni. Garri velti því andartak fyrir sér hvort það gæti verið að höfuðborgarbúar væru hættir að hafa áhuga á góðum emb- ættum á vegum ríkisins, en þótti það þó ótrúlegt. En svo rann skýringin á þessari óvenjulega fámenni höfuð- borarhúa á umsóknalistanum upp fý'rir Garra. Byggðastofn- un á náttúrulega að vera á Sauðárkróki! Er þetta ekki byggðavandinn í hnotskurn? GARRl V. ■ * v JÓHANNES ’I a" * SIGURJÓNS , SON skrifar Það er útbreiddur misskilningur að Englar alheimsins hafi sópað að sér flestum verðlaunum á Edduhátíðinni s.l. sunnudags- kvöld og 101 Reykjavík hafi hor- ið skarðan hlut frá borði. Stað- reyndin er nefnilega sú að óum- deildur sigurvegari kvöldsins var 101 Reykjavík. Það er að vísu rétt að Englarn- ir munu svífa vængurn þöndum til Englahorgarinnar og Hollywood á meðan Friðrik besti Ieikstjóri flýgur á töfrateppi eða hórmottu tjl Bollywood og Ingvar erkiengill og Margrét Helga stormuðu heim ntcð styttur fyrir bestan leik og Ingvar að auki mcð augastað á Felix. Sem sé fráhær árangur hjá Inglunum og við fyrstu sýn virðist eftirtekjan hjá 101 Reykjavík vera heldur rýr, en er það ekki þegar hetur er að gáð. Ósýnilegir sniilingar Málið er nefnilega að Eddustytt- 101 Reykjavík vairn allt! urnar höfnuðu flestar í 101 Reykjavík með einum eða öðrum hætti. Þannig sat sá er þetta rit- ar norður á Húsavík á sunnu- dagskvöldið og horfði á Edduna í beinni á rás allra landsmanna og var að sjá í fyrsta sinn hina og þessa verðlauna- hafa sem voru taldir mestir og bestir í sín- um greinum í ís- lensku sjónvarpi. Þarna kom m.a. á svið besti sjónvarpsmaður Islands, Erpur nokk- ur, með ákaflega frambærilega og jjjóðlega húfu, scm þó hefur varla ein og sér dugað honum til Edduverðlauna. E11 við sem húum íýrir norðan hníf og gaffal höfum auðvitaö ekki hugmynd um hvað þessi besti sjónvarps- muöur íslands hefur sér til ágæt- is annað en húfuna, því við höf- um einfaldlega aldrei séð þenn- an mann, fyrr en þarna á Eddu- hátíðinni. En hann ku sjást prýðilega og vera vinsæll meðal þeirra sem búa í nafla hins ís- lenska alheims, í 101 Reykjavík og er þvf vísast vel að nafnbótinni kominn. Onnur verðlaun sem féllu 101 Reykja- vík í skaut voru Eddan fyrir besta sjónvarps- þáttinn á íslandi. Þau kontu í hlut Silfur Egils, sem mun ekki kennsluþáttur kostað- ur af stéttarfélagi gull- og silfursmiða, heldur feykivinsæll spjallþáttur sem ein- hver rauðhærður og riðvaxinn Egill heldur úti með miklum ágætum að sögn þeirra í' 101 Reykjavík. Þetta virtist vera svona heldur glaðlegur og geðs- legur maður, |>egar maður sá hann f fyrsta sinn á Eddhátíð og ugglaust er þátturinn tans góður líka, en um það vitum við auðvit- að ekkert með vissu hér á norð- lægum krummaskuðum. Eddu frestað? Aðstandendur 101 Reykjavíkur þurfa sent sé ekki að kvarta eftir Edduhátíðina miklu þar sem öll verðlaun höfnuðu á endanum í Kvosinni eða næsta nágrenni. Og varla von á öðru þar sem flestir filmumakarar og sjón- varpsefnispiltar gera sín helstu stykki á þessu svæði. Hitt er svo aftur annað mál hvort ekki er rétt að fresta næstu Edduhátíð þangað til síðustu dreithýlis- skjónarnir eru fluttir suður, þan- nig að allir landsmenn eigi þess kost að berja augum besta sjón- varpsefnið og glæsilegasta sjón- varpsfólkið og allir Islendingar geti þá lagt dóm á þessa gargandi og víða ósýnilegu snilld f 101 Reykjavík. svairað Ertu ánægð/ur með út- hlutun EíldiiveÆíiun- anna? Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstj.frétta- og thvgimnálaþj. StöAvar2. „Að mörgu leyti er ég það, en minni þó á að endalaust má deila um hver sé verðlauna verður. Þannig þótti mér til dæmis þáttaröðin Síðasti vals- inn sem fékk Eddu-verðlaunin í flokki heimildamynda vera lull- komlega þess verðug, enda mjög vel gerðir og fróðlegir þættir. Englar alheimsins eru mjög gott framlag okkar Islendinga til Ósk- arsverðlaunanna, enda ein allra besta kvikmynd sem gerð hefur verið á landi á síðustu áratugum." Ólafur H. Torfason krikmyndagagnrýnandi. „Að mörgu leyti er ég það, en hefði þó viljað sjá í fleiri efnisflokk- um verðlaun, svo sem fyrir mynda- tökur, klippingu og nýstárleg efnistök. Af þessum sökum þótti mér kvikmyndin ls- lenski draumurinn falla svolítið utangarðs. En ég er mjög sáttur við þá viðurkenningu og verð- laun sem Englar alheimsins fengu, enda er myndin góð og ég gæti vel trúað því að hún ætti eftir að ná langt þegar í Óskarinn kemur. Rétt einsog gerðist þegar Börn náttúrunnar var okkar framlag.“ Hilmar Karlsson krikmyndagagnrýnatidi á DV. „Það var ekkert óvænt í Eddu- verðlaununum að þessu sinni því fyrirfram mátti búast við að Englar alheims- ins tækju til sín mörg verðlaun. Þó hafði ég búist við að einhver verðlaun færu til 101 Reykjavík, en svo varð ekki. Englarnir hafa höfðað mjög sterkt til Islendinga og notið mikillar hylli og að því leyti er ekki óeðlilegt að hún sé valin framlag okkar í Óskarinn, þó aftur á móti telji ég að 101 gæti náð meiri árangri á þeim vettvangi." Dóra Takefusa sjónvarpsmaður á Skjá einum. „Auðvitað er ég ánægð með þau og þá sérstaklega árangur okkar á Skjá einum, þar sem við unnurn til verðlauna fyrir hesta sjónvarpsmanninn og hesta þáttinn. Hvað varðar verð- launin fyrir bestu kvikmyndina þá er ég ekki fullkomlega dóm- hær þar því ég hcf enn ekki séð 101 Reykjavík, en Engla al- heimsins sá ég strax á frumsýn- ingardegi og sú mynd hafði mik- il áhrif á mig. Ég gæti vel trúað því að sú mynd ætti eftir að ná langt í Óskarnum, ]>ó ég viti náttúrlega ekki enn hverjir keppinautar hennar verða."

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.