Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 5
I’RIDJUDA G U R 19. DESEMBER 2000 - S Tkypr. FRÉTTIR Rússamir með vegabréf og far Þrautaganga skip- verja á Vídalín. Von- ast til að fá launa- kröfnr sínar í vik- unni. Veltur á öðmm kröfuhöfum. Rússnesku skipverjarnir þrír sem voru á togskipinu Vídalín frá Höfn í Hornafirði eru búnir að fá vegabréf og eru komnir með farseðla til Múrmansk. Ef ekki verða settar fram gagnkröfur gegn launakröfum þeirra er fast- lega búist við því að sýslumaður- inn á Höfn muni greiða hverjum þeirra um 300 þúsund krónur úr þrotabúi skipsins n.k. fimmudag. Gangi það eftir munu þeir fljúga með fyrsta flugi til Stokkhólms, þaðan til Moskvu og heim á Þor- láksmessu. Lögreglurannsókn Skipverjarnir þrír komu hingað til lands með skipinu í byrjun síðasta mánaðar. Þeir voru hvor- ki með atvinnu- eða dvalarleyfi, enda ráðnir á skipið til veiða á fjarlægum miðum og m.a. í Barentshafi. Fljótlega eftir komu skipsins var það selt Sparisjóða- bankanum á 100 milljónir króna á nauðungaruppboði. Þá fór ein- nig fram lögreglurannsókn á meintum brotum útgerðarinnar á lögum um lögskráningu sjó- manna. Þá var einnig víða pottur brotin í haffærni skipsins þegar það kom hingað til lands. Allslausir Fyrst um sinn höfðust skip- Komnir með farseðla til Múrmansk. verjarnir þrfr við um borð í skip- inu þar sem það lá í Rcykjavíkur- höfn, enda allslausir og yfirgefn- ir af útgerðinni sem var kominn í þrot. Þeir fengu um tíma inni á gistiheimili Hjálpræðishersins en síðan tók stýrimaður skipsins við þeim og skaut vfir þá skjól- húsi. Þá hefur Alþjóða flutninga- sambandið séð til þess að þeir hafa haft aura sér til framfærslu og afþreyfingar. Veltur á kröfuhöfuui Borgþór S. Kjærnested fulltrúi Alþjóðasambandsins segist binda vonir við að skipverjarnir fái launakröfur sínar greiddar út n.k. fimmtudag 21. desember og enginn kröfuhafi fari að setja stein í götu skipverjanna með gagnkröfum. Ef það gerist mun það tefja allt málið með þeim af- Ieiðingum að skipverjarnir þrír komast ekki til síns heima fyrir jól. - GRH ErGeir týndur? Fundu eWdGeir Enginn árangur varð á sáttafundi framhaldsskólakennara með samninganefnd ríkisins. Nokkurra væntinga hafði gætt fyrir fundinn um að ríkið mundi leggja fram nýtt tilboð sem gæti stuðlað að lausn verkfallsins sem hefur stað- ið yfi r í 6 vikur. Samkvæmt heim- ildum Dags strandaði tilboðsgerð ríkisins m.a. á því að samninga- menn þess fundu ekki ijármála- ráðherra til að ráðfæra sig við hann. Hins vegar er talið líldegt að ríkið leggi eitthvað fram á sátta- fundi í dag. Þá var sáttafundi samninga- nefnda framhaldsskólakennara og ríkisins sem átti að heíjast á há- degi í gær frestað urn einn sólar- hring. Ríkissáttasemjari ákvað þetta eftir að hafa rætt stöðuna við forystumenn beggja samninga- nefnda. Þá stóð fundur samninga- nefnda kennara við fulltrúa Versl- unarskóla Islands yfir í tvo tíma í gær, eða frá klukkan 14 - 16. Annar fundur hefur verið boðaður á morgun, miðvikudag klukkan 14. — GRH Hirtifé af geðfötluðum Fimmtug kona hefur í Héraðs- dómi Reykjavíkur verið dæmd í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tjársvik. I febrúar 1996, þegar hún starfaði sem forstöðu- maður á Vistheimilinu Bjargi á Seltjarnarnesi, blekkti hún geð- fatlaðan vistmann á heimilinu, sem var henni handgenginn og háður, og fékk hann til að af- henda sér til varðveislu 1,3 millj- ónir króna. Konan ráðstafaði peningunum í eigin þágu, þar af nær 700 þús- und samdægurs. Hafði hún að- eins endurgreitt um 200 þúsund krónur við uppkvaðningu dóms- ins. Hins vegar var gert sam- komulag um fullnaðargreiðslu kröfu vistmannsins. Akærða ját- aði brot sitt. Peningarnir voru uppboðsandvirði fasteignar vist- mannsins, sem hann hafði feng- ið greitt sama dag. Flún ráðstaf- aði um helmingi fjárins samdæg- urs í þágu dóttur sinnar en af- ganginum í eigin þágu. Með skilorðsbindingunni var litið til þess að konan hefði ekki sakaferil og að mikill dráttur hefði orðið á málinu, sem ekki var hinni ákærðu að kcnna. - FÞG Sólveig sagði nei Erindi flótta- mannsms mii dvalar- leyfi á íslandi hafnað. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra synjaði íyrir helgi tjetj- enska flóttamanninum Aslan Gilaev um dv'alarleyfi á Islandi og her ráðherra enn fyrir sig að maðurinn hafi ekki fært sönnur á hver hann er. Enn hefur þó ekki verið gefin út skipun um að færa Aslan úr landi, en hann er eins og áður hefur komið fram nýkvæntur íslenskri konu, þrigg- ja barna móður. Fyrir helgi kallaði ráðuneytið Aslan á fund, þar sem honum skyldi gefið tækifæri á að skýra mál sín. Hann sendi hins vegar Iögfræðing á fundinn fyrir sig, Guðjón Olaf Jónsson. „Þessi úr- skurður þýðir að hægt er að vísa Sólveig Pétursdóttir. Aslan úr Iandi, en auk þess getur hann ekki fengið vinnu, þrátt fyrir atvinnutilboð. Hann er því alfarið upp á konu sína komínn og fær enga opinbera aðstoð,“ segir Guðjón, sem þessa dagana h ■ lílfll!* ’IU UlOri OI7 íhugar það með skjólstæðingi sínum hvort úrskurði ráðherra verði skotið til dómstóla. Gagnkvæm tortryggni „Sú hætta er að óbreyttu fyrir hendi að manninum verði visað úr Iandi. Eg hefði ekki haldið að það gengi aö stía fjölskyldu í sundur með þeim hætti sem gæti orðið. Það kemur því til greina að fara dómstólaleiðina, með vís- an tii mannúðársjónarmiða og fjölskylduaðstæðna," segir Guð- jón. Séra Jakoh Rolland, sem lið- sinnl hefur Aslan, segir úrskurð ráðherra mikil vonbrigði. „Því miður treystir hann ekki stjórn- v'öldum og þau ekki honum. Þetta hefur flækt málið og sett fjölskyldulíf hans í óefni. A með- an er hann réttindalaus og vega- laus," segir Jakob. — FÞG oi. 'ri ivujAZHtiui i iua>io .i.jy' INNLENT Breimuvargs enn leitað Það hefur ekkert nýtt komið í Ijós. Hingað eru komnir tveir menn frá rík- islögreglustjóra til að aðstoða okkur en við höfum engan sérstakan grun- aðan sem stendur," sagði varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmanneyjum í samtali við Dag í gærkvöld. Enn er brennuvargs leitað eftir stórbrunann hjá Isfélaginu. Rökstudd- ur grunur leikur á íkveikju að sögn lögreglunnar en sem fyrr segir er ger- andinn ennþá ófundinn. Gríðarlegt tjón varð í brunanum. - BÞ 011 skip ísfálagsins hætt veiðum Öll skip ísfélags Vestmannaeyja eru hætt veiðum, og sjómenn komnir í jólaleyfi. Skipin eru Antares, Bergey, Gígja, Heimaey, Sigurður og Alsey. Verið er að endurpakka fiski að Strandvegi 28, og miðar vel. Hreinsun- arstörf ganga vel í frystihúsi og jafnvel hægt að hvrja að mála eitthvað fyr- ir helgina. Opið hús er fýrir starfsmenn ísfélagsins í Alþýðuhúsinu. I dag, þriðjudag, verður jólaball fyrir börn starfsmanna ld. 17.00. — GG Ný bindindissamtök stofnuð Bindindis- samtökin IOGT á ís- landi voru nýlega stofnuð, en þau taka við af Stór- stúlku Is- lands IOGT. Ný hreyfing í takt við nýj- an tíma á góðum og traustum Frá stofnun hinna nýju bindindissamtaka á dögunum. Helgi Seljan formaður fyrir miðri mynd. - mynd: hilli grunni er kjörorð samtakanna, en innan vébanda þeirra geta starfað, ásamt stúkum, félög og litlir hópar, enda vinni félagar bindindisheit. Samtökin hjóða öll- um, sem vinna vflja að þessum málum undir merki þeirra, til samstarfs. Helgi Seljan framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags íslands hefur verið kjörinn formaður hinna nýju samtaka, sem þégar hafa hrint ýmsum verk- efnum af stað. Má þar meðal annars nefna ýmis forvarnarverkefni og stuðning við þá sem lent hafa í vanda af neyslu áfengis og annarra fíkni- efna j<; ou i og fiölskyldum þeirra. i f. v'J ttlsi iJsi filG f UíjrlíiJi , ‘AH JjililK < S . - SBS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.